Leita í fréttum mbl.is

Er krónublinda varanleg örorka ?

Nú þurfti ég, og þú,-íslenzka ríkið, að setja 16 milljarða inní SJÓVÁ, til þess að það gæti talist vera að tryggja það sem það á að tryggja. Forstjórinn ljómar af ánægju. Launin hans og jeppinn tryggð. 

Eigendurnir, Dalton bræður,  voru óvart búnir að stela 2/3 af bótasjóðnum skattfrjálsa, sem félagið er búið að nurla saman frá stofnun fyrir nærri öld síðan. Þeir eru líklega með krónublindu.

 Nú borgar bara Rauðgrani og Andersen fyrir mína hönd og þína. Enda en er þetta slikk hjá Icesave, þar sem allir sjá stórkrónurnar.   Það er ekkert verið að senda tilsjónarmenn í SJÓVÁ og setja einhverja af,  eins og í Lífeyrissjóði Kópavogs, þar sem engu var þó stolið heldur verið að passa uppá peningana.

Megum við svo eiga von á að álíka milljarðar verði lagðir inní Tryggingamiðstöðina hinn daginn. Þar er víst nefnilega búið að stela bótasjóðnum líka. Það er hreint ekki vitað hvort menn séu eitthvað tryggðir sem eru með tryggingar hjá því  félagi frekar en í SJÓVÁ. En þar voru bara hinir krónublindu Bonanzafeðgar og vinir þeirra  á ferð.

Og svo eru það aumingja Bjöggarnir. Þeir eru bara svo góðir að þeir ætla að borga bara heilmikið uppí skuldirnar hjá Kaupþingi. Kannski eru þeir líka orðnir krónublindir og þekkja ekki muninn á milljón og milljarði?

Ég er að hugsa um að bjóða mínum banka bara sömu prósentu. Þeir hljóta að samþykkja það þar sem um hreint skítterí er að ræða miðað við Bjöggana.  

Hvernig er með þessar krómuðu mansjéttur, sem maður sá forstjórann í Enron með  ? Fást þær ekki hérlendis ? Veit Eva Joly ekki hvar þær fást ?

Er  krónublinda að verða viðurkennd örorka á Íslandi ? Auðvisarnir fái því bráðum örorkuframfærslu frá okkur hinum. Var manni ekki kennt  að vera góður við öryrkja ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú mátt alveg bóka það, Halldór, að verður dæmt fyrir að halda vel utan um Lífeyrissjóð Kópavogs. Þeir hefðu hins vegar örugglega sloppið hefðu þeir haft vit á því að stela sjóðnum í heilu lagi. Þá hefðu þeir komist undir verndarvæng "Geisla-Baugsins" sem sleginn var í kringum fyrirhruns auðvisamálin og virðist eiga vera fordæmisgefandi í stórauðgunarbrotsmálum. Til þessa halda dómskerfinu gangandi og gera ekki dómara og lögfræðinga atvinnulausa verður hins vegar að draga saklaust fólk og smákrimma fyrir dóm áfram..... Þetta þjóðfélag er einfaldlega sjúkt og sorglegt....

Ómar Bjarki Smárason, 8.7.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tryggingarfélög eru sníkju-fyrirtæki, og iðgjöld vekja enga almenna gleði nema í vertsu tilvikum. Eitt stórt fyrir 300.000 manns lækkar kostnað við rekstur. Sjóðir geta verið Í USA eða öðrum ríkiskuldbréfum. Það þarf engan áhættu rekstur eftir heila öld. Það þarf læsa hermenn á reglurnar til að fara fyrir því.  

Júlíus Björnsson, 8.7.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Mig langar að vita hvers vegna mátti þetta fyrirtæki ekki fara í gjaldþrot ,nóg er eftir af tryggingafélögum?Hvers vegna þurfum við eina ferðina en að borga fyrir óráðsíu fjárglæframanna?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 8.7.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Gumundur Eyjólfur

Það hefði orðið að banna bílaumferð samdægurs til dæmis e SJÓVÁ hefði fóldað.Enginn tryggður í umferðinni. Ég veit ekki hvort Jói hefði reddað þessu með Verði. Annað tryggingafélag er ekki í boði.

Halldór Jónsson, 8.7.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

3 er fákeppni samantekin ráð að skipast á að hækka lækka til skiptis. Eins starfsemi sömu efnahagreikningar. Heildar tölu um innflutning gefnar. Ekki vandi að giska á efnahagsreikning keppinautanna.

100 er samkeppni. Enginn getur haft svo mörg taflaborð í heilanum og unnið öll. 

100 er lámarksforsenda fyrir prósentu spekulasjónum.

Sníkju-auðmagnið skilar svo vaxtasköttum í Seðlabankann. Ríkissjóður er skuldlaus og skattar sagðir mest 50%. New-Sósíalismi: menningararfur EU. 

Kjósendur elska stjórnmálamenn og hata einkaframtið [af þvi að það er fákeppni]  Ríkisverndur Kapitalismi og sprotafyrirtæki. Rússneska leiðin.

Viðskipti þarf ekki að læra mörg ár í skóla ef greindin er í lagi.

Hvorki Jón Ásgeir eða Björgólfur eru viðskipta eða hagfræðingar.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 04:41

6 identicon

Líklega getur aldrei orðið hér markaður sem ekki telst undir einhverskonar fákeppni. Fámennið hér býður einfaldlega ekki upp á annað. Hins vegar er vel hægt að fara yfir regluverkið sem á að fylgja frjálsum viðskiptum til að mæta fámenninu.  Til að laga eina breytu þarf að stýra annari osvfrv. Því ef við getum það ekki er okkur enginn annar kostur í boði annar en ríkisrekið Ísland. Sem minnir óneitanlega á draum Steingríms um ,, burtu með frjálshyggjuna,, og lýðurinn söng með án þess að skilja til fulls hvað það í raun þýðir.!!! hjálpi okkur allir næstir.

Ég hlýt að telja ef bjálfarnir tveir fái afslátt hjá kaupþingi þá að þá sé slíkt fordæmisgefandi fyrir aðra skuldara. Er alsæl ef bankarnir ætla að taka til greina aðferð tryggva herbertssonar og framsóknarmanna með afskriftir húsnæðislána.

 Jón  Ásgeir og Bjöggarnir eru kerfisfræðingar.....þeir vissu hvernig átti að rústa heilu hagkerfi.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 14:46

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fasteignmarkaður er virkur í samkeppni? Heildaþjóðartekjurnar [má hækka: >fullvinnsla, hátækni]  og mannauður gerir betur en að vega upp fólksfæð.

Fjárfestingar sem útlendingar sögðu arfavitlausar,  fjárfesta í eignum sem falla í verði í kreppu.  Meðalatekjur EU virðast stöðugt lækka. Kerfisfræðingar not þessa eignarhalds og eiturbréfastarfsemi til að næla sér í gjaldeyri, sem má geyma,kaupa gull eða USA ríkisskuldabréf. Ef hreinn hagnaður er 3000 milljarðar eftir  20 ár þá eru þetta snillingar.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 23:06

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er nú eiginlega alveg stórmerkilegt að Bretar eða Hollendingar skuli ekki vera búnir að leggja hald á þessa auðvisa sem lögðu allt í rúst. Þeir eru allir meira og minna búsettir í London. Þeir ættu að spara okkur ómakið og handtaka þá og láta þá svo leggja fram trygginafé ef þeir vildu ganga lausir. En kannski er þetta ekki hægt með Björgólfana, því þeir áttu aldrei neitt annað en skuldir....? Stunduðu sýndarviðskipti og lifðu í einhverjum sýndarveruleika ásamt forseta vorum og ýmsu fylgdarliði.... Dapurlegt líf hjá vesalings mönnunum og verður það vonandi eitthað áfram.

Ómar Bjarki Smárason, 10.7.2009 kl. 00:06

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bretar hafa stórgrætt á meintum fjárfestingum í Bretlandi. Var ekki verið að borga með eignum og rekstri í mörg ár. Þeir vilja ekki frjálsa samkeppni í reynd á Breskum bankamarkaði. Ísland lendir þarna í stjórnmálegri deilu innan EU. Bretar eru búnir að vera ef Breski Bankaheimamarkaðurinn hrynur. Þjóðverjar dauðsjá eftir að hafa fellt niður ríkisábyrgðina sem tyggði þeim öruggustu viðskiptavininna  og mestan gróða á langtímaforsemdum lágra raunvaxta.

Íslendingar eiga að hamra á dómstólaleiðinni og láta allar fjárfestingar fara í þrot í Bretlandi. Fólksfæðin [mannauðurinn] og sjálfbærnin er okkar sterkustu vopn. Við eigum að láta kaupa okkur út ekki öfugt.

Við höfum allt hreinu hvað varða innleiðingu EU regluverks þar með talið EU einkavæðinguna og innsetningu stjórnfæra [organs:stofnanna og kerfa].

Í EU bregðast ekki opinber regluverk eða reglur, þau er brotin eða hundsuð að einstaklingum.

Ég hef áhyggjur að öllum Íslandshagnaðnum sem hefur horfið úr landi á síðust árum. Við sitjum bara upp með skuldir. Spurning er hvor þær eru ekki meiri en verðmæta aukningin innanlands.  

Það trúir engin á þann sem trúir ekki á sig sjálfur eða er sjálfum sér trúr.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband