Leita í fréttum mbl.is

Það er ekkert að gerast !

Sumir virðast halda að eitthvað sé að gerast í þjóðlífinu og uppbyggingu efnahagslífsins.  En það er ekkert að gerast. Kreppan sígur að meira og meira. Eina sem er jákvætt er að það léttir á atvinnuleysistryggingasjóði með því að 1000 fjölskyldur hafa flutt úr landi á stuttum tíma og margar aðrar eru á leiðinni utan.

Landið ber ekki þennan mannfjölda á hefðbundnum atvinnuvegum sínum og við verðum því að fækka fólkinu sem allra mest. Það léttir á fjársveltu kerfinu.  Hafró lofaði okkur jafnstöðuafla 400.000 tonnum árið 1982. Nú er hann minni en nokkru sinni eftir aldarfjórðung kvótakerfisins, sem Sjálfstæðisflokkurinn trúir á heitar en bibblíuna og vill þessvegna alls ekki í ESB.Við erum of mörg fyrir hvern fisk í þessu eymdarkerfi.

Skilanefndir bankanna eru á fullu að hræra á milli sín pappírum fyrir miljóna kostnað á klukkutíma. Þessar skilanefndir munu líklega seint  skila einhverju  því nefndarmenn sjálfir hafa hag af því að skila engu og draga málin á langinn. Þetta er auðvitað innbyggt í erindisbréfin þeirra.

Enginn veit hversu mikið hefur brunnið upp af erlendum kröfum bankanna, þær liggja órukkaðar í staðinn fyrir að láta eina starfhæfa bankann sem ríkið á, FIH í Danmörku, rukka. Ríkisbankarnir eru steindauðir og  bæði vilja-og getulausir til að sinna öðru en að gera öreiga fólk gjaldþrota.

Og nú er röðin komin að sparisjóðunum að verða eign ríkisins líka, eftir að sömu þjófagengin hafa rænt þar og ruplað.  Tryggingafélögin eru þjófarnir búnir að ræna öllum bótasjóðum þannig að landsmenn eru án teljandi tryggingaverndar öðruvísi en í gegnum ríkissjóð. Erlendis kaupa menn kröfur á bankana á 2 % af nafnvirði og eiga að fá þá afhenta, með málverkum og munum  útá þá pappíra sem fyrst.  Gömlu hluthafarnir eiga bara að greiða sanngjarnan eignarskatt af bréfunum sínum ónýtu á hæsta gengi fyrir hrun samkvæmt áætlun skattstofanna. Allt verður þetta hagvöxtur sem nýtist í excelútreikningunum sem sýnda hvernig við getum borgað Icesave af framtíðartekjum.

Glæpamenn vaða uppi í þjóðfélaginu, engin fangelsi eru til utan um óþjóðalýðinn,dómskerfið ónýtt,  lögreglan uppgefin og fjársvelt. Eina sem þeim dettur í hug niður við Austurvöll er að sækja um aðgang að ESB og  borga Icesave, hvað sem það kostar. Allt er lagt að veði fyrir ESB aðildina, sem er kölluð þátttaka í samfélagi þjóðanna í stað þess að heita landráð, sem eru skilgreind sem athæfi til þess að selja  landið í hendur útlendinga.

Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem þeir segja stundum að eigi að vera endapunkturinn á ferlinutil ESB á að vera óbindandi svo að Samfylkingin geti haft frítt spil þegar þar að kemur að ganga inn einhverntímann á tólf ára boðuðum valdatíma hennar ala Ögmundur.

Það er ekkert að gerast til varnar vorum sóma. Við erum í rúst. Þessir svokölluðu vinir okkar hafa allir yfirgefið okkur og dregið stuðning sinn til baka nema ef við játumst undir kúgun Evrópubandalagsþjóðanna og AGS útaf Icesave. Segjum  þeim núna að pilla sig. og fáum Kínverja til að lána okkur dollara sem þeir eru í hvínandi vandræðum með. Þeir verða fegnir að lána okkur frekar en að moka þeim til Afríku eins og þeir gera núna, þaðan sem þeir koma aldrei aftur. Og Pútín vill örugglega tala við okkur um fyrirgreiðslu líka, hann hefur allt að vinna strategískt við að vingast við okkur.Við þurfum bara að hafa kjark til þess að spila djarft inní þetta lið sem þóttust vera vinir okkar en eru það ekki.

Álverðið er komið uppfyrir 1700 $/tonn, langt uppfyrir það verð sem þarf að vera þegar álver eru skipulögð. Olíuhreinsistöð fyrir Rússa er innan seilingar.

Það eru möguleikar í stöðunni sem við gætum nýtt.  Bara ef við ættum einhverja leiðtoga.

En þá eigum við ekki aðeins þetta volaða lið. Þessvegna er ekkert að gerast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þennan pistil Halldór

Jú það er heilmikið að gerast, þú sérð það bara ekki nema að þú lokir augunum og horfir í myrkrið. Það er myrkrið og myrkraverkin sem eru að gerast Halldór. Samfylkingin er núna að vinna að því öllum árum að koma í veg fyrir að það geti gerst neitt nema eitt: ESB ESB ESB ESB ESB.

Þetta starf Samfylkingarinnar hófst í síðustu ríkisstjórn. Númer eitt var að gera það mögulegt að þrír bankar gætu komið landinu á kné svo allir gætu nú séð að við værum strand. Heilaörverpið var fjarlægt úr fjármálaeftirlitinu og bankabensíngjöfin svo stigin í botn. Þá klessukeyrði allt Ísland á methraða. Myntin okkar góða tók höggið vel og vandlega eins og vera ber og þá kom Samfylkingin hoppandi út úr stýrishúsi FME og saggði: "þarna sjáið þið, myntin er ónýt og við erum strand. Eina leiðin til að komast á flot aftur er að henda vélinni fyrir borð."

Þessu er nú unnið að með mjög hörðum vilja og hanskaklæddri sigglausri hönd skriffinna Samfylkingarinnar. Handlangari hjá Samfylkinguni í þessari steypu er svo flokkur tveggja manna sem heitir forusta Vinstri grænna og sem svindlaði sig til þess starfa

Fullt að gerast í myrkrinu. Það verður um fram allt að koma í veg fyrir að neitt gott geti gerst á Íslandi, því annars selur tóma ESB-tunnan ekki vel. Síðasti söludagur mun þá renna all skyndilega upp og ekki lengur hægt að hafa öll ljósin slökkt

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Halldór minn, það gerist ekkert fyrr en handtökur og réttarhöld hefjast.  Þá fyrst finnur þjóðin til nýrrar heilbrigðrar lífslöngunnar, nýrrar sjálfsvirðingar sem er nauðsynlegur undanfari nýsköpunar og þreks í nýju breyttu viðskiptaumhverfi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.7.2009 kl. 02:21

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jenný,

ekkert af þessu skeður því að kerfið er ónýtt.Stjórnmálin, stofnanir er meira og minna ónýtt. Reyndu að tala við FME til dæmis um eitthvað sem þér liggur á hjarta.

Gunnar ,

þín greining er skarpleg að vanda.

Eitt af vandmálum Íslands er skortur á lýðræði, eins og eftirlitsaðilar ráðu augun í á kosningunum. Vestfirðungur hefur margfaldan atkvæðisrétt til þing heldur en maður í Kraganum. Og þingmönnum okkar finnst þetta minniháttar mál.

 Enda er þingið þannig valið að flestir þar hafa stórhækkað í launum við að koma þangað.Þetta fólk hefur minnimáttarkennd þegar það hittir menntaðan mann þarna inni, eins og td. dr. Pétur Blöndal. Sækjast sér um líkir og því rotta þeir heimskustu sig saman og útkoman er eins og dæmin sanna.

Hvernig er þetta í Danmörku á þinginu þar ?

Halldór Jónsson, 29.7.2009 kl. 08:02

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Merkilegt að ekkert sé að gerast.

Var okkur ekki sagt að gengi krónunnar myndi hækka við það að sækja um aðild? 

Rétt hjá þér við verðum að ná vopnum okkar og það munum við gera.

Sigurður Þórðarson, 29.7.2009 kl. 13:39

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Álverð í dag um 1815 $ *128isk *780 þúsund tonn = 181.209.600,00 útflutningsverðmæti  eitthundrað áttatíu milljarðar isk.

Eftir verða í landinu um 44,0 til 44,5% í hreinar tekjur  79.732.224,00

Sjötíu og níu milljarð skiptast svona laun verktakar birgjar um 28 til 29 miljarðar, skattar og orka er um 50 milljarðar.

                                                                                                                            
                   http://www.lme.com/aluminium_graphs.asp  

Áliðnaður skilar nú inn í þjóðarbúið um 40% gjaldeyristekjum.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 29.7.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Rauða Ljónið

 CASH BUYER  1,813.50  
 CASH SELLER &  SETTLEMENT   1,814.00  
 3-MONTHS BUYER  1,836.00  
 3-MONTHS SELLER  1,837.00  
 15-MONTHS BUYER   1,935.00  
 15-MONTHS SELLER   1,940.00  
 27-MONTHS BUYER   2,015.00  
 27-MONTHS SELLER   2,020.00  
 

Rauða Ljónið, 29.7.2009 kl. 14:15

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll aftur Halldór

Afsakið að ég spyr eins og fávís maður: hvað er Kraginn? (er þetta nýyrði? og þá yfir hvað?). Önnur spurning sökum ennþá meiri fávísi: hvað er kúlulán?

Já Danska kosningakerfið (Det danske valgsystem) er sennilega álíka og það íslenska. Það er pólitískur vilji hér fyrir því að oft svo veruleikafirrt höfuðborgarsvæði muni ekki geta selt restina af Danmörku í brotajárn í krafti mikils mannfjölda á litlum bletti landsins. Þetta er sennilega ennþá mikilvægara á Íslandi þar sem hvergi í heiminum er byggð jafn illa dreif um landið okkar.

Já, þarna sannast kannski sæmilega að við eigum ekki landið okkar heldur á Ísland okkur. Það er bara fínt.

En sem sagt í DK er tekið tillit til:

1) stærð landrýmis landshluta

2) íbúaþéttleika í landshluta

3) fjölda íbúa

Þetta er svo reiknað í gegn á fimm ára fresti.

Ef "allir" flytja skyndilega til Akureyrar þá mun Reykvíkingum aftur þykja vænt um þessa tilhögun, ekki satt?

Það er jú í krafti landrýmis Íslands að við erum eitthvað. Svo það þarf að varðveita landið okkar, ALLT! Tímarnir breytast og við mennirnir með.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2009 kl. 15:15

8 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

Gott hjá þér Halldór, halltu áfram á sömu braut !

Vestarr Lúðvíksson, 29.7.2009 kl. 15:15

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Álverðið er komið í 1830$ sem er mikil hækkun frá því fyrr í vetur þegar Landsvirkjun þurfti að borga með rafmagninu.  Gjaldeyristekjur Íslands eru aðallega fólgnar í raforkusölu en tekjur vegna starfsmanna eru mjög óverulegar miðað við fjárfestingu. Ég held að Kárahnjúkavirkjun hljóti að verða rekin með tapi þetta árið vegna mjög slæmrar útkomu fyrrihluta ársins. Vonum bara að þetta haldi áfram svona.

Sigurður Þórðarson, 29.7.2009 kl. 15:28

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Laun stafsmann í áliðnaði með tengdum geirum eru launin frá stóriðju orkugeira í gjaldeyristekjur um um 40 milljarða.

Fyrir utan laun í í afleiddum störfum.

Kárahnjúkavirkjun afkoma hennar er háð dollar ekki isk.

Hagnaður Landsvirkjunar frá áramótum 2008 til júní var 7 milljarðar áður en álverð lakkaði nú er álverð aftur á uppleið svo búast má við hagnaði síðarhulta árs 2009.

Rauða Ljónið, 29.7.2009 kl. 16:14

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þér "Rauða ljón"

Ég er ekki að gera neitt lítið úr mikilvægi starfa í áliðnaði ég var einungis að segja að það væri mikil fjárfesting á bak við hvert starf, þannig að raforkuverðið er það sem skiptir máli. Góð afkoma Landsvirkjunar er lykilatriði í afkomu Íslands á þessum óvissutímum. 

Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að virkjunin yrði niðurgreidd á 40 árum. Veist þú hvað álverðið þarf að vera til þess? 

Sigurður Þórðarson, 29.7.2009 kl. 16:55

12 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Aftur frumskilyrði eru þau að raforkuverð sé það hátta að virkjanir skili arði.

Formúlan segir um 1540 $ en gæti fari eftir því hvar virkjað er hinsvegar finnst mér að verð ætti að vara það hátt að niðurgreiðsla væri 20 til 25 ár.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 29.7.2009 kl. 17:28

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það stendur til að það þurfi að borga mengunakvóta í framtíðinni. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afþakka undanþáguákvæðið frá Kíótó. Þetta eru beinharðir peningar í gjaleyri (hvort sem við notum orkuna eða ekki) sem við eigum víst svo mikið af.

Fjölskyldan ætlar að reynast okkur dýr.

Sigurður Þórðarson, 29.7.2009 kl. 18:10

14 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Varðandi mengunarkvóta verðri það ofan á sem hefur verið í umræðunni varðandi mengunarkvóta þ.a.s erlendis og þau fyrirtæki, iðnaður, sem menga hnattrænt þá má búast við því að iðnaður sem losar co2 verði látin greiða það getur þýtt að ferðamannaiðnaður Íslenskur leggst af losun þar er um 4,2 milljón tonn af CO2 en mengar 4 fjórfalt í þeirri hæð sem losun fer fram aða um 16.8 miljón tonn.

Aftur á móti ál framleitt með vistvænum orkugjöfum losar um 1.4 ton/pr tonn CO2 af áli tonni hinsvegar sparar ál CO2 þegar það er komið í umferð reiknað hefur verið út fartæki af öllum gerðum umbúnaði og aðra vörur spari um 12.5 til 16 tonn af CO2 á 10 árum töluna 12.5 til 16.0 tonn hafa verið reiknaða af ýmsum erlendu náttúrverndarsamtökum en íslensk náttúrverndarsamtök hafa aldrei vilja minnast á þær samanber Sterns-skýrslanhún er með hliða linku sem margi hverjir koma inn á þessar niðurstöður.

Rauða Ljónið, 29.7.2009 kl. 20:08

15 Smámynd: Rauða Ljónið

eða um 16.8 miljón tonn.   Sterns-skýrslan hún

Rauða Ljónið, 29.7.2009 kl. 20:22

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk öll,

Rauða ljónið er vel að sér í álmálum. Hvenær telur það að einhver vilji byggja álver á Bakka ? Það þorir kannski enginn að koma hingað með þetta lið í stjórn

Gunnar,

Kraginn er suðvestur kjördæmi, liggur svona í kringum Reykjavík. Hefur skerta þingmanntölu við Vestfirði ofl.

Ég skil þig svo að þú sért tilbúinn að akrar og skógar hafi atkvæðisrétt frekar en fólk Viljir ekki að einn maður hafi eitt atkvæði eins og fulltrúar ESB fundu þá að þegar þeir voru hér í kosningunum.  

Mér finnst að landið eigi að vera eitt kjördæmi eða þá að bægi allra manna sé eins og landamærin stillt eftir því. Einn maður eitt atkvæði, það er mitt prinsíp. Kópavogsbúi er jafnvitlaus og Vestfirðingur og á að hafa sama atkvæðisrétt.

Kúlulán eru dásamleg lán. Sérstaklega í erlendri mynt. Maður tekur lánið og lofar að borga það eftir tvö ár sem eina kúlu. Vextir eru lágir og oft settir ofana á heildarkúluna.. Eftir tvö ár hefur krónan fallið um helming og maður getur ekki borgað. Þá er bara að fá framlengt ef hægt er. Annars fer maður á hausinn. Skuldin hefur ekkert breyst því hún er í einhverri mynt eins og dollar. Og dollarinn fellur í verði líka og vörur hækka. Sú hækkun fer hinsvegar inní íslenzku verðtrygginguna og því eru erlend kúlulán bestu lán sem maður getur fengið og verðtryggð lán íslenzk þau verstu. Besti sparnaðurinn að eiga er hinsvegar verðtryggð íslenzk króna, sterkasta mynt í heimi. Fyrir hrunið voru hér góðir tímar, nbankarnir greiddu upp allar skuldir ríkissjóðs á fáum árum með sköttum sínum. Allir gátu notað,keypt og átt hvaða mynt sem var. Allir ánægðir. Svo kom þetta helvítis krass sem við sitjum enn í. Þá talaði enginn um að krónan væri ónýt.

Þetta skilja kratafíflin ekki og eru búnir að æra hálfa þjóðin til að taka upp evru og rakka þennan góða gjaldmiðil okkar oní skítinn. Það yrði lítið úr þeim þegar þeir standa frammi fyrir kennaraverkföllum sem krefjast 30 % kauphækkunar sem svo gengur áfram yfir línuna. Hvar skyldu þeir ætla að fá evrur til að borga ? Þá yrði nú einhver feginn að geta fellt gengið.

Halldór Jónsson, 29.7.2009 kl. 23:41

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þessi góðu svör Halldór.

.

En nú hefur dollar fallið mikið gagnvart evru - eða nánar - þá hækkaði evran um 100% gagnvart dollar frá nóvember 2000 og fram til ágúst 2008 og er ennþá ofmetnasti stærri gjaldmiðill heimsins. Af hverju halda þá Íslendingar áfram að flytja inn svona miklar vörur frá Evrópu, ef þær eru langsamlega dýrastar þar? Af hveru kaupa þeir ekki vörurnar þar sem þær fást á besta verðinu? Hvað er að? Eru kannski engar skipaferðir til Ameríku lengur?

.

Hver fann upp þessi "kúlulán"?

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2009 kl. 00:31

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Varðandi vægi í kosningum. Þessu geta Íslendingar breytt hjá sér ef þeir vilja það. Það þarf ekki undirskriftir 27 ríkistjórna til þess.

En ef ESB hefur verið að setja út á þetta á Íslandi þá er það í það minnsta hlálega kátbroslegt því það var einmitt þetta sem stjórnarskrárdómstóll Þýskalands setti út á við ESB; sagði að það væri ekki lýðræði í ESB og sambandið því krónískt andlýðræðislegt og með engri virkri stjórnarandstöðu í þingi þess.

Þýski dómstólinn sagð meðal annars: Evrópusambandsþingið er andlýðræðislegt því að byggir ekki á "einn maður eitt atkvæði". Til dæmis eru 67.000 Möltubúar á bak við hvern þingmann frá Möltu - 455.000 Svíar á bak við hvern þingmann frá Svíþjóð og 857.000 Þjóðverjar á bak við hvern þýskan þingmann. Þetta er sjálfsmótsögn við ESB sem þykist vera lýðræðislegt.

Gangi Þýskalandi vel að fá þær breytingar í gegn sem þeir vilja, þá myndi það væntalega þýða að Ísland fengi engan þingmann, nema kannski í mesta lagi einn, að því tilskyldu að hægt sé að byggja 150.000 fermetra við sjálfan þingsalinn í viðbót.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2009 kl. 00:48

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Gunnar

Það er alltaf verið að halda því fram af krötunum að ESB sé svo lýðræðislegt að það verði að taka þátt í því sem er að gerast þar með aðild. . Það finnst mér nú borðleggjandi hvernig það fer fram og hvert okkar vægi er.

Ég skil ekki hvernig þetta þróaðist svona með Bandaríkjaverslunina. áður seldum við allan fiskinn þangað, núna helst ekki neitt. Verðlag í USA er miklu lægra en í Evrópuandalaginu, samt látum við eins og Bandaríkin séu ekki til.

Bandaríkin standa Evrópubúum svo langtum framar í öllu nema miðstýringu og ófrelsi allskyns regluverks að ég skil ekki þessa kratadellu um að keyra okkur þangað. Við erum miklu meiri Ameríkanar í allri hugsun heldur en Evrópumenn. Evrópa er gamli heimurinn, gamla lénsveldið með öllu því sem fylgdi.

Frjálsir og fullvalda hafa Íslendingar mestu möguleika allra þjóða til betra lífs.Geta verslað til allra átta, vera langt á undan Evrópu í tækninýjungum, sem koma hvort sem er alltaf frá USA.

Núna standa kratarnir klumsa þegar allar evrópuþjóðirnar sýna sitt rétta andlit gagnvart þjóðinni og beita hana fjárkúgun af verstu sort.Þá má ekki einu sinni tala um að verjast ! Það á bara að lyppast niður og væla ! Borga hvað sem er  fyrir tækifæri að selja landið í henfur útlendinga. Stjórnarskráin kallar slíkt Landráð. En hún er dautt plagg að verða eins og annað í okkar þjóðfélagi, nema þegar forsetanum okkar þóknast að lemja henni í hausinn á andstæðingum sínum.

Tryggvi Ófeigsson formúleraði heimspeki sína svona: "Kratar eru verstir"

Einfalt.

Halldór Jónsson, 30.7.2009 kl. 08:12

20 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Halldór varðandi Bakka og Alcoa, Alcoa er en í bið stöðu en um sinn.     Bæði Alcan og Alcoa eru eð endur meta stöðu sína um framtíðar horfur Alcan er komið lengra og er nú með áætlanir að fara í framkvæmdir 2011 eða 2012 samkvæmt skýrslu þar um, um framtíða sýn en ekki hvar það verður en líta þó á Evrópu, eflaust er sama staðan með Alcoa og Bakka hinsvegar má segja að pólátískviðhorf ráði miklu um upplýsingar sem þessi fyrirtæki send út frá sér til almennings.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 30.7.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband