Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Apaleikhúsið

 

Í kosningabaráttunni birtist manni hverskonar apaleikhús menn kölluðu yfir sig með því að fara að samþykkja það að stjórnmálaflokkar yrðu bókhaldsskyldir og skyldaðir til að gefa upp hverjir styrkja þá. Illu heilli lét Sjálfstæðisflokkurinn undan öfundarkommunum um þetta atriði, þar sem enginn með réttu ráði vill styrkja svoleiðis nöldurflokka en styðja þessvegna myndarlega við frjálslyndan , stóran og stoltan flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn.

Nú birtast auglýsingar frá flokkunum í nafni einhverra huldusamtaka, sem enginn veit hver eru. Þarmeð er ekki hægt að sjá hverjir eru að styrkja viðkomandi flokk. Nú skiptir engu máli hvað menn eru að gefa upp, þetta er allt ekkert að marka. Svona er þetta alltaf þegar menn setja fíflalegar reglur, Þá er bara farið í kringum þær.

Stjórnmálaflokkur eru frjáls félagsamtök fólksins. Þeir eru hornsteinar samfélagsins þó að kommarnir reyni sífellt að koma því inn hjá fólki, að þó að þeirra flokkar séu góðir og litlir, þá sé Sjálfstæðisflokkurinn stór gróðrarstía spillingar og fjármálamisferlis.

Sönnun fékkst auðvitað þegar Baugur  fíflaði Sjálfstæðisflokkinn til að taka við peningum frá sér í gegnum FL-Group. Örugglega til þess eins að geta sprengt hann upp síðar. Þetta var ekki nema 10 % af mútunum sem hann var áður búinn að bjóða Davíð fyrir að halda kjafti. Sem hann hefði auðvitað líka svikið hvort sem var. En þarna tókst honum Baugi vel að koma höggi á þennan fjandmann sinn, Sjálfstæðisflokkinn. 

Stjórnmálaflokkar eiga að fá starfsstyrki frá ríkinu í hlutfalli við þingmannafjölda.  Það kemur engum við hvað þeir gera við þá.  Þar fyrir utan kemur engum rekstur þeirra við.  Þetta er einkamál á milli flokksmannsins, styrktaraðilans  og flokksins. Það er mikið að menn heimta ekki bókhald af saumaklúbbum  landsins.

Þessar upplýsingakröfur á Sjálfstæðisflokkinn  sérstaklega ,er ekkert annað en ofstjórnarárátta öfundarkommanna, sem aldrei geta séð neinum ganga betur en þeim sjálfum.  Þetta sést best þegar engum finnst neitt að því ef Samfylkingin stingur undan milljón og milljón frá Atlansolíu eða öðrum fyrirtækjum. Það er bara fráttnæmt ef íhaldið tekur við "mútum"  frá Baugi.

Þetta með upplýsingaskyldu stjórnmálaflokkanna er allt  bara dæmigert apaleikhús fyrir kommana í mínum augum.


Frjálshyggan.

Það er í tízku hjá kommunum að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggjan, ef ekki nýfrjálshyggjan, sem enginn skilur hvað þýðir, hafi sett landið á hausinn.

Mér finnst að margir alhæfi með þessu um eitthvað sem þeir skilja ekki sjálfir. Það er einfalt í hugum margra að setja samasemmerki milli þessara þriggja hugtaka og svo hreinnar glæpastarfsemi.

En þetta er auðvitað ekki sæmandi hugsandi mönnum. Þetta eru gersamlega óskyld hugtök.

Megum við kalla það frjálshyggju, þegar Seðlabankinn lánar Kaupþingi 550 milljarða með veði í bankahlutabréfum og þeir lána þá umsvifalaust án teljandi trygginga til sjálfra sín og viðskiptafélaga sinna, Roberts Tenghuiz eða hvað hann heitir einn kumpán þeirra.  Ég held að þetta sé ekki frjálshyggja í Kaupþingi. Þetta er hrein glæpastarfsemi . Og veðtökuval  Seðlabankans  heldur ekki frjálshyggja heldur skortur á almennu viðskiptaviti.

Já, Davíð sagði að íslenzka réttarkerfið réði ekki við stærri mál en innbrot í sjoppur. Enda varð lítið úr því gagnvart óvígum her  lögfræðinga Jóns Ásgeirs,  þar sem varnarkostnaður skipti ekki máli. Eftir þann dóm sem fann ekkert athugavert við það að  Jón Ásgeir keypti Baug handa sér og pabba sínum með peningum almenningshlutafélagsins Baugs,  missti ég algerlega trúna á getu íslensks  réttarfars.  Það er bara allt í lagi allstaðar. En þetta er ekki frjálshyggja heldur allt annað.

Viðskiptahöftin núverandi urðu vissulega til undir stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þau eru enn við líði og verða líklega lengi.  Þau eru hinsvegar ekki frjálshyggja. Og líka fráleitt samrímanleg sjálfstæðisstefnunni. Þessvegna eru SJálfstæðisflokknum flestar bjargir bannaðar í hugsjónabaráttunni meðan þetta ástand varir.   Bankarekstur ríkisins núna er heldur ekki frjálshyggja heldur ómengaður ríkisrekstur, sem SJálfstæðisflokkurinn getur ekki þolað mikið lengur.

Mér finnst almennt að fólk verði að greina á milli frjálshyggju og hreinnar glæpastarfsemi á fjármálasviði.  Glæpamenn eru ekki frjálshyggjumenn heldur glæpamenn, sem svífast einskis fyrir sig og sína hagsmuni. Hverskyns mismunun þegnanna, eins og misvægi atkvæða í kjördæmunum  er ekki frjálshyggja. Kvótakerfið verður aldrei frjálshyggja þó Hannes Hólmsteinn hafi reynt að gera það þannig í sínum málflutningi.

Það var heldur ekki frjálshyggja sem birtist í  vaxtastefnu Seðlabankans hvorki þá né núna. Hún  keyrði þá upp þensluna og hágengið með innstreymi  jöklabréfanna. Nú kyrkir hún það litla sem eftir er af atvinnulífinu enda erum við smáð þjóð í hafti, kreppu og eymd.  Margt sem Seðlabankinn gerði reyndist bara vera  vitleysa og hellti olíu á eldinn. Seðlabankinn  gerði hinsvegar ekkert til að hafa hemil á skuldasöfnun bankanna, sem enduðu með því að setja okkur á hausinn.  Hann gat það  en gerði ekki. Núna er eiginlega sama hvað hann gerir. Hann er fangi IMF eða AGS.

Svo hvað er frjálshyggja ?  Er það frjálshyggja að leyfa okkur að hegða okkur að vild í góðærum ? Ef verðbólga er lág og atvinnustig hátt, þá förum við í verkfall og keyrum verðbólguna á stað með kjarasamningum sem kerfið ber ekki. Þá höfum við hafst krónuna sem við getum fellt að vild.   Ef við verðum komnir með Evru eða dollar, þá verður svona hegðun  erfiðari. En verður það betri frjálshyggja eða verri að taka þjóðfélagið í gíslingu bara af því að maður kemst upp með það ?

 Frelsi eins má ekki ganga útyfir frelsi annars. Það er frjálshyggja John Stuart Mills. Frjálshyggja er einn maður eitt atkvæði. Frjálshyggja er frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Ekkert af þessu er uppfyllt á Íslandi í dag.

Við skulum ekki láta andstæðinga frelsins komast upp með að afflytja frjálshyggjuna. Því þá erum við farin að gera málamiðlanir með frelsið sjálft.

Frjálshyggjan er samstofna frelsinu.


Kosningar eftir viku !

Aldrei hef ég upplifað slíka hugsjónadeyfð og gervieldmóð eins og núna. Það er eins og flestir  séu uppgefnir og vonlausir um að nokkuð breytist með kosningunum. End ahver trúir því að gamlir stjórnmálaleiðtogar sem aldrei gátu lagað þjóðfélagið á sínni lífstíð geti alltíeinu frelsað okkur núna ?  Bara meiri vandræði og mismunandi útgáfur af allsherjar þrengingum og vandamálum. Ömurleg stemning þegar maður hugsar útí það.

Það er holhljómur í hástemmdum yfirlýsingum stjórnarflokkanna um hvernig þeir sjái bjarta framtíð ef menn bara kjósi þá til að halda  áfram að gera ekki neitt. Nema kjafta með almennum frösum um hvað þeir ætli að vera góðir við alla.

Ekkert er rætt um það sem mákli skiptir . Á að halda áfram með 3 handónýta ríkisbanka með alltofmörgu starfsfólki ? Á að halda áfram með ríkisvæðingu atvinnulífsins ?  Á að halda áfram með krónuna ? Af hverju er bara talað um evru  sem valkost ? 

 Ef við fellum gengið í 200 krónu dollar, er þá fyrsta jafnvægispunkti  frjálsra gjaldeyrisviðskipta náð ?  Getur efnahagslífið síðan farið að þróast Þaðan  ?  Er þessi þróun þegar í gangi hjá Eygarði ? Það er ekki hægt að búa við þetta ráðstjórnarfyrikomulag lengur. Það illa verður að fá að fara út eins og gröftur úr kýli. Við Íslendingar getum ekki búið við þennan kommúnisma mikið lengur.

Eða er fólk bara uppgefið og dofið ? Sér enginn neina framtíð aðra en höft og bönn ? Pólitískar fjárúthlutanir ?  Reglugerðir, ríkisvæðingu og þrælahald ofurskatta og fátæktar , viðvarandi atvinnuleysi og endalausra rökræðna um réttláta skiptingu á skorti ?

Verðum við bara ekki að horfast í augu við hljómsveitina ? Láta krónuna detta í jafnvægispunkt ?Framlengja lán í erlendum gjaldmiðlum meðan það versta gengur yfir ?

Byrja þaðan uppá við með verðtryggða sparikrónu eða nýja mynt og nýtt upphaf ?

 


Einfalt ?

Sumir kommanna hafa sent mér glósur fyrir að halda því fram að efnahagsúrræði stjórnarflokkanna séu einungis þau að hækka skatta og skera niður. Stórhækka fjármagnstekjuskatt, taka upp sanngjarnan 2-3 % eignaskatt,  setja á hærri tekjuskatt, hækka neysluskatta og taka upp sjúklingaskatta og aðra svipaða.

Þetta er alveg rétt hjá þeim. Það vantar í þetta hjá mér. Svona kemur þetta út í heild sinni hjá Katrínu Jakobsdóttur,varaformanns hjá VG:

Katrín: „Nei ég meina, það liggur alveg fyrir hver hallinn er á ríkissjóði. Við höfum talað fyrir blandaðri leið, og við höfum talað fyrir því, þ.e.a.s bæði aukinni innkomu skatta, það er ekkert launungarmál og líka því að skorið verði niður með þessum hætti. Ég held að það sé lykilatriði.“
Spyrill: „Það er sem sagt skattahækkun og launalækkun?“
Katrín: „Já, já. Þetta verður ekkert auðvelt.“

Ég var ekki búinn að átta mig á launalækkuninni. Ég biðst forláts á yfirsjóninni !

Nú eru víst kosningar bráðum . 

Er ekki um að gera að vita hvað maður er að kjósa yfir sig ? (E)S(B)amfylking og VG.

Einfalt !


Jón Baldvin hleypir fram !

Jón Baldvin Hannibalsson  hvetur  landsmenn til þess að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og vísar til þess að flokkurinn hafi fengið fjárstyrki á árum áður frá Glitni og Landsbankanum.

Jón Baldvin minnir kjósendur ekki á að helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar til margra ára er Baugur.   Sá sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu  er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs,  sem hefur valdið hruni hvers bankans af öðrum, ýmist sjálfur eða með helstu samstarfsfélögum sínum.

Greinargerðir stjórnmálaflokkana á fjármálum sínum hefur sýnt að Samfylkingin fékk  helst styrki frá Baugi. Það væri gott fyrir Jón Baldvin að rifja upp hvernig forustumenn Samfylkingarinnar hafa hagað málflutningi sínum árum saman í þágu Baugs gegn skálkinum Davíð og túlkað rannsóknir á fyrirsvarsmönnum fyrirtækisins sem pólitískar ofsóknir.

Þegar  Jón Baldvin sest á siðferðishestinn og hleypir eins og DonKíkóti gegn Sjálfstæðisflokknum mætti e.t.v. minnast þess líka að það var iðulega um það fjallað með hvaða hætti hann færi sjálfur með opinbert fé. Afmælisveislur á kostnað ríkisins. Sérstakur fjölmiðlafulltrúi Jóns á kostnað ríkisins í London. Digurbarkalegar pólitískar yfirlýsingar hans sem sendiherra í kokkteilboðum voru sagðar hafa flýtt fyrir flutningi hans  frá Washington.  

Samfylkingin og Vinstrigrænir trúa því að allt hjálpræð komi frá ríkinu. Hærri skattar á lægri laun eru tillögur þeirra. Berja hestinn sem er afvelta og uppgefinn. Það eru einu efnahagsráð kommanna. Þeir hafa aldrei skilið áhrif gulrótarinnar fyrir framan asnann.

Við þessar aðstæður eigum við að kjósa til Alþingis. Flesta sömu gosana og hafa sýnt það að þeir koma sér ekki saman um neitt.

Nei mér er ekki hlátur í hug. 

 Og því miður ekki bjartsýni heldur hvað varðar ályktunarhæfni háttvirts kjósandans. Það er makalaust hversu fólk telur skítkastið skipta meira máli en málefnin og viðfangsefnin, sem eru grafalvarleg þegar 18000 manns eru atvinnulaus.

Þá skiptir höfuðmáli hver greiddi hverjum og hver styrkti hvern. Fyrir löngu

Það er gott að eiga gamla krossfara eins og Jón Baldvin til að leiða lýðinn. 


Kreppan nálgast

enn. Við Íslendingar gerum ekkert nema rífa kjaft og vera með skítkast út af ómerkilegheitum sem engu skipta til framtíðar.  Sjáið bara hvernig kommarnir láta. Halda vakandi  óhróðrinum á Sjálfstæðisflokkinn með öllum ráðum Svandís reynir að tengja prófkjörsbaráttu Guðlaugs þórs við REI og greiðslurnar frá FL Group og Landsbankanum. "Let them deny it", var smjörklípuaðferð Nixons. Þannig halda kommarnir skítnum á lofti fram að kosningum eins færustu jugglerar.

Ekki eitt einast orð um hvað eigi að gera í vandanum. Ekki eitt einast orð um nýja skatta. Ekki eitt einast orð um atvinnuleysið. Eigum við að borga Icesave eða ekki ? Hvert er gengið að fara ? Erum við með ríkisstjórn eða ekki ? Hvernig væri að Sigmundur Davíð færi að svara fyrir það ? Eða finnst hæstvirtum kjósendum þetta það sem máli skiptir ?

Bara blaður um vanda heimilanna sem ekkert er gert í. Blaður um vanda fyrirtækjanna, sem ekkert er gert í. Bara blaður. Kosningablaður um bull og aukatriði. Kommablaður, - fjölmiðlablaður. 

Svei mér ef virðing mín á Alþingi fer ekki heldur minnkandi við þessar aðstæður.  Forsetinn okkar  þegir þó núna flesta daga guðsblessunarlega. Enda gott að eiga samnefnara fyrir þjóð í vanda.

Hvað á að gera meðan kreppan nálgast ?  

 


Á ég að skammast mín ?

fyrir að vera Sjálfstæðismaður ?

fyrir að trúa á hugsjónir en ekki einstök tilvik ?

fyrir að trúa á muninn á réttu og röngu ?

fyrir að vera  sama um kommanna  ?

fyrir að vilja Íslandi vel ?

fyrir að hafa skoðanir ?

Mér virðast þó nokkrir bloggarar telja að ég eigi að skammast mín.

En ég geri það bara ekki. Ekki fyrir neitt af þessu.


2% á töpuð bréf !

Þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluthafar í gömlu bönkunum sem urðu gjaldþrota og hverra bréf urðu að núlli, verða látnir borga 2 % eignaskatt af verðmæti bréfanna eins og það var þegar best lét.  Bankarnir eru ekki gjaldþrota í augum RSK.

How now brown cow ?

Kjósum við ekki allir Lilju Mósesdóttur og VG ?


Prófsteinn

-verður lagður á það í kosningunum,  hvort kjósandinn sé vindhani  sem snýst við minnsta andvara.  

-verður lagður á það  hvort íslenzki kjósandinn lætur fremur stjórnast af upphrópunum múgsins  eða hugsun sinni.

-verður lagður á það, hvort meint fjármálamistök  Sjálfstæðisflokksins undir þáverandi stjórn  útiloki flokkinn undir núverandi forystu frá því að hafa ábyrga stefnu í landsmálum ? 

-verður lagður á það hvort íslenzki kjósandinn greinir kjarnann frá hisminu.


Að gera út í pólitík !

er ekkert áhlaupaverk. Það þarf kássu af peningum til að borga útgáfustarfsemi, auglýsingar, bíla,síma, húsaleigu, mat handa sjálfboðaliðum. Allt kostar ógrynni fjár. Þrátt fyrir styrkjasöfnun, sem allir flokkar reka í sínum fjármálaráðum, þá skulda flokkarnir hálfan milljarð. Hvernig í veröldinni ætla þeir að borga það ? Hvernig ætlar frjálslyndi flokkurinn að borga sínar skuldir eftir að hann er dauður ? Eða Íslandshreyfingin ? Samfylkingin hlýtur að geta hrifsað til sín hundraðmilljónir með stjórnarsetu þó að íhaldið hafi ekki getað það.

Sjálfstæðisflokkurinn er á hausnum. Hvernig ætlar hann að endurgreiða eitruðu peningana frá glæpamönnunum í FL Group og Landsbankanum ? Ekkert annað en landssöfnun meðal flokksmanna getur bjargað flokknum frá gjaldþroti.

Mér fannst eitt það vitlausasta, sem nokkurntíman hefur verið gert í pólitík að skylda stjórnmálaflokka til að leggja fram bókhald. Rekstur þeirra á að lúta sömu lögmálum og saumaklúbba. Þetta eru frjáls félagasamtök sem starfa í trúnaði við félagsmenn sína og styrktaraðila. Það var fáránlegt að láta undan öfundarkommunum, sem fengu glýju í augun yfir velgengni Sjálfstæðisflokksins.

Það er hinsvegar dómgreindarleysi hjá hvaða stjórnmálaflokki sem er,  að þiggja peninga frá glæpamönnum. Hvort sem það væru eiturlyfjabarónar eða skipulögð þjófasamfélög eins og Mafían eða íslenzkir bankaræningjar. Það eru til eitruð peð sem stjórnmálamaður getur ekki þegið. Drullusokkar sem enginn heiðvirður maður getur komið nálægt.

Dómgreindarleysi í fjárhagslegri neyð getur þó auðveldlega villt mönnum sýn. Þessir menn gera mistök,  þó þeim gangi ekkert annað til en að hjálpa flokki sínum. En þá rísa kommarnir upp og heimta blóð þessara manna. Drepum Guðlaug Þór af því að hann hafði milligöngu. Hengjum Geir Hilmar fyrir að hafa borið ábyrgð. Axlið ábyrgð, axlið ábyrgð. Allir hinir en ekki ég.

Ekki áfellast glæpamennina sem reyndu að kaupa sér velvild ? Eða þá bara voru að leggja gildrur fyrir sakleysingjana til að klekkja á þeim síðar ? Ef þú þiggur eitthvað hjá Guðföðurnum ertu háður honum uppfrá því. Það ætti öllum að vera ljóst.  Máltækið segir : Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert. Allar gjafir þiggja laun er líka sagt.

Nú er kosningar. Allt hýenugengið í fjölmiðlunum, neðan frá Reyni Traustasyni og uppúr, argar og gargar á blóð. Málefnaumræðan er dauð. Það liggur við að fólk krefjist þess að Sjálfstæðisflokkurinn dragi framboðslista sína til baka af því að einhverjir menn hafa sýnt dómgreindarleysi.

Sá yðar sem syndlaus er.....

En hvernig á að gera út í pólitík ? Án peninga ? Hvernig færu þá fram kosningar ? Auglýstir listar af nöfnum frá kjörstjórn, sem enginn vissi hvað táknuðu ? Engar auglýsingar, engar kynningar, engin starfsemi ? Hvað rugl er þetta allt saman. Af hverju ekki frjáls félagasamtök ?

Ekki veit ég hvað ég á að kjósa sagði ein hefðarfrú í Sundlaugunum við mig. Þetta er allt svo rotið.

Ef þú vilt borga 2 % eignaskatt af íbúðinni þinni sagði ég, þá skaltu kjósa VG. VG ? Hvað er það sagði hún blessuð,

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband