Leita í fréttum mbl.is

Jarðfræði eða hagfræði ?

Ég veit ekki betur en margir hagfræðingar,  frá Keynes til Krugman hafi ekki talið það vænlegt á samdráttarskeiðum að draga úr opinberum framkvæmdum, talið það ráð við atvinnuleysi að hækka skatta. Hvað þá að keyra vísvitandi í sömu gildru lausafjárþurrðar og kyrrstöðu eins og Japan hefur upplifað.

Í sósíalistaparadísinni Svíþjóð til dæmis eru menn að lækka skatta til þess að reyna að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Hvergi eru skattahækkanir notaðar til að verjast atvinnuleysi. Hvergi virðast hagfræðikenningar styðja slíkar ráðstafanir. Hvernig geta menn stefnt á óðaverðbólgu með skattahækkunum og atvinnuleysi eins og fjárlagafrumvarpið íslenska stefnir að? 

Á Íslandi virðist  ekki vera stjórnað eftir hagfræði heldur jarðfræði. Hvernig á að jarða þjóðina í fátækt. Keyra þjóðina í þrot til þess að hún falli fram og tilbiðji ESB-skurðgoðið.  Hvernig í veröldinni geta skattahækkanir gengið upp við vaxandi atvinnuleysi, framkvæmdahjöðnun og samdrátt í ríkisútgjöldum, uppsagnir á spítölum, stóriðjustoppi vegna takmörkunar útblásturs ?  Hvernig í veröldinni halda menn að rándýr Evrópubandalagsumsókn geti leyst þann hrikalega vanda sem Ísland stendur frammi fyrir núna? Sem ekki léttist  ef Icesave er hvolft yfir hana ofan á aðra óáran. Allir eiga að spara nema stjórnsýslan og utanríkisráðuneytið með öll sín sendiráð óhreyfð.  Meðan að ekki er  hægt að borga lögreglunni laun né byggja tugthús uan um erlend Schengenþjófagengi og íslenzka útrásarvíkinga.

AGS er að semja fjárlög fyrir Íslendinga með framlögðum hætti. Hvað er AGS ? Hverra erinda gengur þessi sjóður ? Er hann ekki fyrst og fremst að segja Íslendingum að skuldaniðurgreiðslur gangi fyrir lífi og limum sjúklinga á Landspítalanum, menntun barnanna, hag gamla fólksins, öryrkjanna ? Þurfum við þessi ráð? getum við ekki gert einhver betri  fjárlög sjálf ? Til hvers þurfum við þennan sjóð ?  Eigum við ekki frekar að leggja byrðarnar á þjóðina með verðbólgu frekar en þessari skattavitleysu ? Er skynsamlegt að drepa allar sparnaðarleiðir niður eins og nú er stefnt að, með afnámi verðbóta á sparifé og skattlagningu verðbólgunnar ?

Eru þetta samantekin ráð Samfylkingarinnar og VG um að jarða þjóðarhag með þessum hætti? Fórna þjóðinni sem skiptimynt á altari ESB? Erum við bara dæmd ? Eða bara venjuleg hagspeki vinstri manna ?

 Er þetta ekki bara jarðfræði frekar en hagfræði ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða bara óhrein og óklár alcalífræði, herra ábyrgðarfulli aðals verkfræðingur Steypustöðvarinnar heilögu?

Árni B. Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 04:43

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það má kannski færa rök fyrir því, Halldór, að efnahagsstjórnunin hafi hingað til ekki verið nægilega jarðbundin.... Og svo ættu menn að fara varlega í að kasta steinum úr glerhúsum, því það fór ekki að halla verulega undan fæti hjá bönkunum fyrr en fóru að ráða til sín verkfræðinga í stórum stíl. Það er kannski rannsóknarefni út af fyrir sig...!!!

Ómar Bjarki Smárason, 3.10.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er farinn að halda að innan ríkisstjórnar íslands séu illa innrættir hryðjuverkamenn sem vilja Íslandi allt hið versta.

Síðasta dæmið má lesa hér.

//CDATA[ function show_tts_cb (resp) { $("#tts_div").html(resp.html); } function show_tts(tts_date, news_id) { var lina = new LINA({ "comp": "/frettir/shared/show_tts", "method": 'make_html', "args": {news_id: news_id, tts_date: tts_date} }, show_tts_cb ); } //]]>
Innlent | Morgunblaðið | 3.10.2009 | 05:30

Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað

Áður en fjárlagafrumvarpið og greinargerðin með því voru lögð fram á Alþingi hafði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aldrei heyrt minnst á að gert væri ráð fyrir 16 milljarða tekjum af umhverfis-, orku- og auðlindasköttum.

Þetta staðfestir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Ljóst er að ákvæðið var sett inn á síðustu stundu, án kynningar. Litið er á málið sem klúður í stjórnkerfinu, ekki síst að nefna einnar krónu skatt á hverja kílóvattsstund í greinargerðinni, sem gæfi sextán milljarða.

Katrín segir það hafa verið mjög óheppilegt dæmi, en það sé búið og gert. Raunhæfara væri að tala um tíu aura og sólarlagsákvæði á alla slíka skatta, t.d. eftir þrjú ár, en það verði útfært nánar. „Enginn einn iðnaður verður látinn standa undir þessum lið,“ segir hún

Alveg er þetta ótrúlegt. Þessu er laumað af einhverjum illa innrættum í fjárlagafrumvarpið á síðustu stundu, án vitundar þess fagráðherra sem málið varðar mest.

Þetta var örskömmu eftir að umhverfisráðherra snéri við ákvörðun Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínu. Þetta setur allar framkvæmdir á Suðurnesjum í uppnám, þar með talið netþjónabú. Netþjónabú er nefnilega útilokað að reka með núverandi afhendingaróöryggi á orku sem stafar af því að aðeins ein (mikið lestuð) háspennulína tengir Landsnet við Suðurnesin. Netþjónabú þurfa nánast 100% örugga raforku.

Hvað gengur þessu fólki sem hagar sér svona eiginlega til?

Ágúst H Bjarnason, 3.10.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þegar Breiðavík og Kumbaravogur bjóða ekki lengur til staðar með sama sniði og áður, Ágúst, þá finna menna aðrar leiðir til að kvelja þjóðina. Mér hefur fundist ýmislegt frekar í anda kvalalosta en hryðjuverk, en það er kannski stutt þarna á milli....?

Ómar Bjarki Smárason, 3.10.2009 kl. 13:22

5 identicon

Góður punktur Ágúst.

Þessu hefur örugglega Indriði Þorláks laumað inn.Allavega hefur hann áratuga starfsreynslu í upphugsun á sköttum. Kannski er hann sá illa innrætti í ríkistjórninni og rest, "hinir vitfirrtu"

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 17:02

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Árni B., ég treysti mér ekki til að skilja hvað þú ert að fara. En ég fór á bloggið þitt og ég held að það dugi mér í bili til að skilja þín baráttumál.

Ágúst frændi, þetta er alvarleg mál sem þú kynnir. Ég var á fundi með Bjarna Ben í dag og hann lagði á það áherslu að ekkert fengi bjargað þjóðinni útúr kreppunni nema að atvinnulífið kæmist í gang. Þetta finnst mér ég skilja. Orkuskattar beinlínis fæla erlenda fjárfestingu í burtu frá landinu. Það er búið að sparka í Alcoa sem bauðs til að kaupa alla orku sem við gætum skaffað að ÞeistaReykjasvæðinu. Og hætta við kaupin ef við vildum gera eitthvað annað en að selja þeim orkuna. Nei, þetta vill ríkisstjórnin ekki einu sinni ræða. Heldur leggja skatt á hvert kílóvatt.

Ég sé ekki betur en að skattastefna ríkisstjórnarinnar gangi  svo þvert á þetta, að það hlýtur að þurfa afreksmenn í neikvæðni til að setja svona fjárlagafrumvarp saman eins og Steingrímur kynnti. Engin merki eru þess að ríkisstjórnin ætli að breyta stefnu sinni.

Pétur, segir ekki máltækið að því verr gefist heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Mér finsst þessi kílóvattskattur geta verið kominn frá þeim sem haldið hafa því fram að virkjanir og stóriðja hafi aldrei borgað sig á Íslandi

Bjarni Benediktsson sagði í dag á fjölmennum fundi hér í Kópavogi,  að Sjálfstæðisflokkurinn kynni leiðir til að ná sama árangri í fjárlögum án þess að hækka skatta. Á þá væri hinsvegar ekki hlustað af ríkisstjórnarflokkunum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið fylgi sitt úr    25 % í 30 % á nokkrum mánuðum. Fljótlega  mun fólkið sjá, að það er þörf á að hlusta á það hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur til málanna að leggja í stað þeirra úrræða sem ríkisstjórnin hefur boðið. Bjarni sagði líka, að hann teldi að stóra lánið frá Norðmönnum sem Framsóknarmenn hefðu sagt vera í boði, væri  ekki raunveruleiki.  Enda skyldu menn fara að spyrja sig í hvað menn ætili að verja þeim miklu lánrökum sem ríkisstjórnin talr svo mjög um að nauðsynlegar séu.

Ágúst, mér finnst að áframhaldandi  seta þessarar ríkisstjórnar leiði til þess að kreppan mun vara mun lengur en hún þyrfti annars að gera.Þetta fer óðum að renna upp fyrir þjóðinni sem verður eitthvað að gera í því. Þangað til mun kreppan aðeins versna

Halldór Jónsson, 3.10.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband