Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla ! Skál!

Þó að mér sýnist að útlitið hafi  aldrei verið svartara framundan en það er núna, skulum við gera okkar besta til að stýra framtíðinni betur en við stýrðum fortíðinni.

Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar. Ég vona sannarlega að framtíðin verði þjóðinni bjartari en mér finnst hún líta út fyrir á þessum tímamótum.   

Ég segi því  á íslenzkan máta :

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla !

Skál!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðilegt ár þú hrókur alls fagnaðar - gerum okkar besta til þess að ummæli þín verði áhrínsorð:

Þó að mér sýnist að útlitið hafi  aldrei verið svartara framundan en það er núna, skulum við gera okkar besta til að stýra framtíðinni betur en við stýrðum fortíðinni.

Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það Baldur, þú eldstólpi í eyðimörkinni ! Megir þú lýsa okkur á nýju ári !

Halldór Jónsson, 31.12.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Rauða Ljónið

 Sæll. Halldór óska þér og þínum gleðlegt nýr árs megi gjafa fylgja þér og þínum á komandi tímum þakka góð skrif þín á liðnum árum landi voru til heilla sem þú hefur barist fyrir með miklu sóma.

Kv. Sigurjón Vigfússon

 

Rauða Ljónið, 31.12.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það Sigurjón, þú hefur lagt margar góðar upplýsingar fram á árinu til mikils gagns fyrir þá sem vilja vita hvað rétt er.

Halldór Jónsson, 31.12.2009 kl. 19:20

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gleðilegt árið Halldór - og skáááááálllll.....!!! Og vonandi í einhverju bragðbetra en Svartadauða...! Vonum að árið 2010 geti af sér eðalvín.

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 01:25

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilegt ár til ykkar allra og skál fyrir nýju ári

Ágúst H Bjarnason, 1.1.2010 kl. 01:55

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hér kemur konukind tilbúin að segja skál! Nýkomin úr veislu dóttur og tengdasonar,klyfjuð af góðgæti,með bjór í hendi.Gott að sjá þjóðfánann okkar hér á síðu þinni. Gleðilegt ár meistari Halldór,farsæld fylgi þér og okkur öllum á nýju ári.            

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2010 kl. 04:02

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Ómar Bjarki, Ágúst frændi. Takk fyrir öll samskiptin á árinu sem hafa sannarlega lyft mér upp.

Og Helga mín, þakka þér fyrir góðar óskir og hlý orð í minn garð. Megi gæfan fylgja þér og þínum á nýju ári.

Halldór Jónsson, 1.1.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband