Leita í fréttum mbl.is

Skrif fyrir Skattfé !

Aftan á Baugstíðindum skrifar Þórhildur Elín mikinn pistil um það hvernig klárarnir leit þangað sem þeir eru kvaldastir. Hún lýsir  því sem hún kallar Stokkhólmsheilkennið sem er einskonar vísindaorð um gamla máltækið okkar.
Hún lýsir því hvernig fólki fór að líka við mann sem hélt því í gíslingu og hótaði að drepa það ef löggan ryddist inn til hans. Fólkið fór auðvitað að elska manninn en hata lögguna sem var vond við manninn.
Þetta verður henni ástæða til að yfirfæra þetta á Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni. Hún er yfir sig hneyksluð á því hversvegna fólkið þjappar sér um flokkinn eftir að hann hafði stjórnað því í átján ár sem endaði í hruninu. Sem sagt átján ár í mesta góðæri Íslandssögunnar skipta engu máli hjá þessari kommakellingu. Það er bara hrunið sem skiptir hana máli og svo hatrið á Sjálfstæðisflokknum.
"Góðir hálsar, samkvæmt fréttum nýliðinnar viku mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. Sá sami flokkur og stýrði landinu undanfarin átján ár og átti drýgstan þátt í að koma okkur í þær efnahagslegu ógöngur sem við nú erum stödd í. Þrátt fyrir að uppkomnum Íslendingum muni ekki endast ævin til að greiða fyrir tjónið, telur næstum þriðjungur kjósenda flokkinn traustsins verðan. Kannski er Stokkhólmsheilkennið útbreiddara mein en nokkur gat ímyndað sér."
Hvað skyldi þessi kona hafa verið að bardúsa þessi átján ár ? Hvenær gerðist hún Baugsþý ?
Skyldi hún ekkert hafa heyrt um aðkomu þess félags og Fréttablaðsins að hruninu ? Skyldi hún ekki geta spurst fyrir um flokksskírteini Sigurðar Einarssonar, Finns Ingólfssonar,Ólafs Ólafssonar, og Jóns Ásgeirs Jóhanessonar  í Sjálfstæðisflokknum ? Ég nenni ekki að eyða frekari orðum á ómerkilegan vaðal þessarar konu og Baugspenna. Hún myndi tæpast geta  ekki skilið meira í stjórnmálum fyrir því.
Það er akkúrat þetta sem Davíð átti við með fjölmiðlafrumvarpinu en peningavald Baugs átti þátt í knésetja´með Óla "forseta". Með peningum er hægt kaupa sér leigupenna til að framleiða róg og lygi endalaust. Fréttablaðið er rekið á kostnað skattgreiðenda til að reka hatursáróður gegn Sjálfstæðisflokknum, fyrir ESB og sakleysi Bónusfeðga. Heilsíðuauglýsingar frá samsteypunni halda því á floti frá degi til dags. Ef við erum vondir þá er Mogginn verri !  
Það virðist þessari konu algerlega  hulið að þessi skrif hennar  er verið að framleiða fyrir mína skattpeninga í  Baugsmiðlinum meðan fréttir eru um neyðarástand á Landspítalanum vegna fjárskorts og forsíðunni. Hún gerir sér ekki grein fyrir því hvað stjórnmálaflokkur er. Skyldu stofnendur Sjálfstæðislfokksins fyrir áttatíuárum hafa séð fyrir fæðingu þessa ritsnillings ríkisfjölmiðilsins ? Ég hef allavega ekki neitt Stokkhólmsheilkenni gagnvart skrifum blaðsins og verð ekki evrópusinni né krati af þeim.
Hvað á þessi ríkisvæðing að halda lengi áfram ? Hvenær á að fara að loka gjaldþrota fyrirtækjum og bönkum í stað þess að gera þau út á kostnað almennings?
 Ef blöð eru komin á hausinn eiga þau þá ekki bara að hverfa eins og Þjóðviljinn, Tíminn, Alþýðublaðið, Þjóðvörn og hvað þau hétu öll áður en pilsfaldakapítalisminn hélt innreið sína og blaðamenn urðu jafn gáfaðir og þeir halda að þeir séu um þessar mundir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo kváðu þeir velja ,,talsmenn flokkana" í Morgunútvarpi þeirra, með tilliti til, hversu forpokaðir þeir eru og málflutningur þeirra einstrengingslegri.

 Pétur Blöndal, sem kemur jafnvel hreinræktuðum íhaldsmönnum til að hrylla sig, er settur á móti mjúkmálum Atla Gísla.

Þáttastjórnendur elska að setja fram einhverjar spurningarum leiðréttingu (sem þeir kalla auðvitað afskriftir til að espa Pétur hirði upp) til Heimilanna og sitja svo rólegir á meðan Pétur romsar út úr sér, að menn geti bara sjálfum sér um kennt (en ekki stórkapítalið) að hafa farið of geyst.  Það sé nú ekki bönkunum að kenna, að hafa logið og tælt heimilisfeður til að eins og bankarnir sögðu í bréfi til okkar hjóna (sem við létum nú lóðbeint í ruslafötuna og gerðum ekkert frekar með) INNLEYSA HAGNAÐ af hækkun íbúðarinnar og ,,endurfjármagna ". 

Það eru bara ekki allir klárir í EXEL og sumir horfa ekkert aftur í söguna um verðþróun og fix stjórnandi aðila, allt aftur til eftirstríðsárana.

Með kærum kveðjum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.9.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Mikil en þörf áminning sem og lesning - takk fyrir

Jón Snæbjörnsson, 4.9.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Sæll Halldór. Má til að bera blak af Þórhildi og spyrja þig hvort það sé nokkuð skrítið að fólk sé hvumsa, jafnvel furðu lostið yfir núverandi ástandi,sem hún og fólk á hennar aldri lítur á allt öðrum augum en við kallarnir sem eru nokkurn vegin búnir að ljúka okkar. Er ekki nærtækast að kenna Sjálfstæðisflokknum um. Og sem boðberi frjálsarar samkeppni. Varla hefðir þú viljað hafa Moggann einráðan. Mér hefur,eins og svo mörgum öðrum líkað vel við Fréttablaðið og allt of mikil einföldun að kalla það Baugsmiðil. En þú þarft víst líka að finna blóraböggul. Og svo að markaðshyggjunni. Okkur er vorkunn að styðja hana ,þar sem innan hennar rúmast allir helst lestir mannskepnunnar,svo sem græðgi,spilling,klíkustarfsemi og krosseigna-og venslatengsl í bland við lélegt eftirlitskerfi. En skoðanir þínar virði ég og sem betur fer fylgir skoðanafrelsi frjálsum viðskiptum. Með kveðju,

Sigurður Ingólfsson, 4.9.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli fólki verði ekki að fyrirgefast það að leita orsaka fyrir þeirri hugmyndafræði sem sett hefur þessa þjóð í meiri skuldafjötra en nú sést fyrir endann á. Ég man sjálfur glöggt eftir orðum manns sem sagði að það ætti ekki að setja markaðnum skorður. "Markaðurinn leiðréttir sig sjálfur."

Ég tel engar líkur á að þessi vandi íslensku þjóðarinnar leiðrétti sig sjálfur sársaukalaust.

Árni Gunnarsson, 4.9.2009 kl. 16:39

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ................ Hefur ekki markaðurinn frekar tortímt sjálfum sér og dregið þjóðina niður með sér í fallinu?

Björn Birgisson, 4.9.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband