18.8.2009 | 16:15
Málgagnið mikla !
Ekki á ríkisstjórnin beittari brand en blaðið sem kennir sig við Fréttir.
Á síðum þess þenja sig dag eftir dag hinir digrustu pennar um ágæti þess að ganga í ESB. Ef það er ekki Þorvaldur Gylfason, þá er það Þorsteinn Pálsson. Ef það er ekki Eiríkur Bergmann þá eru það einhverjir leiðarahöfundarnir,eins og til dæmis Jón Sigurðsson, hundadagakóngur Framsóknarflokksins, sem stunda þrætubókarlist um dýrð Íslands, dásemd þjóðarinnar og drjúga kosti þess að vera smáþjóð, allt til þess að komast að þeirri kolþverstæðu, að þjóðinni sé þessvegna best borgið í ESB. Þegar þetta er barið dag eftir dag geta börnin farið að trúa.
Látum það vera þó að þessi steypa sé hrærð þarna nótt og dag, Samfylkingunni og þýjum hennar í VG til dýrðar. En mér finnst það hinsvegar ekki sniðugt, að skattgreiðendur Íslands, nauðugir viljugir, séu neyddir til að borga fyrir þetta. Standa undir kostnaði við það, að þessu blaði sé troðið innum bréfalúgur landsins, hvort sem maður vill eða ekki. Á sama tíma sem það heyrist að eigendurnir ætli ekki að borga af lánum sem á útgáfunni hvíla. Að taprekstur á þessum Baugsnepli sé í boði ríkisbankanna, er hinsvegar ekki sú þjóðarnauðsyn að mati margra sem réttlæti það.
Fjölmiðlaveldi Baugs, í boði Forseta vors og Davíðsfælni Jóns Ásgeirs, á að borga skuldir sínar rétt eins og Björgólfar. Það er ekkert í þjóðarhag sem krefst þess að útgáfunni sé haldið áfram með aurum íslenzku ekkjunnar eða einstæðu móðurinnar. Mér finnast engin rök standa til þess að eyða skógum jarðar með þessum hætti.
Þetta mikla málgagn ESB-ríkistjórnar Rauðgrana og Samfylkingarinnar má missa sig mín vegna. Ég vil ekki borga með áframhaldandi tilvist þess. Farið hefur fé betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Akkúrat það sem ég vildi sagt hafa.
Elle_, 18.8.2009 kl. 19:27
Átti ekki Mogginn að fara sömu leið?
Björn Birgisson, 19.8.2009 kl. 00:26
Tek undir hvert einasta orð í þessari færslu.
Haraldur Hansson, 19.8.2009 kl. 12:51
Svona til fróðleiks Halldór, þá finnst okkur láglaunafólkinu ágætt að fá ókeypis Fréttablaðið inn um lúguna. Kem hvergi auga á að ég sé að greiða meir af því en skuldum Árvakurs. Morgunblaðið hef ég ekki keypt í bráðum 20 ár sem samsvarar verði á ágætis notuðum bíl. Auk þess hugnast mér skrif Þorsteins frænda meir en skrif Agnesar. Eru ekki Staksteinar að brasa með kaup á Ávaxtabíl Hauks Magnússonar nú um mundir?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:59
Ég skal nú líka taka undir það að Morgunblaðið er of dýrt. Alltof dýrt. Hinsvegar nýtist Fréttablaðið ekki fyrir mikið fyrir utan skrýtlurnar að mínum dómi. Það er ónákvæmt og alltof oft vitlaust skrifað. Man líka eftir einu Fréttablaði sem kom með rangri dagsetningu á forsíðu.
Elle_, 19.8.2009 kl. 15:17
Stjórnmálaflokkar fá opinbera styrki. En blöð ópólitískra gróðapunga eiga ekki að fá styrki af opinberu fé. Ég sé ekki tengsl milli þjóðarhags og útgáfu Mogga og þaðanafsíður Fréttó, sem mér finnst leiðinlegra blað á allan hátt,-hundleiðinegt! Það er orðið langt síðan að ég sagði upp Mogga vegna fýlu, ég hélt að ég myndi ekki lifa það af eftir 60 ára samlífi. En það vandist.
Moggin heldur í heimsku sinni að hann geti setið á girðingunni milli góðs og ills, vinstri og hægri, og fengið menn til að kaupa sig út á það. Hér áður vissi maður fyrir hvað Mogginn stóð. Núna er þetta orðin sama andskotans kratasuðan og Fréttablaðið og raunar öll fjölmiðlun nema ÍNN, það er óþarfi að borga fyrir það.
Halldór Jónsson, 19.8.2009 kl. 16:56
" Það er orðið langt síðan að ég sagði upp Mogga vegna fýlu, ég hélt að ég myndi ekki lifa það."
Ha, ha, þó orðalagið sé fyndið, getur viss fýla nú verið nauðsynleg. Að "boycotta" fyrirtæki kannski. Og vildi að allir "boycottuðu" okur og ránfyrirtæki. Og hvaða fyrirtæki sem nú níðast á mannfólki.
En bendi fólki á pistil í the Wall Street Journal, ábendingin kom frá Sigurði Þór í pistli hans í dag. Persónulega finnst mér Drezner alhæfa um hugarfar þjóðar vegna einnar bókar: http://online.wsj.com/article/SB10001424052970204683204574357172191415680.html?mod=googlenews_wsj
Elle_, 19.8.2009 kl. 21:01
Greinin í WSJ er bara ágæt lýsing á fíflunum hér uppúr og niðrúr. Og ekki fær Ásgeir Jónsson háa einkunn fyrir langhundinn sinn "Why Iceland", enda meðvirkur í öllu sukkinu sjálfur og reynir svo að hreinsa sjálfans sig af því um leið og græðir peninga á bókinni.Drezner dæmir hana held ég réttilega sem einskonar fortíðarstýringu og kattarþvott.
Halldór Jónsson, 19.8.2009 kl. 22:12
Hann gat dæmt þann sem skrifaði og peninga-gengin í friði. Ekki þó þjóðina í heild. Enda fékk hann að heyra það í commentunum.
Elle_, 19.8.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.