Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna sleppa þeir en ekki ég ?

Þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson veittu sjálfum sér og fjölda lykilstarfsmanna Kaupþings lán til að kaupa hlutabbréf í Kaupþingi. Þeir felldu svo sjálfir niður persónuábyrgðir sínar á lánunum og þar sem eina trygging lánanna voru bréfin í Kaupþingi er það Kaupþing þrotabú  sem situr uppi með ónýtu bréfin í stað peninganna sem fóru út úr því til bréfakaupanna, hjá hverjum sem það nú var.

Mér buðust ekki svona  lán  hjá Kaupþingi. Mér var því mismunað sem hluthafa. Þeir voru með önnur kjör í gangi en öðrum hluthöfum buðust. Þeir höfðu þarna fríðindi sem mér ekki buðust. Mér var mismunað.

Mismunun í hlutabréfaviðskiptum innan banka  hefur verið dæmt ólöglegt athæfi af hálfu Glitnis gagnvart Vilhjálmi Bjarnasyni.   Ég og Vilhjálmur urðum að nota sparifé sem búið var að skattleggja svo og lánsfé  annarsstaðar frá til að kaupa hlutabréf í bankanum.  Við verðum að borga lánin að fullu.   Bréf okkar eru hinsvegar núna jafnónýt og þeirra. Engin mismunun þar í. 

Eigum við að tapa öllu sem lögðum okkar fé í Kaupþing meðan þeir stjórnendurnir tapa engu persónulega á því að setja fyrirtækið okkar á hausinn ?

Þeir þurfa ekki að borga lánin því að þeir eru ekki í ábyrgð vegna þess að þeir fella hana niður sjálfir.Þeir fella ekki niður ábyrgðir hjá mér.  Við hinir verðum að borga allt það sem við lögðum fram.   .

Voru þessi forréttindi þeirra,  að fá að taka svona ábyrgðarlaus lán handa sjálfum sér, ekki sérstök fríðindi þeirra sem aðrir nutu ekki ? 

Eru fríðindi starfsmanna skattskyld ?

Við almennir hluthafar urðum auk þess að að borga hærra verð fyrir okkar bréf af því að þeir veittu sjálfum sér þessi lán til að hækka gengið á bréfunum fyrir okkur. Notuðu þeir ekki kaupin til þess að leiða til innistæðulausrar verðhækkunar á bréfunum á markaði ? Voru þeir að blekkja okkur og aðra hluthafa á markaði ?

Var tilgangurinn sá, að blekkja viðskiptamenn bankans til þess að trúa einhverju allt öðru um bankann en sannleikanum ?  Var það eitthvað öðruvísi með  Enron ?

Hversvegna sleppa þeir en ekki ég ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huckabee

Fyrir okkur sem lesa heimsfréttirnar þá er virðist sem réttarfar á íslandi sé með mjög frábrugðið  annarra þjóða og henti afar vel stjórnendum  banka með skítlegt eðli .Getur verið að lögfræðistétt megnandi lögmanna séu á take?

Lunkin lögmaður hafði það á orði 2005 að illa gengi að manna stofur þar sem bankarnir ryksugðu bezta fólkið  með yfirboðum   

Huckabee, 6.7.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband