Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ný mynt strax ?

Ég hef velt fyrir mér þeim hugmyndum sem Ársæll Valfells frændi minn  setti fram í  fyrir einhverjum misserum  síðan og síðan ´trekað aftur, nú síðast ín Silfrinu hjá Agli í gær. 

Þar sagði Ársæll að þetta gæti orðið til þess að skuldsetning þjóðarinnar yrði mun minni en ella. Er það ekki þess virði að hugleiða þessa leið vandlega ?

Ef maður les bloggið hjá honum Gunnari Rögnvaldssyni finnst manni að upptaka dollara væri vænlegri  leið en evran þar sem slagkraftur hagkerfis Bandaríkjanna er mun meiri en ESB ríkjanna. En myntin skiptir ekki höfuðmáli. Til dæmis er jafnstór íslenzk þjóð og hér í Kanada.

Ársæll nefndi mann sem hefði annast evruvæðingu  Svartfjallalands og hlaut sá stuðning Eurobank en ekki andstöðu.

 Setjum svo að við ákvæðum að gera þetta  á næstu áramótum. Er þá nokkuð annað en að spyrja ;Hvaða gengi  verður við skiptin ? Fáum við einn dollara fyrir hundrað kall eða tvöhundruðkall ?

Verðtryggingu plús 1 % vexti eða eitthvað annað á langtímalán og innistæður ? Við verðum að varðveita lífeyrissjóðina og íbúðalánasjóð í slíku umhverfi.  Og sparnaðinn  ekki síður. Allur gjaldmiðill er stöðugt að brenna þó mishratt sé. Verðtrygging er eina vörnin gegn því.

Hver yrðu áhrifn fyrir efnahagslífið ? Hver yrðu áhrifin á kröfugerðaliðið og kjaraleiðréttingaraðalinn ?Yrðu verkföll ekki langærri en 3 vikur í framtíðinni ?

Við myndum ekki geta haldið uppi einokunarstofnunum okkar eins og ÁTVR í slíku umhverfi þar sem hún hefur áhrif á lífskjarasamanburð. Eða Mjólkursamsölunni og landbúnaðareinokunni. Leyft starfsemi Baugs í óbreyttri mynd. Leyft samþjöppun fjölmiðlanna á fárra höndum. Það yrði margt að breytast. En það myndi líka margt breytast af sjálfu sér. Stöðutökur gegn krónunni og með henni hyrfu og séríslenzkar aðstæður margar myndu hverfa. Gengisfall væri ekki lengur fær leið eftir þvingaða kjarasamninga.

En af hverju er þetta ekki hægt ? Mig vantar að finna þau rök ?  


Opinberun Hannesar

Nú hefur borist yfirlýsing frá Hannesi Smárasyni varðandi milljarðana sem fóru til Luxemborgar af reikningum Flugleiða.  Hann vitnar í yfirlýsingu endurskoðandans hér að neðan.

Ég get ekki lesið þetta öðruvísi en að peningarnir hafi verið komnir til baka eftir hæfilegan tíma. Sem er í samræmi við þá sögu að Kaupþing hafi brúað bilið fyrir þá Pálma, Jón Ásgeir og Hannes þegar þeir keyptu  Sterling og seldu Flugleiðum með stjarnfræðilegum hagnaði. Ótrúlegt ef Vilhjálmur Bjarnason hefur verið ánægður með þetta svar.

Yfirlýsing endurskoðandans er svohljóðandi:

„Jón S. Helgason löggiltur endurskoðandi hjá KPMG tók þvínæst til máls að beiðni Stjórnarformanns. Hann áréttaði að endurskoðendur hefðu áritað síðasta uppgjör félagsins án athugasemda og þar kæmi fram að þeir styddust við alþjóðlegar reglur. Hann sagði að fram hefði farið skoðun á stærri færslum hjá FL Group á því tímabili (innskot: sumarið 2005 sérstaklega) sem Vilhjálmur Bjarnason væri að spyrja um. Málum væri þannig háttað að töluverðir fjármunir væru í ávöxtun á hverjum tíma, en skemmst væri frá því að seigja að allar útborganir félagsins hefðu skilað sér til baka með eðlilegri ávöxtun innan mislangs tíma og hann gæti staðfest að þar væru engar slíkar greiðslur sem Vilhjálmur vísaði til“.

Þessi yfirlýsing var birt og undirrituð athugasemdalaust af fundarstjóra og fundaritara og var öllum hluthöfum gefinn kostur á að lesa hana yfir og koma með athugasemdir sem engar bárust. Þá hafa hluthafar og fjölmiðlar haft aðgang að fundargerðinni eins og lög kveða á um.

Hversvegna hætti forstjórinn og nær allir stjórnarmennirnir ? Hvernig var límt fyrir þá alla ?

Where is the money ?

Minn hlutur er tapaður,  það er það eina sem ég veit


"List Leiðtogans " ?

“List leiðtogans, sem miklir leiðtogar allra tíma hafa sýnt, felst í því að beina athygli þjóðar að einum andstæðingi og sjá til þess að ekkert komist að til að drepa henni á dreif.  Sé hinni  herskáu orku  fólksins  einbeitt að einu markmiði, þá ganga fleiri til liðs við hreyfinguna, dregnir þangað af segulmagni samræmdrar stefnu,  sem þannig fær meiri slagkraft. Hinn snjalli leiðtogi verður að hafa hæfileikann til þess að draga aðra andstæðinga í dilk með þessum eina óvini;  annars geta hinir hvikulu og reikulu meðal fylgismannanna farið að efast um réttmæti  stefnu hreyfingarinnar.  

 

Þessi skarplega athugun kemur í hugann þegar maður hugleiðir þann áróður, sem nú er uppi gegn Sjálfstæðisflokknum. Öll orka þjóðarinnar virðist  beinast  að þessum mikla Satan í þjóðlífinu. Hann einn skal vera ábyrgur fyrir öllu sem hefur á móti blásið.  Samferðamennirnir og samverkamenn Sjálfstæðisflokksins  hafa auðvitað hvergi að komið. Þeir reyndu aðeins án árangurs að þoka málum til betri vegar, en máttu sín einskis gegn ofurveldinu.  Honum og hans forystumönnum skal hengt og þeir skulu gjalda fyrir það sem á fólkin brennur.

 

Í krossfestingunni sjálfri er lausnin fólgin að dómi fjöldans.  En einmitt þá fær leiðtoginn lúmski  tækifæri til að koma ánauðinni yfir fjöldann og Barrabas verður frjáls.

 

Skoði menn málflutning þeirra sem hæst láta um þessar mundir, þá geta menn orðið hugsi.  Sérstaklega í ljósi sögunnar.


Ruglið um Reykjavíkurflugvöll !

Um leið og ég þakka þeim nærri 700 sem greitt hafa atkvæði í könnuninni um afstöðu til lokunar Reykjavíkurflugvallar þá vil ég enn brýna gesti og gangandi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Það er einmitt núna,  sem afstaða þín skiptir máli.  Núna stíga rökin með Reykjavíkurflugvelli  fram   á móti ruglandinni  sem hefur rásað fram að undanförnu. 

Rökhyggja er best í  raunum.    Þessvegna skiptir afstaða þín máli í þessu átakamáli.   Hún mun veita ljósi til  villuráfandi.   Dropinn holar hinn dýrasta stein með tímanum.  

Verum raunsæ !  Þjóðin hefur ekki  ráð á því að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll  !  

Það er engin eftirspurn eftir blokkum á brautunum  eða seglbátum á Tjörninni !

Ruglið burt  frá Reykjavíkurflugvelli  !  


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband