Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverð Ráðstefna !

KPMG blæs til ráðstefnu á Grand Hoteli á morgun til að finna út  hvernig endurskoðendur þeirra geti bjargað efnahagslífinu.  

Dagskrá

  • Setning Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG
  • Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra
  • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
  • Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims
  • Craig Masters, sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja, KPMG London
  • Pallborðsumræður, stjórnandi Þorsteinn Pálsson
    • Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims
    • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
    • Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda
    • Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvá
    • Símon Á. Gunnarsson, Partner KPMG

Ráðstefnustjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Staður: Grand Hótel Reykjavíkur, Gullteigur

Tími: 5. nóvember frá kl. 13:00 til 17:00

Ráðstefnugjald: 17.500 kr.
Léttar veitingar verða í boði að loknum pallborðsumræðum.

Skráning á kpmg@kpmg.is eða í síma 545 6000.

Setninguna annast Sigurður Jónsson. Hann er endurskoðandi BYR og þáði einar 30 milljónir síðasta ár fyrir að gera ársreikning til aðalfundar sem sýndi BYR í góðu formi. Stofnfjáraðilar höfðu margir efasemdir um það, hvort allt væri fram komið sem ollu 30 milljarða tapi fyrirtækisins  á árinu 2008. Stjórnin fullvissaði fundarmenn um að svo væri að mati endurskoðandans. Enda væri mikil vinna á bak við uppgjörið. Hálfu ári seinna er BYR nánast gjaldþrota og CAD-hlutfallið komið niðurundir 2 %. Sem þýðir að eigi fyrirtækið að starfa áfram þá verður að koma inn nýtt fjármagn sem nemur minnst 11 milljörðum króna. Og það á að koma frá ríkinu til að tryggja óbreytta stjórn. Það er ekki æskilegt að lána stofnfjáraðilum peningana til að kaupa nýtt stofnfé á Steingrímskjörum VBS/Saga Capital ?  Það tefur fyrir ríkisvæðingunni. Skyldi endurskoðandinn eða forstjóri BYR kæra sig um að geta gefið skýringar á þessum viðsnúningi í rekstrinum 2009 ?  Eða var þetta bara allt í plati á síðasta aðalfundi  og til að tryggja stjórnakjörið á atkvæðum ómálga barna Nóatúnsfjölskyldunnar og ógildra umboða frá Karen Millen ?

Forstjórinn  sætir að vísu sakamálarannsókn vegna stofnfjárbréfaviðskipta sinna, en hann ásamt fyrri stjórnarmönnum tóku meira en milljarð úr sjóðum BYR og notuðu til að kaupa stofnfé af sjálfum sér fyrir  fjórfalt yfirverð  á sama tíma að engir aðrir úr stofnfjáreigendahópnum gátu nokkuð gert við sín bréf annað en sæta innheimtuaðgerðum vegna lána sem þeir tóku í Glitni til að kaupa stofnfé. En ekki er vitað hvort endurskoðandinn þarf einnig að koma fyrir dóm í sambandi við þetta, því hann sagði í athugasemdum með ársreikningnum að hann hefði engin óvenjuleg viðskipti séð við rannsóknir sínar. Um að gera að vera ekki að þvælast í smáatriðum. Hvað er einn milljarður milli vina ?

Sonur endurskoðandans er Jón nokkur Sigurðsson, sem var forstjóri FL-Group sem ætt að vera vel þekktur hjá Birnu bankastjóra Íslandsbanka. En hún er kölluð Hvíta-Birna  af gárungunum vegna hlutabréfaviðskipta sinna hjá gamla Glitni, þar sem hún lét ekki sjónarmið lánardrottna trufla sig. Sagt er að hún hafi komist hjá að borga öfugt við aðra hluthafa og stofnfjárkaupendur sem tóku lán hjá Glitni. Og Birna tekur auðvitað hnarreist þátt í pallborðsumræðum með Benedikt Jóhannessyni um það hvernig

Endurreisnin. Endurskipulagning á erfiðum tímum.

á að fara fram.   

Benedikt verður ekki í vandræðum með bjargráðin. Ganga einfaldlega í Evrópusambandið. Hann kom með þennan boðskap á landsfund Sjálfstæðisflokksins í vor en sá fundur vildi bara ekkert hafa hvorki með Benedikt né boðskapinn að gera.

Annar málshefjandi er Gylfi Magnússon ráðherra Samfylkingarinnar og talar af hálfu stjórnmálamanna, eins og hann lýsir sjálfum sér í útvarpi.  Enginn ,sem ég þekki kannast, þó við að hafa kosið þennan Gylfa og er einkar gott til þess að vita, að menn geti verið stjórnmálamenn án þess að fara í framboð. Léttir þetta án efa róðurinn fyrir marga. Til dæmis gæti Benedikt Jóhannesson kannski lært hvernig hann á að komast í forystu Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir landsfundinn síðasta.

Verkefni ráðstefnunnar er þetta samkvæmt  auglýsingunni: 

 "Endurskipulagning á rekstri og fjárhagsskipan er mikið í umræðunni. Eftir algjört hrun íslenska fjármálakerfisins má spyrja hvert stefnum við, hvert er hlutverk fjármálastofnanna og hver er staða hluthafa og starfsmanna við þessar kringumstæður. Hvernig verður best staðið að endurskipulagningu? Er hætta á að sjónarmið lánardrottna verði of ráðandi í starfsemi fyrirtækja?"

Einkar áhugavert viðfangsefni þegar fyrir liggur að afskrifa á marga milljarða af eignum lánardrottna til þess að til dæmis Bónusfeðgar geti áfram haft tögl og hagldir í sínum fyrirtækjum. Það kann heldur enginn betur að selja kjötfas heldur en Jóhannes í Bónus eins og skráð er í réttarbækur lýðveldisins Íslands. Því er ákaft haldið fram að þannig hafi verið farið með Morgunblaðið, alveg sama hversu oft sá reginmunur er dreginn fram. Því Morgunblaðið var tekið af gömlu eigendunum og selt hæstbjóðanda. Skuldir Fréttablaðsins eru hinsvegar fluttar í annað félag sem verðu látið fara á hausinn með þær meðan Samfylkingin getur treyst á blaðið sér til halds og trausts.

Þorsteinn Pálsson, fyrrum skrautfjöður Bónusfeðga úr Fréttablaðinu, stýrir pallborðsumræðum. Honum er einkar vel treystandi til að leiða umræður þátttakenda um leið Íslands inní Evrópusambandið. En búast má við því flestir þátttakendurnir taki vel undir þessi sjónarmið. Jafnframt mun Þorsteinn áreiðanlega geta manna best leitt hjá allt óþarfa tal um kvótakerfið og þátt þess í endurreisninni og hlýtur forstjóri HB-Granda að geta tekið vel undir þau sjónarmið ef upp koma og þar verður hann þó samstíga Morgunblaðsritstjóranum og fyrrum formanni Framsóknarflokksins.

Símon Gunnarsson endurskoðandi er svo meðal þátttakenda í pallborði. Hann hefur sýnt það og sannað að endurskoðendur geta búið til miklar fjárhæðir úr engu. Hvernig hann byggði upp risaeignfjárstöðu Norðurljósa fyrir Jón Ólafsson, sem þannig komst yfir milljarða lán, er mönnum í fersku minni. Sá gjörningur er eiginlega efni í aðra ráðstefnu og ætti að verða skyldulærdómur í endurskoðunarfræðum í Háskólanum ef Gylfi Magnússon snýr einhverntímann aftur þangað af vettvangi stjórnmálanna.

Símon Gunnarsson, og jafnvel fleiri endurskoðendur hjá KPMG verða væntanlega ekki í vandræðum að reisa þjóðarbúið úr öskunni og koma með nýjan ríkisreikning sem sýnir bara grænar tölur í stað rauðra. Það er það sem þjóðin bíður eftir. Kanínur úr höttum.

Þetta er ráðstefnan sem beðið hefur verið eftir. Því miður verð ég að sitja heima þar sem ég á eftir að borga svo marga sautjánþúsundkalla í skuldir vegna stofn-og hlutabréfakaupa. Því enginn hefur viljað hugga mig með öðru en að sjónarmið lánardrottna minna muni öllu ráða um mína framtíð. Það er svona að vera bara Jón en ekki Séra Jón!

Þeir, sem þannig er ástatt um , gætu náttúrlega mætt með tóma aska sína við inngöngudyrnar og lamið sleifum í þá til að undirstrika hrifningu sína á þessu framtaki endurskoðendanna.En slík mótmæli eru ekki á færi nema VG að skipuleggja. Og þeir eru svo yfir sig ánægðir með Icesave þessa dagana að þeir mega ekkert vera að svoleiðis.

Ég efa ekki að frá þessari ráðstefnu muni koma straumhvörf í endurreisnarmálum útrásarvíkinganna.

Það er nefnilega það sem skiptir meginmáli, að setja reikningana upp með réttum hætti.

Það kann KPMG !. Þaulvanir menn í endurskoðun og skilanefndum gamalla og nýrra banka.

Ekki láta hagsmuni lánardrottna verða of áberandi þegar réttir aðilar eiga í hlut !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Frábær færsla, í raun óborganleg. Vanir menn eins og maður segir.

Ragnhildur Kolka, 4.11.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Ragnhildur, gott ef þú gætir beint einhverjum til að kíkja á þetta. Varst þú í BYR hópnum ?

Halldór Jónsson, 4.11.2009 kl. 19:07

3 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Halldór þetta var frábær færsla,beint frá hjartanu. Mikil er ábyrgð þessa fólks og hvernig það getur rætt um sín eigin "mistök" opinberlega er mér ráðgáta.

Sigurður Ingólfsson, 4.11.2009 kl. 20:04

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta virðist vera ráðstefna fyrir verðandi fanga.

Góð færsla :)

Guðmundur Jónsson, 4.11.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Halla Rut

Frábær pistill. Þessir blessuðu menn gera sér enga grein fyrir stöðu sinni né almanna áliti. Best sést það á skrifum Jóhannesar í Bónus í Mogganum í dag en þar finnst honum að fólk eigi að flykkjast út á götur til að "bjarga" bónus (fyrir sig).

Vakningin er engin. Þeir eru samir við sig og sitt. 

ps: þeir hafa þetta nógu dýrt til að hinn sári almenningur tími ekki að borga sig inn. Sniðugt hjá þeim finnst ykkur ekki?

Halla Rut , 4.11.2009 kl. 23:51

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 01:01

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Frábær pistill Halldór. Að þessir menn sem eiga sinn stóra þátt í hruninu, skuli ekki skammast sín. Þetta er enn ein sönnun þess að ekkert af þessu útrásar og græðgisliði getur litið í eigin barm eða fundið hjá sér nokkra sök á því hvernig fór.

Þórir Kjartansson, 5.11.2009 kl. 09:18

8 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

KPMG...

Birgir Viðar Halldórsson, 5.11.2009 kl. 09:47

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Annar málshefjandi er Gylfi Magnússon ráðherra Samfylkingarinnar og talar af hálfu stjórnmálamanna, eins og hann lýsir sjálfum sér í útvarpi.  Enginn ,sem ég þekki kannast, þó við að hafa kosið þennan Gylfa

Hinsvegar kannast margir við þennan sama Gylfa í formi kærunefndarmanns, sem vék ætíð góðu að fjármálastofnunum og gerningum þeirra, þegar FME var eitthvað að spyrja og hnýsast um hvaðeina.

Ekki nema von, að sonur Jóns Sæta hefði að yktum nánast gefist uppá, að snattast til áfrýjunarnefndarinnar og ná í málin sín sneypt.

Svo kannast afar mergir við þennann talsmann stjórnmálamanna, frá ræðuhöldum við svipuð tækifæri fyrir hrun.  Þar óskaði hann landsmönnum þess, að FME og önnur eftirlitskerfikerfi væru nú ekki ætíð að ,,flækjast fyrir snjöllum bankamönnum" eins og það hét þá hjá honum.

Þetta má lesa á AMX vefnum undir ,,þeirra eigin orð" efnishlutanum.

MArgt er skrýtið  í umræðunni núna og furðulegt, að SÖMU menn og eru arkitektar hrunsins og gerendur, fái að hvítþvó sig líkt og hvíta-Birna og hvað hún nú aftur hét í greiningadeild Landsbankans og var í nánast öllum vinstri umræðuhópum í fyrra haust, svona rétt áður en hún fór að vinna nýjum húsbændum vel hjá AGS, þar líkar henni að líkum vel, enda flækjat íslenskir hagsmunir þar lítt sem ekkert fyrir henni.

Verst er við hrunið, ð aég er gersamlega búin að missa allt álit á Dómskerfinu kerfi sem me´r var ungum innrætt, að bera ótakmarkaða virðingu fyrir.

ÞAð kerfi rís ekki undir neinum væntingum um jafnræði og grundaða dóma.

Mibbó.

Bjarni Kjartansson, 5.11.2009 kl. 15:53

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góður pistill, Halldór.

Og svo má væntanlega búast við að Pallborði verði fram haldið að Kvíabryggju næstu 6 árin eða svo, þ.e. ef dómskerfið klikkar ekki......

En þessir endurskoðendur eru líklega ofmetnasta starfsgrein landsins og hefur notið óverðskuldaðrar virðingar all of margra.... Og því fór sem fór.

Ómar Bjarki Smárason, 5.11.2009 kl. 22:57

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir allir.

Ómar,

mér fannst það alltaf blátær snilld að færa neikvæðan tekjuskatt vegna tapreksturs og svo að byggja upp risaeignir á viðskiptavild og óefnislegum eignum sem sumir endurskoðendur voru öðrum fremri í að gera. Þannig urðu til dæmis Pálmi Haraldsson, Jón Ólafsson, Jón Ásgeir  og fleiri sjónhverfingamenn miklu ríkari.

Halldór Jónsson, 6.11.2009 kl. 08:22

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sá hópur manna sem fæst við þessa iðju er náttúrulega alveg dæmalaus, Halldór. Og það er ekki að undra þó að "endurskoðandi" sé lögverndað starf.....!!! Spurning hvort þeir eru þá ekki með því lögverndaðir gagnvart allri þeirri vitleysu sem þeir gerast sekir um...? Snjallir og óforskammaðir lögfræðingar auðvisanna verða örugglega ekki í miklum vandræðum með að snúa út úr lagaflækunum, þannig að endurskoðendurnir gangi lausir enn um sinn.....

Kannski að það verði eina leiðin til að koma lögum yfir auðvisana og þá sem hjálpuðu þeim við það að arðræna þjóðina að ganga í ESB.....!!! Það skildi þó aldrei fara svo, Halldór, að við gerðumst ESB sinnar af eintómri réttlætiskennd.....?

Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband