Leita í fréttum mbl.is

Erfitt eða erfiðara ?

 

Leiðari Morgunblaðsins á laugardag er umhugsunarefni. Maður veltir fyrir sér hvort þau friðkaup sem við Íslendingar erum að láta teyma okkur útí undir  hótunum um, að alþjóðasamstarf í EES og ESB og Norðurlandasamstarfið sé í hættu, séu ekki of dýru verði keypt ?

Í leiðaranum segir m.a.:

„Ef einhverjir telja að íslenska ríkið sé aflögufært um 40 milljarða króna á ári í greiðslu fyrir ekki neitt, væri þá ekki nær að verja því fé til stuðnings við Íslendinga sem búa við bágan hag?  Ríkisstjórnin er reiðubúin að leggja allt í sölurnar til að sannfæra meirihluta Alþingis um að nauðsynlegt sé að eyða slíkum upphæðum til að greiða Icesave-skuld einkafyrirtækis. Hvers vegna leggur hún ekki frekar fram frumvarp um að þessum fjármunum verði varið til stuðnings við þá sem höllustum fæti standa hér á landi? „

Verðum við ekki að velja og hafna?  40 milljarðar í vexti á ári af skuld sem vafi er á að við eigum að greiða ? Auk höfuðstóls skuldarinnar ?

Ef við ákveðum að greiða eitthvað af þessari skuld  með skírskotun til heiðurs okkar sem þjóðar, þá gætum við boðist til að greiða hana til einstaklinga aðeins úr tryggingasjóði innistæðueigenda í íslenskum krónum  í stað þess að taka lán hjá öðrum þjóðum. Og án vaxta þar sem um tryggingabætur er að ræða.

Vera kann að við þurfum að bjóða andstæðingum okkar eitthvað annað en steyttan hnefann. En bara afturendann eins og nú horfir? 

Enn segir í leiðaranum:

„Forgangsröðun er stundum til umræðu í stjórnmálum og þykir misjafnlega skynsamleg. Sú forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, að senda tugi milljarða úr landi en hækka um leið skatta og draga úr atvinnu, er með öllu óskiljanleg. Ísland þarf á því að halda að byggt sé upp og að staðið sé við bakið á þeim sem landið byggja. Ríkisstjórn sem keppist við að senda fjármagn úr landi í stað þess að bæta lífskjör landsmanna er á miklum villigötum."

Getur þetta verið skýrara ? 

Við eigum um það að velja að þóknast AGS og skera allt niður í ríkisrekstrinum, svo sem heilbrigðiskerfið, menntakerfið,  gríðarlegar skattahækkanir á atvinnulaust fólk, missa þjóðfélagið útí kjarabaráttu og óðaverðbólgu.  Horfa á stórfellt atvinnuleysi, opinberra starfsmanna sem annarra, landflótta, hörmungar.

Verður framtíðarspá Seðlabanka  Íslands fyrir næstu tvö ár lesin öðruvísi?

Eða bíta á jaxlinn, bjóða Evrópuþjóðunum byrginn og standa einir og óstuddir.Vinna okkur útúr vandanum. Leita sanngjarna lausna?

Getum við þetta?

Mitt svar er að betra sé að taka áhættuna en þá afarkosti sem okkur eru boðnir.  

Ég vildi sjá Icesave-samningnum hafnað  og  nýrra samninga leitað á okkar þjóðarforsendum.

Það verður erfitt.

En  verður hitt ekki erfiðara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

SAMMÁLA HÖFNUM AGS og stöndum á eigin fótum. Lög á útgerðir landsins að allur peningur skuli koma heim.

Valdimar Samúelsson, 8.11.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Elle_

Nei, við skuldum ekki Icesave.   Nei, við eigum EKKI að borga Icesave-kúgunina.  Og við verðum að losa okkur við AGS eyðileggingar-skrímslið og núverandi stjórnarflokka ætlum við ekki að enda í fátækt og enda undir ofurrukkunum fyrir hita, rafmagn, vatn  - kaldhæðnislega er lyfja-einokunin og okrið nú þegar komið í hendur auðmannsins sem í alvöru skuldar Icesave: BJÖRGÓLFS THORS. 

Þeir í AGS vita vel hvað þeir eru að gera og planið er að við ráðum ekki við skuldirnar.  Þeir vita vel að við munum EKKI ráða við "Icesave-skuldina".  Þeim er alveg sama um almúgann og ríkið í heild sinni og munu herða tökin þegar þeir ná valdi.   Það hafa þeir gert í þeim löndum sem þeir hafa komist inn í.   Þeir eru ekki að vinna fyrir okkur almúgann, heldur innheimta fyrir erlenda auðmenn, banka og stórveldi.   Ætlunarverkið er að einkavæða auðlindir og ríkisfyrirtæki og það munu þeir gera með dyggri hjálp óviturra og svikulla pólitíkusa - Árna Páls, Árna Þórs, Guðbjarts Hannessonar, Helga Hjörvar, Jóhönnu Sig., Sigríði I. Ingadóttur, Össurar Skarphéðinssonar . . . . . 

Elle_, 8.11.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Sammála, burt með AGS og Icesave !!!

Er það ekki okkar skylda að hugsa fyrst og fremst um velferð okkar fólks, okkar lands og þjóðarhag ?

Anna Grétarsdóttir, 8.11.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

OG BURT MEÐ ÞÁ ÓSTJÓRN SEM RÍKIR

Anna Grétarsdóttir, 8.11.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband