Leita í fréttum mbl.is

Hvers er saknað?

Hannes Hólmsteinn skrifar eftirfarandi á Pressunni:

"Eflaust veldur einhverju um þessa kröfu söknuður eftir þeim stjórnmálaforingja Íslendinga, sem gat sér helst orð fyrir heiðarleika, en hvarf því miður úr stjórnmálum haustið 2005. Hann er Davíð Oddsson.

Þar skiptir ekki mestu máli, að Davíð lét ekki greiða sér biðlaun borgarstjóra, þegar hann varð forsætisráðherra, þótt hann ætti rétt á því, eða að kona hans tók sér aldrei dagpeninga í ferðum þeirra erlendis, þótt þau hjónin ættu rétt á því og aðrir gerðu það óspart.

Hitt er mikilvægara, að Davíð lét aldrei annað stjórna sér en eigin samvisku og sannfæringu. Hann var ekki falur eins og svo margir aðrir stjórnmálamenn. Hann var ekki einu sinni falur fyrir 300 milljónir, þótt Jón Ásgeir Jóhannesson segði Hreini Loftssyni og öðrum manni ónefndum, að enginn stæðist þá upphæð.

Til dæmis verður Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur henni til ævarandi minnkunar, og hlutur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem uppvísir urðu að því að taka eftir stjórnartíð Davíðs við stórfé frá auðjöfrunum eins og Samfylkingin hafði gert (þótt þessir tveir flokkar gengju ekki eins blygðunarlaust erinda þeirra) er litlu skárri.

Fólk krefst heiðarleika. Þess vegna er ekki að furða, að flestir treysta samkvæmt skoðanakönnunum Davíð Oddssyni til að leiða þjóðina í gegnum núverandi þrengingar. Þótt Davíð kunni eins og allir slyngir stjórnmálamenn að gjalda lausung við lygi, eru svik ekki til í munni hans."

Er Steingrímur J. Sigfússon heiðarlegur í því að samþykkja að senda sendinefnd til Broksels til að ganga í EU  en vera á móti inngöngu ?  Er hann heiðarlegur að vilja samþykkja Icesave núna en var á móti því þá eins og Davíð?

Er Jóhanna heiðarleg í því að láta sem hún hafi hvergi nærri komið í aðdraganda hrunsins? Var hún heiðarleg í framgöngu sinni gegn þáverandi þremur  bankastjórum Seðlabankans? 

Er Samfylkingin heiðarlegri en Sjálfstæðisflokkurinn? Hefur hún séð að sér varðandi Baugspeningana?

Saknaði fólkið á þjóðfundinum2009 ekki heiðarleikans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var heiðarleikinn falinn í því að segja þjóðinni fyrst að bankarnir yrðu að vera í eigu fólksins og taka meira að segja opinberlega út innstæðu sína í mótmælaskyni við ofurlaun stjórnendanna en snúa siðan við blaðinu og taka þátt í og koma á koppinn helmingaskiptum einkavinavæðingar og horfa upp á margfalt meiri spillingar, bruðls og sjálftöku ?

Var heiðarleikinn falinn í því að ryðja burt óþægilegum stofnunum og gagnrýnendum með því að búa til þjóðfélag ótta og þýlyndis þar sem allir reyndu að þóknast einræðistilburðum ofurstjórnandans?

Er heiðarleikinn fólginn í því að reyna að draga athyglina frá ofangreindu og firra sig ábyrgð með því að nota öll möguleg brögð til að koma allri sökinni á þá sem eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður eftir hrunið?

Skein heiðarleikinn út úr bréfi Davíðs til Sverris Hermannssonar, símtalinu við umboðsmann Alþingis og fleiri slíkum tilburðum?

Var það heiðarlegt gagnvart þjóðinni að ganga á svig við vilja 70% hennar og ákveða einhliða með fóstbróður sínum að þjóðin gerðist beinn aðili að hernaði á hendur fjarlægri þjóð og umbylti þannig utanríkisstefnu sinni ?

Ef þetta var og er heiðarlegasti stjórnmálamaður landsins er ekki vel komið fyrir okkur.

Ómar Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tel Davíð Oddsson heiðarlegan en spurningin er af hverju er Ísland númer eitt í heiminum í óheiðarleika. Sjá blogg mitt og tölur frá sameiniðuþjóðanna. 

Valdimar Samúelsson, 16.11.2009 kl. 13:04

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar,

Kallinn var ráðríkur og yfirgangssamur í besta lagi. Hann tók ákvarðanir og var yfirleitt ekkert að núlla viða það. Ég var ekkert alltaf eins hrifinn af öllu sem hann gerði eins og Hannes Hólmsteinn, sem mér  sýnist stundum að  haldi honum til jafns við Frelsarann.

Svona einbeittir menn eins og Hannes eru skemmtilegir. Einn slíkur var Hörður "kommi" vinur minn í Laugunum sem trúði á Stalín og kommúnismann fram í andlátið. Einu sinni sagði hann við mig alvarlegur í bragði." Mér er sagt að þeir séu að tala um það austur frá að gera hann Stalín að dýrðlingi. Veistu það Halldór minn, þess þarf ekki" Ætli það sé þessu líkt með Davíð og hans heitustu?

Þrátt fyrir eftirlaunalögin og fljölmiðlafrumvarpið þá sýnist mér helst að fólk sakni hans  í dag ef marka má þær niðurstöður kannana um traust eins og hér sjást til hliðar og í fleiri slíkum.

 Þínar skoðanir eru greinilega allt aðrar en þessa fólks,  enda varstu eiginlega nokkuð einn á báti  þarna á Hálslóninu. Lónið er nú þar og þú ert hér. Þínar skoðanir eru þó jafngóðar fyrir því og alþjóð dáist að þér fyrir kjark þinn og þrautseigju.

Einhvernveginn gat Davíð talað þannig að fólk skildi. Mistök gerði hann auðvitað. En hann tók af skarið hreinn og beinn og það var það sem fólki líkaði. Núna, Drottinn minn, að horfa á þessa vesalinga núna, sem tvístíga eins og kettir á heitu blikkþaki.Og ef þeir ákveða eitthvað þá er það oftast vitlaust, sem er milu minna en apans sem var látinn henda pílum í spjald og velja þar með hvaða hlutabréf væru best. Hann skoraði iðullega yfir 50 %

Valdimar,

Hér er hrikaleg spilling í gangi. Pólitískir bitlingar vaða uppi og frændum og vinum er hyglað langt umfram það sem nokkursstaðar tíðkast. Maddox var kominn í 150 ára fangelsi þremur mánuðum eftir handtökuna.

Hérna,  maður lifandi !

Halldór Jónsson, 16.11.2009 kl. 15:20

4 identicon

er almenningur heiðarlegur þegar hann heldur áfram að versla við Jón Ásgeir....um leið og hann bölsóttast út í hann í leiðinni

var það heiðarlegt af Hreini Loftsyni að reyna að hafa áhrif á ritsjórnarstefnu DV þegar Sigurjón Egilsson var ritstjóri þar......

hversu heiðarlegur er hægt að vera í óheiðarlegu umhverfi.....Lilja Mósesdóttir er að upplifa sinn heiðarleika sem ógnun við þá sem þola ekki heiðarleika í sínum eigin ranni en predika svo um skort á honum hjá öðrum.....

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta er nú það heiðarlegasta sem sprottið hefur úr þinum penna Halldór minn s.l. vikur.

Ómar drepur þarna á örfáum atriðum, sem dempa geislabauginn á Davíð, sem Hannes vill viðhalda 220 vöttum á.  Hef svo sem aldrei efast um eindregna andúð Davíðs á ruglinu sem þrífst á meðal óheiðarlegra, í einföldum og hefðbundnum skilningi. Hann skortir hins vegar algjörlega skynbragð og virðingu fyrir annarra manna skoðunum, sem vel að merkja eru alveg jafn "heiðarlegar" og hans skoðanir, ef hann ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum vel að merkja. 

Þess vegna er maðurinn jafn umdeildur og raun ber vitni!  Skrýtið að hann skuli aldrei hafa tekið niður þessi "sól" gleraugu, til þess að greina þessi ómótstæðilegu litbrigði heiðarleikans.   

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.11.2009 kl. 04:12

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jenný mín, það er fólkið sem er þessarrar skoðunar, ekki bara ég. Ég greiði ekki atkvæði einn þarna í skoðaankönnuninni.

Davíð setti upp sólgleraugun þegar fólkið sagði að það væri kreppa í aðsigi. Davíð sagði að það væri bjart framundan. Og það var. Aðra eins gósentíma hefur þjóðin ekki lifað. Allir að gera það gott,... nema ég.

Nú er allt farið á hausinn eftir margra ára góðæri. Þá er Davíð ómögulegur og kommúnistarnir teknir til við að dýpka kreppuna með því að skattleggja skortinn. Ertu ekki hrifin af þeirri lausn ?

Halldór Jónsson, 17.11.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Elle_

Ekki ætla ég að fara að fylla síðuna hans Halldórs með lygum og óheiðarleika núverandi stjórnarflokka og sem gera heiðarleika-fundinn bara plat og milljóna-eyslu skattpeninga.  Er það heiðarleiki að koma þrælasamningi yfir á skattborgara þessa lands???  Það eru núverandi stjórnvöld sem verða ábyrg fyrir að gera börnin okkar að þrælum fyrir kúgunar-veldi ef þau samþykkja Icesave.

Elle_, 17.11.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3420080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband