Leita í fréttum mbl.is

Þvílíkar gersimar !

Nú bárust fréttir af því að Litháinn sem barði löggurnar á Laugaveginum hafi verið handtekinn ásamt samslags landsmönnum sínum í Keflavík vegna mannshvarfs. Upplýst hefur líka verið að líkstungumaðurinn Kaunas hafi margkomið til landsins eftir að honum var vísað héðan.

Af hverju er þetta lið hérna ? Kannski að Jón Baldvin og Samfylkingin geti útskýrt þetta með dásemdum EES samningsins og Schengen samstarfsins. Verður þetta ekki enn betra þegar við verðum komin í ESB? 

Þvílíkar gersimar er þetta lið allt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Manni er fyrir löngu ofboðið og það er fjandi hart að eiga yfirvöld sem veita ekki þegnunum lágmarks vernd fyrir svona óþjóðalýð.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli þeir séu ekki hérna vegna þess að hér er öll löggæsla og dómsvald í molum og niðurskurði. Hér er gósenland fyrir glæpalýð sem stelur smáhlutum frá fólki og fyrirtækjum. Hér hefur einnig verið gósenland fyrir spillta stjórnmálamenn og þeirra vini. Þeir stálu Íslandi frá okkur.

Björn Birgisson, 15.10.2009 kl. 20:57

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það er löngu tímabært að fara nú að taka til og koma þessu liði þangað þar sem það er best geymt. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 15.10.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ætli þeir hafi verið á atvinnuleysisbótum?

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2009 kl. 21:11

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góður punktur, Ágúst. Og auðvitað þurfa þeir að koma til landsins annað slagið til skrá sig og hirða bæturnar.....! Og til að auðvelda þeim þetta og gera starfsumhverfi þeirra tryggara, nú þá þarf að fækka í lögregluliðinu og helst að fækka héraðsdómurum og væntanlega kemur að því að það þarf að fækka í Hæstarétti líka.....

Ísland er sem sagt að verða "glæpa-Lýðræði.... eða hvað...?

Varla lagast það með ESB....?

Ómar Bjarki Smárason, 15.10.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sú spurning hvort jafn lítið land og við eigum erindi í Evrópska efnahagssvæðið - ég tala nú ekki um ES.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 23:04

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Spurning, Baldur, hvort við verðum ekki ör-eyjar í ESB.....?

Ómar Bjarki Smárason, 15.10.2009 kl. 23:11

8 Smámynd: corvus corax

Það er auðvitað löngu tímabært að leggja hæstarétt niður og búa til nýjan sem ekki er gerspilltur, innvígður og innmúraður af davíðslimum. Að öðru leyti er athugasemd Ómars Bjarka athyglisverð.

corvus corax, 16.10.2009 kl. 07:05

9 identicon

jú jú.....svo þegar þeir koma til að innheimta atvinnuleysisbæturnar sínar....þá auðvitað kíkja þeir á Landspítalann og nýta sér heilbrigðiskerfið okkar til hins ýtrasta....því ekki þarf annað en íslenska kennitölu til þess....nú og þeir sem ekki hafa hana fá bara sendan reikning sem þeir auðvitað borga þegar þeim hentar.......ef þeir þá gera það.....

þetta virkilega erfitt ástand þar sem að hér á landi er mikið af útlendingum sem eru sér sjálfum til mikils sóma og landi okkar til gagns...þessi umræða er að gera erlendum börnum í íslenskum skólum mjög erfitt fyrir....ég ræddi við serba um daginn sem sagði mér að vísa yrði þessu liði strax úr landi.....hann sagði að í Svíþjóð væri ekki hægt að búa þar sem að serbneska mafían réði öllu....við mættum einfaldlega ekki sofa á verðinum og láta litháenska eða pólska mafíu stjórna öllu hér. ...

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 07:35

10 Smámynd: Jón Magnússon

Góð færsla Halldór. Það er með ólíkindum að fólk sem hefur gerst sekt um glæpi og jafnvel verið vísað frá landinu getur að því er virðist komið og farið eftir sínum hentugleikum.

Þegar mestur straumur útlendinga var til landsins árið 2006 varaði ég við þeirri þróun og fór fram á að við fengjum undanþágur frá Evrópska regluverkinu um frjálst flæði launafólks og fleiri. Auk þess sem ég velti fyrir mér ágæti Schengen samningsins.  Þá var mörgum í mun að stimpla þessi varnaðarorð sem rasisma og ef til vill verður þú að liggja undir sömu ásökunum Halldór. En það hefur ekkert með rasisma að gera. Þetta er spurning um hvort þjóðin vill halda uppi lögum og reglu í landinu og tryggja öryggi og innanlandsfrið.

Íslensk stjórnsýsla virðist ekki ráða við þetta og eftirlitið er greinilega alveg skelfilegt. Þannig getur fólk sem er löngu flutt héðan verið á atvinnuleysisbótum og sakamenn geta komið og farið að vild. Vinstri stjórnin hefur fundið það helst til bjargar í þessu að skera niður framlög til almennrar löggæslu í landinu.

Jón Magnússon, 16.10.2009 kl. 08:55

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég fékk nú afar lítinn hljómgrunn í mínum ástkæra Flokki, þegar ég varaði við EES og ,,fjórfrelsinu" sem ég sagði mundu verða helsi mikið og þungt fyrir þjóðina.

Nú er það orðið og heldið er í formi skulda og landflótta.

Vælukjóarnir sem telja það okkar hlutverk, að flytja inn alla hvot sem við höfum getu til eða ekki, láta ófriðlega ef einhverjir eru sendir til síns heima.

Ef farið væri að senda alla sem það ættu skilið, væur uppþot he´r á torgum.

Önnur búsáhalda bank.

Klink og bank.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 16.10.2009 kl. 09:12

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég minnist þess þegar einhverjir gaurar í Frjálslynda flokknum settu fram kröfur um að þetta óhefta flæði til landsins yrði stöðvað, þá ruku þeir upp í 12% í skoðanakönnunum. En forystumenn flokksins runnu á rassinn og drógu allt til baka og flokkurinn dvínaði strax aftur niður í 3%.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 10:29

13 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þeir eru í skipulögðum glæpasamtökum, þessir menn, í samstarfi við íslenska stórglæpona. Skipulögð glæpastarfssemi er löööööngu komin til landsins.

Svo eru menn hræddir við að Fáfnir verði Hells Angels og vilja banna? Nú ef menn þurfa að banna þá, þá þeir þeir líka banna Litháa. Eða þannig.

Sigurjón Sveinsson, 16.10.2009 kl. 10:55

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrir rúmu ári fjallaði ég um Schengen hér

Það var í tilefni af þessari frétt.

Ágúst H Bjarnason, 16.10.2009 kl. 11:46

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll frænsi, vel skrifað hjá þér. Mér var sagt að einn forkólfurinn í Schengenmálinu hefði oft verið svo fullur í ferðalögunum að hann gat ekki tekið upp vegabréfið á landamærastöðvum.Þessvegna hefði hann  afskaffað þetta með Schengenaðildinni. En þetta er sjálfsagt lygi.

Halldór Jónsson, 16.10.2009 kl. 18:46

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

hehe óþarfi að nefna nöfn.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband