19.10.2009 | 18:30
Göbbels hefði ekki gert þetta betur.
Stórkostlegt að heyra í Indriða lýsa því í útvarpinu að góður hefði hann verið Svavars-samningurinn, betri hefði hann verið fyrirvarasamningurinn en þessi sem nú væri í undirskrift væri sá allra besti af öllum mögulegum, rétt eins og í Birtingi Voltaires um hina bestu veröld af öllum veröldum.
Og svo kom fréttin um snilld ríkisstjórnarinnar. Hún myndi skrifa undir Icesave í hádeginu og síðan yrði beðið með það óákveðið að leggja málið í heild fyrir Alþingi. Næsta ár eða hitt, hvað máli skipti það þegar Indriði væri ánægður
Fyrir mér getur þetta alveg eins þýtt hversu lengi ríkisstjórnin telji að það taki að múta Ögmundi og hans liði til að játa og éta ofan í sig . Það er treyst á að hægt verða að fela þessi smáatrið í breyttum Icesave-samningi innan í einhverju stærra upphlaupsmáli, sem hlýtur þá að vera inngangan í fögnuð Herra þeirra, ESB. Áreiðanlega eru Kratarnir búnir að fá loforð um snöggsuðu aðildarumsóknarinnar ef þeir gangi frá Icesave eins og Bretum og Hollendingum líkar. Þá fáist nóg af lánum til að hefja gjöfina á garðana og útdeila norrænum náðarbrauðunum til verðugra markhópa, sem kjósa rétt. Alþingi fær svo ef til vill að fjalla um það mál seinna þegar ríkisstjórninni passar.
Mörgum finnst að verið sé að svíkja Ísland í hendur auðvaldsins og útsendara þess í AGS með all-fasístískum hætti. Þinginu er vikið frá . Allt er lagt að veði í nýjum Icesave tortímingarsamningi. Landið, auðlindir og ríkisfyrirtæki eru veðsett til dýrðar alheimskapítalsins í AGS og norrænnar samvinnu. Fjöllin, fossar og fegurðin eru sett á fórnaraltari Kratanna sem fá nú sjá fram á að fá í askana sína úti í Brüssel. Þetta er kaupverðið á EES.
Á meðan verður gaman að fylgjast með Ögmundi, Lilju og Atla leita að þeirri samvisku sinni sem dugar þeim til að gleypa það sem fyrir þau er sett af Steingrími hinum stefnufasta. Að hvaða málum skyldi þau Jóhanna ætla að leyfa Alþingi að rísla sér með meðan hún er að stjórna hinu stóra samhengi hlutanna? Ætla þau að stjórna hér öllu til sjós og lands með tilskipunum og erlendum samningum í friði fyrir nöldrurum á Alþingi ?
Kemst Alþingi Íslendinga neðar en þetta að láta kommúnistastjórnina segja því að þegja og skammast sín.
Nú er líklega glott breitt á Bessatöðum yfir ráðdeildarsamri ríkisstjórn.
Göbbels hefði ekki gert þetta betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3420080
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er greinilegt að hvorum þú ert hrifnari!
Auðun Gíslason, 19.10.2009 kl. 19:58
Hefði eina heilafruma Össurar hrokkið á ljós hefðum við ekki þurft að standa í þessu. En sá heiladingull er fastur í ESB gírnum í haus Össurar. Hann vinnur ekki fyrir Ísland heldur fyrir Breta og ESB.
Því var Ögmundur notaður sem einskonar klósett_zeta. Það var Ögmunudr en EKKI ríkisstjórn aumingjaveldis Íslands sem hörkk í gír. Hefði hún öll hrokkið í gírinn þá værum við ekki svona skuldsett og það hefði ekki þurft að úrýma þjóðfélaginu eins og við þekkjum það.
Ríkisstjón Steinhönnu Evrópusambandsdóttur er mjög ánægð núna. Hún gerði ekki neitt frekar en fyrri daginn. Ekkert annað en að vinna saman með Bretum og ESB gegn hagsmunum Íslands og Íslendinga.
Heybrækur með hálm í heila stað ráða Íslandi núna. Maður ælir!
Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2009 kl. 20:25
Fuglahræður !!
Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2009 kl. 20:26
Æ kommagreyin, þau ráða ekki neitt við neitt og í þessu tiltekna tafli voru þau Geir og Solla búin að eyðileggja drottningarvænginn og gefa eftir biskupaparið og láta af hendi hrókalínurnar. Erfið staða strax í byrjun og ekki bætti ræksnið Svavar um betur. Þau hefðu átt að fá þaulvana, harðsnúna samningamenn, þá hefðum við átt smáglufu.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 23:08
Það er ekkert hættulegra fyrir Ísland og framtíð þjóðarinnar en Samfylkingin. Þetta er ekki stjórnmálaflokkur heldur sundurlaus hjörð sem er límd saman með herópinu um uppgjöf og Evrópusambandið. Enginn þingmaður hjarðarinnar mun spyrja spurninga um IceSave, bara segja já til að trufla ekki stefnuna til Brussel. Því þá myndi Samfylkingin springa.
Haraldur Hansson, 20.10.2009 kl. 01:07
Nú eiga Íslendingar að afturkalla umsóknina hið snarasta.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 03:06
Þegar ég heyrði Indriða dásama samninganna, hló ég upphátt (var að keyra heim) hristi hausinn, skipti um rás (því ekki vil ég hlusta á svona heilaprump áfram) og velti fyrir mér hvort að starf hans sem ríkisskattstjóri (álíka flott staða og ríkisböðull) veldi því að hann teldi vasa skattgreiðenda botnlausa auðlind sem beri að þurrausa sem mest má.
Sigurjón Sveinsson, 20.10.2009 kl. 07:44
Það er stórmannlegt og ber vott um góðan málstað þegar menn líkja þeim sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur við Göbbels áróðursmeistara Hitlers. Það er fyrir neðan virðingu þína, Halldór, að skrifa svona bull. Þú getur sagt Ýmislegt um Indriða án þess að lúta svona lágt.
Eiður Svanberg Guðnason, 20.10.2009 kl. 11:18
Eiður minn ég var ekki að líkja vini mínu Indriða við Göbbels og heldur ekki Steingrími. Ég var að líkja aðferðafræðinni við að gera samninginn og láta þingið ekki komast í hann af því að samningurinn væri svo góður við starfsháttu sem gamli kallinn hefði verið fullsæmdur af. En hann sagði svart hvítt og hvítt svart með mikilli rökvísi og málskrúði ef honum þótti svo henta. Hvað sem sagt verður um Dr. Göbbels var þetta ljóngáfað kvikindi en kexruglaður á pólitíska sviðinuþ
Halldór Jónsson, 20.10.2009 kl. 16:05
Það eru ótrúlega margir kexruglaðir á pólitíska sviðinu, Halldór. Það heyrði maður (einkum) á stjórnarandstöðunni á Alþingi Íslendinga í dag !
Með góðum kveðjum,
Eiður Svanberg Guðnason, 20.10.2009 kl. 20:02
Ruglaðasti stjórnmálamaður Íslands í dag heitir Guðfríður Lilja. Hún er kexrugluð í bókstaflegri merkingu. Hlustaði á hana í Kastljósi í gær. Það er ekki til heil brú í þessari vesalings konu og það versta er hvað hún er yfirþyrmandi leiðinleg.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 20:23
Mér fannst Eiður vera kexruglaður þegar hann var á þingi.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 19:08
Er þetta ekki nokkuð harður dómur Pétur? En þingferill Eiðs var miklu styttri en ég hafði vænst.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 19:18
Pétur, ekki er þessi Eiður Svanberg Eiður Guðna sendiherra og félagi min úr Norðurmýrinni ?
Halldór Jónsson, 24.10.2009 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.