Leita í fréttum mbl.is

Sagittarius Rísandi-yrkisefni!

Sagittarius rísandi - frábær bók

Kæri Halldór. Til hamingju með bókina. Hef notað vikuna til að lesa hana.

Bókin þessi ágæt er,

orðasnilld og gæði.

Með henni ég mæli hér

magnaður stíll og fræði.

Kær kv.

Hafþór Örn

Þetta skrifar mér á afmælisdaginn mágur minn, hinn alþekkti húnvetnski hagyrðingur  Hafþór Örn Sigurðsson, "Blönduósskáldið" sem ég kalla svo.

Ef ég held áfram í bókabransanum ætla ég að hvetja hann til að gefa út bók með kvæðum sínum, því eftir hann liggur ógrynni af tækifærisljóðum sem eru alþekkt norðan heiða og víðar.

Takk fyrir kveðjuna Hafþór !

Áheit !

Lewis hef ég lesið vel,

léttan penna hann ég tel

Eitthvað skulum við öls við pel-,

a sitja ef bækur sel.

 

Fleiri sem vilja láta fjúka í kviðlingum um Lewis og bókina ?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hafþór minn góður, það er mikils virði að fá uppörvun: 

Suður um heiðar sending barst

sem að bætti skapið,

Huggari mér í hræðslu varst

að hugsa bara um tapið.

Halldór Jónsson, 4.11.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband