Leita í fréttum mbl.is

Niðurgreiðum atvinnuleysi í A-Evrópu.

Útlendingar, sem voru farnir af landinu þegar atvinnuleysið fór að vaxa, eru að koma aftur í stórum stíl. Þeir lenda í því að fá heldur ekki vinnu í heimalandinu. Bæturnar eru svo miklu betri hér að valið er einfalt. Maður velur aðeins það besta ! Enda heyrist lítið í Alþjóðahúsinu um þessar mundir.

Einu sinni var safnað gulli á Íslandi til þess að reisa Marteini Lúter minnismerki í Worms í Þýzkalandi. Það sama ár svalt fólk til bana á Íslandi.

Nú erum við búin að finna út að það borgi sig betur að byggja tónlistarhús með glerkápu utanum sem 200 innfluttir Kínverjar reisa og bora göng undir Vaðlaheiði með stórvirkum vinnuvélum heldur en að tvöfalda Suðurlandsveg, sem mætti moka mikið með handskóflum þess vegna. En svo merkilegt sem það er þá eru vinnuvélar oftlega aðeins afgerandi ofjarlar ódýrs mannafls hvað vinnuhraða snertir við valdar  aðstæður.

Það er oft kvartað yfir litlum afköstum Íslendinga við þróunarhjálp. Nú erum við þó að bæta okkur. Við niðurgreiðum atvinnuleysið hjá vanþróuðum þjóðum í A.-Evrópu.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

ég ók eftir ljósheimunum í morgun kl. 8.30 þar sátu á stétinni ca 8. mannahópur

frá A-Evrópu og töluðu hátt. þetta hófst þegar fyrrverandi drottningin okkar

ætlaði með okkur í öryggisráðið, þá kom stuttu seinna hrunið

Bernharð Hjaltalín, 3.7.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessir menn voru að vinna hér áður en þeir urðu atvinnulausir. Það var greitt atvinnuleysistryggingagjald í atvinnyleysistryggingasjóð af launum þeirra þann tíma. Þeir eiga því sama rétt og aðrir menn, sem hafa verið við vinnu hér á landi. Þeir eru því í raun aðeins að taka út úr tryggingum, sem þeir hafa keypt og eiga að greiða þeim bætur ef þeir missa vinnuna. Við erum því ekki að niðurgreiða neitt atvinnuleysi fyrir Austur Evrópu. Þessir menn bjuggu hér þegar þeir urðu atvinnulausir.

 Allir, sem rétt eiga á atvinnuleysisbótum hér á landi eins og í öðrum EES ríkjum mega fara út til annarra EES landa í þrjá mánuði í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysisbætur héðan á meðan. Þegar þeir mánuðir eru liðnir þurfa þeir annað hvort að koma aftur til landsins eða missa atvinnyleysisbæturnar.

Það er talað um að þessir menn komi hér af því að atvinnuleysisbæturnar séu hærri hér en í þeim löndum, sem þeir komu frá og eru ríkisborgarar í. Ég held að staðan sé reyndar sú að þeir eigi ekki rétt á neinum atvinnuleyisbótum í því landi af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa ekki verið að vinna þar undanfarin ár. Þessir menn hafa því engan annan kost en að koma hingað fái þeir ekki vinnu úti.

Sigurður M Grétarsson, 3.7.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarpleg greining Sigurður. Verður maður EES og evrópusinni í ljósi þessa ?

Halldór Jónsson, 3.7.2009 kl. 22:23

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Magnússon skrifar þetta á sítt blogg: 

"Aðgeðir ríkisstjórnarinnar miða að því að leggja hærri skatta á fólk og fyrirtæki en það er til þess fallið að auka enn á atvinnuleysið í landinu.

Eitt af því sem ekki fæst upplýst í þessum tölum er hvað margir útlendingar eru í hópi þeirra sem eru atvinnulausir? Blaðamaður hélt því fram við mig að það væru um 10 þúsund manns eða um helmingur þeirra sem skráðir eru atvinnulausir.

Það væri mjög upplýsandi að fá að vita hvort stór hluti þeirra sem skráðir eru atvinnulausir í landinu er erlent starfsfólk sem hefur verið hér í stuttan tíma.  Sé svo þá sýnir það að fullyrðingar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna voru rangar þegar þeir sögðu á sínum tíma að ekki skipti máli þó að erlent vinnuafl streymdi inn í landið þar sem það mundi fara þegar minnna yrði um atvinnu."

Hvað með þetta Sigurður ?

Bernharð Hjaltalín, varstu einu sinni veitingamaður á Nýbýlavegi ?

Halldór Jónsson, 3.7.2009 kl. 22:29

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það væri mjög mikilvægt að vita hve stór hluti útlendinga er atvinnulaus. Ef 10.000 útlendingar eru atvinnulausir eins og Jón minntist á, þá gætu tölurnar verið undarlegar.  Þá eru aðeins 5% atvinnubærra Íslendinga (um 10.000 alls) atvinnulausir, en ekki 10% eins og talið hefur verið.

Nú eru útlendingar á Íslandi miklu færri en Íslendingar. Ef 10 þúsund útlendingar  eru atvinnulausir, hve stórt hlutfall er það af atvinnubærum útlendingum? Kannski 30%?

Hver veit svarið?

Ágúst H Bjarnason, 4.7.2009 kl. 12:19

6 identicon

Einhversstaðar las ég að 22% þeirra útlendinga sem hér hafa aðsetur án ríkisborgararétt væru á atvinnuleysisskrá......

Þegar allt útlit er fyrir að atvinnuleysistryggingasjóður tæmist á næstu mánuðum er nauðsynlegt að fara í einhverskonar greiningu á þeim sem þegar þurfa bætur......

Það skýtur skökku við þegar 19 ára stúlka sem býr í hemahúsum, hefur engar fjárhagslegar skuldbingingar og engan áhuga á láglaunavinnu skuli fá jafnháar bætur og þeir sem hafa fjárfest í heimili.  

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3420157

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband