Leita í fréttum mbl.is

Þjóð í umsátri !

Venjulegar hagfræðikenningar segja að myndist atvinnuleysi og kreppa í þjóðfélagi verði að auka opinber útgjöld og hallarekstur ríkisins.

Nú ríkja erfiðustu aðstæður í efnahag landsmanna sem aldrei fyrr. Þá boðar ríkisstjórnin gríðarlegar skattahækkanir og niðurskurð í þjónustu. 7 milljarða í heilbrigðiskerfinu ofan á öll þau glæstu niðurskurðarátök sem áður var búið að vinna í tíð fyrri ríkisstjórna. Nú skal loka og leggja niður á spítölunum segir landlæknir.

Hversvegna er þetta allt? Jú, vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heimtar þetta. Hann ætlar að skrifa hallalus fjárlög fyrir okkur. Þetta er allt til þess að  við komum  með hundruð milljarða í innistæðutryggingasjóð fyrir útlendinga.

Er ekki ástæða til þess að spyrja sig til hvers þessi Evrópuþjónkun kratanna er að leiða okkur?

Er ekki ástæða til að spyrja sig hvað skeður, ef við segjum við AGS, takk fyrir við erum hættir við lántökur hjá ykkur? V

Verðum við ekki að segja að við verðum að fresta Icesave  samningum?.

Getum við ekki í stað þessa sett okkar eigin fjárlög eftir því sem við teljum best í neyð okkar?

Getum við nokkuð  greitt úr innistæðutryggingasjóði af því að við þurfum að nota peningana í atvinnuleysistryggingasjóð ?

 Verðum við ekki að framlengja í skuldum heimilanna um einhver ár meðan við erum að ná andanum ? er ekki fyrsta skylda okkar aði forða fjölskyldunum frá verðgangi ?

Geta skattahækkanir að kröfu AGS  á hverfandi skattstofna leyst þann vanda sem við blasir ?

 Getum við annað en  að prenta einhverja peninga og taka á okkur verðbólguskatta ?

Getum við annað en að taka  upp vegabréfaskyldu til landsins? Getum við nokkuð í bili tekið við erlendu vinnuafli  hvað þá hælisleitendum ?  

Getum við annað en rekið alla erlenda brotamenn úr landi því við eigum ekki fangelsi fyrir þá ?

Erum við ekki reiðubúinn að leggja allt EES undir til að bjarga þjóðinni ?

Eru ekki ekki opin sund og stríð önnur en núverandi helstefna ?

Getum við ekki róið á önnur mið en svörtuloft Evrópubandalagsins ?

Þjóðin er í umsátri !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góðir punktar, Halldór. Auðvitað eigum við að einbeita okkur að íslenskri þjóð og neita að skera allt innan kviku hér innanlands. Við þurfum vinnu fyrir fólk til að það geti borgað skatta. Niðurskurður skilar engu.

Annars er spurning hvort ekki er auravon eftir aðgerðir "þylusveitarinnar" í Svíþjóð í morgun.....eða fara þessir aurar kannski til Tortola.....?

Ómar Bjarki Smárason, 23.9.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hagfræði AGS er mjög svo furðuleg og hagfræði ráðherra viðskipta- og efnahagsmála er mjög svo furðuleg og sama má segja um hagfræði hins nýja Seðlabankastjóra ætli hann ekki að lækka stýrivexti.

Hagfræðin sem notast er við er úrelt og hún er ekki að skila neinu nema dýpri og enn dýpri kreppu.

Þetta eru góðir punktar hjá þér Halldór, eitthvað verður að fara að breytast.  Breytist ekkert innan ríkisstjórnarinnar, verður að skipta um ríkisstjórn. 

Málið er ekki flóknara en það.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Jón Lárusson

Ríkistjórnin hefur í raun aðeins eitt verkefni. Að gæta hagsmuna lands og þjóðar. Ég er bara ekki að sjá að það sé reyndin hjá núverandi stjórn.

Það er hægt að koma okkur út úr þessu ástandi á innan við tólf mánuðum, en ég hef bent á leiðir til þess, án þess að það kosti nokkuð, hvað þá að við þurfum að taka lán.

Jón Lárusson, 23.9.2009 kl. 12:43

4 Smámynd: Bjarni Þór Hafsteinsson

Er hagfræði AGS nokkuð furðuleg?

Hagfræði handrukkara er skýr og rökrétt ekki satt? Hún felst í því að Innheimta skuldir með ofbeldi.

Bjarni Þór Hafsteinsson, 23.9.2009 kl. 15:20

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Eina hagfræðin sem virkar í því umhverfi sem við erum í felst í:

1) að lækka tekjuskatt þannig að launþegar hafi úr meiru að spila, því það þarf að koma hagkerfinu innanlands á stað.

2) að tekjur ríkisins af þessu koma til með að aukast af vsk og tollum, því allar innfluttar vörur hafa tvöfaldast í verði í innkaupum sem aftur veldur því skatttekjur ríkissjóðs af þessu hækka um helming og raunhækkun tilneytenda verður þreföld. Svona er raunveruleikinn sem við lifum í en það getur vel verið að ráðherrar og aðrir í stjórnkerfinu sjái þetta í öðru ljósi.

3) að ríkið láti af þeirri kvalalostahugsun sem virðist ríka í fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum um þessar mundir og engar aðgerðir koma til greina nema þær valdi þjóðinni auknum þjáningum. Þeir þurfa að muna að Ísland er ekki Kumbaravogur eða einhver sambærileg stofnun.

4) að lækka stýrivexti ekki seinna en strax. Ef AGS fellst ekki á það, nú þá er ekki ekkert annað að gera en að hóta þeim því að Össur mæti til fundar við þá vikulega......

Ómar Bjarki Smárason, 23.9.2009 kl. 15:58

6 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Það á ekkert að hóta AGS einu eða neinu....bara sparka þeim úr land svo fast að þeir gleymi því aldrei, og þeir geta tekið Össur, og fleiri, með sér !!!

Anna Grétarsdóttir, 23.9.2009 kl. 16:29

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hver fór betlandi á hnjánum til að fá lán hjá AGS?

AGS er eins konar Soffía frænka sem tekur til þegar innlendir stjórnmálamenn og ræningjar þeirra hafa spilað rassinn úr buxunum.

AGS hefur aldrei verið og mun aldrei verða vinsæl stofnun.  Það er ekki hennar hlutverk.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.9.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3419918

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband