13.7.2009 | 21:23
Ásmundur bóndi !
Það var Kastljósþáttur í kvöld þar sem saman komu Siv Friðleifsdóttir fyrir Framsókn, Illugi Gunnarsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Ásmundur bóndi fyrir VG , Helgi Hjörvar fyrir Samfylkingu og Margrét fyrir Borgarahreyfinguna.
Mér þykir dapurlegt að verða að viðurkenna það, að sá eini sem virtist skilja hvað um var rætt, þegar EB málið kemur á dagskrá, var Ásmundur bóndi frá VG. Hinir þingmennirnir allir virtust halda að til stæði að greiða atkvæði um að fara í óskilgreindar aðildarviðræður.
Það var eins og enginn nema Ásmundur hafi lesið bók Björns Bjarnasonar:"Hvað er Íslandi fyrir bestu " Einskonar Gagn og Gaman fyrir fólk sem vill kynna sér Evrópumálin.
Bóndinn Ásmundur kvað uppúr með það, að það væri ekki verið að fara í neinar aðildarviðræður heldur væri verið að sækja um aðild að EB. Viðræðurnar myndu snúast um hvað Ísland gæti fengið undaþágur frá að láta yfir sig ganga. Menn sæktu ekki um inngöngu nema vilja fara inn.
Björn Bjarnason lýsir þessu ferli skilmerkilega í bók sinni. Undanþágur, eins og frá sjávarútvegsstefnu bandalagsins eða innflutningi á landbúnaðarvöru, yrðu ávallt tímabundnar og algerlega á valdi ráðherranefndarinnar að framlengja eða afturkalla eins og raunar um öll frávik frá sáttmálum bandalagsins. Það er stundum eins og Íslendingar haldi að EB. sé eitthvað nýstofnað apparat, sem bíði þess bara að Íslendingar komi og umskrifi regluverk þess eftir sínu höfði.
Helgi Hjörvar hélt því svo blákalt fram, að gagnstætt Sjálfstæðisflokknum væru Samfylkingin og VG lýðræðisflokkar. Fulltrúinn frá Sjálfstæðisflokknum lét þetta yfir sig ganga. ómótmælt. Þetta þótti mér harta að þola af hálfu þessa fyrrum Þjólífsrukkara. Orð hans stóðu því óhögguð í þáttarlok. Ég held að þessi fulltrúi ætti að fara í endurhæfingu sem Sjálfstæðismaður og glöggva sig á þeim skyldum sem því fylgja fremur en að vera að skrifa langlokur í Morgunblaðið um efni sem hann skilur varla sjálfur.
Mér finnst á skorta að fólk skýri fyrir sér að það er verið að greiða atkvæði á Alþingi Íslendinga, hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.
Hvort fólki finnist það í lagi á þeim tímamótum, að jafnvel eitt atkvæði geti skipt sköpum þegar um er að ræða mesta fullveldisframsal Íslendinga frá 1262.
Í slíku máli hefði ég kosið að sjá aukinn meirihluta Alþingis eða þá að þjóðin kvæði upp afgerandi dóm í málinu. Mér finnst það varla sæmandi, að láta jafnvel eitt atkvæði, misjafnlega þroskaðs manns, mögulega ráða úrslitum í svo gífurlega miklu máli fyrir alla framtíð Íslands, hvort heldur er á Alþingi eða í þjóðaratkvæði.
Mér finnst skautað fram hjá því, að árið 2007 var Evrópunefndin, þverpólitísk nefnd undir formennsku Björns Bjarnasonar, sammála um það, eftir þriggja ára vinnu, að telja hagsmunum Íslands best borgið utan EB. Einnig fram hjá því að andsfundur Sjálfstæðisflokksins árið 2009 komst að sömu niðurstöðu þó að það kostaði að einir tveir gengju úr flokknum eftir þau málalok.Samt berja sumir fulltrúar flokksins enn höfði við steininn og þrugla um aðildarviðræður þegar ekkert slíkt er á dagskrá.
Ég lýsi hér og nú aðdáun minni á Ásmundi bónda og málflutningi hans . Svoleiðis menn vildi ég hafa fleiri í mínum flokki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góður að vanda, Halldór, og gott að fá úttekt á Kastljósninu áður en ég horfi á það. Þetta er svona eins og í hlutafélaginu okkar, en ég var alltaf hrifinn af því þegar þú varst nánast búinn að skrifa fundargerðina fyrirfram. Slíkt sparar vinnu!
En úr því Ásmundur bóndi er í VG, er þá nokkuð annað en að fara um sveitir landsins og kanna hvort ekki finnist fleiri honum líkir sem hægt væri að fá í leiðtogahlutverkið...? Kannski er það vandamál okkar hvað það koma margir þingmenn af mölinni eða malbikinu. Þegar við leituðum að starfsmönnum fyrir Suðurvík forðum, þá var það skilyrði að fólk væri úr sveit eða hefði a.m.k. verið í sveit..... við vildum fólk með verksvit!Ómar Bjarki Smárason, 13.7.2009 kl. 21:49
Sammála þér Halldór að Ásmundur Einar Daðason, bóndi á Lambeyrum, stóð sig vel í þessari annars fróðlegu Evrópusambandsumræðu í Kastljósinu. Það kom mér ekki á óvart enda þekki ég hann bara af einu góðu. Hann stendur með sannfæringu sinni og stendur með landbúnaðinum og landsbyggðinni. Sem yngsti þingmaðurinn og nýr þingmaður þá sýnir þetta að töggur er í honum enda hefur hann sýnt það í fyrri störfum.
Þá ég sammála þér, eins og oft áður Halldór, varðandi frammistöðu Illuga Gunnarssonar, þingmanns flokksins okkar. Hann gerði meira úr ágreiningi stjórnarflokkanna en að halda á lofti stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem var mótuð á landsfundinum, sem hefur reynst kórrétt og ég er stoltur af því að hafa verið einn af landsfundarfulltrúum sem studdi hana. Hins vegar með því að gera svo mikið úr ágreiningi stjórnarflokkanna þá lagði Illugi sitt af mörkum að þrýsta stjórnarflokkunum saman. Einkennilegur málflutningur fannst.
Hvað varðar málflutning Sivjar í Framsókn þá fannst mér hún í raun vera stjórnarþingmaður í Samfylkingunni og gerði lítið úr afstöðu eigin formanns.
Málflutningur Margrétar úr Borgarahreyfingunni voru mér vonbrigði og greinilegt að hún lætur Samfylkinguna mata sig í þessu máli.
Helgi Hjörvar kom ekki á óvart og bloggaði ég um málflutning hans fyrr í dag.
Jón Baldur Lorange, 13.7.2009 kl. 22:13
Ég verð síðan að bæta við lokaorðum Helga Hjörvar um að það yrði að gæta að hagsmunum fjármálafyrirtækja í samningaviðræðum við ESB! Svona eins og Samfylkingin hafi nú ekki aldeilis staðið á verði við hagsmunagæslu fyrir þau í ráðherratíð Björgvins G. Sigurðssonar með Jóns Sigurðsson, sem formann Fjármálaeftirlitsins, sem lét hafa sig út í að koma fram í auglýsingu fyrir Landsbankann í Bretlandi, eins og Egill Helgason vakti athygli á um daginn.
Jón Baldur Lorange, 13.7.2009 kl. 22:39
Ásmundur bóndi fór á þing til þess eins að standa fyrir skoðanir, sjónarmið og stefnu klassískra framsóknarkomma, en ekki til þess að vera pólitískt jórturdýr fyrir Steingrím Jóhann, sem nú um stundir étur allt ofaní sig. Hann siglir að sönnu undir réttu flaggi.
Gústaf Níelsson, 14.7.2009 kl. 01:57
Gústaf, á Austurvöll með þig á morgun! Verðum þar kl. 5, og þú mátt gjarnan mæta miklu fyrr, og taktu marga með þér. Safnizt í hnapp og látið til ykkar heyra fyrir framan þinghúsið, þá bætast fleiri við – öll feimni og hlédrægni sendir bara allt fólkið heim.
Dapurlegt var að horfa upp á handvalið í þennan Kastljósþátt, af fimm manns var aðeins einn, Ásmundur Einar Daðason, andstæðingur innlimunar okkar í Evrópubandalagið. Þetta er ekki hlutleysi né hlutlægni, þáttarstjóri!
PS. Margrét Tryggvadóttir vill umfram allt að við Íslendingar höfum eitthvað að BJÓÐA Evrópubandalags-stórveldinu í "aðildar"viðræðum! Ætlar hún þá að láta BRUSSELVALDIÐ í staðinn gæta réttar OKKAR og hagsmuna við samningaborðið?! Hún er greinilega tabula rasa í þjóðvarnarmálum, grænni en Steingrímur J. og þessi Björn Valur (endurborinn afspringur Macchiavellis?) sem skreið upp bakið á honum í NA-kjördæmi. Fullveldissinnar hefðu betur boðið fram.
Jón Valur Jensson, 14.7.2009 kl. 02:19
Takk fyrir góðan pistil Halldór.
Ég myndi vilja hafa þjóðholla menn eins og Ásmund bónda í öllum flokkum. Björn Bjarnason hefur greinilega kynnt sér evrópumálin rækilega það hafa þeiraftur á móti ekki gert sem eru kallaðir til sem álitsgjafar í svokölluðum "fræðsluþáttum" RUV um málið eða ég réttara sagt vona að það sé ástæða þess að staðreyndum er þar snúið á haus.
Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 05:30
Þótt ekki sé ég sammála frænda mínum Ásmundi Einari Daðasyni stóð hann sig afskaplega vel í Kastljósinu í gær, eins og hann á kyn til .
Ásmundur er ekki einungis bóndi í Laxárdal í Dölum vestra, heldur búfræðingur frá Hvanneyri og með B.S. gráðu í búsvísindum frá sama skóla.
Íslenskir bændur hafa oft verið með gleggstu mönnum landsins, þannig að það kemur mér ekki á óvart að þeir viti sínu viti.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.7.2009 kl. 09:12
Það kemur ekkert á óvart að bóndinn sé á móti aðild. Það er yfirlýst stefna bændasamtakanna og því fylgir Ásmundur eins og menn gera gjarnan þegar þeir horfa á mál frá sínum sjónarhóli.
Þetta er ekkert flókið Halldór. Ísland sækir um aðild að ESB sem við eigum þegar 80% aðild að í gegnum EES saminginn.
Viðræður fara fram og samingsdrög gerð. Þau fara í þjóðaratkvæði og ef meirihluti þjóðarinnar segir já förum við í ESB ef ekki, förum við ekki í ESB.
Þetta er lýðræðislegasta aðferð sem til er til að útkljá þetta mál á lýðræðilegan hátt. Hagsmunaðilar og trúabragafræðingar á báða vegu eiga ekki að ráða því hvar og hvernig þetta mál endar.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2009 kl. 11:25
Guð minn góður.
Ég var að horfa á skjá einn umræður um Icesave málið. Þetta er sennilega í annað skipti sem ég hef horft og hlustað á þennan mann sem heitir Árni Páll. Þetta er sprenghlægilegt. Alveg sprenghlægilegt. Hvernig getur Samfylkingin þorað að leggja öll sín egg í póltíska lausn þegar hún er mönnuð pólitískum trúðum sem andstæðingar okkar leika sér að og eru að springa í buxurnar yfir þangað til þeir neyðast til að fara á klósettið til að pissa ekki á sig af hlátri við fundarborðið yfir aumingjaskapnum í þessum vesalingum þjóðarinnar. Guð minn góður. Þetta er Chamberlain í þriðja veldi. Þvílíkur sirkus! Þvílíkur sirkus maður!
.
Þetta er 100 sinnum meira incompetent fólk en ég hélt
.
Takk fyrir góðan pistil Halldór
.
Ég er miður mín!
Gunnar Rögnvaldsson, 14.7.2009 kl. 11:38
Góður pistill, Halldór. Mér þykir það þó grunnt í árinni tekið að segja að þetta vera mesta fullveldisframsal frá 1262. Það er vissulega rétt en munurinn er sá að hér er í raun um algert fullveldisafsal að ræða. Gamli sáttmáli gerði þó ráð fyrir að Íslendingar næðu íslenzkum lögum. Auk þess sem hann var með uppsagnarákvæði.
Emil Örn Kristjánsson, 14.7.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.