Leita í fréttum mbl.is

ÚTRÁS !

Ríkisstjórnin ætlar að endurfjármagna bankana 20 júlí.  Loksins !

Hún ætlar þá fyrst að prenta  handa þeim 320 milljarða af peningum .   Segja þeim að fara að lána þá út á stýrivöxtum með álagi ?  Koma brátt  tífaldri þessari upphæð í umferð með bankmultipliers.

Var það þá  til einhvers að láta Seðlabankinn vera jafnþrúgaðann af verðbólgumarkmiðunum eins og í tíð Davíðs ? Var ekki sú efnahagsstjórn tóm della sem verkaði bara öfugt með innflæði erlends fjár ? 

Af hverju var beðið svona lengi með þetta ? Er ekki alt  betra en þetta andskotans ástand  sem nú er búið að ríkja í bráðum ár ? Þetta er samstofna við kreppuvíxlana sem ég talaði fyrir í vetur en enginn vildi skilja þá.  Það verður að gera þetta strax. Annars  heldur atvinnuleysið áfram að aukast og kreppan að dýpka.

En þetta er ekki nóg. Krónan verður að fara á flot og gjaldeyrisfrelsi að taka við. Það er ekki hægt að lifa svona mýldur og geltur eins og almenningur og fyrirtæki hafa orðið að þola svo lengi. Það er ekki hægt að hafa gjaldeyrishöft og tvöfalt gengi á 21.öld  þó að það sé við lýði enn  á Kúbu og í Norður Kóreu.

Afleggjum kvótakerfið ! Frjálsar veiðar !  

Geymum Hafró á ís þangað til eftir ár. Árið 2010  á ríkið allan fiskinn og kvótakerfið heyrir sögunni til. Bankarnir halda bara veðunum í bókum sínum óbrettum, það er hvort sem er engin eign í yfirverðsettum eignum.

Beitum fyrir útlenska fjárfesta með virkjunum og stóriðju.

Fellum Icesave.Heimtum samninga og styrki frá sjóðum ESB.   

 Nú verður að gera ÚTRÁS !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Eru Björgólfarnir ekki að koma með fyrstu greiðslur til endurreisnar bönkunum. 500 milljónir hefðu einhverntíma þótt góð upphæð... en þeir fara væntanlega fram á að fá hlutabréf fyrir "hlutagreiðslum" á sínum skuldum. Annað er heldur varla boðlegt, eða hvað....?

Ómar Bjarki Smárason, 8.7.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Ég er svo sammála því að leifa frjálsar veiðar því annars voru landhelgisstríðin til einskis fyrir Ísland.

Ekki virkjun og stóriðju í núverandi mynd en myndi vilja taka þig með mér í nýsköpunarsmiðju Impru á Keldnaholti.

Við getum fengið kynningartíma um hvað er að gerast þar og hvaða möguleikar eru í framtíðinni. þróunin stoppar aldrei en það þarf að sameina reinslu eldra fólks með sitt vit og lífsreynslu og hugvit yngra fólks.

þannig náum við íslendingar bestum árangri inn í framtíðina. Við getum það ekki án fólks með reynslu, vit og réttlætiskennd eins og ég held að þú hafir.

Ég vil ekki beita fyrir neinn eins og þú nefnir, heldur er það okkar allra hagur að við séum að vinna að sama markmiði sem eru sanngjörn og heiðarleg viðskipti innanlands sem utan.

Ég skil að þú hafir verið og sérst heiðarlegur vinnandi skattborgari og ber ég virðingu fyrir því. þeir sem eru heiðarlegir skattborgarar síðustu áratuga eiga svo sannarlega að hafa mikið um málin að segja.

Ef við ungu vitleysingarnir höfum ekki vit á að bera virðingu fyrir ykkur eru okkur allar bjargir bannaðar.

Mér finnst bara eins og sjálfstæðisflokkurinn sé liðinn undir lok og reyndar allir flokkar á Íslandi. Hvers vegna flokkakerfi í svo litlu landi? það liggur við að það þurfi einn flokk fyrir hvern íbúa þessa lands!

það er til framtíð í öðru en flokkatrú á Íslandi, eða er það ekki rétt hjá mér? Mér líkar alltaf vel að spyrja fólk sem ég tel heiðarlegt og með mikla lífsreynslu. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

  Þegar landinn áttar sig á því á hverju við lifum þá gætu hlutirnir farið að batna.  Undanfarin ár hefur fólk streymt úr öllum byggðum landsins til höfuðborgarinnar og allir trúað því að þar ætti verðmætasköpunin sér stað.  Nú þarf að snúa þessu við því sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta og ýmiss iðnaður er það sem við lifum á og þess vegna þarf nú að efla byggðir úti á landi svo menn geti einbeitt sér að því að ná landinu upp úr hringavitleysunni.

  Ég er þó ekki sammála þér um að gefa fiskveiðar frjálsar.

Karl Gauti Hjaltason, 8.7.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Ómar Barki,

Líklega finnst þeim þeir bjóða  rausnarlega miðað við að þeir eru að greiða fyrir ónýtan hlut-Landsbankann. En það er ég bara líka að gera og ég fæ engan afslátt. Það er rétt hjá Vilhjálmi að ég og fleiri yrðum fúlir ef Bjöggarnir eiga að fá einhvern Séra Jóns afslátt.

Anna mín Sigríður,

Einn maður má sín oft lítils ef verkefnið er stórt. Margar hendur vinna létt verk. Taktu dæmi af Churchill í heimstyrjöldinni. Verkefnið var ægilegt og yfirþyrmandi. Churchill var forystumaður síns flokks. Það kom í hans hlut að stjórna öskri ljónsins, sem var breska þjóðin að baki honum.

Sjálfstæðisflokkurinn líður undir lok ef enginn vill starfa í honum. Hann er bara fólkið sem er í honum. Það er enginn í Sjálfstæðisflokknum sem slíkum. Það eru bara félagsmenn í Sjálfstæðisfélögunum um allt land sem mynda landssambandið sem er kallað Sjálfstæðisflokkur.Formaðurinn er formaður í landssambandi þessara félaga. Þingmennirnir eru fulltrúar þess fyrst og fremst þó svo auðvitað séu þeir kjördæmapotarar fyrir sín heimafélög. 

Þú ert leitandi sál. Þú þarft að leit þinna líka. Gakktu í sjálfstæðisfélagið í þinni heimabyggð og þú verður hissa hvað þú kynnist mörgu dásamlegu fólki sem hefur bætandi áhrif á þig og þú á þau. Gefðu af sjálfri þér og þú munt upp skera. ´

Smáflokkar koma engu til leiðar. Eftir skamma stund er saga þeirra öll án þess að nokkuð hafi skeð. Hvað liggur eftir Nýtt Afl, Þjóðvaka, Frjálslynda Flokkinn,Þjóðvarnarflokkinn ? Þetta er gleymt fyrir ekki neitt.

Sjálfstæðisflokkurinn er til og hann á eftir að leiða þjóðina fram. Ekki hlusta á rógberana og kjaftaskana sem þenja sig á bloggsíðunum með útbelgdu sökudólgakjaftæði og nornaveiðihugsun. Þetta eru yfirleitt ómerkilegir nöldrarar sem finnst þeim vera of fínir til þess að lyfta hendi fyrir aðra.Þeir heimta að aðrir geri eitthvað fyrir þá sjálfa án þess að bjóða nokkuð á móti.

Halldór Jónsson, 8.7.2009 kl. 11:16

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Karl Gauti,

Af hverju ekki að gefa fiskveiðarnar frjálsar núna ? Afleggja þar með kvótakerfið og friða þjóðfélagið.

 Við þurfum auðvitað um leið að leggja blátt bann við fjölgun fiskiskipa á sama tíma og veiðar eru frjálsar, Það ástand varir hinsvegar ekki lengi því strax næsta ár getum við svo skipulagt nauðsynlegar verndaraðgerðir með Hafró.

Halldór Jónsson, 8.7.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Takk fyrir þetta svar. Ég er leitandi já, en eftir réttlátu sjálfstæði. Ég held að þú skiljir hvað ég meina.

það gildir um alla flokka að svikarar eru alltaf innan um. það sem hefur skeð á Íslandi er að mínu mati það að sjálfstæðisflokkurinn hýsti of marga svika-sjálftæðismenn. þú ert að ég tel ekki einn af þeim.

Ég ætla enn einu sinni að segja frá því á blogginu að ég hef unnið með fólki frá stíðshrjáðum löndum sem urðu góðir vinir mínir og sögðu mér hvernig stríð og valdagræðgi drap Fjölskyldur og vini  þeirra meðal annars. Eiginlega er ég að leita að fólki sem skilur svona reynslu meðal annars. það hefur ekki beint með stjórnmálaflokka Íslands að gera, heldur réttlæti heimsins.

Við erum öll gestir á þessari jörð.

Margir hafa misnotað hugsjón verkamannarétlætisins og rænt sjálfstæðishugsjóna-réttlætið. það veit ég. þess vegna er þetta svo flókið og í algjörum graut allt saman.

þess vegna er flokkapólitík ekki að virka sem skyldi. Hvar er réttlætiskennd alls þessa fólks? Ég er svo heppin að hafa kynnst mjög mörgum hliðum á lífinu og það er ég þakklát fyrir. Ég hef lært svo mikið á því þó að það hafi kostað fórnir að sjálfsögðu, en ekki í peningum og völdum!

þess vegna er ég að blogga. Til að nota reynslu mína til góðs, án stjórnmálahugsjóna.

Hefur þú kynnt þér hvað er að gerast á "impra.is" ? þú ert nefnlega að ég held með sjálfstæðan og heiðarlegan heila.

Auðvitað erum við sem yngri erum leitandi eftir reynslu og þekking þeirra sem eldri eru og hafa reynslu sem er lituð af sanngirni.  Ég er það alla vega.

Kvótinn er samkvæmt lögum þjóðareign.

Ég hef alltaf verið íslenskur ríkisborgari og hef aldrey samþykkt að hann yrði gefinn til fárra útvaldra. 

þeir sem hafa verið sviknir eiga að sækja sinn rétt  til alþjóðadómstóla og amnesty að mínu mati. Málið er að að það eru ekki bara sjómennirnir sem eiga að sækja það mál heldur allir sem telja sig vera íslendinga með atkvæðisrétt.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband