Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Grunaði ekki Gvend !

Ég heyrði ekki betur en að Glitnir viðurkenndi að hafa tekið stöðu gegn krónunni á dögunum. Davíð var búinn að impra á þessu en enginn vildi ræða það af því að vondi vaxtakallinn sagði það.

Bankarnir felldu gengið fyrir okkur með því að massa gjaldeyrinn. Til þess að geta sýnt góða afkomu á fyrsta fjórðungi og þeim næsta.  Svo skrúfa þeir fyrir lánin til að skapa paníkk hjá almenningi og fyrirtækjum svo hann byrji að heimta þjóðarhjálp fyrir bankana . Svo mikla paníkk tekst þeim að búa til, að ríkisstjórnin hleypur til og byrjar að tala um  að  ráðstafa skattfé almenning til að rétta bankaeigendunum.  En Gvendi gæti fundist  þetta vera samsærismenn   og tilræðismenn  við efnhagslíf landsmanna, sem ekki ættu slíkt endilega skilið. Og tíminn læknar margt af sjálfu sér og líklega bjarga bankarnir sér sjálfir þar sem hlutirnir virðast vera að róast. Oft er betra að flýta sér hægt.    

Áður voru þeir í bönkunum að sprengja allt efnahagslífið í loft upp með 100 % lánum til fasteignakaupa þegar þeir ætluðu að drepa íbúðalánasjóð fyrir okkur. Þetta skeði  samtímis hér og í Bandaríkjunum.   Núna  réðust þeir að genginu og að lífskjörum almennings beint. Setja kjarasamningana í uppnám og koma verðbólgunni af stað í tveggja stafa tölu.  Svo þykjast þeir vera blásaklausir og stjórnarandstaðan skammar ríkisstjórnina fyrir slaka efnahagsstjórn. 

 Bráðum fara  einhverjir  í byggingariðnaði og einhverjir skuldsettir íbúðareigendur  á hausinn. Þá eignast bankarnir  íbúðir sem þeir geta svo farið að selja á yfirverði með gylliboðum um löng lán sem fólk fellur fyrir. Telja okkur um leið  trú um að þeir séu vinir alþýðunnar til þjónustu reiðubúnir, með heilsíðuauglýsingum og gjöfum á brauði og fótboltaleikjum.  Fái þeir svo að vaða í lífeyrissjóðina með bréfin sín þá skuli þeir verða voða góðir aftur og ekki hrekkja okkur í bráð.  Muna ekki allir hvernig  gömlu  hrekkjusvínin voru á okkar ungu dögum ? Það varð að kaupa friðinn af þeim nema þú réðir við þá.

Ragnar Önundarson lét  í ljósi efasemdir um það, að núverandi eigendur bankanna hefðu staðið á nægilegu siðferðisstigi þegar þeim voru afhent innlán almennings, sem þeir notuðu umsvifalaust  til að leggja í vogunarbrask.  Nú ætla þeir sem sagt að ráðast á lífeyrissjóðina með þessum peningum sömu eigenda.  Sagði ekki Ragnar líka að okkur kynni að vanta nýja eigendur að bönkunum ? En eru einhverjir aðrir í boði  en Bónusar- og Björgólfsfjölskyldan eða  Bakkavarar- og Kaupþingsgengið  ? Eru einhverjir samkeppnismöguleikar eftir yfirleitt ?

Glitnir ætlar að reyna að leggja undir sig Sparisjóðinn BYR og Kaupþing ætlar að gleypa SPRON. Ég held að þessir samrunar séu eins og Adam Smith vissi mætavel ,  bara til eins ætlaðir: Screw the public ! Mér finnst þetta sífellda tízkutal  um hagkvæmni stærðarinnar vera fremur kaldhæðnislegt en hitt.  Smásíld eins og mér finnst ágætt að vera í viðskiptum við lítinn banka og traustann.  Ég kann ekkert við mig í einhverjum risahvelfingum,  þar sem ég þekki öngvann mann.  Þessvegna sé ég eftir Sparisjóðunum  ef þeir lenda í hákarlskjöftunum. Ég minnst líka gullnu reglu Murphys sem hljóðar svona: Sá sem hefur gullið býr til reglurnar.  Það skildi Einar Þveræingur að minnsta kosti.

Minni almennings er hinsvegar stutt. Flestir virðast búnir að gleyma því þegar kortafyrirtækin urðu uppvís að skipulagðri glæpastarfsemi gegn almenningi og voru sektuð um einar 800 milljónir. Þau eru búin að auglýsa sig uppí ímynd miskunnsama Samverjans síðan þetta var og eru nú allra vinir í þjónustu við þig.  Enn halda þessi sömu greiðslufyrirtæki hinsvegar  áfram að innheimta seðilgjöld þrátt fyrir úrskurði um ólögmæti þeirra.

Vonandi gleyma menn ekki jafnhratt stóru bönkunum  fyrir þá  þaulskipulögðu aðför að efnahagslífi þjóðarinnar, sem þeir gerðu nú síðast.  Einhverjum gæti fundist  fremur ætti að  hengja þá  heldur en að verðlauna með allsherjarblóðtöku úr þjóðarlíkamanum í formi stórfelldrar skuldsetningar landsins.   Ef til vill lætur  Davíð ekki sitja við orðin tóm og tugtar þá til áður en þetta verður. 

Svo getur Gvend líka grunað , að þetta sé bara allt eitt allsherjarleikrit, þar sem mun fleiri handritshöfundar koma að en bara bankarnir.  Minnst orða Hamlets , um að það sé eitthvað rotið í  Danaveldi.  Kannske þurftum við bara að fá á einn á snúðinn til að ná okkur niður af eyðslufylleríinu ? Hægja aðeins á ferðinni.

Benzínið er líklega hækkað til lengri tíma og matarverðið líka. Lífskjörin hafa versnað . Þessvegna verður bæði að spara og vinna meira. Því grunar hann Gvend að lausnin sé :

Álver á Bakka og Helguvík sem allra fyrst og ikke noget kjæfteðe. 

 


Staðreyndirnar og vörubílstjórarnir

 

 

Vegslit á við

9.000 fólksbíla

Ein ferð flutningabíls veldur ámóta sliti vega og

ferðir 9.000 fólksbíla. Þingmaður Sjálfstæðisflokks

telur lag að skoða hvort ríkisstuddar strandsiglingar

geti dregið úr umferð flutningabíla um þjóðvegina.

ÁRMANN KR.

ÓLAFSSON

Belgingurinn í vörubílstjórunum vegna olíuverðsins er dæmi uppá það hvernig múgæsing getur gripið um sig. Allir eru svekktir yfir benzínverðinu, auðvitað. Jafnvel í Ameríku stynja menn fyrir því að greiða 60 krónur fyrir lítrann.  Því hrópar Arnþrúður, fyrrum lögreglukona,  á Sögunni sinni.  Áfram bílstjórar, ráðist gegn valdstjórninni með öllum tiltækum ráðum ! Niður með ríkisstjórnina ! .Löggan er vond !

Ef menn vilja stoppa andartak þá blasir það við eftir fyrirspurn Ármanns á Alþingi,  að einstæða móðirin og aðrir  vesalingar þessa lands  niðurgreiða olíuna fyrir Sturlu og kompaní með benzíninu sínu. Trukkararnir  ættu að borga miklu meira fyrir tjónið sem þeir valda á vegakerfinu. Ef þeir greiddu fyrir slitið væru vegirnir miklu betri, breiðari og greiðari. Hvað eru þessir menn að væla ? 

Þeir  héldu auðvitað ekki þræði í mótmælunum og fóru að bulla um óskyld mál í bland við múgæsinguna og ólætin. Þeir misstu flugið og þá samúð sem þeir hittu á fyrst í stað. Nú sjá allir að þetta eru bara bílabullur,  sem höfða aðeins til lægstu hvata múgsins, sem aldrei hugsar meðan hann fremur óhappaverk sín eins og að henda grjóti í lögreglu og skemma eignir.  

Sannleikurinn er sá,  að trukkararnir  eru valdir af sinni ógæfu sjálfir. Þeir hafa nítt skóinn hver niður af öðrum með sífelldum niðurboðum í akstri fyrir verktakana, sem auðvitað hlæja að þeim fyrir heimskuna. Svo fyrir bíladelluna sem hrjáir þá ásamt skorti á viðskiptaviti. Kaupa alltaf fínustu bílana með mesta króminu og taka dýrustu lánin hjá fjármögnunarfyrirtækjunum. Lenda svo í greiðsluerfiðleikum og lækka þá verðið til að eiga fyrir salti í grautinn tímabundið. Svo fara þeir á hausinn með braki og lánveitandinn hirðir bílinn og selur næsta jafnvitlausa hálfvita hann. Þessum mönnum væri nær að standa þétt saman eins og var á Vörubílstjórafélaginu Þrótti í gamla daga. Menn af sauðahúsi Sturlu eyðilögðu það félag með innbyrðis græðginni einni.

Þessir atvinnurekendur eiga ekkert sameiginlegt með þjáðri alþýðu þessa lands. Þeir eru miklu fremur hlægilegir ef ekki brjóstumkennanlegir fyrir að vera eins ósamstæður og sundraður hópur og þeir eru.

 En þegar þeir eru orðnir, sem stjórnlaus múgur ,hættulegir lífi og limum og öryggi ríkisins, ráðast að lögreglu osfrv. þá er nauðsynlegt að tugta þá til  með aðferðum sem þeir skilja.

Ármann á Alþingi: Bravó fyrir þér að vekja athygli á þessu máli !

LÆRÐU AÐ LÆRA

- UNDIRBÚNINGUR FYRIR HÁSKÓLANÁM

Dags. Dagur Tími Fag

 


Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband