Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Það er ekki að birta.

 

Ég var á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gær þar sem Illugi Gunnarsson flutti mikið erindi við frábæarar undirtektir fundarmanna.

Illugi rifjaði upp hversu röng viðbrögð stjórnmálamanna við kreppunni 1929 hefðu dýpkað hana og lengt. Ríkin hefðu reynt að skattleggja sig útúr vandanum og dregið úr verslunarfrelsi með höftum og bönnum. Að mörgu leyti svipað  og núverandi ríkisstjórn Íslands er að gera.Hennar hagfræði er að hækka alla skatta, leggja á orkuskatta sem leggjast á ylræktina og fæla varanlega fjárfestingu í orkugeiranum frá landinu. Því miður er skaðinn skeður þó að ríkisstjórnin sé að reyna að draga í land þegar hún sér hvaða afleiðingar þetta hefur haft. Mörg tækifæri sem við blöstu eru endanlega glötuð.

Skattahækkanir munu leiða til þess að eftirspurn minnkar. Lán fólksins lækka ekki, skatta verður að borga þannig að minna verður eftir til ráðstöfunar. Minna til hnífs og skeiðar, minna til barnanna. Vont verður það 2010 en enn verra 2011.Fjárlögin ganga ekki upp því þeir skilja ekki að tekjuhliðin fylgir ekki áætlun vegna hruns skattstofnanna. Betur hefði verið hlustað á Sjálfstæðismenn sem væru með ábyrgar tillögur um björgunaraðgerðir sem hefðu ekki reynst fólkinu eins þungbærar.Sjálfstæðismenn væru ávallt ábyrgir í málflutningi hvort sem þeir væru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þeir hefðu viljað leysa Icesave-málið á pólitískum vettvangi og setjast að viðræðum með Englendingum og Hollendingum á grundvelli Brüsselviðmiða.  Núverandi ríkisstjórn hefði bara farið samningaleið og látið óhæfa menn koma heim með undirritaðan nauðungarsamning sem væri skelfileg niðurstaða en ekki glæsileg niðurstað eins og Steingrímur J. hefði lýst.

Skipt hefði verið um ríkisstjórn í landinu eftir brotthlaup Samfylkingarinnar. Indriði Þorláksson og Svavar Gestsson hefðu verið settir í samningana. Margir teldu aðkomu Indriða Þorlákssonar að hagstjórninni vera meira áfall en hrunið sjálft-þjóðarógæfu og afturför. Steingrímur J. hefði strax byrjað með hótanir ef menn samþykktu ekki Icesave samninginn strax, allt færi öfugt. Ekkert skeði samt þó málið hefði dregist. Alþingi hefði farið í samninginn og fært hann til betri vegar. Steingrímur fór með hann svo gerðan til Englendinga og Hollendainga en var sneyptur til baka með flestar breytingar útstrikaðar. Enn hótaði Steingrímur öllu illu ef menn samþykktu ekki og það væri svo voðalegt að hann bara segði ekki frá því. Ekkert hefði samt skeð þó að þessar hótanir Steingríms dyndu stöðugt á þjóðinni um að samþykkja samninginn en afsala sér rétti til pólitískra lausna. Þeir hefðu ekki einu sinni spurt hversvegna afgreiðsla AGS væri dregin á langinn og sekki spurt hvort ESB stæði að baki kúgunaraðgerðum.

Gunnar leikstjóri hefði spurt Strauss Kahn í bréfi hverju drátturinn sætti  og fengið svör sem ríkisstjórnin hefði ekki leitað eftir, þetta væri allt að kröfu Norðurlandanna, sem eru svonefndar vinaþjóðir okkar.Steingrímur vill lögfesta að okkur beri skylda til að borga Icesave. Sjálfstæðismenn  hefðum orðið að segjast vilja semja um hlutina þegar verst stóð á eftir hrunið og öll sund voru lokuð, ekki fengust lyf eða olía til landsins. En menn eru ekki bundnir af því sem þeir segja þegar byssu er haldið að gagnauga þeirra eins og verið hefði þá og er enn. Menn eiga ekki að semja sig undan ofbeldishótunum fjármálaveldanna. Við erum beittir fantabrögðum af nágrannaþjóðunum. Spurningar um breytilega vexti eða fasta vexti sem geta munað hundruðum milljarða eru hjóm eitt í huga Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar. Ekkert nema gefast upp kemst þar að.

Ógæfa Íslands væri sú mest að fólk sem enginn hefði viljað treysta til stjórnarstarfa áratugum saman hefði allt í einu komist til valda fyrir tilstilli hrunsins. Þeir hefðu hafist handa til þess að breyta eins miklu í þjóðfélaginu og þeir gætu á grundvelli hugarheims síns, sem á uppruna sinn í kommúnismanum sáluga. Það yrðu áhrifin sem yrðu erfiðust og myndu valda mestum skaða. Útlitið væri svart um þessar mundir, atvinnuleysi og landflótti myndu ekki afla meiri skattekna á næstu árum.

Fjörugar umræður spunnust um hin alvarlegu mál sem við blasa sem ég rek ekki frekar.  

Eftir fundinn var ég hugsi. Í mínum huga er útlitið grafalvarlegt. Hafi menn haldið að hér hafi verið kreppa þá er það rangt. Hún er ekki hafin ennþá. Hún verður þess dýpri sem þessi ríkisstjórn situr og keyrir okkur lengra ofan í fordíki  skattahækkana, atvinnuleysis og eymdar.

Ég hef átt tal við menntað fólk sem er flutt úr landi. Það er þeirrar skoðunar að það muni ekki koma heim aftur í bráð. Ég held að straumurinn úr landi sé að vaxa og eftir sitji þeir aumustu. Barneignum Íslendinga mun fækka en útlendingar flytjast til landsins. Tveir erlendir hagfræðingar, James K. Galbraith og William K. Black, benda á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi málað of bjarta mynd af horfunum í efnahagslífinu, þar sem ekki sé litið til afleiðinga aðgerða ríkisstjórnarinnar, flótta vinnandi fólks af landi brott.

 

En aldrei hafa fleiri flutt á brott á jafnskömmum tíma, fjögurþúsund manns á síðustu mánuðum. Það er þetta sem er afleiðingin af því að kjósa yfir sig vinstri stjórn sem nú situr.

Meðan svo er mun ekki birta.

 

 

Guð blessi Ísland !

Ráðherrann, Svandís Svavarsdóttir, ætlar að afsala Íslandi 15 milljörðum á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn á morgun.

Sá skaði sem feðginin Svavar Gestsson og Svandís Svavarsdóttir hafa unnið á þjóðarhag á þessu ári er líklega mun meiri en Móðuharðindin voru á sinni tíð.

Það er skelfilegt til þess að vita hvernig valdataka vinstri blokkanna, sem enginn kaus til valda við venjulegar aðstæður síðast liðin 17 ár, geta nú ruðst fram með grundvallar þjóðfélagsbreytingar sem eiga sér uppruna í forneskjulegum hugarheimi kommúnista.

Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn er haldin í skugga falsana á mæligögnum sem hafa vakið undrun alls heimsins á meðan íslenskir ráðamenn hafa hvorki heyrt um þetta né séð.

Við þessar aðstæður er ástæða til að taka undir með kallinum sem sagði:

Guð blessi Ísland !


Framtíð Ara-Jóns banka.

Mikið var Steigrímur ánægður með sig þegar hann sagði okkur að erlendir kröfuhafar hefðu tekið yfir Kaupthingsbankann sem sumir nefna Ara-Jóns bankann til heiðurs okkar afreksmönnum á fjármálasviðinu. Þetta væri þvílíkur bísness sagði Steingrímur,  sem sparaði ríkinu marga milljarða í útlegg við að þurf ekki að fjármagna hann á lappirnar. En það virðist auðvitað Steingrími alveg nauðsynlegt að bankafjöldinn héldist óbreyttur.

En er þetta endilega bísness fyrir Íslendinga ?  Eru þeir,sem taka yfir meirihlutann í bankanum ekki einhverjir  erlendir hákarlar sem hafa að líkindum keypt allar kröfurnar sínar á hrakvirði, 1-5 %. Þeir setjast núna ódýrt  í búið með íslenskum sakleysingjum og byrja að rukka Jón og Gunnu með hörku.  Þegar þeir verða búnir að rukka allt inn og selja þau skuldabréf á bankann sem þeir geta selt lífeyrissjóðunum á Íslandi, þá stinga þeir af með peningana, í stíl við íslenska fonsara og þessháttar útrásarlið.

Finnst mörgum trúlegt að þessir hákarlar og stórspekúlantar hugsi sér að reka einhven provinsbanka á Íslandi til að lána blönkum Íslendingum ? 

En þetta getur vel gengið upp hjá þeim. Þeir hljóta líka að vera bjartsýnir á sína möguleika eftir að hafa hitt svona afburða fjármálamann eins og Steingrím J. Verða þeir ekki bara skellihlæjandi alla leið í bankann eins og Kananrnir segja stundum ?

Hversu langa framtíð skyldi Ara-Jóns Banki annars eiga ? 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband