Leita í fréttum mbl.is

Sagittarius RÍSANDI !

Mig langar ađ kynna fyrir ykkur efni bókar sem ég hef ţýtt og sett á markađ. Mynd af kápunni er hér á síđunni. Bókin fćst í bókabúđum og kostar 4.390. Ađ sjálfsögđu er ég tilbúinn ađ sendast međ bókina ef einhver vill ţađ og má ţá gefa ţađ upp í athugasemdum međ ţessari fćrslu.

Mér fannst ţessi bók áhrifamikil og ţeir fáu sem hafa lesiđ hana ennţá eru ţví yfirleitt sammála. Enda er bókin löngu heimsfrćg og vćri ţađ ekki ef hún stćđi ekki undir ţví.

Hún heitir Sagittarius Rising á ensku og vísar í stjörnukort höfundarins. Mér ţótti rétt ađ láta nafniđ á bogmanninum halda sér til tengingar viđ frumgerđina. Ef mađur googlar Cevil A. Lewis ţá geta menn séđ mynd af drengnum ţegar hann fer í stríđiđ. Myndin sem er í bókinni er tekin ţremur eđa fjórum árum seinna og sýnir fullorđinn og breyttan mann sem viđ er ađ búast.

Mér fannst athyglisverđast viđ bókina hversu Lewis tekst ađ fćra lesandann aftur í tímann og gera heiminn eins og hann var ţá ljóslifandi. Ţađ er nefnilega miklu styttra síđan ađ ţessir atburđir gerđust en mađur gerir sér grein fyrir. Eftir styrjöldina fór H1N2 um heiminn og tók fleiri en en styrjöldin gerđi. Núna fer frćndinn H1N1 um heiminn og ein stökkbreyting vírussins getur breytt honum í ţann fyrri. Heimurinn er ţví hćttulegur eins og hann hefur alltaf veriđ. 

Ţetta verđur víst ekkert gróđabrall hjá mér en ég vona ţó ađ nćgilega mörg eintök seljist til ađ borga prentiđ. Meira vćri auđvitađ hvatning til ađ halda áfram í ţýđingum á flugbókum og útgáfu. Eitthvađ verđu mađur ađ gera annađ en ađ blogga úr ţví ađ byggingariđnađurinn er steindauđur og verđur ţađ lengi enn. En sagt ég vona ađ enginn verđi svikinn af Cecil Lewis og frásögnum hans.

Aftan á bókinni er ţessi texti:

" Ćskudraumar Lewis voru um flug. Hann laug til um aldur og sótti um inngöngu í Royal Flying Corps 1915. Hann fór einflug eftir einnar og hálfrar klukkustundar kennslu og sendur yfir til Frakklands 1916 međ 13 klukkustunda flugreynslu. Lífslíkur flugmannsnýliđa í Frakklandi voru ţá 3 vikur. Nćrri 10 milljónir hermanna féllu í Styrjöldinni Miklu 1914-1918 og 7 miljónir óbreyttra borgara til viđbótar.

Lewis tekst međ góđra manna hjálp ađ afla sér frekari flugreynslu og verđa ađ flugmanni, áđur en hann er sendur í orrustur. Hann lifir af hćtturnar, sem voru ekki minni af flugvélunum sjálfum en byssukúlunum. Hann flýgur stríđiđ á enda og oft í fremstu víglínu. Lewis elskar flugiđ sjálft og ţađ er honum uppspretta fegurđar og lífsfyllingar. Hann sér í bólstraskýinu glitrandi hallir og ókunn lönd međ dölum og giljum, hann sér fegurđ himinsins og foldarinnar fyrir neđan úr margra mílna hćđ, ţađan sem stríđiđ er ekki lengur sýnilegt. Hann gleđst yfir valmúanum, blómstrandi úr sprengigígunum, sem ţekja sviđna eyđimörk orrustuvallanna í Flanders og lćvirkjanum, sem flýgur óvćnt upp og syngur skerandi yfir drynjandi fallbyssudunurnar.

Lýsingar Lewis eru svo ljóslifandi á köflum, ađ lesandanum finnst hann kominn til ţessara tíma sjálfur. Hann skynjar ţađ tryllta afl, sem beitt er í stríđsrekstrinum., getur heyrt fyrir sér til hundrađ flugvélahreyfla og vélbyssuskothríđar í hringleikahúsi Richthofens, fallbyssugnýinn sem heyrist frá Frakklandi til Englands á kyrrum kvöldum, séđ fyrir sér leitarljósin á nćturhimninum yfir myrkvađri London og gul eiturgasskýin yfir skotgröfunum, skynjađ lyktina af útblćstri hreyflanna, angan blómanna og gróđursins viđ Somme. Og skiliđ ţađ og undrast hversu lítiđ mannlífiđ sjálft hefur breyst frá tíma frásagnarinnar.

Ţegar ţessi bók var skrifuđ 1936 var skapađ sígilt bókmenntaverk. Hún er talin ein besta minningabók úr hernađarflugi allra tíma. Bókin hefur aldrei veriđ úr prentun síđan ţá. Kvikmyndin ‘Aces High’ var byggđ á henni 1976. Georg Bernard Shaw lýsti Lewis ţannig: ‘Ţessi prins međal flugmanna átti heillandi líf í öllum skilningi; Hann er hugsuđur, herra orđanna og hérumbil ljóđskáld.’

Lewis hlaut Óskarsverđlaunin 1938 fyrir kvikmyndahandrit sitt ađ Pygmalion(My fair Lady), sem byggt er á samnefndu verki Shaw. Lewis var einn af stofnendum BBC 1922 og fyrirlesari ţar fram yfir nírćtt. Hann gekk aftur í RAF 1940 og flaug fyrir gamla kóng sinn alla seinni heimsstyrjöldina, alls fimmtíu og ţremur flugvélategundum í meira en ţúsund flugstundir en ţađ er önnur saga.

Ţetta er bók fyrir karlmenn á ţroskaaldri, bók um hetjudáđir, hrylling, vináttu, fegurđ, rómantík. Og lýsingar Lewis á fluginu sjálfu eru einstakalega sannar.

Ţessi bók lćtur engann ósnortinn enda fjallar hún fremur um lífiđ en ekki dauđann. Lewis segir: ‘Lifđu hátíđarlega, höfđinglega, hćttulega,-öryggiđ aftast!’  "

Ég vona ađ bloggarar fyrirgefi mér ađ auglýsa bókina svona hérna, en Mogginn var svo elskulegur ađ leyfa ţetta.

Ég sný mér svo aftur ađ ţví ađ rífa kjaft um pólitík eins og venjulega.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

snilldargjöf fyrir erfiđu pakkana.....nú ţarf ekki ađ gefa öfum, pöbbum og frćndum peysu í jóla og afmćlisgjöf.  Ţetta er fantagóđ bók og ég er ekkert hlutdrćg 

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráđ) 23.10.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Karen

Ţekkirđu fleiri  sem eru búinr ađ lesa bókina ?

Halldór Jónsson, 23.10.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Prófarkalesarinn var ánćgđur og prentararnir voru orđnir ćstir í vinnunni !

Halldór Jónsson, 23.10.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Innilega til hamingju međ bókina Halldór. Megi salan gang vel. Ţetta hljómar spennandi.

Ég mun skaffa mér ţessa bók ţegar ég flyt heim til Íslands á nćstunni (sennilega ekki fyrr en eftir áramót ţví seint gengur kofasalan mín hér enda markađurinn steindauđur.)

Bestu óskir

Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar minn, er ţađ ekki allt of langt ţangađ til? Látttu mig fá adressuna og ég sendi ţér hana, hún gćti veriđ útseld !

Getur veriđ ađ ţađ sé skárra hér en ţarna fyrir ţig ţegar Íslendingar eru ađ flytja út. Ertu ađ setjast í helgan eđa ćtlarđu ađ koma í pólitíkina međ mér ?

Halldór Jónsson, 23.10.2009 kl. 21:19

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Helagn stein ? Hvađ er nú ţađ Halldór minn? Já ég kem í pólitíkina međ ţér. Ţađ eru ekki nema nokkrir mánuđir til flutninga. Ţakka gott bođ. Fann ekki póstfangiđ ţitt en sendu mér endilega mail á:

tilveraniesb hjá mac.com

og ég sendi ţér um hćl adressu og details

svo biđ ég Seđlabanka Íslands um ađ útbúa tékka handa ţér fyrir bók og sendingarkostnađi.

Allt ađ gerast hér!

Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2009 kl. 21:43

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott framtak hjá ţér, Halldór.... Ćtlarđu ađ selja bókina í Smáralind eđa Kolaportinu....?

Nćst gćtirđu ađ skrifa skáldsögu um "Sögu íslensku steypunnar"... Hún myndi seljast vel....

Ómar Bjarki Smárason, 23.10.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar Bjarki,

Bókin er til dćmis í Eymundsson í Smáralind og öđrum slíkum um allt land, Kolaportiđ er bara í útsölur. Og ég hef aldrei trúađ á útsölur í desember. Sérstaklega ţegar um einstćđa bók er ađ rćđa eins og ţessa.

Eru ađ kenna mér úm alkalíiđ ? Ţađ stćđu nú einhverjir nćr slíkum skrifum en ég.

Árni minn, passađu ađ ljóti kallinn komi ekki og taki ţig fyrir ađ hugsa ekki nógu hlýlega til Sjálfstćđisflokksins, sem ţú átt svo margt gott ađ gjalda.

Halldór Jónsson, 24.10.2009 kl. 00:02

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einhver minnist á ţessa frábćru bók hér:

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?pid=20667#p20667

Ágúst H Bjarnason, 24.10.2009 kl. 07:32

10 Smámynd: Halldór Jónsson

http://frettavefur.net/Forum/uploadpic/2009/1256315862.jpg

Takk fyrir ţetta Ágúst frćndi, ţú ert engum líkur

í fróđskapnum. Ţetta ţótti mér gaman ađ sjá , ţarn ertu međ mynd af mínum manni öđrum frá vinstri ţar sem hann liggur međ félögunum ći grasinu ađ bíđa eftir Zeppelínunum og Gotha flugvélunum sem komu aldrei aftur á björtum degi. En Gotha vélarnar fóru ađ koma í stórum stíl á biksvörtum nóttum, og hentu sprengjunum á miđbć London af mikilli nákvćmni. Lewis og félagarnir leituđu ađ ţeim en fundu ţá aldrei.Engin Gotha flugvél var skotin niđur.

Ég er mikiđ búinn ađ velta ţví fyrir mér hvernig Ţjóđverjarnir fóru ađ ţessari snilldar navigasjón, í bikmirkri og fyrir tíma radíovitanna. Hvađ dettur ţér í hug frćndi ? 

Halldór Jónsson, 24.10.2009 kl. 09:29

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Já frćndi Ágúsr, ég sé á vefnum ykkar módelmanna ađ ţú talar um Keflavíkurflugvöll sem Arnarflugvöll ? Ţetta hef ég ekki heyrt en hvađan kemur ţetta. Stórum fallegra nafn líka.

Halldór Jónsson, 24.10.2009 kl. 09:34

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Waiting for the Zeppelins and the Gothas.  (Shades of pictures of Battle of Britain squadrons)  Right to left: Capt CJQ Brand, Capt T Gran (Norwegian), Lieut RGH Adams, Lieut GR Craig (white scarf), Lieut CC Banks, Lieut LF Lomas, Lieut CA Lewis (author of "Sagittarius Rising", sitting with his back towards us), unknown.

Ţetta er textinn sem átti ađ fylgja myndinni ađ ofan.

Halldór Jónsson, 24.10.2009 kl. 09:35

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll Halldór.

Arnarvöllur er tiltölulega nýr flugvöllur međ malbikuđum brautum nćrri Seltjörn. Ţar hafa jafnvel fyrrastríđs flugvélar veriđ ađ athafna sig. Reyndar ekki í fullum skala.  Ţađ er Flugmódelfélag Suđurnesja sem á heiđurinn af ţessum flugvelli, en ekiđ er ađ honum frá Grindavíkurvegi.

Myndin hér fyrir neđan er af Avro 504K í Vatnsmýrinni áriđ 1919.

 http://frettavefur.net/Forum/uploadpic/2009/1251969522.jpg

En myndin h´r fyrir neđan er tekin 75 árum seinna, nákvćmlega á sama stađ. Avro 504K klár í loftiđ. Cecil Faber var enn viđ stýriđ. Eđa nćstum ţví. Sjá hér.

Nú er klukkan orđin 17.00 laugardaginn 3ja september 1994. Mótorinn sem er 62ja rúmsentimetra (4 hestöfl) er kominn í gang í Vatnsmýrinni. Í dag er flugmađurinn Skjöldur Sigurđsson, en fyrir nákvćmlega 75 árum var ţađ Cecil Faber. Höfuđ flugmannsins í sćtinu er skoriđ út eftir mynd af Cecil Faber, og er hćgt ađ hreyfa ţađ međ fjarstýringunni!. Jóhannes Jakobsson smíđađi módeliđ sem er í mćlikvarđa 1:4.

 http://frettavefur.net/Forum/uploadpic/2009/1251969884.jpg

Avro á flugi yfir Reykjavík á myndinni hér fyrir neđan.

Módeliđ er nú varđveitt í húsakynnum Flugmálastjórnar. Mig minnir ađ minnismerki hafi veriđ afhjúpađ í tilefni dagsins á ţeim stađ sem menn töldu ađ fyrsta flugiđ hefđi fariđ fram.

 

Svona varđveita flugmódelmenn flugsöguna

Ágúst H Bjarnason, 24.10.2009 kl. 09:57

14 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Var nú frekar ađ hugsa um hasarinn í sölunni frekar en alkalí...... ţađ er örugglega hćgt ađ fćra ţetta í hasarbúning, en líklega yrđirđu ţá ađ skrifa undir dulnefni....

Ómar Bjarki Smárason, 24.10.2009 kl. 12:17

15 Smámynd: Katrín

Til hamingju međ bókina Halldór. Vildi gjarnan biđja ţig um ađ senda mér eitt eintak fyrir ţann  elsta.  Sé ađ ţetta er einmitt bók fyrir hann.  Hvert er netfangiđ ţitt gamli vin??

Katrín, 24.10.2009 kl. 20:03

16 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Halldór. Gamlar stađreyndir verđa aldrei til annars en góđs. Sérstaklega ef mađur getur tengt ţćr nútímanum og framtíđinni. Gangi ţér vel međ söluna. Ég skil ađ ţetta er hugsjóna-ţýđing. Ef viđ lifum ekki eftir okkar eigin hugsjón erum viđ ađ svíkja okkur sjálf mest. Svo lćrum viđ af öđrum međ samskiptunum og góđa viljanum.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 24.10.2009 kl. 20:47

17 identicon

Ég óska ţér til hamingju međ ţessa bók, tel ađ ţú hafir unniđ mikiđ ţrekvirki ţarna ađ ţýđa bók á rúmum tveim mánuđum, held ađ ţađ séu ekki margir sem geti unniđ slíkt afrek.

Ég vil stinga upp á ţeirri hugmynd ađ halda útgáfu hátíđ og "lánsa" ţessu međ miklum stćl, ţar sem ţú býđur til ţin mikils metna bókaorma og rithöfunda kannski.

Ţú ţekkir nú nokkuđ marga sem gćtu ţegiđ slík bođ og hjálpađ duglega međ ađ koma bókinni á framfćri. Ţví ţarna er nú bók sem margir telja merkilega.

Ég get vel hugsađ mér ađ fá eintak af ţessari bók.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráđ) 25.10.2009 kl. 14:10

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Pétur, ég held ađ útg´´afan hafi ekki ráđ á ađ kaupa svo mikiđ bernnivín. En bókina geturđu fengiđ.

Halldór Jónsson, 25.10.2009 kl. 19:02

19 identicon

Hvađa hvađa.  Einhver sagđi "you will have to spend some, to earn some" Annars ţarf ekkert ađ eyđa miklu í brennivín til ađ hóa saman góđu fólki og fagna útgáfunni.

Fréttblađiđ vćri ekki lesiđ nema af ţví ađ ţađ er boriđ út frítt.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráđ) 25.10.2009 kl. 21:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 170
  • Sl. sólarhring: 980
  • Sl. viku: 5960
  • Frá upphafi: 3188312

Annađ

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 5069
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband