Leita í fréttum mbl.is

Baugur enn á ferðinni.

Enn keyrir Baugur áfram hatursherferð sína á Sjálfstæðisflokknum í Tíðindunum sínum. Í þetta sinn skrifar Þorvaldur Gylfason stílinn.

Skyldi prófessorinn gera þetta ókeypis ? Ef svo er þá virði ég hann fyrir staðfestuna. Annars flokka ég hann með öðrum leigupennum blaðsins. Er hægt að fá úr þessu skorið?

Hér kemur sýnishorn af framleiðslu Þorvaldar  í dag:

"Hugsanlega hefði verið hægt að komast hjá slíkum málaferlum, svo sem tókst til dæmis í Argentínu eftir hrunið þar 1999-2002, en Ísland nýtur ekki trausts. Jafnvel Norðurlöndin virðast ekki kæra sig um að hjálpa til umfram gjaldeyrislánin, sem samið hefur verið um, og þau lán fást ekki reidd fram, þar eð stjórnvöld hafa ekki staðið til fulls við sinn hlut í efnahagsáætluninni, sem þau sömdu um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008. Ríkisstjórnir Norðurlanda hafa sömu upplýsingar um ástandið hér og við hin. Og hvað sjá þær? Þær sjá þjófabæli, þar sem fáeinir menn létu greipar sópa og keyrðu fjárhag fjölda heimila og fyrirtækja í kaf með stjórnvöld - einkum Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsflokka hans og sljóa, meðvirka stjórnsýslu - ýmist í ökusætinu eða eftirdragi."

"Dæmin eru mörg. Nýir eigendur tóku við Sjóvá 2005 og réðu til sín forstjóra beint frá Viðskiptaráði Íslands. Hann varð síðar formaður Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður Árvakurs í umboði Björgólfs Guðmundssonar. Margir þóttust vita, að eigendurnir ætluðu sér að braska með bótasjóðina. Eigendurnir tóku tuttugu milljarða króna arð út úr félaginu og skildu þannig við, að ríkissjóður tók félagið yfir með sautján milljarða króna framlagi frá skattgreiðendum til að komast hjá gjaldþroti. Eigendur og stjórnendur félagsins hefðu alveg eins getað rænt ríkissjóð milliliðalaust. Og tökum FL Group: þar sat í stjórn fyrrum oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, allir sjóðir tæmdust, og félagið fór í þrot, en oddvitinn hafði þá dregið sig hljóðlega í hlé. Sjóður 9 í Glitni? Landsbankinn allur? Sama saga."

Sem sagt, ég ber ábyrgð á þessu öllu ásamt með landsfundi Sjálfstæðisflokksins öllum 1700 auk alls baklandsins sem er þriðjungur af þjóðinni og í örum vexti þessa dagana.

Jón Ásgeir, Sigurður Einarsson, Finnur Ingólfsson, Pálmi Haraldsson,Jóhannes Jónsson,Hreiða Már,Wernersbræður, Bakkabræður og hvað þeir nú heita allir;  allt voru þetta mikilvirkir menn í Sjálfstæðisflokknum ?

Auðvitað væri hægt að fara að rifja upp ýmislegt sem gerðist í skjóli Alþýðuflokksins á sínum tíma og tengja  Þorvald Gylfason  við þau mál. En það er fáránlegt að tengja fjöldahreyfingar við framferði einstakra manna sem einhverntíman hafa staðið í hópnum og alhæfa það að hreyfingin sé þarmeð ekki samskiptahæf. 

Trúboð Þorvaldar um ESB fer að snúast í höndunum á honum þegar menn fara að sjá í gegnum sálargluggann. Það er ekki nóg að geta verið bæði fróður og skemmtilegur þegar maður er svona illa haldinn af einhverri þráhyggju. Þetta er eins og að vera með ofnæmi fyrir hundum og fá hnerra ef maður kemur nálægt þeim. Slíkir menn verða að leita sér lækninga ef þeir geta ekki útrýmt öllum hundum.

En það hefur ekki verið fundið upp ofnæmislyf fyrir illa fengnu fé. Það mættu menn í Samfylkingunni athuga áður en þeir ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa fengið hnerra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Með því að þyrla upp nógu miklu ryki í kringum sig þá sjást menn verr. Er það ekki einmitt það sem prófessorinn er að gera, Halldór.

Það væri gaman að fá úttekt á því í hvaða stjórnmálaflokki flestir þjófsnautarnir voru sem fengu að fljóta með í einkaþotum og þyrlum auðvisanna.... Þessir farkostir flugu um loftin blá á illa fengnu fé og þeir sem fengu far með þessum farkostum hljóta því að teljast þjófsnautar, en kannski ómeðvitað þó. Við skulum gefa þeim það.

Ómar Bjarki Smárason, 24.9.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég fór að velta einu fyrir mér:

Er Þorvaldur Gylfason ennþá sorrí og sár yfir því að hafa tapað fyrir Davíð Oddssyni þegar þeir börðust um "inspector scholae" á sínum tíma   ??

Sigurður Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Halldór, ef þú lest pistil Þorvaldar yfir aftur, sérðu þá ekki sannleikskorn í honum?

Það er verið að benda á hið augljósa. Sömu menn með krumlurnar í hverri krús og kjörna fulltrúa í vasanum.

Sigurður Ingi Jónsson, 24.9.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður,

Leikendurnir voru ekki margir að tölu. En að þeir hafi verið með kjörna fulltrúa( ég geri ráð fyrir að þú meinir Sjálfstæðismenn eina) er ekki rétt ályktun. Ég held að þeir hafi blekkt þá eins og okkur fleiri.Td.með hjálp forsetans okkar og fjölmiðlanna sinna og ýmsum meðreiðarsveinum.

Halldór Jónsson, 24.9.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Málflutningur samstarfsaðila Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn er afskaplega hávær og einhliða. Hann gengur mikið út á það að afneita að fullu og öllu allri hlutdeild að stjórn landsins frá árinu 1991. 

Þeir loka líka augum og eyrum fyrir því sem sagt hefur verið í hita augnabliksins hverju sinni. Viðskiptafrelsi, einstaklingsframtak og athafnafrelsi eru að sönnu digrir þættir í sjálfstæðisstefnunnar.

En það er illa komið fyrir því fólki sem leggur að jöfnu viðskiptafrelsi og skattsvik, viðskiptafrelsi og fjárglæfrastarfsemi. Þeir sem ekki greina þarna á milli geta náttúrlega ekki komist að annarri niðurstöðu en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi leitt til öndvegis þá aðila sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar og ráku fyrirtæki eins og Norðurljós, Baug og Kaupþing.

Þeir sem muna lengra aftur í tímann en eitt til tvö ár munu rifja upp í tengslum við þau þrjú fyrirtæki sem nefnd eru hér að ofan, að það var hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Versti Maður Íslands, Davíð Oddsson, sem hömpuðu téðum fyrirtækjum.

Halldór talar um leikara í glósu sinni hér að ofan. Þeir voru fleiri en menn kæra sig um að rifja upp á bloggsíðum Moggans. Því hærra sem gifuryrðin gjalla, því háværari glymur í hugum þeirra bloggskrifara endurminningin um orð og gerðir vinstri forkólfanna sem lýstu stuðningi við eða luku lofsorði á útrásarvíkingana.

Flosi Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vondir kallar þessir ESB sinnar skyldu þeir fá borgað fyrir að vera svona vondir kallar?

Gísli Ingvarsson, 24.9.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband