Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Umræðan gengur fram af mér.

Alveg gengur þetta Erópurugl fram af mér. Sérílagi fer flest , sem kemur frá Eiríki Bergmann og Þorvaldi Gylfasyni í taugarnar á mér. Þessir menn reka beinlínis móðursýkislegt trúboð í þá veru, að okkur sé brýn nauðsyn á fullveldisframsali til Brüssel.  Og auðvitað að henda okkar ónýtu krónu sem  fyrst og taka upp evruna. Við séum Evrópuþjóð og ekkert annað komi til greina.

 

Fjölmargir Íslendingar, þar á meðal ég,  líta ekki á sig sem sérstaka Evrópumenn og hafa talið sig litla samleið eiga með Hitler eða Jóni Bola. Þeir líta á sig sem þegna frjálsrar þjóðar,  sem hafi barist til fullveldis með þrautseigju og fórnum sem maður ekki fleygi frá sér í flumbrugangi.  Við eigum þetta  land líka, sem svo aðrir samlandar  hamast við sýnkt og heilagt að koma í hendur framandi þjóða og kynstofna. En við  þorum helst ekkert að segja fyrir rasistagarginu,  sem þá dynur á okkur. 

 

Þessir sömu sjá sem gleggst, að flestar framfarir,  sem orðið hafa í landinu síðustu öld komu ekki frá Evrópu .  Við erum nefnilega miklu líkari vesturheimsfólki heldur en nokkur stjórnmálamaður þorir að viðurkenna. Tengingar okkar vestur um haf hafa líka gert okkur miklu fyrri til en Evrópufólk almennt, að tileinka okkur nýjungar. Hvaðan komu tölvurnar, intenetið og farsíminn ? Hverjir voru langfyrstir í Evrópu að notfæra sér þetta ?

 

Enginn útskýrir hinsvegar hvernig þessi evruvæðing á að ganga fyrir sig. Á hvaða gengi verður skipt um innistæður í bönkunum.? Hverjir verða vextir á hússnæðislánunum verðtryggðu og öðrum langtíma verðtryggðum pappírum  þegar þeim verður breytt í evrur ?  Hvað verður um slíkar eignir lífeyrisisjóðanna ?  Hverjir verða innlánsvextirnir á evrubókunum sem gamla fólkið á að fá í staðinn fyrir gömlu verðtryggðu bækurnar. ? Hver verður framtíð sparnaðar í landinu þegar útlánsvextir hafa verið lækkaðir í svo til  ekki neitt og allir skulda bara í evrum í stað verðtryggðra króna ? En verðtryggð íslenzk króna er auðvitað stabílli en nokkur önnur mynt í veröldinni. Samt ber fólk hausnum við steininn og heldur því fram að evra á  6-8 % lánsvöxtum sé allt öðruvísi lán og betra en verðtryggð króna á 4.5 % lánsvöxtum. Hefur nokkur spáð í það hverjir yfirdráttarvextir séu í Þýzkalandi ? Eða innlánsvextir í USA ?

 

Hvernig ætla menn að fara með íslenzkt launaskrið þegar launakostnaður hér var 30 % hærri  hér en á evrusvæðunum árið 2007 ? Hvernig ætlum við að friða Eirík Jónsson og kröfugerðarkennarana,  sem sætta sig ekki við evrópsk kennaralaunakjör ?  Hvaðan koma evrurnar ef við  stórhækkum launin í landinu, annaðhvort með ofbeldi smærri hópa launþega eða jafnvel  yfir línuna með pennastrikum eins og vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar gerði 1971 ? Þá voru samflokksmenn þeirra fyrstnefndu við völdin. Skiljanlega klæjar þessa sósíalista  eftir því að þessir tímar komi aftur.  Sem þeir geta vel gert NB.

 

Það er búið að tala um að hér verði að ríkja jafnvægi þegar við göngum inní ESB. Er þetta jafnvægi að myndast núna með fjöldauppsögnum í atvinnulífinu og allsherjar kreppu  á fjármálamarkaði ? Ef ekki þá hvenær ?  Er ekki um að gera á þeirri vegferð að ná í eignir lífeyrissjóðanna og fara að lán þær út óverðtryggðar í evrum á lágum vöxtum eins og bankarnir vilja  ? Sé verðbólgan núll er verðtryggingin líka núll. Og hvað kemur verðbólgu á stað ?

 

Og öll alþýða vill auðvitað reka  Davíð úr Seðlabankanum og lækka vextina ?  Láta þjóðina á Útvarpi Sögu um hagstjórnina og Eirík um afnám kvótakerfisins.  Meðan það ekki gerist er ekki öll nótt úti með það að bjartari tíð sé í vændum.

 

Það er eins og enginn vilji vita að verðbólgan á evrusvæðinu nálgast það að verða jafnhá og hæstu langtímainnlánsvextir þar,  4.99  %. Er það þetta sem við sækjumst eftir ? Núll vexti á sparnað ?  Vaxtameðgjöf  á lánsfé ?  Það er bara talað útfrá hagsmunum skuldaranna í umræðunni hérlendis.  Aldrei minnst á þá,  sem reyna að spara.  

 

Hvað er að þessu fólki yfirhöfuð ? Það geta allir tekið upp evrur sem það vilja. Skipt sínum fé í evrur og lagt þær inná evrureikning í bankanum sínum. Samið um að fá launin sín greidd í evrum . Ég er viss um að Jói í Bónus gæti reddað evrumerkingum á vörurnar í hillunum og látið taka við evrum á kössunum. Af hverju þurfa menn að hlusta á þessa þvælu endalaust ? Af hverju taka þeir Þorvaldur og Eiríkur Bergmann bara ekki upp evrur fyrir sig ? Þeir sem það vilja ekki gera með þeim kumpánum geta gert það sem þeim sýnist.

  

Við hinir sem eru svo  vitlausir að halda því fram, að verðtryggða krónan sé sterkasta sparnaðarmynt í heimi, og það er staðreynd sem þeir fyrstnefndu mættu reyna að hrekja,  getum bara haldið áfram að vera til.  Hinir verða bara að reikna sig um á gengi dagsins þegar þeir skila framtalinu. Afganginn af árinu geta þeir lifað og hrærst í evrum eins og þá lystir.

 

Það er eins og menn tali sig alltaf framhjá þeirri staðreynd, að hér ríkir algert frelsi á fjármagnsmarkaði. Þeir nota hinsvegar málfrelsið til að garga á Geir Haarde og heimta að hann taki lán strax fyrir Seðlabankann til að redda vandmálum dagsins í gær ?  Skyldu þeir halda að þeir verði stöndugri til lengri tíma  ef Geir taki lán strax ? Ætli einhver  þurfi ekki að borga það lán ? Er ekki best að taka lán ekki fyrr en maður má til ?

 

Eru þeir sem æpa á tröppum heimsbankans um að Ísland verrrrði að taka lán hhhernig  og hhhaað sem það kostarrr og það strax  í dag með réttu ráði ?  Mér finnst það eiginlega stór spurning. Og svarið við því í bezta falli áhyggjuefni.     


Minnisvarði um Einar Odd Kristjánsson.

Það var mér gleðiefni að menn skyldu reisa minnisvarða um Einar Odd á Flateyri. Framlag hans til þjóðarsáttarinnar 1990 var ómetanlegt. Þjóðin er fyrst núna að glutra niður árangrinum frá þessum tíma við sláttinn frá vefurum keisarans.

Það var Einar Oddur sem talaði svo um fyrir heilli  þjóð, að hún lét segjast og fór leið skynseminnar. Nú er þetta allt að hverfa inní blámóðu sögunnar, sem enginn hefur hingað til getað dregið lærdóm af. Yfirboð, gylliboð, uppboð og niðurboð. Allir eru sammála um það eitt, að þeir beri sjálfir enga ábyrgð á neinu sem nú fer miður.  Það voru aðrir sem komu þessu á stað, þrátt fyrirm aðvaranir. Guðni Ágústsson veit núna greinilega allt um það hvað hann gerði rangt  í ríkisstjórninni í fyrra. Nú ryðst hver skúmurinn fram yfir annan og reynir að tala niður framlag Einars Odds en hreykja hrósi á þá menn,  sem minna nær komu þó þeir hafi hengslast með.

Einar Oddur er því miður allur. Áhrif manna af sauðahúsi  Kleons sútara fara vaxandi í þjóðfélaginu. Það fylgir því ferskur andblær  þegar einhver talar mannamál gegn blekkingunum, sem reynt er að hafa uppi. Svo gerir Agnes Bragadóttir sem ritar fallega grein og sanna um Einar Odd Kristánsson í Morgunblaðið í dag. Hún er líka áminning til okkar að vera á varðbergi gegn þeim sem ætla sér að skrifa söguna sjálfum sér í hag en minnka hlut annarra. Margir þeirra reyna að slá guðvefnað í keisarklæði sín með lánsfjöðrum frá þjóðarsáttargerð. Spurning er hvenær allir verða  búnir að glata þeim barnsaugum sem  þarf til að greina sannleikann. Agnes virðist hafa augun opin eins og oft áður.

Ég skelli greininni hér með til þess að vekja athygli á henni:

Agnes segir :g var á Flateyri um helgina,

nánar tiltekið Sólbakka, óðali

Einars Odds Kristjánssonar,

heitins, vinar míns. Á laugardag

var afhjúpaður bautasteinn,

til að heiðra minningu þessa mæta

manns, sem var svo lítið fyrir prjál og fátt fór

meira í hans fínu taugar, en snobb og uppskafningsháttur.

Einar Oddur var þeirrar

gerðar, að hann lét verkin tala. Honum var

slétt sama þótt einhverjir minni spámenn

reyndu að slá sig til riddara, á hans kostnað.

Velti slíku aldrei fyrir sér.

Um gerð þessa bautasteins, sem reistur er

til þess m.a. að þakka Einari Oddi hans mikla

þátt og frumkvöðlastarf við gerð þjóðarsáttarsamninganna

árið 1990, höfðu Samtök atvinnulífsins

og Alþýðusamband Íslands samvinnu.

Sú samvinna er táknræn fyrir þau vinnubrögð

sem Einar Oddur ástundaði í formannstíð sinni, þegar

hann byggði brýr trúnaðar og trausts yfir til þeirra

Guðmundar J. Guðmundssonar, heitins, þá formanns

Verkamannasambands Íslands og Ásmundar Stefánssonar,

þá formanns ASÍ og fleiri.

Ég var djúpt snortin yfir þessum fallega gjörningi og

því hversu vel hefur tókst til. Dagurinn var frá upphafi

til enda, fagur vitnisburður um það hvernig fjölskyldan

á Sólbakka, vinir Einars Odds, samstarfsmenn og félagar

vilja halda á lofti minningu mikils manns. Einar

Oddur bar hag okkar Íslendinga allra fyrir brjósti og

vildi vinna í okkar þágu, þannig að tryggja

mætti hér velferð til framtíðar.

Ekki ætla ég að fara í neinn mannjöfnuð í

þessum pistli mínum, en get þó ekki að mér

gert að leyfa mér örlítið hugarflug. Hugsum

okkur fyrst Einar Odd, sjálfstæðishöfðingja

vestan af fjörðum, alþýðlegasti, skarpasti og

hlýjasti maður sem hægt var að hugsa sér.

Og berum saman við Ólaf Ragnar Grímsson,

forseta Íslands. Hann var í eina tíð formaður

Alþýðubandalagsins, en ekki einu sinni þá,

tókst honum að ávinna sér yfirbragð alþýðuforingjans

og aldrei síðan hann varð forseti.

Hann snobbar fyrir auðmennum og hann

skreytir sig með lánsfjöðrum, samanber

dæmalausa sögufölsunarræðu hans á málþingi

til heiðurs Steingrími Hermannssyni

áttræðum, þar sem hann á ótrúlegan hátt

reyndi að skreyta sjálfan sig og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar

1990 með heiðrinum af gerð þjóðarsáttarsamninganna,

eins og ég hef raunar áður vikið að í

pistli hér. Ekki síst vegna þeirrar ómerkilegu framkomu

forsetans, þótti mér svo ofurvænt um þetta framtak

SA og ASÍ. Og nú er þess krafist að ég biðjist afsökunar!

Ég held ég láti það ógert!

Það eina sem ég ætla að hrósa forsetanum fyrir, er að

hann skuli hafa haft vit á því að koma ekki til Flateyrar

um helgina, þar sem fjölskylda, vinir og samferðarmenn

heiðruðu minningu Einars Odds. Ég fullyrði að forsetinn

hefði ekki verið velkominn í þeim hópi. agnes@mbl.is " 

Það er gleðilegt að enn skuli uppi fólk á Íslandi sem þorir að segja skoðun sína umbúðalaust.

Menn ættu að hugleiða þða, að fyrir utan bloggið, sem sárafáir lesa,  eru ekki auðfundnir vettvangvar, þar sem fólk menn getur komið skoðunum sínum á framfæri. Ef til vill sem betur fer ?  Stærstu  fjölmiðlarnir eru komnir eigu einnar fjölskyldu, sem lætur þá ekki skrifa gegn sér og sínum heldur styður sína menn. Sem eru ekki í Sjálfstæðisflokknum NB.

Hvar á   Sjálfstæðisflokkurinn innhlaup með sínar skoðanir um þessar mundir ? Ekki er Morgunblaðið hans blað.  Hversu miklu meira umtal fjölmiðla samanlagt fá ekki aðrir flokkar ?

Peningarnir eru sem óðast að vinna stríðið um sálirnar hér á Íslandi. Frjáls hugsun er því á hröðu undanhaldi fyrir viðskiptahagsmununum og jafnvel Hannes Hólmsteinn má ekki við margnum, margdæmdur frá fé sínu og festu fyrir það eitt, að þora að tala.  

Hefðu Stórkaupmenn auglýst um skoðanir sínar á inngöngu í ESB nema af því að Jón Ásgeir var búinn að segja sína skoðun á málinu ? Ég er ekki svo viss um það. Ég held að þeir myndu fyrr skúra gólfin í Bónus með tungunni heldur en að bekkjast í einhverju við það fyrirtæki. Ég held að enginn tali lengur  gegn  Baugi  án þess að gjalda fyrir það með einum eða öðrum hætti, svo maður grípi til orðfæris dr. Ólafs Ragnars. Menn gera sér yfirleitt ekki grein fyrir hvílík risastærð fyrirtækið er orðið í þjóðfélaginu.

En allar gjafir þiggja laun eins og dæmin sanna. Divide et impera !

Þökk sé þeim sem minntust Einars Odds. Hann er og verður  stórmenni í mínum augum.

 

 


Er ég orðinn Framsóknarmaður ?

Guðni Ágústsson skrifar þessa grein í Mogga. Þar sem fáir lesa þennan Mogga orðið nema á netinu, þá vil ég vekja athygli á pistlinum hér.

Ég hef fylgst með aðdáun með störfum Páls Magnússonar á RÚV. Hvernig hann les fréttirnar sjálfur og drífur apparatið áfram. Ég fór í dýfu meðan helv.fótboltinn stóð yfir og apparatið varð mér einskis nýtt á meðan, engar fréttir osfrv.- ég skrúfaði bara fyrir. ekki hefur það puntað uppá fjárhaginn og hlýtur því að verða ekki endurtekið.

Ég vil hafa RÚV til þess að þurfa ekki að búa við einokun Baugsfjölskyldunnar á allri fjölmiðlun. Því miður.Það er engin önnur leið fær fyrir mig, svo smár sem ég er, annað en að skipa mér í sveit með RÚV. Þó ég sé Sjálfstæðismaður og trúi á einkaframtakið og allt það,  þá er einokun, hvort sem er í matvöru, fjölmiðlun eða í pólitík eitthvað sem ég þoli ekki. Litli maðurinn hans Alberts á ekki annars úrkosti en vilja standa vörð um þjóðernið og landið sitt með því eina sem hann á-frjálsri hugsun. Það er ekki hægt að láta peningaofureflið taka hana af sér. Eins og Solsénitsin í Gúlaginu gerði sér ljóst, þá er hægt að taka allt af manni veraldlegra gæða. Eina sem  harðstjórinn getur ekki tekið af þér er það sem þú hefur í hausnum. Hann verður að drepa þig til þess.

Því vil ég segja við alþingismennina, að þeir setji RÚV ekki markmið eins og Landspítalanum en þori svo ekki að axla kostnaðarlega ábyrgð á sinni eigin stefnu á grundvelli heigulskapar og sýndarmennsku. Hlustið ekki á áróðurinn um að RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði. Hann er í eigu sömu aðila og vilja RÚV feigt og vilja ná einokun í fjölmiðlun. Eflum auglýsingamennsku RÚV og látum það keppa af fullu afli en ekki láta það berjast með aðra höndina bunda aftur fyrir bak.

 

 Þetta segir Guðni :

Á ríkisútvarpið sér öngvan vin?

NÚ liggur það fyrir að Ríkisútvarpið á öngvan vin lengur í ríkisstjórninni.Öll fyrirheit sem gefin voru við háeffun og lagabreytingar á Alþingi eru sv...

Guðni Ágústsson
NÚ liggur það fyrir að Ríkisútvarpið á öngvan vin lengur í ríkisstjórninni.

 

Öll fyrirheit sem gefin voru við háeffun og lagabreytingar á Alþingi eru svikin á borði stjórnarflokkanna.

 

Þar kann auðvitað svo að vera að menntamálaráðherra hafi verið beygður við ríkisstjórnarborðið. Ég vil auðvitað trúa því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi viljað standa við gefin loforð. Hitt þarf engum að koma á óvart að skerðingar og niðurskurður blasir nú við í rekstri Ríkisútvarpsins og uppsagnir starfsfólks eru hafnar.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er enn í einkavæðingarbuxum og vill selja allt gróðavænlegt út úr RÚV, svo sem Rás 2. Því er Sjálfstæðisflokknum mikilvægt að stofnunin sé í vörn, verði veikari í samkeppninni við hina risana á fjölmiðlamarkaðnum. Sjálfstæðisflokkurinn kann að veikja fórnarlambið til að auðvelda aðferðafræðina við söluáformin. Vel búnir auðmenn sparibúast til að eignast gripinn eða hirða það besta úr dánarbúinu.

 

Með því að standa ekki við fjárframlög þar sem áskriftagjöld fylgja ekki verðlagsþróun. Næsta skrefið verður svo að skerða auglýsingaféð. Þá er tækifærið komið upp í hendurnar á ríkisstjórninni. Best að losa ríkið frá útvarpsrekstri. Ef allt gengur upp gerist þetta á kjörtímabilinu.

 

Útvarpsstjórinn Páll Magnússon á aðeins einn leik, að skerða þjónustuna og draga seglin saman, hlýða yfirboðara sínum, ella taka pokann sinn eins og gerðu ónýtir skipstjórar í hans heimabæ, Vestmannaeyjum. Páll mun því skera og skera til að standa vaktina við stýrið. Hvar var svo byrjað að skera við háborðin í Háaleitinu? Auðvitað skyldi strax minnka fréttirnar frá Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Áður hafði útvarpsstjóri slátrað svæðisútvarpi Sunnlendinga. Þrjú og hálft starf á landsbyggðinni eru fyrir borð í þessari lotu. Síðan verða auðvitað blessaðir gjafamennirnir kallaðir að háborði útvarpsins þar sem þeir gefa fyrir einum og einum þætti. Þetta er gert til að búa þjóðina undir breytingarnar. Að hún bergi þann beiska kaleik að ríkisútvarpið verði selt. Það þýðir ekkert að ræða um lýðræðis- og menningarhlutverk hjá RÚV í blárri spennutreyju með brennimerki á brjósti og bossa þar sem á er letrað; söluvarningur. Þjóðin verður fljótt leið og pirruð á dagskrársnauðu ríkissjónvarpi og færri og færri munu taka málstað RÚV.

 

Vegferðin er að hefjast, góðir landsmenn. Þessar fyrstu skerðingar eru hótun við Alþingi og þjóðina og hótun við útvarpsstjóra sem stendur frammi fyrir því að draga saman eða gera stofnunina gjaldþrota á næstu 4-5 árum. Kannski fer Pál þá að dreyma um einkaframtakið á ný þegar hann þjáist í blóðhafti ríkisstjórnarflokkanna.

 

Því alltaf er líklegra að glaður og reifur samverkamaður verði ráðinn skipstjóri þegar vistaskiptin eru afstaðin eða salan á RÚV. Það má nefnilega alltaf fá sér annað skip og annað föruneyti.

 

Nú skyldi einhver ætla að brjóstin á þingmönnum Samfylkingarinnar tútnuðu af reiði. Því er ekki þannig farið því foringinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræður á þeim bæ. Fjölmiðillinn sem hún sór hollustu við, vill ríkið umfram allt útaf fjölmiðlamarkaði.

 

Hafi einhver haldið að fjölmiðlafárið væri úr sögunni þá er síðari hálfleikur að hefjast sem snýr að því að rýma markaðinn svo tröllin eigi fjöllin á fjölmiðlamarkaði, jafnt sjónvarpsstöðvar og útvarpsrásir. "
Þetta er rétt hjá Guðna. Er ég að verða Framsóknarmaður ?

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband