14.7.2009 | 17:46
Eru þessir menn með öllum mjalla ?
Svavar Gestsson er án efa eini maðurinn í heiminum sem hefur verið sagður tékkheftislaus vegna fjjármálamisferlis daginn sem hann tók við embætti viðskiptaráðherra fullvalda vestræns lýðræðisríkis.
Þessi sami Svavar Gestsson nennti, að eigin sögn, ekki að hanga lengur yfir Icesave samningnum og henti honum því fullgerðum í Alþingi til stimplunar.
Í samningnum um Icesave er eftirfarandi grein;
"16.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets"
Mér er til efs, að Gizur Þorvaldsson jarl, hefði samþykkt að setja slíka tryggingu í Gamla Sáttmála fyrir skuldbindingum Íslands gagnvart Noregskóngi. Og ekki hefði Einar Þveræingur verið mikið hrifinn af því að veðsetja honum Grímsey á þennan hátt.
En núna velta núlifandi Íslendingar því alvarlega fyrir sér að skrifa undir veðsetetningu ættjarðarinnar minnar. Og ég fæ ekki rönd við reist. Ég er ekki einu sinni spurður. Ég má hugsanlega bara kjósa íhaldið eftir fjögur ár ef ég er fúll. Og svo á ég til viðbótar að taka þátt í byrjuðu fullveldisafsali þjóðarinnar án þess að hafa fengið að ríða til þings.
Getur þetta bara gerst svona ? Hversu lágt á ég að leggjast ?
Ég spyr mig í angist sem Íslendingur;
Eru þessir menn niður við Austurvöll allir með öllum mjalla ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Get ekki annað sagt en þetta er alveg voðalegt.
Elle_, 14.7.2009 kl. 22:09
Sam(viksuleysis)fylkingin virðist ekki vera það, Halldór. Þetta ofurkapp á ESB umsókn fer að lykta af því að einhver hafi verð búinn að lofa systurflokkum í öðrum Evrópulöndum að koma okkur inn hvað sem það kostar.
Þeir sem hafa verið staðnir að fjármálamisferli eiga náttúrulega ekki að vera í opinberri stjórnsýslu, hvar í flokki sem þeir standa. Ef þetta með tékkheftið er rétt, þá er viðkomandi ekki sá eini á vinstri vængnum sem hefur eitthvað misjafnt í farteskinu, ef minnið svíkur mig ekki. Því hefur reyndar ekki verið haldið eins vel á lofti eins og yfirsjónum á hægri kantinum.
Ómar Bjarki Smárason, 14.7.2009 kl. 23:50
Getur verið að Svavar og félagar kunni ekki ensku.......?
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 00:16
Karen kom þarna með punkt sem Jón Valur hafði skrifað um í júní sl.:
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/901309/
Elle_, 15.7.2009 kl. 01:40
Þetta á svara spurningunni?
Hinsvegar ef hann er með mjalla hlýtur hann að hafa fengið vel borgað fyrir af lykilmönnum einkabankanna, eða þeim sem sátu hinum megin við borðið.
Svo er líka spurning hvor hann er læs á alþjóðlega lagatexta yfirleit. Alvega var hann borinn ofurliði.
Í samræmi við tilskipun EU frá 1994 sem er í samræmi við reglur í USA og GB hvenær Ríkissjóður er ekki ábyrgur fyrir einkabanka [eða fyrirtæki] þá er það þá og því eins að ríkissjóður að eigin frumkvæði fá samþykki löggjafarvaldsins til að hygla stórufyrirtæki í samkeppni með tilvísun í heildarhagsmuni efnahags ríkisins sem um ræðir. Hvort EU er tilbúinn að glata öllum fullvinnslu virðisaukanum [oft meira en 10 sinnum meiri en hrávinnsluvirðisaukinn] og störfum tengdum honum í hendur annarra svo sem Kína eða Rússa veit ég ekki, en það hefði átt að láta reyna á það.
Allir vita að Kína [jafnvel Indland] er búinn að skjóta EU ref fyrir rass hvað varðar samkeppni á öllum sviðum, líka hráefniskaupum til fullvinnslu sem hátækni framleiðslu.
Áhrifamáttur eða segulauðmagn EU hvað varðar Alþjóðasamfélagið er líka búið og vandséð hvernig það kemur aftur. Fjöldaframleiðslu mannauður á EU mælikvarða til að stemma stigu við fjöldatvinnuleysi mun verða EU Elítunni þungur baggi þegar fram í sækir. Jafnvel hagræðingin á sér neðri takmörk.
Þetta er alltaf spurningin um þá hæfustu. Maður lifir ekki á styrkjum og fræðum einum saman heldur tækifærum til að hámarka gróðann á hverjum tíma. Nokkuð sem byggir á raunsæi og reynslu en frekar en væntingum.
EU grunnurinn hérna um árið sett sér takmark að auka neytendamarkað sinn og innlimaði slatta af hráefnissnauðum ríkjum. Átti að tryggja samkeppnihæf innkaupsverð [miðað við USA?]. Er nú orðið meiriháttar vandamál sökum almenn lægri kaupmáttar og neyslugrennri nýbúa. Útflutningtekjur samt minni em innfluttnings?
Rottur eru greindari en sumir þær fara að jafnaði ekki um borð í skip sem er á niðurleið eins og EU. Heimurinn er kominn upp i 6 milljarða og ekkert hægir á hraðanum, framfarir í aukningu matvælaframleislu á skjaldbökuhraða.
Júlíus Björnsson, 15.7.2009 kl. 02:28
Stjórnarskrárbrot: Þetta mál er ægilegt alltsaman og það er ekki einusinni hægt að tala um málið samkvæmt stjórnarskrá Íslands. Allt málið er brot samkvæmt kafla X um Landráð. Eru menn galnir á Alþingi og forsvarsmennirnir láta ekki sjá sig nema glottandi eins og ekkert sé markvert að ske.
Valdimar Samúelsson, 15.7.2009 kl. 08:35
Léleg enskukunnátta hefur sett okkur á hausinn. Það toppar þetta engin önnur þjóð næstu 1000 árin!
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 10:07
....við getum nú ekki látið það spyrjast um einhverja best menntuðu þjóð (að vísu að eigin sögn) að við séum að falla á einhverju enskuprófi í samningaviðræðum. Það er kannski eins vitlaust og það hljómar hjá Jónhönnu að taka með sér túlk þegar hún þarf að mæta erlendum ráðamönnum. Meira að segja Árna Matt var brigslað um að kunna ekki ensku í samskiptum sínum við Darling, en Árni stundaði strangt dýralæknanám í Skotlandi og var líklega besti enskumaður ríkisstjórnar Geirs Haarde. En það er ekki nóg að geta talað tungumál, það þarf líka ákveðna sérþekkingu í viðkomandi máli miðað við hvaða fræðigrein fengist er við hverju sinni. Og lagatexti er þar alveg sérstakur kapítuli. Því er öruggast fyrir okkur að semja um íslenskar skuldir á íslensku og láta síðan fagmenn þýða textann yfir á mál viðsemjenda okkar. Hugsanlegur misskilningur lægi þá þeirra megin og við fengjum kannski að njóta vafans.....
Ómar Bjarki Smárason, 15.7.2009 kl. 12:00
Ómar Bjarki
Í viðskiptum við hollenskar skipasmíðastöðvar hef ég heyrt að menn geri oft samninginn á sænsku(þ.e.a.s. aðrar þjóðir en sænskar.) Þá eru báðir aðilar jafnsettir hvað tungumálið varðar, þ.e. Íslendingar og Bretar eiga að gera samninga á frönsku eða svahili til að standa jafnfætis í lagamáli.
Halldór Jónsson, 15.7.2009 kl. 13:56
Enska hefur ekki fallagreiningar og lítið um sterkar beygingar sagnanna og sagnhætti. Aftur á móti um 6.000.000 hugtök eða orð. Merkingar marga orða fara eftir stétt og búsetu. Breskt lagamál liggur ekki á lausu, kostar örugglega nokkrar millur að tileinka sér orðaforða í lagamáli heimsveldisins.
Málfræðin gegnir þeim tilgangi að styrka merkingu setninga og spara orðaforða [spara sellurnar]. Yfirstéttamál Rómverju hinna fornu var latína. Sem þótti tilvalið í Réttarríki Rómverja; föll og sagnir og forsetningar.
Þjóðverjar um 1700 kunnu ekki að meta tvíræðni enskunnar og töldu háþýsku mikið skýrari og þá sér í lagi með tilliti til sagnbeyginga og nafnorðabeyginga: vildu því að hún kæmi í stað Latínunnar í milliríkja samningum. Frakkar hafa jú flott sagna kerfi en lítið um fallbeygingar.
Á ráðstefnu Í Berlín um 1715 veittu þjóðverjar Frökkum viðurkenningu fyrir að búa yfir skýrasta lagamálinu og viðskipta.
Frakkar skutu nefnilega öllum ref fyrir rass: löggiltu allar merkingar Franska orða og gáfu út í orðabók með löggiltum skýringu. Þar lögfræði merking er tilgreind sérstakleg sem og [bók]menntamerking og almennings merking.
Þegar þýða þarf á úr máli með lítil málfræði einkenni úr máli með meiri þarf of að bæta það upp með auknum orðaforða og annarri setningaskipan. Íslenska mun eina málið sem getur tekið vörpun úr Frönsku 100%. Mikill orðaforði forfeðra okkar sér í lagi smíðaður til að varpa orði í orð úr latnesku eða frönsku er á undanhaldi vegna þess að varpanir úr ensku eru nær eingöngu stundaðar í dag. "Donner" er úr latínu en "give" er í enskutungunum.
Íslensku eru tvær sagnir "veita" og "gefa". Þar sem "gefa" og "give" hafa nánast sömu merkingarsvið en "donne" fellur betur að "veita".
Einnig má rifja upp að Íslenska innheldur grunn 13 sérhljóða en Latína og aðrir kristnir grunnar yfirleitt 5 sérhljóða [Hollendingar og Enskir munu hafa blótað á laun] Ísland er líka með einstækt samhljóðakerfi.
Grunnur Íslenskra atkvæða með einum sérhljóða eru um 3200 en Latínunnar um 240. Arabíska telur 27 grunnatkvæði menntamannagrunur telur til 135.
Tæknilega á latneskan hljóðfræðimælikvarða: Samsvarar einingagrunnur Íslenskunnar 135 eins atkvæðis orðum að viðbættum 3065 tveggja atkvæðisorðum Arabísku.
Tveggja atkvæðisorðagrunn Íslenskunnar stefnir svo á 10.000.000 orð meðan sá Arabíski stefnir á 18000.
Allar hugtaka myndir Kínversku munu telja til um 32000.
Landnámsmenn gerðu sér grein fyrir hvað þetta merkti: öflugari vinnslu og minna geymslurými.
Því lengri sem orðadrekarnir lengjast því þrengri og hlutbundnari verður merkingin. Íslendingar voru því sparsamari á orðin eða orðalengdina.
Minni orð hafa stærra merkingarsvið. Latnesku drekanna er hinsvegar auðveldara að skilja í sundur ef menn kunna að greina atkvæði.
Forsníðing Íslenskra sérhljóða og innræting Íslensks atkvæðagrunns skilar frjórri hugsun, það má búast við því að eitthvað vaxi af rótunum.
Júlíus Björnsson, 15.7.2009 kl. 23:51
Takk fyrir þetta innlegg Júlíus
Þú kemur mér á óvart með þinni yfirgripsmiklu skulgreiningu á tungumálum. Þú hlýtur að hafa stúdérað þetta vel. Svona menn þurfum við að hafa í samningagerðum við EB. Þar verða engir Svavarar hinumegin við borðið.
Þetta var mjög fræðandi og lætur mann rifja upp, hver er munurin á Landnámu stílnum og greinargerðum frá Alþingi og stjórnsýslunni íslensku, eða lögfræðingamálinu, sem er til dæmis notað í smáaleturstextum tryggingafélaga til þess að undanskilja sem allra flest.
"Die Sprache ist eins Waffe" sagði þýzkur prófessor við föður minn þegar hann stautaði fyrir honum á sinni menntaskólaþýzku, nýkominn á verkfræðiskólann í Darmstadt á dögum Weimar lýðveldisins. Pabbi gleymdi þessu aldrei og notaði þetta gjarnan ef honum líkaði ekki framsetning okkar.
Það er útilokað að gera milliríkjasamninga án þess að þar komi að menn sem virkilega skilja það mál sem notað er. Þó að að maður telji sig kunna ensku þá er lygilegt hvað það er margt sem hefur aðra merkingu en maður heldur, þegar maður fer í orðabókina. Það er svo margt í máli þjóðar sem er erfitt fyrir útlendinga að læra til fulls.
Og svo las heyrði maður í þætti með Davíð, að það hefði bara verið haldinn einn fundur í Icesave amningunum og frá honum kom þessi texti sem félagi Svavar lagði fyrir Alþingi.
Takk líka öll sem komu. enn og aftur: Bravó Júlíus!
Halldór Jónsson, 18.7.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.