Leita í fréttum mbl.is

Hvað þarf að gera ?

Vandi Íslands er svo gífurlegur framundan að til sérstakra ráðstafana verður að grípa. Mér finnst að eftirfarandi sé hægt að gera til að rjúfa vítahringinn sem við erum stödd í. 

1. Setja neyðarlög sem kyrrsetja allar erlendar peningaeignir(jöklabréf ofl.) til 3 ára, sem hér eru frá tímanum fyrir hrun. Þessar innistæður skulu af sanngirnisástæðum settar á hæstu vexti meðan á kyrrsetningu stendur.

2. Afnema gjaldeyrishöftin. Frjálsir fjármagnsflutningar.

3. Leitað verði eftir lánsfjármagni hjá ríkjum utan Evrópu.

4. Framlengja öllum afborgunum af skuldum fyrirtækja sem þess óska og sem munu gjaldfalla næstu  3 ár. Allar afborganir íbúðalána, erlendra sem innlendra , sem falla á næstu 3 árum skulu flytjast aftur fyrir lokadag skuldabréfsins.

5. Þegar í stað verði greitt úr leiðum til að erlend fjárfesting geti komið til landsins vegna orkunýtingar og úrvinnslu. Fiskveiðikvótar verði auknir.

6. Skattar verði ekki hækkaðir í neinni mynd. Skattar verði lagðir á lífeyrisinngreiðslur. Ríkissjóður verði rekinn með minnsta mögulega halla næstu 3 ár.  

7. Þjóðarsátt verði reynd um engar launahækkanir í 3 ár umfram verðbólgubætur.

8. Seðlabanki hætti stýrivaxtaákvörðunum. Verðbólgumarkmiðum sé stýrt af bindiskyldu.  Vextir séu frjálsir. Samráð í fjármálastarfsemi verði stranglega  óheimilt. Ríkisbönkum verði fækkað.Skilanefndum verði lokað sem fyrst.

9. Vegabréfaskylda tekin upp að og frá landinu. Nýjum atvinnuleyfum útlendinga verði tímabundið fækkað.

10. Allir landsmenn fái sent hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem ríkið hefur yfirtekið skv. stöðu á næstu áramótum. Bókfærslur á viðskiptavildum, tekjuskattskuldbindingum og óefnislegum eignum verði óheimilar. Hlutabréfamarkaður starfi í 3 mánuði áður en aðalfundir fyrirtækjanna verða haldnir. 

11. Fella Icesave samningana. Tilkynna umheiminum hvernig Íslendingar muni með fara án samráðs við aðra. 

12.Mynduð verði þjóðstjórn til að framkvæma björgunaraðgerðirnar. 

Þetta eru leiðir sem geta  hugsanlega tafið fyrir yfirvofandi landflótta öflugasta kjarna þjóðarinnar. 

 Margt fleira er auðvitað hægt að gera sem til varnar má verða vorum sóma. Auglýst er eftir þeim.   

En þetta þarf áreiðanlega að gera.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góður!  Vandamálið er að þessi ríkisstjórn ræður ríkjum,enn þá.    Skipað gæti ég væri mér hlítt,færi þá bara inn í þinghús,beina leið til forsætisráðherra, segði ákveðin; Jóka ég er hætt með þér; þetta er búið spil,nú taka hér aðrir við.  Og fagna svo!

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2009 kl. 02:18

2 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Ég vil fara að sjá aðgerðir !!!!
Koma þessum vanvitum frá stjórn og fá inn fólk sem hefur fjármálavit og heilbrigða skynsemi !!!!
Utanþingsstjórn, Þjóðstjórn, má heita hvað hún vill bara ef innanborðs er fólk sem hvorki er veruleikafirrt eða valdasjúkt !!!!!

Anna Grétarsdóttir, 10.11.2009 kl. 13:20

3 identicon

Eigum við ekki að kalla þetta bara fagstjórn. Sem lætur ekki stýrast af skammtímastjórnmálamarkmiðum.

Eitthvað verður að fara að gera.....hér verður enginn eftir til að greiða skuldirnar ef kröfur AGS ná fram að ganga....þeir eru líkt og einhver sagði ,,handrukkarar fyrir erlenda kröfuhafa''

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:15

4 Smámynd: Elle_

13.  Gefum AGS ekki lengur tækifæri til að aðræna okkur með endausum innheimtum og sköttum sem fara beint til erlendra auðmanna, banka og stórvelda.  Rekum handrukkarana heim og stýrum okkur sjálf.  Við getum ekki haft eyðileggingu þeirra yfir okkur lengur og enn síður líka með skattaviljugan flokk við stjórnvölinn.

Elle_, 10.11.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband