Leita í fréttum mbl.is

Góðar kökur hjá Jónínu Ben.!

Jónína Ben, sú kjarnakona, skrifar góða grein í Morgunblaðið sem vert er að staldra við. Hún ræðir beint um það sem Davíð Oddsson var búinn að átta sig á þegar hann barðist fyrir fjölmiðlafrumvarpinu sem gekk útá það að hefta aðgengi peningafurstanna að því að mata almenning á rangupplýsingum og lygum sem þeir gerðu og hafa gert síðan. En þeir eyðilögðu málið sjálfir með aðstoð forsetans fræga sem fólkið er nú óðum að sjá í gegn um.

Grípum niður í grein Jónínu: 

....."Áróðursmeistarar græðgisaflanna spinna í fjölmiðlum sem aldrei fyrr. Þeir skálda sögur og atburði um óvinveitta, leggja fólki til hugsanir og ásetning, ástmenn og sjúkdóma. Þannig er almenningur mataður í fjölmiðlum þeirra undir friðhelgisfána Samfylkingarinnar og forsetans sem og þess arms Sjálfstæðisflokksins sem missti glóruna. Flest skrifin eru tómar lygar og blekkingar.

....Já, það nýtur enn friðhelgi spunameistara íslenska gjaldþrotsins. Það skiptir máli hver borgar útrásar-sagnfræðingum þjóðarinnar launin.

Eitt er að flestir hafa nú loksins áttað sig á drullukökunni sem hér var bökuð, hitt er alvarlegra; þeir sem gerðu siðlausa menn að þjóðhetjum og dýrðlingum í fjölmiðlum (valdið á Íslandi í 10 ár) eru enn að skrifa söguna. Nú á launum hjá ríkinu. Ímyndar- og áróðursómenni sem mjálmuðu í fangi uppblásinna óreiðumanna, pappírsgæjanna, níddu okkur niður sem vildum vara við augljósum glæpnum.

Allir áttu að vilja sneið af köku Jóns Ásgeirs. Þeir sem það vildu ekki, þrátt fyrir boð um 300.000.000 kr. með sneiðinni, voru óvinir þjóðarinnar, lögðu drenginn í einelti, vildu sjá til þess að fjölmiðlar hans stjórnuðu ekki umræðunni um 70% flestra fyrirtækja í landinu sem nú sést að var stjórnað af 6-8 mönnum. Fyrirtækja sem allir bankarnir voru búnir að veðsetja sig fyrir. Í hans heilaga nafni. Aldrei er skrifað um þá sem hönnuðu íslensku glæpasöguna. Nei, þeir eru enn að í skjóli Samfylkingarinnar..."

Þetta er skarplega athugað hjá Jónínu og því miður er að svo, að útrásarvíkingarnir sigla enn seglum þöndum. Pálmi í Fons stjórnar enn og heldur Iceland Express þrátt fyrir milljarða gjaldþrot. Jón Ásgeir mokar út milljörðum úr nýju bönkunum og heldur Högum, öllu veldi Hagkaupa og Bónusar, útúr gjaldþroti Baugs, sem hann var áður búinn að ræna og rupla þegar hann keypti það af almennum hluthöfum með þeirra eigin peningum og milljarðalögfræðingahjörðinni tókst að ónýta málið fyrir saksóknaranum og fá Jón sýknaðan af þjófnaðinum.

Og Samfylkingin heldur verndarhendi yfir þessu öllu vegna þess að hún er á spenanum hjá þessum öflum. Hún sér til þess að leyndin og pukrið í nýju ríkisbönkunum heldur áfram og peningum þjóðarinnar er enn mokað í sama liðið og áður var mikilvirkast. Og allir hafa þeir það ágætt í útlöndum, Hannes, Sigurður, Heiðar Már, Jón Ásgeir,Bjöggarnir, meðan almenningur axlar byrðarnar og verður að loka Landspítalanum og herða sultarólarnar.

Jónína fellur hinsvegar í þá gryfju að gera Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir framferði einstakra flokksmanna.Það sem ég vil að hún  hugleiði betur er það, að stjórnmálaflokkur getur ekki kollektívt verið dæmdur í útlegð fyrir axarsköft forystumanns eða flokksmanna á einhverjum tíma. Það hefur ekkert að gera með hugsjónagrundvöll flokksins sem er miklu eldri en einstakur maður á hverjum tíma. Menn ganga í flokk á grundvelli hugsjónanna og kjósa þá menn til forystu sem þeir treysta best til að vinna hugsjónunum framgang. Ef þeir klikka einhversstaðar geldur flokkurinn þess í kosningum og slátrar þá venjulega forystumönnunum sjálfur. Jónína og aðrir mega ekki falla í þá gildru að útskúfa Sjálfstæðisflokknum fyrir einstök mistök einstakar manna, sem er jafnvel búið að setja frá. Flokkurinn er stærri en hvaða flokksmaður sem er. Ég kannast ekki við neinn sérstakan græðgisarm í Sjálfstæðisflokknum þó að margir flokksmenn séu vissulega gráðugri en aðrir.

Þetta voru í heildina góðar kökur hjá Jónínu Ben.! Já með glassúr !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki gleyma Finni Ingólfs og Ólafi Ólafs sem velta sér í auð sem fenginn er svona og svona.

Bjarni Kjartansson, 28.10.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

"Jónína fellur hinsvegar í þá gryfju að gera Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir framferði einstakra flokksmanna..."

"Og Samfylkingin heldur verndarhendi yfir þessu öllu vegna þess að hún er á spenanum hjá þessum öflum"

Hvernig stendur á því að Samfylkingin á að vera ábyrg fyrir framferði einstakra flokksmanna/forystumanna en Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera ábyrgur fyrir framferði einstakra flokksmanna/forystumanna?

Nú er ég ekki að segja að annar flokkurinn sé sekur eða að þeir séu það báðir.  Ég bara skil ekki í röksemdafærslunni hér að ofan hvernig þú færð það út að annar flokkurinn sé sekur en hinn saklaus, án tillits til þess hvað þeir heita.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.10.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður

Samfylkingin sem flokkur er rekinn fyrir peninga úr spenanum.  Sjálfstæðislfokkurinn skilaði peningum sem syrri stjórnendur þáðu. Samfylkingin ekki.  

Halldór Jónsson, 28.10.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Halldór Jónsson

En auðvitað er þetta erfitt að greina sundur hugsjónir flokks og daglegan rekstur flokks og athafnir einstakra manna. Það er hægt að teygja lopann endalaust um svona hluti.

Halldór Jónsson, 28.10.2009 kl. 17:48

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þeir eru báðir reknir fyrir peninga úr spenanum.

Það eina sem Sjálfstæðismenn endugreiddu var risaupphæðin (ef þeir eru þá búnir að því) vegna þess að hún komst í hámæli.  Fram að þeim tíma höfðu þeir engin plön um að endurgreiða þennan pening.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.10.2009 kl. 18:23

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef verið á móti því að stjórnmálaflokkar frekar en saumaklúbbar eigi að gefa upp tekjur sínar aðrar en frá ríkinu. Það varðar engann um þetta aðra en flokksmennina og trúnaðarmenn þeirra. Þetta á að vera  prívatmál milli styrktarmanns og flokksins.  Flokkar þurfa peninga til starfsemi sinna. Auðvitað fær Sjálfstæðisflokkurinn mest af því hann er normalt stærstur fyrir utan það að vera bestur.

Halldór Jónsson, 28.10.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband