Leita í fréttum mbl.is

Svar óskast !

Kommúnistastjórnin situr enn og ráðskast með fjöregg landsmanna. Sem aðrar slíkar þá starfar hún með leynda og pukri. Ég rakst á efirfarandi bréf á bloggi Guðmundar Franklín og stel því hér með til þess að fleiri sjái vinnubrögð stjórnarinnar. 
"Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon
Fjármálaráðuneytinu Arnarhvoli við Lindargötu
150 Reykjavík
Reykjavík, 14.12.2009

Efni: beiðni um að leynd verði aflétt af öllum gögnum í vörslu þingsins er varða Icesave -

Ítrekun

Þann 8. desember 2009 sendi undirrituð yður beiðni þess eðlis að leynd veðri aflétt af öllum gögnum í vörslu þingsins er varða Icesave málið. Þar sem engin svör hafa borist ítrekar undirrituð erindi sitt hér með, þess eðlis að neðangreind gögn, 23 að tölu, sem má finna í „leynimöppunni“ svokölluðu er varða Icesave, verði gerð opinber og aðgengileg almenningi nú þegar.

1. Settlement Agreement between TIF and FSCS (Financial Security Compensation
Scheme).

2. Minnisblað um fund íslenskra og breskra stjórnvalda um Icesave málið í London 2.
september 2008.

3. Tölvupóstssamskipti viö formann samninganefndar Hollands í febrúar 2009 og sem viðhengi bréf Landsbanka Íslands til Fjármálaeftirlitsins dags.23. september 2008 4. Frásögn af fundi með fulltrúum Hollands vegna Icesave reikninga Landsbankans 10.
október 2008.

5. Frásögn af fundi með fulltrúum Bretlands vegna krafna í þrotabú Landsbankans 1 1 .
október 2008.

6. Frásögn af fundi með fulltrúum Bretlands um fall íslenska bankakerfisins og stöðu innstæðueigenda í breska útibúi Landsbankans 23. o924. október 2008.

7. Frásögn af fundi sjö fastafulltrúa ESB með Íslandi í kjölfar ECOFIN 4. nóvember 2008.

8. Fundur með sendiherum sjö ESB ríkja vegna álits lögfræðihóps um innstæðutryggingar 1 2. nóvember 2008.

9. Tölvupóstur með frásögn sendiherra Íslands í Brussel af fundi með fastafulltrúa Svíþjóðar og fastafulltrúa Danmerkur gagnvart ESB þar sem staða eftir ECOFIN fundinn í byrjun nóvember var metin, dags. 11. nóvember 2008.

10. Tölvupóstur Martins Eyjólfssonar til Baldurs Guðlaugssonar um mat á stöðunni gagvart ESB, dags.
12. nóvember 2008.

11. Tölvupóstur Stefáns Hauks Jóhannessonar til fjármálaráðherra o.fl. um óformlegan fund með yfirmanni lagaþjónustu Ráðherranaráðsins í kjölfar ECOFIN fundarins í byrjun nóvember, dags. 13. nóvember 2008.

12. Frásögn af fundi samninganefnda Íslands, Bretlands, Hollands og Þ¡iskalands í Haag 2.-3. desember 2008.

13. Frásögn af fundi milli utanríkisráðherra Íslands og utanríkisráðherra Bretlands dags. 3.
desember 2008.

14. Álit ríkislögmanns, með aðstoð þriggia lagaprófessora, um lögfræðileg álitaefni er lúta að framkvæmd laga nr.12512008 um heimild til fiárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna â fjármálamarkaði og fleira, dags. 19. nóvember 2008.

15. Frásögn af fundi sendiherra Íslands í London í Downingstræti, dags. 8. október 2008.

16. Frásögn affundi sendiherra Íslands í London í breska utanríkisráðuneytinu, dags. 14.
október 2008.

17. Frásögn affundi sendiherra Íslands í London í hollenska utanríkisráðuneytinu, dags.
16. október 2009.

18. Frásögn affundi sendiherra Íslands í London í breska utanríkisráðuneytinu 27. oktôber 2008.

19. Frásögn affundi sendiherra Íslands í London í breska utanríkisráðuneytinu 10.
nóvember 2008.

20. Samantekt Lovells um ástæður fjármálaráðuneytis Bretlands fyrir frystingu eigna Landsbankans, dags. 7 .-27 . október 2008.

21. Fundargerð af fundi lögmanna Lovells og Logos með lögmönnum Blackstone Chambers. Endurmat Blackstone Chambers á lögfræðilegri ráðgjöf vegna kyrrsetningar á eignum Landsbankans í Bretlandi, dags. 12. nóvember 2008.

22.Bréf utanríkisráðherra Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands til utanríkisráðherra Bretlands varðandi Icesave samningaviðræður dags. 16. januar 2009.

23. Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark J Flanagan og Franek J.
Rozwadowski um stöðu Icesave viðræðna og þrýsting Breta og Hollendinga innan stjórnar IMF, dags. 13. og 14. april 2009.


Virðingarfyllst,

__________________________
Birgitta Jónsdóttir
Þingflokksformaður Hreyfingarinnar "
En Steingrímur J.virðir ekki þennan þingmann viðlits, bara þegir. Það er nóg að hann og Indriði H. fari með málið, okkur hinum kemur það ekki við.
Kemur mér það kannski ekki við að Steingrímur sé orðinn orðinn alvaldur á Íslandi ?  
Hvernig getur þessi Steingrímur J ráðstafað tveimur ríkisbönkum, bara selt þá og dælt í þá skattfé án þess að tala við Alþingi ? Alþingi á að fara með fjárveitingavaldið. En veit nokkur á Alþingi hvað þessi Steingrímur er búinn að gera? Hverjum hann seldi ? Af hverju fór hann fór ekki og lét íslenzka ríkið  kaupa kröfur úti í heimi á 2 % eins og þessir viðskiptavinir Steingríms í bönkunum virðast hafa gert ? Hverjir eru þeir raunverulega? Heita þeir kannski Bjarni, Hreiðar, Sigurður, Pálmi, Jón ?
Guðmundur Franklín segir:  Svar óskast !
En heyrir maður bara eins og bergmál af hæðnishlátri berast með Gunnarsstaðagustinum ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Áratugum saman hafði klíkuþjóðfélagið grafið um sig og skapað forréttindastétt þar sem ófust saman helstu peninga- og auðlindahagsmunir þjóðarinnar og yfirráð á vettvangi stjórnmálanna. Þessi forréttindastétt hafði að lokum búið svo um hnútana upp úr aldamótunum síðustu að hún hafði framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið og hálft dómsvaldið í höndum sér. Hún gat lifað í refsileysi við hlið réttarríkisins og bjó sig undir að ná undirtökunum á fjórða valdinu, fjölmiðlunum" (Jóhann Hauksson á DV, 2009).

Við viljum nýtt ísland, þar sem fólk getur óhrætt tjáð sig og það eigi ekki á hættu að því sé sett stóllinn fyrir dyrnar ef það gegnrýnir eitthvað. Við eigum ekki að sætta okkur við að álika þöggun verði í þjóðfélaginu og t.d. þegar Kárahnjúkavirkjun var á teikniborðinu. Þá var gerð heimildarmynd um verkefnið og kom það kvikmyndagerðamönnum á óvart hvað það voru margir sem ekki þorðu að tjá hug sinn. Vísindamenn sem leitað var til sögðu að þair vildu ekki setja atvinnu sína í hættu með því að koma fram í myndinni. Allir voru hræddir. En við hvað? Ég held því fram að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn. Sjíð bara hvernig það er í þessum blessaða flokki, það þorir engin að gagnrýna og allir eru með sömu skoðun. Benidikt Jóhannsson fékk verðlaun fyrir að tala á móti forystunni. Hugsið ykkur, hann fékk verðlaun fyrir að ÞORA. Þvílíkur flokkur. Davíð tók menn á teppið og hótaði þeim atvinnumissi ef þeir væru ekki þægir. Framið var mannorðsmorð á Jóni Ólafssyni vegna þess að hann vildi ekki ráða forstjóra á Stöð2 sem Sjálfstæðisflokkurinn fann fyrir stöðina til að halda utan um fréttir, svo þær væru hliðhollar flokknum. Hugisð ykkur alla hina fjölmiðlana, hvað með þá eigendur, þorðu þeir að segja nei eions og Jón Ólafsson? Við gott fólk eigum að viðurkenna það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnsýkt þjóðfélagið með klíkuskap og fjölskyldutengslum. Þeir hafa ráðið yfir allri stjórnsýslunni og ákveðnar fjölskyldur hafa passað upp á valdatengsl sín við flokkinn. Við hrunið síðastliðið haust átti forysta Sjálfstæðisflokksins að sjá sóma sinn í því að leggja þennan siðspillta flokk niður, eða er flokkurinn stærri en þjóðin og meira virði?

Valsól (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það lagast ekki meðan Alsólin skín. Þair láta mest af Ólafi kóngi sem hvorki haf heyrt hann né séð. Þér dettur ekki í hug að menn þjappi sér saman vegna þess að skoðanir þeirra fara saman. Þú heldur að allt snúist í kringum þig og þær skoðanir sem þú setur hér fram. Þú ættir Valsól að leita í fjöldasamtökin um betri Byggð,, hvort þeir eru þrír í félaginu, til þess að ná samhljómi við einhvern. Mér líst ekki á að fólk flykkist að þér eins og það gerði að Davíð.

Halldór Jónsson, 26.12.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Halldór, og gleðileg jól.

Hvers vegna er 22. skjalið Bréf utanríkisráðherra Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands til utanríkisráðherra Bretlands varðandi Icesave samningaviðræður dags. 16. jan. 2009, LEYNIGAGN? Er þetta hernaðarlegs eðlis? Er þetta eitthvað sem er utanríkisráðherrum viðkomandi landa til vansæmdar? Er þögn þáverandi stjórnvalda hér á Íslandi um þetta bréf þeim sömu stjórnvöldum eða núverandi stjórn til skammar? Er eitthvað í bréfinu sem þolir ekki dagsins ljós?

Og hvað með öll hin skjölin? Af hverju þarf þetta að vera leynilegt?

Þögn Steingríms við bréfi þingmanns á Alþingi er óvirðing við þing og þjóð. Maðurinn ætti að segja af sér vegna allra afglapa sinna og svikinna kosningaloforða – hann hefur ekkert umboð þjóðarinnar né sinna eigin kjósenda til þess sem hann stefnir að því að gera á næstu dögum. Maðurinn þarf að fara frá. Ætla einhverjir að hjálpa honum til þess? Hvað með ykkur, Vinstri græn, sem voruð svo athafnasöm í búsáhaldabyltingunni? Eða er ferill Steingríms sem fjármálaráðherra uppfylling allra ykkar villtustu drauma?

Jón Valur Jensson, 26.12.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Halldór ,Valsól er ekki að tala um sínar skoðanir ,hún er að tala um staðreyndir ,og það er með ólíkindum hvað þið sjálfstæðismenn eru blindir á mistökin sem þið tókuð þátt í undanfarin 20 ár með Davíð Oddson í forsæti ,og ætli sagan dæmi ekki bara hann og þið hinir sleppið með skrekkinn eins og gerðist með Hitler ,voru ekki allir saklausir nema hann allavega seigir sagan það ennþá .

Ef sjálfstæðisflokkurinn á að öðlast trúverðugleika þá verður hann að viðurkenna sín mistök og fara að vinna skinsamlega og losa sig við hættulega menn sem alltaf smjúga inn í raðir stóra flokka til að ná sér í völd fyrir síg og sína.

Núna þurfum við að notast við fólk sem er trúverðugt ,heiðarlegt og umfram allt starfinu vaxið ,skiptir ekki máli hvar í flokki það er .

við verðum að fara að skilja það að við erum bara lítil fjölskilda rétt um 300000 hræður og við þurfum ekki á að halda öllum þessum flokkadráttum og  og sundrung sem það leiðir af sér .

Tökum okkur til stöndum öll saman gegn Evrópubandalaginu,iceve og gerum hlutina sjálfir ,fáum fólkið með okkur þv í það er lausnin á okkar vandamálum núna ,án fólksins og hins vinnandi mans gerum við ekki neitt .

Burt með þessa ríkisstjórn áður en það er orðið of seint ,hún hefur á að skipa allt of mörgum landráðamönnum og vinum fjárglæframanna sem komu okkur í þessi vandræði.

Mbk DON PETRO

með þeim úldna þingmannsher,

stjórnvöld fólkið smána,

hæstaréttarrakkarner ,

rífa stjórnarskrána.

Höskuldur Pétur Jónsson, 26.12.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki man ég eftir öskrum og óhljóðum út úr Valhöll þegar hér tíðkuðst fasistisk vinnubrögð stjórnsýslu á dögum Davíðs Oddssonar í því herbergi. Man ekki eftir athugasemdum út af því þegar forstjóri Þjóðhagsstofnunar birti álit sem hugnaðist ekki Foringjanum sem brást við með því að leggja stofnunina niður. Síðan má nefna það að mörgum hefur dottið Jósef heitinn Kremlarbóndi í hug þegar skoðuð er dauðhreinsun Hæstaréttar til rétttrúnaðar. Þegar Eva Joly var ráðin til að rannsaka hrunið sem hægri öflin á Íslandi horfðu á að nálgaðist en aðhöfðust það eitt að reyna til siðasta dags hlífa sínu fólki meðan það var að sópa til sín sparifé hér-sem erlendis og koma því í skattaskjól- þá- þá ærðust hægri menn og öskruðu "komakelling, kommaskrípi "með ullarlagðana hangandi út úr rassgatinu".

Steingrímur J. er að minni hyggju ekki vanda sínum vaxinn. Hann er hinsvegar ekki að ganga erinda neinna sem hagsmuni eiga í húfi og hvort sem hann kann að kallast kommúnisti eða ekki þá munu fáir leyfa sér að kalla hann ræningja og þjóf eins og marga þá sem nú skjálfa á beinunum af ótta við fólk á borð við Evu Joly en fáir munu kalla kommatitti. Ég held að þið sem malið alla daga hér á blogginu um Kommúnista ættuð að sjá sóma ykkar í að rotta ykkur saman og halda sellufundi þar sem menn fái niðurdýfingu, vitni síðan um dýrð Davíðs og Hannesar Hólmsteins og tali síðan tungum með orðið kommúnisti að meginívafi. 

Þvílíkur andskotans heilaþvottur!

Árni Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 20:51

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu við, að Fréttablaðið sé hlutlaus fréttamiðill, Svavar?

Eða Rúvið?

Árni minn, ég hef lítið malað um kommúnista í þessari baráttu okkar. Við erum hins vegar sammála um, að Steingrímur er á rangri braut og ekki að þjóna þjóðinni með Icesave-stefnu sinni.

Geðileg jól !

Jón Valur Jensson, 26.12.2009 kl. 22:43

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Gleðileg Jól Jón Valur, já og líka hinir sem eruð að urra og glefsa í Íhaldið.

Það var samt góð færslan hjá Árna Gunnarssyni þegar hann líkti Steingrími J. við prinsinn sem kyssti Jóhönnu og varð sjálfur að froski en hún ekki að prinsessu. Sækjast sér um líkir. Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert Árni.

Þjóðin hefur aldrei lifað betri tíma en Davíðsárin. Lægstu skattar, lægsta verð á gjaldeyrinum, allir að græða og gera það gott. Svo fór þetta á hausinn eftir mörg góð ár og margir voru búnir að koma sér upp góðum kornhlöðum sem sést á því að það eru býsna margir ennþá sem eru stöndugir og valda því að kreppan er ekki verri en hún er enn sem komið er.

  Þess vegna biður þjóðin um Davíð aftur og hefur á honum fimmfalt traust á borð við hvern annan. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.Sjáið bara hvernig stigin standa í könnuninni hér á síðunni eftir að bæði Árni og Valsól hafa greitt atkvæði.

Nú hafið þið hörmungarnar og getið ekkert annað en bölsótast útí Davíð, sem varaði einn við Bónusfeðgum og Kaupþingsmönnum meðan kommatittirnir lofsungu útrásina með Óla forseta.

Vonandi lifir Mogginn enda eru þar einu vitlegu skrifin að finna. Það yrði hrikalegt ef Baugstíðindi yrðu eini prentmiðillinn á landinu þar sem all vellur út i krataisma og Evrópubandalagsdýrkun. Nú verður Össur forsætisráðherra um áramótin og þá er allavega aftur kominn forsætisráðherra sem getur brugðið fyrir sig brandara.

Jón Valur, við erum sammála um Icesave og Steingrím J. sem ég skil ekki hvað gengur til. Allavega er ástandið hrútfúlt svo lengi sem hann gistir Stjórnarráðið. Ertu ekki á því að það hafi verið skemmtilegra hjá Davíð?

Halldór Jónsson, 26.12.2009 kl. 23:21

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er lúmsk speki í máltækinu gamla um að það segi mikla sögu af manni, þetta með samlíkinguna við það hverja hann umgenst. Hún virkar afar kunnuglega því móðir mín skaut henni oft að þeim sem hún vildi aðvara. Hún hafði líka máltæki sem ekki var tekið að láni. "Þetta eru aumingjar Árni minn!"

Þetta sagði hún oft þegar henni ofbuðu vinnubrögð stjórnvalda og rá henni tók ég þá kynfylgju að beita hvassri gagnrýni á athæfi sem misbýður minni réttlætiskennd sem er auðvitað ekki óbrigðul fremur en annara manna. En þessi réttlætiskennd er síkvik og á sér hvergi athvarf í pólitískum samtökum.

Þessu máltæki beitti hún þegar hún horfði upp á það hvernig stjórnvöld rústuðu sjávarbyggðunum og gerði þau örbjarga til að hygla sægreifunum sem fengu náðina vegna tíundarinnar í rétta flokkssjóði. Þetta sagði hún líka þegar íslenska þjóðin var rænd mestum hluta fullveldis síns með inngöngunni í EES. "Þetta eru aumingjar Árni minn!"

Það er kynfylgja okkar Stóra-Hraunsmanna að segja meiningu okkar umbúðalaust og stundum af hvatvísi. Ekki höfum við alltaf rétt fyrir okku en við höfum fengið í vöggugjöf jafnframt þá djörfung/auðmýkt að biðjast afsökunar þegar við sjáum að við höfum haft fólk fyrir rangri sök. Ekki er þetta kannski algilt enda erum við ekki einræktuð- sem betur fer líklega.

Íslensk alþýðustétt er ótrúlega löghlýðin allt þar til kemur að undanskotum frá skatti sem er þjóðarmein en á sér að nokkru skjól í afar klúðurslegri skattalöggjöf. Við eigum nokkuð góða löggjöf um persónuvernd og henni tengist meiðyrðalöggjöfin sem verndar fólk fyrir ákærum götunnar uns sekt er sönnuð.

Nú hafa skapast þau skilyrði að fjöldi fólks bítur sig í tunguna til að forða því að nefna menn þjófa enda þótt vitað sé um þvílíkan fjölda þessara glæpamanna ásamt nöfnum og kennitölum að það mun reynast ofvaxið dómkerfi okkar að sækja öll þau hundruð þessara einstaklinga til saka.Þetta fer illa með fólk og nagar í því sálina sem hjá mörgum er í sárum eftir illvirkin.

Viðreisn hrunins samfélag mun ekki eflast við þessi innanmein einstaklinganna. Mörgum svíður að sjá gamla liðsmenn þessara meintu þjófa kalla þá sem hvergi komu nærri lamaðri stjórnsýslunni á þeim mánuðum eða árum sem hryðjuverkasveitin athafnaði sig- Landráðamenn!

Ég er einn þeirra sem álpast til að bera skjöld fyrir þetta fólk þegar hvað næst þeim er gengið í orðum;-enda þótt ég sé oftar í því hlutverki að álasa þeim fyrir ófyrirgefanlega heimsku og jafnvel óskiljanleg stjórnsýsluglöp sem ég þykist ekki sjá fyrir endann á.

Ég hryggist þegar ég sé svangan útigöngumann dæmdan til refsivistar fyrir að hnupla lifrarpylsukepp í kjörbúð til að seðja hungur sitt. En ég játa að ég mun að sama skapi gleðjast þegar/ef ég sé milljarðaþjófa og illvirkja leidda til refsivistar á Litla- Hrauni eftir langa refsidóma og upptöku eigna sem þeir aldrei áttu í réttum skilningi.  

Árni Gunnarsson, 27.12.2009 kl. 01:02

9 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Ef embætti verður valdastaða og ef sá sem því gegnir fer að njóta valda sinna valdsins vegna og reigir sig yfir mikivægi sínu þá getur orðið slys sem þjóðin geldur fyrir samanber Steingrím J.

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 27.12.2009 kl. 10:52

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Því miður, Halldór, þá byggðist velgegni Davíðstímans á lántökum í framtíðinni og þessi lán sitjum við uppi með í formi gjaldþrota fyrirtækja, Icesave skuldbindinga og fleira góðgætis. Reyndar gekk þetta ágætlega fram undir það að þeir félagar Davíð og Halldór tóku upp á því að gefa vildarvinum sínum bankana eða selja þá sýndarsölu þar sem bankarnir tóku lán hver í öðrum til að borga. Þetta var gert með vitund og vilja bakaráðsmanna sem sátu í umboði þessara fyrrum stjórnmálamanna. Framhjá þessu geta aðeins blindir menn litið.

Ég er ansi hræddur um að sagan komi til með að gefa þeim Davíð, Halldóri Á, Geir Haarde, Árni Matt, Finni og e.t.v. Valgerði líka heldur lélega einkunn þegar fram líða stundir. Og þetta gæti meira að segja gerst í tilvonandi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, sem væntanleg er í febrúar. Í þennan hóp gætu átt eftir að bætast Samfylkingarráðherrar, sem þrátt fyrir að hafa séð öll vandamálin sem fylgdu þenslunni á meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, aðhöfðust ekkert eftir að þeir tóku sæti í ríkisstjórn. Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs og Ingibjargar er nefnilega litlu skárra en aðgerðirnar sem framkvæmdar voru í stjórnartíð Davíðs og Halldórs. Fyrir hvorutveggja ber að refsa til þess að þeir sem sitja á ráðherrastólum jafnt nú og í framtíðinni geri sér grein fyrir því að þeir verða að taka afleiðingum gerða sinna, hvort sem þær eru aðgerðir eða aðgerðarleysi, enda hafi ákvarðanir sem teknar voru verið teknar á grundvelli upplýsinga eða þrátt fyrir upplýsingar sem viðkomandi ráðherrar höfðu. Það verður t.d. væntanlega mjög erfitt fyrir ráðherra sem stóðu að því að gefa bankana og e.t.v. önnur ríkisfyrirtæki einnig, að halda því fram að þeir hafi ekki haft vitneskju um hvað þeir voru að aðhafast. Þeir áttu jú sína fulltrúa í stjórnum bankanna og höfðu því upplýsingar eða aðgang að upplýsingum um allt ferlið.

Öfugt við flest afbrot þá lítur þjóðin svo á að allir þeir sem komu að þessu séu sekir þar til sakleysi þeirra hefur verið sannað. Þetta á alla vega við um sjálfstæðis- og framsóknarráðherrana, en einhverra hluta vegna sem ég verð að viðurkenna að ég skil alveg ómögulega, þá virðist Samfylkingarráðherrum fyrirgefast allt, sama hvaða nafni það nefnist.

En að vilja hefja til valda að nýju stjórnmálamann sem ekki hefur traust þjóðarinnar, þó litið sé upp til hans og hans fortíðar í hans eigin flokki, er erfitt að skilja. Þetta hljómar svolítið eins og þegar fólk skríður í sífellu til baka í fangið á ofbeldismanni sem misþyrmir viðkomandi síendurtekið. Líklega er þetta verðugra viðfangsefni fyrir atferlisfræðinga og sálfræðinga en stjórnmálaskýrendur....

Komi hins vegar í ljós að það sem viðkomandi stjórnmálamenn gerðu hafi verið eðlilegt og rétt miðað við aðstæður á hverjum tíma, nú þá er það alveg athugandi að veita þeim uppreisn æru sem ekkert hafa til saka unnið, en ekki fyrr.

En ég vil taka undir með Árna Gunnarssyni og mun samgleðjast honum þegar þeir stjórnmálamenn, milljarðaþjófar og illvirkjar verða leiddir til refsivistar á Litla-Hraun eða aðra sambærilega stofnun. Og því fyrr sem það gerist, því betra, því þá og fyrst þá getur uppbyggingarstarfið hafist af alvöru.

Ómar Bjarki Smárason, 27.12.2009 kl. 14:32

11 Smámynd: Svavar Bjarnason

Heyrðu Halldór, gamli norðurmýrarprakkari!

Ég ætlaði að sýna syni mínum bloggkomment mín við bloggfærslu þína um spillingu þann 19 des. s.l.

Þá brá svo við að allar mínar færslur voru horfnar, en andssvörin standa.

Einhver skýring?

Með kveðju frá gömlum norðurmýrargaur og ósk um gleðileg jól.

Svavar Bjarnason, 27.12.2009 kl. 15:45

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Svavar, ég hef ekki fitlað við athugasemdir enda veit ég ekki hvernig á að fara að því. Er það yfirleitt hægt nema tka út alla greinina ?

Halldór Jónsson, 27.12.2009 kl. 16:10

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar Bjarki, ég ætlaði að svara þér í löngu máli en úr varð ný bloggfærsla sem þú mátt lesa sem skrifaða til þín.

En þú segir hér að ofan: 

"Komi hins vegar í ljós að það sem viðkomandi stjórnmálamenn gerðu hafi verið eðlilegt og rétt miðað við aðstæður á hverjum tíma, nú þá er það alveg athugandi að veita þeim uppreisn æru sem ekkert hafa til saka unnið, en ekki fyrr.

En ég vil taka undir með Árna Gunnarssyni og mun samgleðjast honum þegar þeir stjórnmálamenn, milljarðaþjófar og illvirkjar verða leiddir til refsivistar á Litla-Hraun eða aðra sambærilega stofnun. Og því fyrr sem það gerist, því betra, því þá og fyrst þá getur uppbyggingarstarfið hafist af alvöru."

Hefurðu virkilega trú á því að það sé meiri hagvöxtur í gálga heldur en grjótnámi ? Ég held að þeir hefðu gott af því að berja grjót þessir gaurar frekar en að vera settir á hressingarhælið á Kvíabryggju. Við getum ekkert beðið með að byrja endurreisnarstarfið . það verður sko meira en að segja það, með þetta líka lið við stjórnvölinn, sem trúir því að hert skattheimta á atvinnuleysingjum sé allsherjar lækning..

Halldór Jónsson, 27.12.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband