Leita í fréttum mbl.is

Triple Inflation; -Inflation,-Stagflation,-Taxflation !.

Verðbólgu,- Inflation-, þekkja Íslendingar manna best. Við framleiðum hana þegar vel liggur á okkur. Byrjum kannski með því að Kennarasambandið eða Ljósmæðrafélagið ákveða að leiðrétta kjör sín. Til þess taka félögin málleysingja í gíslingu. Eftir tiltölulega skamman tíma gefst þjóðfélagið upp og reiðir fram aukið kaup. Þetta breiðist svo út og aðrir  opinberir starfsmenn taka sér sömu hækkun. Svo koma blessaðar láglaunastéttirnar síðast. Þegar þær hafa fengið leiðréttingar til jafns við hina þá hafa hinir fyrstnefndu dregist aftur úr. Ástandið lullar. 

Verðbólga á bilinu 5-10 % endurspeglar góðæri í landinu. Það er næg atvinna og allir eru að flýta sér að byggja og bæta. Innflutningur vinnuafls stóreykst. Stjórnmálamenn slá um sig með loforðum um bættan hag og ráðist er í stóriðjuframkvæmdir og virkjanir ofan á spennuna. Innflutningur vinnuafls stóreykst og spennan líka . Verðbólgan vex við þetta en innflutningur til stóriðju styrkir krónuna á móti.Nú er búið að undirbúa brotlendingu hagkerfisins. Allir hata atvinnurekendu sem eru bara svindlarar.

 Við 50% verðbólgu dregur úr framkvæmdum og er allir farnir að veina og heyja varnarbaráttu hver gegn öðrum. Við 135 % eru margir farnir að örvænta og landflótti byrjar.  Við höfum held ég ekki farið hærra hérlendis en miklu meira er þekkt annarsstaðar. Þá er kallað á þjóðarsátt því menn sjá að þetta gengur ekki lengur. En svo gleymist öll gömul reynsla og það er byrjað uppá nýtt.

Nýverið var samið um 6 % almenna launahækkun til þeirra sem enn hafa vinnu, opinbera starfsmenn og þá fáu sem eftir eru annarsstaðar. Þetta er auðvitað nákvæmlega sama og gengisfall við núverandi neikvæðan hagvöxt og verður afgreitt sem slíkt. Fólkið elskar atvinnurekendur sína og vinnustaði sem aldrei fyrr.

Kyrrstöðuverðbólga-Stagflation-, er líka eitthvað sem við Íslendingar þekkjum. Þá dregur úr útflutningstekjum, innflutningsverð hækkar til dæmis á olíu. Atvinnuleysi vex en verðlag hækkar. Allt stefnir niður á við og menn verða skyndilega yfirmáta hlynntir  vinnuveitanda sínum og fyrirtækjarekstri almennt. 

Skattverðbólga- Taxflation- er svo enn önnur tegund verðbólgu, sem nú er í aðsigi hjá Íslendingum og við höfum ekki kynnst áður.  En að þessu sinni kemur þessi verðbólga  ofan á hinar verðbólgurnar báðar.  

Við fáum  Triple-Inflation.  Nú valda  skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hækkun verðlags til viðbótar því sem áður var komið vegna hrunsins .  Einfaldur framreikningur vinstrimanna sýnir ávallt línulega tekjuaukningu við hækkun skatta. Þeir þekkja ekki einhvern Laffer eða trúa ekki á hans kúrfur.

Með því að hækka skatta á þjóðfélag, þar sem  meirihluti vinnandi fólks eru opinberir starfsmenn með einum eða öðrum hætti eins og forseti vor segir svo gjarnan, þá er fundin ágæt aðferð til að fóðra svangann hund.  Maður sníður bara af honum rófuna og réttir honum að éta.  

 

 Þetta er Taxflation. Í henni  hækkar verð á hundsrófum sem verða af skornum skammti.

Sviðið er nú sett fyrir kaldan vetur þar sem  ný séríslenzk  tegund  verðbólgu ríkir.

Triple-Inflation.: - Inflation,- Stagflation- -Taxflation-.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

"Verðbólgu,- Inflation-, þekkja Íslendingar manna best. Við framleiðum hana þegar vel liggur á okkur. "

misskilningur, verðbólga er innbyggð í öll peningakerfi heimsins þar eð peningar geta ekki orðið til nema sem skuld og til að greiða þá skuld þarf að búa til nýja skuld með vöxtum og allesaman, ergo..innbyggt í kerfið, kerfi sem þarf að rífa niður hið fyrsta.

Skríll Lýðsson, 28.6.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Elle_

Ekki misskilningur.  Eyðla og ofureyðsla og óstjórn yfirvalda frá upphafi lýðveldisins veldur hinni endalausu og oftast stjórnlausu verðbólgu í landinu.  Nánast heilar götur eru eyðilagðar af því nú skal byggja dýrari og nýrri og flottari vegi. Fólkið lærði fyrir löngu að ekkert þýddi að geyma peninga í bönkum landsins þar sem þeir eyddust upp.  Ógnarverðbólgan sem við þekkjum finnst ekki í vestrænum löndum og þó víðar væri leitað í heiminum. Það er verðbólga í öllum löndum, en ekki eins og í óstjórnarlandinu Okurlandi.  

Elle_, 28.6.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Elle_

Nema í vanþróuðum löndum.  EKki viljum við miða okkur við Zimbabwe er það?

Elle_, 28.6.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólga neysluvara [fella gengið hækka verð innflutnings og skatttekjur í krónum] alþekkt stýritæki þjóða með undirmálsgjaldmiðla? Hún getur haft skammtíma kosti og er það gott. Neyslustýringing hækka skatta á ákveðnum innflutningi, stuðla innlandframleiðslu neyslu.

Hinsvegar með Íslenskum vertryggingarvaxta einokunarlögum má ekki verðtryggja nema miðað við skammtíma sjónarmið og verð á neysluvöru.

Neysluvítala íslenska mælir hlutfallslega hækkun á því sem sem selst mest á hverjum tíma. Þannig þegar að kreppir skamman tíma hækka ódýra varan mest. 10kr fara í 13kr. [30% hækkun]

Aðalvandamálið hér er að verðtrygging miðað við verð á fasteignum á heimamarkaði  er bönnuð[ Mortgage loans rate] langtímasjónarmið trausts veðs og skylt að nota neysluverðs viðmun. [Gott fyrir lífeyrisjóði einnar kynslóðar?]

Því miður hafa Íslenskur óreglur skemmt myndina talsvert fyrir Íslenskar ríkisstjórnir að nota hefðbundin stýritæki. Við vitum öll hvernig það hefur leikið hornsteinanna: heimilin.

Neyslustýringin eykur skuldir 80% lána Íslenskra heimila.

Það þarf ekki að spyrja að því hversvegna Tyrkir nota launavísitöluviðmiðun á fasteignaveð.

Ekkert EU ríki eða enskumælandi notar neysluverðsviðmið í stað fasteignaverðs til viðmiðunar verðtryggingar hornsteinanna, vegna áður nefndar  stjórnunargeldingar.  Ályktanir miðað réttu forsendurnar hafa ekki marktækaniðurstöður lengur. Breyta grunn lána forsendum siðmenntað þjóðfélags án þess að hugsa um allar afleiðingar merkir smiðina er breyttu.    

Íslenska einokunin er ekkert nema eignaupptaka á komandi kynslóðum til að haldi upp græðgi lífeyrissjóði einnar kynslóðar. Að mínu mati kol ólöglegt í ljósi virkni og stangast á á eignarréttar ákvæði stjórnarskráar.

Hugmyndir í orði geta hljómað vel og rétt, það er á borðinu sem þær eru metnar af alvöru viðskipafræðingum. 

Rétt verðtryggingu miðað við veðandlagið.

Júlíus Björnsson, 28.6.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þessi ríkisstjórn hafði góð orð um að efla sprotafyrirtæki, en á hvaða rekstraformi ætli þeim sé ætlað að vera nú þegar á að hækka skatta á öllum fyrirtækjum og launamönnum, en þó sérstaklega einkahlutafélögum! Svona skattpíning leiðir til nennuleysis og undanskota eftir því sem hver og einn getur best. Nú verður líklega aftur farið að leita leiða til að skila sem minnstum hagnaði og þar með rennur minna til ríkissjóðs, þrátt fyrir hækkaða prósentur.  Prósentur vega nefnilega létt í vasa og mun minna en krónur og svo að maður tali nú ekki um evrur....!

Ómar Bjarki Smárason, 28.6.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar Bjarki,

Mér finnst núna í elli minni, að ég hafi séð þetta allt áður.

Þó er ég af sömu kynslóð og heilög Jóhanna.

Ég lít á blessaðan Steingrím J.  með nokkrum  vorkunnaraugum því ég veit að hann hefur ekki þá reynslu sem þarf til að sinna því verkefni sem hann heldur að hann sé kjörinn til að leysa. þetta er menntaður maður sem þó alla ævi hefur aðeins sogið ríkisspenann í sínu verndaða umhverfi.

Um pólitísk örlög Steingríms veit ég ekki á þessari stundu. En þau eru þó ekki langt undan held ég.  Ég riifja upp fyrir mér gamalt lag ;  "Poor guy, you´re going to die "  segir í kvæðinu um Tom Dooly.

Steingrímur er því miður  bara gangandi skuggi í Íslandssögunni  " A  poor player, strutting and fretting his hours upon the stage,  full of sound and fury but then is heard no more. " eins og Shakespeare sagði einhverntímann.

Steingrími virðist það huliðeinhvern veginn  um hvað  dæmið snýst  þegar llíf þjóðarinnar er í veði.En hann er samt knúinn áfram af því sem hann telur best og réttast. Fyrir það virði ég hann.

Ef maður ber saman hugsjónaeld íslenzkra stjórnmálamanna á borð við Bjarna Ben og Sigmund Davíð  eða Steingrím J., við til dæmis Adolf Hitler,  rísandi særðan á sál og líkama úr forinni í Flanders  eftir  fjögur ár samfleytt, þá skilur maður hver er munurinn á ástríðustjórnmálum sem knýjast af eldi hugsjóna fremur  en brauðpeningum og jobbi með hvítt um hálsinn.

Hvaða raunverulega ástríðustjórnmálamenn höfum við átt  ?

Jón Sigurðsson  ? Jón Þorláksson ? Jónas Jónsson ? Ólaf Thors ?Einar Olgeirsson ?  Hannes Hafstein ? Bjarna Benediktsson , Þorvald Garðar ?  Einar Odd ?

Allt stórmenni á Íslandi !

En gáfu þeir jafnmikið  í sín störf eins margir sem eru fordæmdir núna. ? Adolf, Georg Washingrton eða Napoleon Bonaparte ?

 Eigum við ekki að láta Adolf Hitler njóta sannmælis fyrir það sem hann afrekaði þó að við sleppum sumu ?  Hann var ástríðustjórnmálamaður af gerð sem við  Íslendingar höfum aldrei séð, lagði lífið undir og tapaði.

Stundum finnst mér að menn eigi eftir að skoða hann sem stjórnmálamann í öðru ljósi en tíðkast hefur. Han var vissulega glæpamaður og fjöldamorðingi. En hvernig hann fór að því að berjast upp til valdanna ? Það er nefnilega nokkuð sem fáir geta hugsað sér í dag. Að gefa sig allan í verkið.

Það er helst að Ólafur Thors og Jónas Jónsson hafi lagt sig fram viðlíka og Adolf.  Báðir menn  sem gáfu af sjálfum sér til heilla fjöldans af því að þeir trúðu á sjálfa sig og það sem þeir voru að  segja.   Hver gerir það núna af einlægni ? 

Það er þoka yfir vötnunum og þjóðlífinu um þessar mundir og hnípin þjóð er  í vanda.Við verðum samt sem þjóð að ná áttum á yfirvegaðan hátt áður en við getum aftur séð daginn yfir fjöllunum.

En  þessi mikla víðsýni og liberalismi sem nú tíðkast byrgir okkur sýn.  Við verðum að verða aftur stolt þjóð sem þykir vænt um land sitt og þjóðerni en hafnar alþjóðavæðingu þjóðernisins  eins og Einar Þveræingur skildi það.

Við þurfum kannski að hætta að vera samsafn ábyrgðarlausra þrýstihópa  sem ganga hiklaust gegn þjóðarhag ef þeim svo sýnist. reyna að verða  frekar ein þjóð aftur,  sem trúir á landið sitt  fyrst og síðast,  - trúir því að íslenzkt þjóðerni sé ein af mestu auðlindum þessa lands.    

Halldór Jónsson, 29.6.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband