Leita í fréttum mbl.is

Áfram Lilja Mósesdóttir !

Lilja Mósesdóttir fer fyrir hópi þingmanna úr VG,Framsókn og Borgara í flutningi frumvarps um það, að ekki megi leita fullnustu í öðrum eignum fasteignaeiganda en því veðsetta.

Samtök kerfiskurfa ríkisstarfsmanna, sem kalla sig Samtök Fjármálafyrirtækja rísa upp á afturfæturnar og mótmæla hástöfum ,vitna í stjórnarskrá osrfv. Segja þá sem hafi yfirveðsett sleppi of billega. Sem sagt fólkið, sem félagsmenn í samtökunum lánuðu og mikið, geti sloppið frá skuldunum.

Lítil rök eru þetta hjá því himinhrópandi óréttlæti sem hér ríkir, að leyfa skuldareigendum að slá sér eignir fólks á slikk og hneppa það síðan í skuldafangelsi ævilangt, gera það gjaldþrota og rúínera til eilífðar. Knýja það til landflótta ef ekki vill betur.

Ég styð það sjónarmið, að lánveitandi geti aldrei gengið að öðrum eignum skuldara en því sem hann hefur veðsett. Sama hvaða nafni nefnist.  Hversvegna eiga starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem lána vinum og kunningjum, eða þá öðrum fé útá ónýtar tryggingar, að fá einhverja sérmeðferð vegna afglapa í starfi? 

Innheimtuaðferðir þær sem hér hafa tíðkast eru þvílíkt óréttlæti að það hálfa væri nóg. Allt miðast við það leiðrétta mistök lánveitendanna en ekki gera til þeirra kröfur um vönduð vinnubrögð. Gera þeim kleyft að ýta út peningum í brjálaðri vogun, stuðla þannig að þeirri ofþenslu sem við höfum orðið vitni að og sett hefur þjóðfélagið í þá stöðu sem það er núna.

Ef maður fær lán til að kaupa Hummer jeppa gegn veði í jeppanum, þá er ekki við kaupandann að sakast ef hann greiðir ekki. Það er lánveitandinn sem er að gera vitleysuna. Ef einhver lánar útá 100 % í fasteign eins og bankafíflin gerðu og svo lækkar fasteignin stórkostlega í verði, þá á skuldareigandinn ekki að geta sótt fullnustu í Hummernum hjá skráðum eiganda. Svaranna er að leita í ábyrgri bankastarfsemi en ekki skotleyfi innheimtulögfræðinga á almenning eins og verið hefur.

Ég mun sjálfur fylgjast með framvindu þessa frumvarps. Ég heiti því að ég skal aldrei styðja neinn þann pólitískt sem greiðir atkvæði gegn þessari réttarbót.

Ég heiti á Hagsmunasamtök Heimilanna og öll önnur samtök fólks að láta sig þetta mál varða. Þetta er frumforsenda þess að hér vaxi upp stétt hæfra starfsmanna fjármálafyrirtækja, að hér geti þróast eðlileg útlánastarfsemi, að hér þróist heilbrigt útlánakerfi og að hér fái ekki þrifist stétt samviskulausra innheimtulögfræðinga, sem allt og mikið er til af.  

Lilja Mósedóttir ! Áfram með þetta frumvarp. Í þessu styð ég þig heilshugar ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mæltu manna heilastur.

Svo fannst me´r afar ,,viðeigandi" eða hittt þó tilvitnuð ummæli í andófi bankana gegn frumvarpinu.  Þetta birtist í Fréttablaðinu, lesendum til athlægis ;

Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samnings­frelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði".

Semsagt ÞEIR mega ráðast á gegnið og setja verðbólgu og hækkunarferli í gang að vild EN ekki ríkið til verndar veiðidýrum bankana og löffana.

Bankarnir réðust að gegni Krónunnar með markvissum og undirbúnum hætti ársfjórðungslega sem sjá má á gröfum út gefnum af SÍ um útstreymi gjaldeyris og síðan gengisvísitölu eftir ákvörðun ,,verðbótaþáttar vaxta" í verðtryggingu.

Mun styðja þig í að stuðla að framgangi þjóðhollra stjórnmálamanna innan Sjálfstæðisflokksins.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 08:48

2 identicon

Tek undir með þér í þessu efni og hvet Lilju áfram til góðra verka.

Mér finnst að hún sé nánast sú eina innan VG sem að gæti sómt sér sem formaður VG með sóma.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Heyr, heyr. Ég er ansi hrædd um að þjóðin væri ekki svona skuldsett ef þessar reglur hefðu verið við lýði fyrir hrun. Svona lög verða til þessa að bankarnir þurfa að hugsa sig betur um áður en þeir lána. Þetta er réttlæti og jafnar stöðu bankanna og lántakendanna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.8.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vel mælt!

Hrannar Baldursson, 24.8.2009 kl. 10:18

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mikið dj... er ég sammála.  Menn í lánastofnunum verða að axla ábygð, ekki einungis að fá greidd ofurlaun fyrir að þykjast vera snjallir.

Benedikt V. Warén, 24.8.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: Elle_

Góður pistill.  En ætli ætlunin sé að það gildi um aðrar eignir líka?  Eins og bíla?  Þ. e. að sækja megi bara veðið fyrir láninu, hvað sem veðið er nú?

Elle_, 24.8.2009 kl. 11:17

7 Smámynd: Elle_

Og vildi bæta við að það voru ekki bara afglöp í starfi bankanna, heldur þjófnaður.

Elle_, 24.8.2009 kl. 11:22

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hagsmunasamtök heimilanna hafa stutt Lilju í þessari baráttu.  Raunar tók hún upp eitt af aðalmálum okkar og hef ég og aðrir stjórnmenn rætt þetta mál við hana.

Marinó G. Njálsson, 24.8.2009 kl. 12:45

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

HEYR, HEYR !  

Við stöndum með Lilju og þeim sem standa að frumvarpinu! 

Við munum líka taka eftir því hverjir greiða atkvæði gegn frumvarpinu.

Ágúst H Bjarnason, 24.8.2009 kl. 12:49

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta, enginn er  á móti sem gleður mig.

Óskar, ég held að þú vitir ekkert um hvað Sjálfstæðisflokkurinn er eins og fljótlesið er á síðunni hjá þér. Þú ert svona eins og Jón Baldvin þegar kemur að því að ræða málefni þess flokks, báðir algerlega tómir kreddukommar.

Þó það þýði áreiðanlega ekki að skýra það út fyrir þér, fremur en JBH þá er SJálfstæðisflokkurinn ekki flokkur fjármagnseigenda heldur vill hann að alli verði fjármagnseigendur. Hann er ekki í eigu eins eða neins heldur fólksins sem hefur kynnt sér stefnu hans sem er einföld og skýr. Það er erfitt fyrir ykkur kommana að skilja hvernig flokkur getur haft sömu stefnu í 80 ár án þess að þurfa að endurskrifa hana, þegar þið getið ekki tollað 8 mánuði á ykkar stefnu um sjálfstætt Ísland, sbr. Skallagrím og EBE.

En við sameinumst um það Óskar, að styðja engann pólitískt sem ekki vill styða þetta mál, slík grundvallarréttlætismál sem þarna er á ferðinni. Við hlustum ekki á neitt kjaftæði um annað.

Halldór Jónsson, 24.8.2009 kl. 15:05

11 Smámynd: Björn Birgisson

Gott mál hjá Lilju, en af hverju eru engir meðflutningsmenn að frumvarpinu frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki? Kannski ekki boðið að vera með. Kannski hafnað slíku boði?

Björn Birgisson, 24.8.2009 kl. 15:16

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo virðist sem nokkrir aðilar innan VG, þ.e. Lilja Mósesdóttir, Guðfríður Lilja, Ögmundur og einn ungur maður í viðbót, sem ég man ekki hvað heitir, sé fólkið í meirihlutanum sem við hinn almenni þjóðfélagsþegn getur treyst til að bera hag okkar fyrir brjósti, en auk þess eru þrír félagar Borgaraflokksins.  Ef það væru nú bara fleiri svona á þingi, þá þyrftum við ekki að óttast framtíðina.  En það er líka okkar að styðja við það sem þau leggja fram og gera. Láta hina vita að okkur líkar þetta vel.  Við höfum vissulega áhrif ef við getum staðið saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 16:27

13 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Mikið réttlætismál Halldór. Og kannski ættum við að huga að því að flytja út innheimtulögfræðinga og innheimtufyrirtæki eins og Intrum... Það yrði landhreinsun af þeim.....

Ómar Bjarki Smárason, 24.8.2009 kl. 17:55

14 Smámynd: Elle_

Ásthildur:

Ögmundur brást okkur í Evrópu-málinu, Ásmundur, Guðfríður og Ögmundur virðast ætla að bregðast okkur i ICESLAVE.  Hins vegar hafa Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur D. Gunnlaugsson og Vigdís Hauksdóttir verið okkar klettur í ICESLAVE og ALLUR Framsóknarflokkurinn, þ.m.t. þau 3 síðasttöldu, viljað leiðréttingu skulda frá upphafi.   

Elle_, 24.8.2009 kl. 19:03

15 identicon

Tek undir þetta allt.

Og þetta er hárrétt sem þú segir ElleE um Ömma og kommana í VG. Sem sennilega eru búnir að sanna að þeir eru prinsipplausasti flokkurinn af öllum, eftir að hafa svikið nær öll sín kosningaloforð, sem hlýtur að teljast vera einstakt í Íslandssögunni.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 20:03

16 Smámynd: Elle_

Og gleymdi ég að segja, Ásthildur, og Lilja brást okkur líka í Evrópu-málinu.  Þannig að VG komst svo langt í kosningunum á röngum forsendum.   Fólk gleymir því ekki.  Takk Pétur. 

Elle_, 24.8.2009 kl. 21:50

17 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Góð færsla og margt gott í að skerpa lögin, hins vegar verða fjármálastofnanir að haga sér skynsamlega og inna almennra velsæmismarka.  Það er ekki hægt að setja lög yfir alla skapaða hluti.  

Ef hugmynd Lilju verður sett í lög mun verða erfitt fyrir næstu kynslóð að eignast eigið húsnæði.  Fjármálastofnanir munu ekki lána meir en 60% af verðgildi eignarinnar og krefjast útborgunar í peningum upp á a.m.k. 10-20%  Hvernig ætlar fólk að brúa mismuninn?

Svona löggjöf mun útheimta gríðarlega aukningu á leiguhúsnæði fyrir unga fólkið.  

Hin spurningin er hvaða Íslendingar munu fá lán í framtíðinni og hvar? Áhættan á að lána á Íslandi er öllum fjármagnseigendum ljós.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.8.2009 kl. 12:57

18 Smámynd: Landfari

Þetta eru mjög skynsamleg lög og hefðu þurft að koma fram og samþykkt fyrir 3-4 árum, eða áður en bankarnir fóru inn á húsnæðismarkaðinn.

Þetta hefur að vísu þær afleiðngar að margir munu ekki geta eignast þak yfir höfuðið en sumir þeirra hefðu hvort sem er komið sér í enn meiri vandræði við að reyna það.

Það er hinsvegar útilokað að hafa þau afturvirk. Það kallar á stórauknar skattgreiðslur vegna málaferla og bóta sem óhjákvæmilega hljóta að verða dæmdar þeim sem eftir þeim leita og geta sýnt framá að hafa orðið fyrir tjóni vegna laganna. Þar verður ríkið bótaskylt ef að við búum í réttarríki.

Lánasamningur er ákveðin eign sem hefur sitt verðmæti. Verðmætið ræðst af greiðandanum og/eða þeim tryggingum sem á bakvið samninginn eru. Ef ríkið rýrir þær tryggingar rýrir það eign þess sem á lánasamninginn og það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá.

En ég tek undir að að þessari afturvirkni brottfelldri þarf þetta að fara í gegn og því fyrr því betra.

Landfari, 26.8.2009 kl. 00:24

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Landfari, það stendur hvergi í lánaskjölum að sál lántakandans,líf og heilsa allrar fjölskyldu hans og ættingja sé veðsett til viðbótar fasteigninni sem lánið er sett á. En defacto er þetta svona þegar tekið er fasteignatryggt lán. Það er þetta sem verður að leiðrétta. Þeir bófar sem lánuðu 100% af fasteignaverði geta bara átt það við sjálfa sig að veðið dugar ekki lengur.

Andri,

Taktu burtu verðtrygginguna og við erum komnir aftur til baka til minna æskuára, þegar 3 ríkisbankar lánuðu bara pólitískt, almenningur fék bara húsnæðislán sem nam 1/3 af fyrstu íbúð, stærðartakmarkaðri , um 100 m2 fyrir barnafjölskyldur.

Nú eru komnir 3 ríkisbankar aftur sem ekkert lán. Nú er allur atvinnurekstur að komast í ríkiseigu. Volk Eigene Betriebe, VEB eins og það hét í A-Þýzkalandi.

Ísland á enga möguleika næsta áratug. Fólksflóttinn hjálpar þar sem nóg verður til af húsum fyrir fólk sem þarf það ekki. 

Landið er gjaldþrota. Það veiðir ekki makrílinn í sjónum vegna EB þjónkunar ráðandi afla sem vilja allt til vinna að koma landinu undir erlend yfirráð, Fisveiðistefnu  sem er látin komast upp með það að svelta þjóðina í skjóli gerfivísinda og lyga í aldarfjórðung. Óhæfra stjórnmálamanna á Alþingi sem eru ekki lýðræðislega kosnir.

Ísland er bananalýðveldi  sem er stjórnað af fólki sem er eins og lati Geir á lækjarbakka.

Okkur vantar nýjan Davíð í stjórnmálin, mann sem þorði. Hann bara kemur ekki í þetta sinn. Og því fer sem fer.

En ef hér finndist olía þá verða peningar aftur atvinnulausir og bjóðast til að vinna fyrir lægra kaup. Þá færðu 100% lán aftur á lágum vöxtum og þá flykkist hinga austurevrópulýðurinn aftur, hundraðþúsund kínverjar osfrv.

"Grát ástkæra fósturmold"

Halldór Jónsson, 26.8.2009 kl. 08:12

20 Smámynd: Landfari

Halldór minn, það þurfti nú tvo til að stunda þennann 100% leik.

Af hverju komstu ekki fram með bófakenninguna þína þegar Jón Jónsson sem átti ekkert og keypti íbúð á 20 millur með 100% láni átti allt í einu íbúð sem hann gat selt á 40 millur en skuldaði bara 26 millur. Búinn að "græða" 14 millur bara með því að skrifa nafnið sitt á á nokkur blöð.

Hver var bófinn þá?

Landfari, 26.8.2009 kl. 18:52

21 Smámynd: Björn Birgisson

"Okkur vantar nýjan Davíð í stjórnmálin, mann sem þorði. Hann bara kemur ekki í þetta sinn. Og því fer sem fer."

Ef þetta er mál málanna, má þá ekki klóna átrúnaðargoðið þitt? Dabbi og Dolly, ekki slæmt par þar á ferðinni! Ekkert til að vera kindarlegur yfir!

Björn Birgisson, 26.8.2009 kl. 19:16

22 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú þarna dulnefnisLandfari(skammastu þín fyrir sjálfan þig?) 

Var eitthvað að því að hann græddi 14 ?

En hann bara seldi ekki og situr uppi með lánin og eiginina á hálfvirðði. Og þá á þjóðin að borga mismuninn. Þeir sem lánuðu peninga eigenda sinna í svona og álíka vitleysu voru bófar eða bjánar nema hvorutveggja sé.

Þeir sem byrjuðu á 100 % lánunum til þess að eyðilggja íbúðalánasjóð og kollvarpa efnhagsstjórn þjóðfélaginu með þessu, þeir voru bófar en ekki bjánar.

Halldór Jónsson, 27.8.2009 kl. 00:32

23 Smámynd: Landfari

Já Halldór minn, þegar þig þrýtur rök skaltu bara ráðast að persónunni.  Það getur hjálpað geðheilsu lítilla sála.

Þú ert að lýsa því sem ég heyrði einu sinni nefnt pilsfaldakapítalisma. Einkavæða gróðann en þjóðnýta tapið.

Ekkert að því að maðurinn græddi 14 millur en úr því það er nú komið í tap þá á að þjóðin að borga.

Það sér það hver heilvita maður það er ósanngjarnt og gengur ekki  til lengdar

Landfari, 27.8.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband