Leita í fréttum mbl.is

Stöndum í lappirnar!

Loksins í dag finnst mér ađ Baugstíđindi hafi fćrt mér eitthvađ nýtilegt. Ţađ er grein Ţráins Bertelssonar á miđopnu í dag, ţar sem mađur á helst von á Ţorvaldi Gylfasyni..

Ţráinn dregur ađeins ranga ályktun af gildum rökum sínum og orsökum ţess sem hann er ađ fjalla um. En lýsingnin hans á helstefnu ríkisstjórnarinnar er sannfćrandi. Ég vildi taka undir flest sem hann segir. Dćmi:

".....

Aldrei á minni lífsfćddri ćvi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíđi nagar ţjóđarsálina.

Verđbólgan fer hamförum. Kaldhömruđ verđtrygging ţjakar okkur eins og martröđ. Viđ höfum enga framtíđarsýn nema hvađ viđ ćtlum ađ borga Bretum og Hollendingum morđ fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og viđ ćtlum möglunarlaust ađ kyngja hryđjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst viđ hćfi ađ setja á okkur heittelskuđ Natósystkini sín.

Í stađinn fyrir ađ dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráđvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundiđ okkur til ađ dansa eftir pípu Alţjóđagjaldeyrissjóđsins um ófyrirsjáanlega framtíđ. Sá vangadans getur orđiđ okkur dýrkeyptari áđur en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn.

Enn ţá halda menn dauđahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfrćđinga, lagatćkna og sérfrćđinga....

....Alţjóđagjaldeyrissjóđinn .... stađa lambsins gegn sauđfjárbónda. Eftir réttir.

Viđ ringulreiđ og ráđleysi bćtist svo ađ ţađ eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er ađ niđurskurđarhnífnum verđi beitt ótt og títt á nćstunni og viđ skorin út úr vandrćđunum af mikilli fimi međ ţví ađ skera niđur ţađ sem viđ eigum verđmćtast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigđis- og menntakerfi.

Okkur er í stuttu máli bođiđ upp á undirlćgjuhátt viđ Breta og Hollendinga, ţjónkun viđ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn, niđurskurđ á innviđum ţjóđfélagsins, áframhaldandi verđtryggingu og blinda trú á ađ hagfrćđingar muni bjarga okkur međ trúarhita sínum og súrrealískum spádómum.

Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur veriđ gerđur ađ seđlabankastjóra.......

....Óljós draumur um norrćnt velferđarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíđarsýn.

Viđ segjumst vera sjálfstćđ ţjóđ. Af hverju liggjum viđ ţá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum viđ ţá á fjórum fótum fyrir Alţjóđagjaldeyrissjóđnum sem nú ţegar hefur sýnt okkur ţvílíkan dónaskap ađ starfsmenn hans ćttu ađ hafa veriđ gerđir landrćkir allir međ tölu?

Af hverju hugsum viđ bara um ađ bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hruniđ? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á ţví ađ undirstöđueining ţjóđfélagsins er manneskja en ekki fyrirtćki?........ekki krónupeningur.....

Hvernig vćri ađ reyna ađ standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki ađ jólasveinar komi okkur til bjargar međ fangiđ fullt af gjöfum á vegum Alţjóđagjaldeyrissjóđsins eđa Evrópusambandsins?

Hvernig vćri ađ standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum ađ viđ erum sjálfstćđ ţjóđ í frjálsu landi? Standa saman um ađ byggja upp nýtt og betra íslenskt ţjóđfélag en ţađ sem frjálshyggjufíflin lögđu í rúst?

Hvernig vćri ađ snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöđu, kvíđa í tilhlökkun?

Hvernig vćri ađ hirđa landiđ okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela ţađ aftur í hendur heilbrigđri skynsemi?

Hvernig vćri ađ viđ hćttum ađ hegđa okkur eins og hagfrćđilega heilaţvegin hćnsnahjörđ og fćrum aftur ađ hegđa okkur eins og vitiborin ţjóđ?

Helst áđur en Sjálfstćđisflokkurinn fer yfir 50% í skođanakönnunum til ađ setja ţjóđina á hausinn. Aftur. "

Ég vildi bara ađ einhver úr mínum flokki myndi skrifa svona.

Ţráinn ! Af hverju gengur ţú ekki í ţingflokk Sjálfstćđismanna. Ţú ert hvort sem er bćđi flokksslaus og ţingflokksslaus. Ţađ vantar menn međa sjálfstćđa hugsun í ţjóđfélagiđ. Menn verđa yfirleitt betri menn af ţví ađ vera međ öđrum en ekki einir útí horni eins og ţú.

Stattu nú sjálfur í lappirnar Ţráinn, og reyndu ađ fá menn til liđs viđ ţig um heilbrigđa skynsemi !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef lengi vitađ ađ Ţráinn er skynsamur og jarđbundinn.

Ágúst H Bjarnason, 25.9.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Sigurđur Sigurđsson

Góđur Halldór !!

Sigurđur Sigurđsson, 25.9.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki viss um ađ ţú blessir afstöđu hans í evrópumálum, en látum ţađ liggja milli hluta. Hann Ţráinn er enginn vitleysingur og hann veit meira en hann lćtur í ljós ţarna. Hér talar hann eins og ţjóđarsálin öll.  Hraust ţjóđ međ bilađ toppstykki. Stórn sem í eru vanhćfar gungur og spillingarpostular, sem lugu sig til fylgilags međ ţjóđinni vímađa af von um breytingar og nauđguđu henni svo máttvana á fleti eiginhagsmuna og siđspillingar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Voru ekki einhverjir ađ skjóta ţví ađ okkur ađ mađurinn vćri veikur...????

Ekki get ég fundiđ ađ ţađ sé mikiđ ađ toppstykkinu hjá honum, vildi bara óska ţess ađ hann gćti talađ eins og hann skrifar !!!!

Anna Grétarsdóttir, 25.9.2009 kl. 14:05

5 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

ţarna er kannski kominn mađurinn sem viđ getum flykkt okkur um, hann skrifar rćđurnar og síđan finnum viđ rćđuskörung mikinn sem ţrumar ţeim yfir land og ţjóđ...ađ ég tali nú ekki um "land-ráđamenn" ţjóđarinnar !!!!

Anna Grétarsdóttir, 25.9.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Elle_

"Voru ekki einhverjir ađ skjóta ţví ađ okkur ađ mađurinn vćri veikur...????" 

Almenningur getur ekki dćmt svona og svona ummćli um fólk opinberlega eiga engan rétt á sér.

Hann var flottur og rökfastur í dag í Silfri Egils líka.  

Elle_, 27.9.2009 kl. 19:44

7 Smámynd: Elle_

Vil taka ţađ fram, Anna, ađ ég veit ţú varst ekki ađ halda ţessu fram sjálf.

Elle_, 27.9.2009 kl. 19:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 200
  • Sl. sólarhring: 944
  • Sl. viku: 5990
  • Frá upphafi: 3188342

Annađ

  • Innlit í dag: 191
  • Innlit sl. viku: 5097
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband