Leita í fréttum mbl.is

Leið Íslands í Evrópusambandið?

Hversvegna skyldi umræðan um framtíð Haga snúast um það hvort Guðmundur Franklín verði betri að selja kjötfas heldur en Jói í Bónus?

Ætti hún ekki frekar að snúast um það hvort samkeppni eigi að ríkja á markaði eða ekki.? 

 Allstaðar ?

Eru ekki öll góð áform um gegnsæi og aðkomu almennings að Högum endurtekning á gamla leikritinu um Baug?  Nýir stórir úr hópi eigenda  muni sölsa þá undir sig?  Alveg á sama hátt og Jói gerði með Baug? Láta þeir ekki félagið sjálft kaupa sjálfa sig í meirihluta ? Er það ekki löglegt samkvæmt dómi Hæstaréttar í Gaums og Baugs málinu?

Eignaumsýslufélög ríkisins reyna að koma eignum  á verðugar hendur með pólitík og hrossakaupum ? Er ekki ný fimmtíuára saga hafta,kúgunar, verðbólgu og vesaldóms að hefjast?

Eru  ríkisbankarnir í samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði? Er skuldabréfaútgáfa skilanefnda ríkisins  ekki að setja   framtíðargengi krónuvesalingsins í uppnám?  Eigum við að búa við  "samkeppnisrekstur" ríkisbankanna næstu áratugina? 

Er ekki allt þjóðfélagið orðið að einu drulludíki klíkuskapar, kunningjatengsla og spillingar, sem hefur bara  versnað ef nokkuð er undir gunnfánum ríkistjórnar krata og kommúnista? Gamalkunnugt ástand sem getur aðeins stórversnað áður en það getur batnað?  Heilkenni Sturlungaaldarinnar áður en gengið er undir erlent vald ? 

Er það tilviljun að fólkið kallar á Davíð til að leiða sig útúr myrkrinu ?

Erum við núna á leið Íslands í Evrópusambandið?

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er óþarfur bölmóður hjá þér kæri vinur, við erum ekki á leið í Evrópusambandið.

 Við erum að vísu að sólunda tíma og peningum í  aðildarviðræður en

"betri er hálfur skaði en allur".

Sigurður Þórðarson, 22.11.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Eru nokkrar líkur á því að stjórnendur Arion taki eftir því hverjir verða eigendur Haga....

Þeir gætu alveg eins haldið að þeir séu að selja jörð á Suðurlandi, slík er glópska þessara manna. Úr því að það var hægt að hirða 500 milljónir út úr Gamla Kaupþingi, án þess að nokkur tæki eftir þá hlýtur að vera auðvelt að nappa af þessum mönnum nokkrum fyrirtækjum án þess að þeir rumski í úr sínum draumaheimi....

Eigum við sem þjóð það virkilega skilið að hafa svona lið við stjórnvölinn á helstu fyrirtækjum landsins....? 

Fá þeir einir að koma að fyrirtækjarekstir í þessu landi sem hafa sannað að þeir geti dregið sér fé og komið fyrirtækjum á hausinn með milljarða eða milljarðatugi á herðunum.....???

Er þetta það sem ríkisstjórn heilagrar Jóhönnu stendur fyrir.....?

Ómar Bjarki Smárason, 22.11.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkeppni á mörkuðum. Sjálfstæða örhagkerfið Ísland getur komið upp samkeppni mörkuðum: Á grunni fullvinnslu og gæða. Með því að lágmarks grunn laun verði ekki minni en nú eru stóriðjuverunni 1 stigframleiðslu til fullvinnslu í Þýskalandi og Hollandi. Leggja af lávörugrunn Risanna. Hætta niðurgreiðslum til landbúnaðar og á almennt á formi persónu afláttar. 

Helstu grunnar:

Fasteignasala, Landbúnaður, smásala, fullvinnsla sjávar og landbúnaðar afurða.

Við getum gert betur en aðrir og skilgreint að engin einn aðili megi ráð yfir meiri hlut í velskilgreindum markaðsgeira en 3% [þá ekki nema í 1 ár]. 1% tryggir minnst 100 þátttakendur.

Samkeppni  í nú fákeppnisgeirum þjónustu rekstrar. Þegjandi samkomulag um skiptingu kökunnar, oft þrefaldur yfirbyggingarkostnaður. Eðli þjónustu oft mjög einföld og einhæf. Svo sem  Lánastarfsemi, Tryggingar og Orkuafgreiðsla. Í þessum þjónustugeirum felast heildarhagsmunir í stærðinni. Samkeppni formið krefst þess vegna samsvarandi gegnsæis og regluverks. Her aga regluverk, þar sem sem samkeppni felst í að halda gæðum þjónustu í hámarki og kostnaði í lámarki. Í skjóli góðs regluverks má bjóða yfirbyggingar út.     Skipta menn jafn hratt niður virðingar stigann eins og upp.

Frelsið á almennt að vera innan ramma siðmenningar en ekki frumskógar.

Frelsi án ramma hefur enga vitræna merkingu að skynsamra mati.

Alveg eins og í íþróttum gilda mismunandi samkeppni reglur um hverja grein ef íþróttaandinn á að ríkja.

Þetta er ekki spurning um pína og bola á náunganum. Heldur að sérhver einstaklingur hafi tækifæri til að veljast í hlutverk sem hann ræður við.  

Sérhver sjálfsábyrg efnahagslögsaga verður tryggja í samkeppni gagnvart öðrum. EU innlimun breytir þessi ekki  þar sem þetta hefur alltaf verið kjarninn í EU. Beverly Hills aðgangur til að verja gæðagrunn samfélag.

Júlíus Björnsson, 22.11.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband