Leita í fréttum mbl.is

Gaman,Gaman!

"Gaman,Gaman, sendu meiri peninga!" Þannig orðaði einn íslenzkur snillingur skeyti til yfirboðara síns þegar hann hafði lent á fylleríi erlendis og drukkið út 3 mánaða yfirfærsluna.

Þannig er með skilanefndirnar í bönkunum. Aldrei hefur verið vitlausar staðið að nokkrum hlut heldur en fyrst að setja neyðarlögin, sem engin lög né stjórnarskrá standast, svo í framhaldi að skipa þessar skilanefndir með opin tékkhefti til fyllería og ferðalaga. Gamlir bankar,Nýir bankar, bara afbrigði af gamaldags kennitöluflakki sem áður þótti ekki fínt hjá sumum.

Hverjum dettur í hug að þessar nefndir, þar sem nefndarmenn eru með margföld fyrri mánaðarlaun,  séu líklegar til þess að ljúka verkefnum sínum? Það þyrfti meira en meðalvitleysing til að skrúfa fyrir slíkar lífsins lindir.Mér er til efs að þessum endurreisnarverkum ríkisstjórnar Ólafs forseta  ljúki nokkurn tímann. Því það er ekkert að endurrísa. Það er bara blaðrað og bullað meðan þjóðin sekkur dýpra í eymdina dag frá degi. Það eru ekki nema nokkrir áratugir þegar embætti mannsins sem átti að ganga á hverjum degi á hól til að skima eftir flotanum ósigrandi var lagt niður í Bretlandi. Þannig verður bankahrunið ómæld uppspretta tekna íslenzkra kerfiskurfa um ókomin ár, væntanlega allt þar til að kratar geta farið að sigla til Brüssel í bitlingaleit. 

Það er sama hvert litið er. Óskilvirknin, ringulreiðin og fíflahátturinn í allri stjórnsýslu á vegum Rauðgrana og móður Theresu hlýtur að vera eitt allsherjar Gaman Gaman hjá þeim sem hafa getað kjaftað sig inn á þau til eftirlits, úttekta og álitsgerða. Fjármálaeftirlitið rekur einn úr skilanefnd og bankinn ræður hann þá bara aftur fyrir enn hærra kaup til að halda áfram starfinu. Það er sama hvert litið er og sama hvað þau krossa við sem lokið, það stenst ekki neitt. Norski strákurinn í Seðlabankanum tók við dollaranum af Davíð í 114 kr. en skilar honum af sér í 130. Og sagði við amtstökuna að sérstak áhugamál sitt væri að vernda íslenzku krónuna. Fer hann ekki að pilla sig þessi au...

Þjóðin er að greiða atkvæði með fótunum og nú fækkar landsmönnum í fyrsta sinn í hundrað ár. Þjóð sem velur sér slíka forystu á heldur ekki annað skilið. Það er að vonum að hafin er undirskriftasöfnun um að ganga í ríkjabandalag við Noreg aftur. Ég er viss um að stjórnmálamenn Norðmanna eru ekki nærri því jafnvitlausir að meðaltali og okkar dót, sem er mest allt lið sem hækkaði um marga launaflokka við að kjafta sig inn á þing, -öðrum dettur það ekki í hug.

Það getur vel verið að maður eigi ekki að skrifa svona léttúðarfullt. Maður á að skrifa ábyrgt og undir rós sem ekki neinn skilur. En maður verður stöku sinnum að fá að blása! Stöku sinnum ! Einhverntímann verður að vera Gaman Gaman !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það gæti fljótlega orðið meira sameiginlegt með Íslandi og Dubai en hreyfingarlausir byggingakranar, Halldór. Mér sýnist nefnilega, til lengri tíma litið, stefna í það að hér verði auðvisar við völd ásamt svona 200 þúsund manna fylgilagsliði og síðan verða svo önnur 200 þúsund aðfluttra til að vinna þá vinnu sem þarf að sinna við þjónustu og annað slíkt. Brottfluttir íslendingar munu svo koma í sín "vestrufara - og ættarsetur" svon til að halda kunningskap við ættjörðina......svona á meðan gullfiskaminnið endist og þeir sem tala útlenskuskotna íslensku skilja þá ný-íslenskumælandi þjóð sem hér býr..... Er það svona Ísland sem stjórnvöld vilja....?

Ómar Bjarki Smárason, 19.8.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband