Leita í fréttum mbl.is

Frábær ræða Forsetans.

Að vanda hlýddi ég á ræðu Forsetans á nýjársdag. Ég ætla hér með að gefa honum hæstu einkunn fyrir ræðuna, bæði innihald og leikræna tjáningu,

Ef ég á að setja út á eitthvað fannst mér hann skauta verulega framhjá því þegar hann ræddi um ÍSlendinga sem rótgróna lýðræðisþjóð, hvernig lýðræðinu er misskipt í landinu þegar sumir þegnar hafa tvöfalt atkvæðavægi eftir búsetu. Í ljósi þessa er beint lýðræði eins og ræðan sneiddi utaní  sem vaxandi kröfu fólksins, skárra en það brenglaða fulltrúalýðræði sem við nú búum við. En rétt fullltrúalýðræði er samt óhjákvæmilega það illskársta stjórnarform sem völ er á. En hér á landi er vitlaust gefið eins og allir vita.  En áreiðanlega er hollt að líta til Sviss til að sjá hvernig þeir fara að. 

Hvað um það, þá fær Ólafur hjá mér þaðsem hann á alveg burtséð frá öllu öðru sem mér finnst um hans embætti.

Þessi ræða Forsetans fannst mér vera frábær.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sammála þér, Halldór. Ræðan var bara nokkuð góð.... enda maðurinn bæði glöggur og klár.... eða eins og ég sagði samstarfsmönnum mínum og kommunum á Orkustofnun forðum, þegar ÓRG var að sækjast eftir formensku í Alþýðubandalaginu, að það væri sama í hvaða flokki ÓRG væri, Alþýðubandalagi, Framsókn, Sjálfstæðisflokki eða Alþýðuflokki - auðvitað hefði hann orðið formaður þar líka.... Kannski voru það hans verstu pólitísku mistök að velja sér á sínum tíma vitlausan flokk...!

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Gleðilegt árið.

Ómar það má halda því fram að það hafi verið gæfuspor þessara flokka að hann skyldi ekki vera þar innanborðs. Flokkurinn sem hann fór í er ekki til í dag...

Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sindri Karl - Flokkssystkyni hans hans í dag hefðu þá kannski frekar kosið að hann hefði lagt niður annan flokk, þó við nefnum engin nöfn í því sambandi.... og það má þá kannski fabúlera um að með því beri hann óbeint ábyrgð viðgangi þess flokks eða flokka með þessu ranga flokksvali....! Kannski svolítið langsótt....

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 15:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég vil benda ykkur öllum að lesa pistil Björn Bjarnasonar  www.bjorn.is um ávörp beggja þeirra Jóhönnu og Ólafs.

 Hann skyggnist nú mun dýpra í þetta en ég geri í mínum pistli þar sem ég var svona í sporum Eiríks konungs þegar Egill Skallegrimsen var að flytja honum höfuðlausn sína, sem líklega sleppti Agli fyrir leikræna tilburði en sagan lætur ósagt um það hvað honum fannst um innihaldið.

Enda er allt sem frá svona embætti eins og Forsetaembættinu mest marklaust prump og embættið með öllu óþarft og ætti að leggjast niður með réttum kosningalögum til Alþingis, sem tryggðu einum manni eitt atkvæði en ekki sumum tvö eða meira.

 Þá væru allar atkvæðagreiðslur á Alþingi  þjóðaratkvæðagreiðslur en ekki svona landsbyggðarfarsi sein og við vorum að horfa á í atkvæðagreiðslunni um Icesave. 

Halldór Jónsson, 1.1.2010 kl. 16:12

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðilegt ár Halldór.

Sammála þér þjóðin mun ná vopnum sínum

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 16:22

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Leitt er til þess að vita hvað árámótavíman og dálætið af forsetanum bráir fljótt af þér, Halldór, á þessu gleðilega ári.... En eftir lestur pistils þíns í upp úr hádeginu tók ég upp símann og ætlaði að panta mér tíma hjá augnlækni til að athuga hvort það væri í lagi með gleraugun hjá mér, en áttaði mig fljótt á því að það væri lokað.... ég hef því lifað daginn í hálfgerðri óvissu, en það er gott að vita að ég þarf ekki að leggja í stórútgjöld á fyrstu dögum ársins úr því skýringin liggur hjá þér en ekki í gleraugunum.....

Það er gott að sjá að þú ert búinn að ná áttum aftur og farinn að anda að þér fersku Kópavogsloftinu aftur.... Njóttu sem lengst.....

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 20:47

7 Smámynd: Elle_

Beint lýðræði er eina alvöru lýðræðið.  Fulltrúalýðræði er ekkert lýðræði.  Og fyrir utan hvað það er óskipt eins og Halldór lýsir, höfum við nánast flokksforingja-einræði því foringjarnir kúga og hóta og hinir svokölluðu fulltrúar gungast oftar en ekki til að hlýða foringjanum heldur en standa fastir fyrir.   Flokkavaldið er stórhættulegt.  Það eru ekki allir fastir fyrir eins og Ögmundur Jónasson.  

Elle_, 2.1.2010 kl. 04:47

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Að sjálfsögðu er fulltrúalýðræði ákveðið lýðræði. Hvort það er rétt eða rangt er síðan annað mál, jafnvel gæti þurft að laga það dálítið til. Oft gerast góðir hlutir ekki fyrr en of seint, en málið er að það er aldrei of seint fyrir góða hluti að gerast.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418224

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband