Leita í fréttum mbl.is

ESBé-vaðir.

Ég fer í smiðju Gunnars Rögnvaldssonar og greinina hans um að Evra hindri atvinnusköpun sem ég hvet alla til að lesa.

 Frðrik I Pedersen er hagfræðingur þeirra ASÍ Í Danmörku. Hann segir:

"Við álítum að seðlabanki ESB eigi að lækka stýrivexti núna til að styðja við vöxt og atvinnu". Ef ekkert er gert þá mun ESB tapa mörgum vinnustundum. Tapið verður stærra en tölur okkar sýna því fjöldi vinnustunda á hvern vinnandi mann hefur fækkað vegna þess að vinnuvikurnar verða styttri og styttri og hlutastörf verða meira og meira algeng. Afleiðingarnar eru stórar, eða sem nemur 11 milljón manns eins og er. Það eru því mikil auðæfi sem fara í súginn," segir Pedersen. (Tillögur Steingrím J:Hærri skatta, samdrátt ríkisútgjalda)

 

"Seðlabanki ESB viðhefur stranga peningapólitík til þess að reyna að halda verðbólgunni niðri á tveimur prósentum, en Pedersen bendir þó á að laun hafa hækkað minna en verðbólgan þegar búið sé að hreinsa framleiðniaukningu út úr tölunum. Launakostnaður fyrirtækja miðað við framleiðsluverðmæti hefur því aðeins hækkað um eitt prósent á síðustu árum. En það eru sérstaklega hin lágu laun í Þýskalandi sem draga allt niður. "Svo það er ekki vinnumarkaðurinn sem er verðbólguskapandi" segir Pedersen.

 

Það er nokkuð sýnilegt að ESB er á hraðri niðurleið til stöðnunar og verðbólgu. Verðlag í Danmörku er 40 % hærra en í Þýzkalandi og helmingi hærra en í Rúmeníu. Hvernig í veröldinni ætla þeir að halda þessum óskapnaði saman?Ð Ef Þjóðverjar fengju að greiða atkvæði um að kasta evrunni og taka upp gamla markið þá yrði það yfirgnæfandi samþykkt. Þeim er bara haldið niðri á gömlu þýzku hlýðninni, þeim þykir vænt um landið sitt, drekka bjór en ekki kaffi á kvöldin vegna þess að Bismark lagði skatta á kaffi því hann sagði að menn brugguðu byltingar á kaffihúsum en ekki á bjórhúsum.

 

Ef Danir skæru á tenginguna við evruna, þá myndi krónan þeirra falla og Danmörk myndi taka við sér og framleiðnin aukast svo mikið að innan fimm ára myndi gengið hafa hækkað aftur. En kratar eru kratar sama hvar þeir eru.

 

Það er íslenzka krónan sem gerir Ísland svona dynamiskt, þessvegna getum við náð okkur útúr þessu kviksyndi. Það eru hinsvegar innlendu skæruliðahóparnir, sem kalla sig stéttarfélög sem eru krónunni hættulegust. Engum þykir nógu vænt um hana til þess að halda  aftur af að hækka hjá sér bara nógu mikið.  Alveg í stíl við það sem Hanna Birna gerir með 55 % hækkun á kaffinu í Sundlaugunum.

 

Inn í þetta batterí ESB, ætla kratarnir og taglhnýtingur þeirra Steingrímur stefnulausi að keyra okkur með illu eða góðu. Spænskt atvinnuleysi er það sem þeir vilja sjá hér. Danska stagflation. ESBé-vaðir kratarnir!

 

Ég hvet alla til að kynna sér rannsóknir Gunnar Rögnvaldssonar á því sem raunverulega er að gerast á Evrusvæðinu. Tengill hér á síðunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Íslenska krónan og ævitýri ykkar sjálfstæðismanna hefur fært okkur atvinnuleysi sem er nálægt samanlögðu atvinnuleysi á Spáni og Danmörku. Húrra fyrir því. Petersen þessi sem þú vitnar til hefur sennilega ekki farið út fyrir hússins dyr nýlega. Það sem ég heyri hér í Danaveldi er að þorri dana sér mest eftir því að hafa ekki tekið upp evruna eins og Svíar gerðu.

Ragnar L Benediktsson, 3.9.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hverbig leggur þú saman Ragnar minn ? Er gamli Carlsber eitthvað að stríða þér? 20 % + Danmörk = 9% ?

Fáðu þer annan bjór.

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Ragnar minn þú ert alveg úti á túni í þessu máli. Enn sem komið er nota Svíarnir sænsku krónuna og það eru Finnar, einir Noðurlandaþjóða sem tekið hafa upp evru og sjá í dag eftir því. Útflutningstekjur þeirra hafa stórlega dregist saman og þeir líta Svía öfundaraugum, sem með krónunni sinni hafa náð mun betur að halda sjó.

Óttar Felix Hauksson, 3.9.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó fyrir þetta vinur minn Óttar Felix, ég held að vinur minn Ragnar hljóti að hafa rekið hausinn í dyrnar á Vinstue Hvids eins og Jónas Hallgrímsson.

Ragnar: Hér fróðleikur handa þér af því þú ert +í Danmörku í samlagningaræfingum:

Hið virta og óháða ráð efnahagsmála í Danmörku (De Økonomiske Råd) kom út með skýrslu sína í gær. Margir hafa beðið eftir þessari skýrslu með óþreyju því spursmálið um hugsanlega evruupptöku í Danmörku var tekið gaumgæfilega fyrir að þessu sinni. Allir hér vita að það er mikið mark tekið á því sem ráðið segir, því það er ekki háð samtökum eða stjórnmálum. Formennska í ráðinu samanstendur af hinum svokölluðu fjórum "vísu mönnum" efnahagsmála Danmerkur (de fire økonomiske vismænd). Í þessari skýrslu var sem sagt sérstaklega tekið fyrir efnið "evra eða króna" (euro eller krone). Spurningin um hvort Danmörk ætti að taka upp evru eða ekki

Økonomiske konsekvenser ved euro

Niðurstaða ráðsins er sú að það sé enginn sérstakur efnahagslegur ávinningur, sem tekur sig að nefna, við það að taka upp evru í Danmörku. Ráðið telur upp ýmsa smábita af efnahagslegum kostum sem sameiginleg mynt gæti fært landinu. Þessir brauðmolar eru þó ekki nægilega stórir til að sannfæra ráðið um afgerandi kosti þess að gefa eigin mynt upp á bátinn og taka upp mynt Evrópusambandsins, evru

Ráðið bendir á að það hafi skapast ákveðnir kostir fyrir verslun og viðskipti við það að hafa "fast gengi" á milli Danmerkur og evrusvæðis. En viðskiptalegir kostir þess, metnir í peningum, eru þó ekki stærri en sem nemur 0,5% af þjóðarframleiðslu Danmerkur, segir ráðið. Hvað varðar fastgengisstefnuna er þó kannski meira athyglisvert og einnig mikilvægt að nefna að Danmörk hefur alls ekki hefð fyrir því að hafa mynt sína frjálst fljótandi. Danska krónan hefur nefnilega á flestum tímum verið negld föst við eitthvað, segir ráðið. 

Lestu meira um þetta hjá Gunnari Rögnvaldssyni.

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband