Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ekki veiða þorskinn !

þeir segja mér að sjórinn sjóði úti fyrir Eyrabakka af GOLÞORSKI. Þeir megi bara ekki veiða hann því hann sé í geymslu til að byggja upp þorsktofninn ( líklega  fyrir hvalina sem bíða þarna fyrir utan).

 


Samfylkingin 48.725.421 milljónir 2007 ?

Smámynd: Rauða Ljónið

Já samkvæmt ríkisendurskoða er talan 2007    48.725.421  ekki 10.756.715

Rauða Ljónið, 9.4.2009 kl. 21:27

Hvað er rétt ?


Þarf Samfylkingin ekkert að svara ?

Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar hér. <http://www2.samfylking.is/media/files/Reikningar%20Sf%202001-2006%20LOK.doc>

 

 

" Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:

2001: 6.009.592

2002: 2.368.392

2003: 1.672.386

2004: 3.327.140

2005: 9.144.641

2006: 44.998.898

2007: 10.756.715 "

 

 

 

Munur milli áranna 2005 og 2006 er tæpar 36 milljónir króna. Er vitað hvaðan þetta fé kom? Hvers vegna er árið 2006 svona frábrugðið öðrum árum?

Eða er bara grunsamlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut ? 

 


Víxlar & Tékkar !

Alger verkleysa stjórnmálamannanna við að auka peningamagn í umferð verður til þess að gamall maður fer að hugsa til baka.

Hvernig var þetta nú í gamla daga ?

Maður var ungur og gifti sig og fór að eignast krakka. Allir voru skítblánkir. Fullorðið fólk taldist efnað ef það bjó í eigin íbúð. Ríkt fólk átti kannske 3 íbúðir sem það leigði út. Stórríkt fólk átti fleiri íbúðir og leigðu út.

Maður þurfti að byggja. Hvernig ? Húsnæðislán voru veitt á fokhelt sem námu 1/3 af byggingakostnaði. Hvaðan átti restin að koma ? Það var til nokkuð sem hét eigin vinna. Menn unnu aukavinnudag eftir sinn venjulega við að slá upp, skafa timbur, steypa, múra. Sumir áttu ömmur og afa sem gátu lánað lítilræði af sparifé sínu. Sumir þekktu mann í J. Þorláksson & Norðmann og gátu fengið klósett og vask útá krít. Menn keyptu steypu á víxli sem menn börðust svo við að framlengja og borga af. Menn skrifuðu líka gúmmítékka fram í tímann til að kaupa byggingavörur. Það voru allskyns höfðingjar til eins og Snorri í Húsasmiðjunni sem voru hreinir velgjörðamenn fátæklinganna í vandræðum þeirra.

Það gekk allt hagkerfið á því sem fólkið gerði sjálft. Ekki pólitísku bankarnir. Jóhann Hafstein var einstakur í hópi bankastjóra, hann veitti aumingjunum stundum smávíxla. Flestir hinna fleygðu manni yfirleitt samstundis út.

Við vorum í steypubísnessnum frændurnir. Helmingurinn  gekk á víxlum og gúmmítékkum. Eilíft basl og vesen. Útborgunardagarnir í hverri viku voru terror og oft stóð tæpt.  Svo komu gengisfellingarnar og steypubílarnir tvöfölduðust í verði. Þegar þær voru í aðsigi komu menn með aleiguna sína í peningum og vildu fá kvittun hjá okkur um að þeir ættu inni steypu til næsta árs. Enga aðra tryggingu. Og byggingafélög komu líka með hrikalegar fjárhæðir og vildu fá bara kvittun fyrir steypuinneign.  Við rákum banka með betri peningum en Jóhannes Nordal í Seðlabankanum. Bara á traustinu.

Nú er eins og enginn geti gert neitt nema horfa upp í rass..... á ríkinu og bíði eftir því að það sk....

Fólk skilur ekki hvað ég er að tala um þegar ég tala um kreppuvíxlana. Það skilur ekki orðið traust. Það skilur ekki hagkerfi fólksins eins og það var hérna áður fyrr. Við bara kjöftum um stýrivexti og okurlán bankanna. Skilur ekki að það var líf á undan Visa og Júró. Drullusokkarnir 20 eru búnir að afsiða þjóðina. Það er ekkert skeytt lengur um skömm né heiður.

Mikið af vesaldómnum í dag á uppruna sinn í okkur sjálfum. Við trúum ekki á okkur sjálf lengur. Við vantreystum hvert öðru svo að við sitjum heldur heima og grenjum heldur en að gera eitthvað.Enda atvinnuleysisbætur orðnar svipaðar og þau laun sem bjóðast þeim verst settu á markaði.

Víxlar og tékkar voru námsgrein í skólum. Við lærðum að forvaxta víxla í Gaggó hjá Gunngeiri Péturssyni, þeim ógleymanlega reikningskennara og valmenni.

Nú veit enginn hvað víxill er eða gúmmítékki.

Við horfum bara upp í rass ...... ....

 


Aðalfundur BYR 13.maí.n.k.

Á fjölmennum fundi hollvina BYR á Grand Hotel í dag, var tilkynnt um aðalfund 13.maí n.k.

Þar var samþykkt ruglingsleg ályktun að mínum dómi um að stjórnvöld skuli sjá til þess að aðeins grandvarir og heiðarlegir menn verði valdir til forystu í BYR. Ég hélt að stofnfjáreigendur ættu að velja stjórnina en ekki stjórnvöld. Fundarboðandi útskýrði að með þessu væri verið að ákalla stjórnvöld um að láta núverandi stjórn ekki komast með það að fara með atkvæðavægi á aðalfundinum sem byggði á veðsettri stofnfjáreign. En núverandi stofnfjáreigendur munu allir vera með veðsett bréf. Gott og vel, ef þetta er hægt þá geta almennir stofnfjáreigendur hugsanlega boðið fram. Ekki ég, því ég skulda Glitni fyrir mitt bréf og það er víst að veði fyrir skuldinni. En bréfið er einskis virði og óseljanlegt með öllu.

Stjórnin fór öðruvísi að. Hún skammtaði sér 1100 milljóna yfirdrátt, sem er búið að hækka síðan um vextina, og keypti af sér sín bréf sjálf sem fóru yfir í félag í þeirra eigu. Þetta eru náttúrlega hreinir bankabófar sem sitja í stjórn BYR sem hafa gróflega mismunað öðrum stofnfjáreigendum. Það væri blóðugt ef þeir eiga að komast upp með að halda völdunum í gegnum bréfin sem þeir eru búnir að selja og moka úr sjóðum BYR í eigin vasa.

Hver ætlar að hafa frumkvæði að því að koma saman lista til að bjóða fram á móti bófunum veit ég ekki. En ég vona að slíkir menn fyrirfinnist.

Ef menn vilja reka endurskoðandann, sem margir telja fyllilega tímabært eftir síðustu atburði, þá verða menn að fara rétt að því og vera með annan endurskoðanda kláran á fundinum.

BYR er fyrirtæki sem við stofnfjáreigendur eigum að verja og hugsa vel um. Fyrirtækið hefur lent í ræningjahöndum Baugs og bandítta.  Þaðan verður að reyna að frelsa fyrirtækið sem er þá annar  bankinn af tveimur sem er ekki hreinn ríkisbanki. MP banki er hinn einkabankinn, sem á alla mína samúð. En því miður blandast hann í skuggaleg viðskipti BYR-bandíttanna með stofnfjárbréf og þyrfti nauðsynlega að geta hreinsað sig af samneyti við þessa aðila. 


Bankabófar

Ekki birtir yfir þeirri mynd sem menn hafa fengið af helstu stjórnendum bankanna, Núna birtist mönnum athæfi stjórnarmanna í BYR sem er ekkert skárra en þeirra í SPRON nema miklu verra.

Það er alkunna að rotturnar flýja í land þegar þær skynja að skipið muni sökkva undan þeim. Rottueðlið er greinilega útbreidd meðal íslenzkra  bankastjórnenda. Stjórnarmenn koma sínum aurum í skjól þegar þeir vita hvert stefnir en láta aðra hluthafa, sem kusu þá í trúnaðarstörf, éta það sem úti frýs. 

Endurskoðandi BYR, Sigurður Jónsson hjá KMPG skrifar í ársreikninginn fyrir 2008 "

" Engin óvenjuleg viðskipti voru milli tengdra aðila  ársins 2008."  

Svakalega er þetta flinkur endurskoðandi. Hann  hefur ekki hugmynd um rottuganginn í stjórn fyrirtækisins. Hann hefur ekki hugmynd um hversvegna virðisrýrnun útlána verður uppá 28 milljarða króna. Sem hlýtur að vera vegna þess að engar trygggingar hafa verið teknar fyrir lánveitingum.

Hann segir líka: " Í því felst að stjórni hefur sett sér starfsreglur til að tryggja jafnræði við umfjöllun og afgreiðslu mála sem koma fyrir stjórn sjóðsins til að tryggja óháða málsmeðferð og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra "

Fyrir þessa endurskoðun þiggur  Sigurður 36 milljónir króna .  Mikið  er þetta flott fyrir stofnfjáreigendur sem sitja uppi með skuldir hjá Glitni vegna þess að þeir voru plataðir til að taka lán til að kaupa nú óseljanleg stofnbréf í BYR. Og horfa svo á það að á  árinu 2008 selja stjórnarmennirnir sín bréf með lánum frá BYR. Fyllsta jafnræði ! Er það ekki  Sigurður endurskoðandi og engin óvenjuleg viðskipti  ha ? 

Allstaðar meðal siðaðra þjóða væri búið að handtaka og setja höfuðpaurana í gæsluvarðhald til þess að þeir geti ekki spillt sakargögnum frekar.  Í stað þess geta þeir valsað í bókhaldinu og eytt þeim skjölum sem þeim sýnist.  Svona hefur vinnulagið verið í öllum bönkunum frá falli þeirra. Eva Joly eða ekki, -bófarnir  virðast hafa óheftan aðgang að skjölum fyrirtækjanna.  Ekki var þetta  svona  í Hafskipsmálinu á sínum tíma.

Ég vona að stofnfjáreigendur fjölmenni á GrandHotel kl. 5. Það verður svona drama í masochisma að hlusta á skýrslu um það hvernig við vorum niðurlægð, svikin og smánuð af liðinu  sem við lyftum til æðstu trúnaðarstarfa í félaginu. 

 

 


Bye Bye Mr. Brown and you Euroclowns ?

"Við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna". Og heimurinn skalf og alheimskreppa lagðist yfir borg Davíðs !

Ef við bara rísum uppá afturlappirnar og neitum að borga Icesave, Kaupthing Edge og Jöklabréfin, hvað gerist þá ? Segjums einfaldlega ekki geta borgað um þessar mundir.

Hvað skuldar ríkið  þá mikið síðan í október s.l. þegar það skuldaði ekkert ? 

Hvað eigum við af gjaldeyrisforða án IMF ?  Getum við lifað þetta  af ?  

Þurfum við eitthvað á vináttu þeirra  Browns og  Euroclowns að halda ?  Eða IMF ? Erum við ekki ærulausir hvort eð er Íslendingar ?  Verður Obama nokkuð verri við okkur þó við borgum þeim ekki neitt ?

Hvað gerist ef við bara förum eftir ráðum þeirra Hudsons og Perkins  ? Er þá ekki kreppan hérna bara búin  ?


Vaxtafrádráttur fyrir alla ?

Sveinbjörn Jónsson verkfræðingur sendi mér hugleiðingar sínar :

Af hverju er fyrirtækjum og einstaklingum mismunað hvað varðar fjármagnskostnað ? Hversvegna fá einstaklingar ekki að draga allan fjármagnskostnað, alla vexti og verðbætur , frá tekjum eins og fyrirtæki ?

Eru ekki heimilin mikilvægustu fyrirtæki landsins ? Án þeirra engin fyrirtækjastarfsemi.

Er þetta ekki skynsamlegri leið en eða fimbulfamba um 20 % eftirgjöf skulda ? Er það ekki alltof flókin framkvæmd ?.

Er ekki skynsamlegra að hækka bæði persónufrádráttinn og skattprósentuna alla í staðgreiðslunni heldur en að vera að taka upp sérstakan hátekjuskatt ? Kemur ekki skatturinn þá réttlátar niður ?

Svo spyr ég líka.  Hversvegna eiga menn að telja fram eign í ónýtum hlutabréfum gömlu bankanna ? Til þess að borga 2 % eignaskatt af þeim að tillögu VG ?

Hversvegna fá menn ekki tapsfrádrátt  af hlutabréfum í bönkunum , sem eru þó sannarlega gjaldþrota og einskis virði. Tap af öðrum gjaldþrota fyrirtækjum er frádráttarbært. Bara ekki af glæpabönkunum gömlu. 

 Eru allir litlu  hluthafarnir líka stimplaðir glæpamenn í augum RSK úr því að  stjórnendurnir voru það ?  


Kreppuvíxlar aftur og enn !

Ég hef áður hér á síðunni hvatt til þess að almenningur taki til sinna ráða við að endurvekja viðskiptalífið þar sem pólitíska valdið gerir nákvæmlega ekki neitt til þess.

Ég hef ekki fengið miklar undirtektir við þessari hugmynd en mér finnst samt rétt að halda henni við nú þegar hver ryðst um annan þveran við það að segja að krónan sé ónýt og okkur vanti nýjan gjaldmiðil.

Þessi hugmynd kviknaði eftir greiningu hagfræðingsins á því, að hið eina sem væri horfið af því sem áður var á jörðinni , væri traustið milli manna. Allt annað væri þar til staðar eins og áður. Enginn treysti öðrum og því vildi enginn lána öðrum.  

Mér datt í hug að Kauphöllin til dæmis myndi prenta sérstaka númeraða óútfyllta kreppuvíxla. Engir aðrir slíkir væru gefnir út, frekar en peningaseðlar. 

 Þessavíxla  gætu menn fengið til útfyllingar og selt sjálfir einhverjum vini sínum,  sem ætti pening eða vöru eða þjónustu sem hann vill selja.  Kaupverðið á víxlinum er á milli þeirra.  Víxlarnir mega vera í hvaða mynt sem er og til hvaða tíma sem er.

 

Kauphöllin tekur síðan útfylltan kreppuvíxilinn með samþykkjanda og útgefanda og auglýsir til sölu. Fjárfestir gerir hugsanlega tilboð og það myndast þá gengi á víxlinum og útgefandinn fær peninginn til baka mínus kostnaðinn,  sem dregst þá frá hagnaði hans af viðskiptunum. Hann getur þá lánað aftur eða selt.  Einhverjir víxlar seljast ekki og eigandinn situr þá uppi með hann. Hann tekur sjénsinn í báðum tilfellum.

 

Kauphöllin heldur skrá yfir heildarútgáfu hvers einstaklings og sölumöguleikar hinna skuldugu minnka með lægra gengi þeirra víxla en hinir fá betra gengi.  Þannig fara viðskiptin af stað aftur í einhverjum mæli. Margfeldisáhrifin segja fljótt til sín og fólkið fær von og traust á sjálfu sér og náunganum.

 

Ég get látið mála húsið mitt ef ég þarf ekki að borga víxilinn minn fyrr en næsta ár. Ég og málarinn tökum sjéns hvor á öðrum. Alveg eins og við gerðum hér áður fyrr. Hvort vill málarinn sitja heima á atvinnuleysisbótum eða gera svona tilraun með mér ? Ég mála annars ekki neitt því ég á ekki aur.

 

Seðlabankinn geti svo komið inní dæmið með því að greiða fyrir endurræsingunni á efnahagsvélinni. Endurkeypt svona víxla þegar fram liðu stundir.  

 

 

Pólitíska valdið hefur ekkert gert til að reyna að koma atvinnulífinu í gang. Það bara kjaftar og kjaftar en gerir ekki neitt.Horfiðið bara á sjónvarpið frá þinginu !

  

 

Því verður einkaframtakið að reyna að höggva á hnútinn með þessum hætti.   Þetta er ný peningaútgáfa. Þetta er nauðvörn svikinnar þjóðar. Alveg eins og var eftir stríðið í Þýzkalandi. Þá urðu sígarettur gjaldmiðill sem notaður var í neyðinni þangað til D-markið var gefið út, eftir fyrirmynd frá gamla Hjalmari Schacht sem kunni til verka. 

 

 

Við verðum að gera eitthvað til að endurreisa traustið milli manna. Þegar traustið kemur aftur þá breytist allt í mannheimi.


Hvað segir Hudson ?

 Í Fréttablaðinu 04.04.09 er grein eftir virtan hagfræðing Michael Hudson um stöðu Íslands í fjármálum. Þessi grein á erindi við okkur. Hudson segir eiginlega berum orðum, að Íslendingar séu tæknilega gjaldþrota. Við getum ekki borgað skuldirnar sem útrásarvíkingarnir og glæpamennirnir komu okkur í. 

Bara sú einfalda staðreynd að skuldirnar við kerfið , alla 4 ríkisbankana og Íbúðalánasjóð hækkuð um 14 % meðan fasteignirnar lækkuðu um 21 % segir söguna um þróunina sem snýr að heimilunum í landinu. Við sóum peningum heimilanna okkar í að halda þessum 4 bönkum úti sem sjálfstæðum eingingum eiginlega bara við það að rukka inn verðtrygginguna. Þá má sameina í einn ríkisbanka því þeir verða aldrei bankar almennings eða fyrirtækja.  Þeir eru óþörf náttrröll með of miklu starfsfólki samanlagt.

 

Þessum heimilum ætla ríkisstjórnarflokkarnir að senda 2 % eignaskattsreikning. Sem sagt á ungt fólk að borga eignina sem það kaupir tvisvar sinnum á næstu 50 árum.

 

Eina milljón af 50 milljóna íbúðarhúsi á ári hverju.

 100.000 eignir þýða eitthundraðmilljarða. Til viðbótar kemur hátekjuskattur á tekjur frá 400.000  og hækkun fjármagnstekjuskatts um 40 % til að ganga endanlega frá sparnaðarviljanum.

 Þannig ætlar Steingrímur að stoppa uppí gatið á ríkissjóði. Þessvegna auðvitað  vilja hvorki Jóhanna né  hann ekkert segja um ráðstafanirnar í efnahagsmálum fyrir kosningar.  Sjálfstæðisflokkurinn einn segir alveg skýrt: Enga nýja skatta. Atvinnulíf og heimili eru nátengd. Án atvinnu engar tekjur. Það vantar tuttugu þúsund ný störf. Greinin eftir Michael Hudson  er hér: 

Ísland hefur orðið fyrir árás– ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás.

Afleiðingarnar eru jafnbanvænar þrátt fyrir það. Fleiriverða veikir, lifa í örvæntingu ogdeyja fyrir aldur fram ef þjóðinneitar ekki að greiða til bakamegnið af þeim lánum sem prangað hefur

verið inn á hana á síðustu átta árum.

En leiðin til bjargar er þyrnum stráð. Voldugirskuldunautar á borð við Bandaríkinog Bretland munu siga áróðursmeisturumsínum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnumog Alþjóðabankanum, á Íslendingaog krefjast þess að þeir verði hnepptir ískuldafangelsi með því að þvinga þá til aðgreiða skuldir sem þessar þjóðir myndualdrei greiða sjálfar. Til að komast út úr skuldafeninu verðaÍslendingar að átta sig á hvers konarefnahagsástand sjálfseyðingar íslenskirbankamenn hafa skapað. Þrátt fyrir aðhafa eytt nærri hálfri öld í að rannsakaþjóðir í erfiðri skuldastöðu hef ég sjaldaneða aldrei séð neitt í líkingu við ástandið áÍslandi. Hér á landi hafa bankarnir steyptsér í svo gríðarlegar skuldir að verðgildikrónunnar mun rýrna til frambúðar ogleiða af sér verðbólgu næstu áratugina. 

Skuldaleikurinn

 Í gegnum söguna hafa skuldugar þjóðiroftast farið þá leið að losa sig við skuldirnarmeð hjálp verðbólgu, þ.e. borgað

skuldirnar með „ódýrum peningum“.

 Ríkisstjórnir prenta peninga og viðhaldafjárlagahalla til þess að hækka verðlagog þannig er meira fjármagn í boði, envöruframboð óbreytt. Þessi verðbólgaog gengis fall minnka skuldabyrðina svoframarlega sem laun og aðrar tekjurhækka samhliða. Ísland hefur snúið þessari lausn á hvolf.Í stað þess að auðvelda hina hefðbundnuskuldaleiðréttingu hefur verið sköpuðparadís lánardrottna og hinni sígilduflóttaleið skuldsettra þjóða lokað. Þjóðinhefur fundið leið til að steypa sér í skuldirmeð hjálp verðbólgunnar, í stað þess aðvinna sig úr þeim með henni. Með verðtrygginguskulda hefur Ísland komið uppeinstöku kerfi fyrir banka og aðra lánardrottnasem stóreykur tekjur þeirra aflánastarfsemi, á kostnað launa og tekna afraunverulegri atvinnustarfsemi.Það er eðlilegt að fólk greiði lán semtekin hafa verið á heiðarlegan hátt. Venjulegaer gert ráð fyrir að fólk taki lán– og bankar láni – til vænlegra fjárfestinga,sem skili arði sem síðan er hægt aðnýta til að greiða lánið til baka auk vaxta. Þannig hafa bankar starfað um aldaraðirog þannig hefur orðið til ímynd hins varkárabankamanns sem neitar fjölmörgumþeirra sem sækjast eftir lánum frá honum.Þannig var það að minnsta kosti einu

sinni.

 Fáir sáu fyrir sér að aðgangur aðlánsfé yrði svo greiður að þau vanskil

sem við sjáum í dag væru óhjákvæmileg.

Í Bandaríkjunum er þannig þriðjungurþeirra sem tóku húsnæðislán með neikvæðaeiginfjárstöðu. Það þýðir að lánineru orðin hærri en virði eignanna sem þauhvíla á. Lausn nýfrjálshyggjunnar á þessuvandamáli er að selja eignir með gríðarlegumafföllum til alþjóðlegra arðræningjaog brjóta niður félagslegt kerfiþjóða, einmitt þegar þær þurfamest á því að halda. Þetta gildir

þó aðeins um litlu þjóðirnar.

Þær þjóðir sem hæst hrópa á Íslendingaað greiða lán spákaupmannannaeru undanskildar. Þar erufremstar í flokki þær þjóðir semeru skuldsettastar, Bandaríkin ogBretland, undir stjórn manna semdytti aldrei í hug að leggja slíkarbyrðar á eigin þegna. Um leið ogþessar þjóðir lækka skatta og auka á fjarlagahallannreyna þær að kúga peningaút úr smærri og veikburða þjóðum, líkt ogþær stunduðu gagnvart Þriðjaheimsríkjumá 9. og 10. áratug síðustu aldar. Fjármálastríðið Á síðustu árum hefur Ísland orðið fyrirárásum alþjóðlegra lánardrottna. Þeirhafa náð að sannfæra hóp lukkuriddaraum að leiðin til auðs og hagvaxtar væri ískuldsetningu, en ekki ráðdeild. Bankar ogspákaupmenn í innsta hring alþjóðafjármálakerfisinshöfðu það að meginstarfiað selja skuldir og þurftu að búa sig undirþað efnahagslega hrun sem sagan sýnirað fylgi óhjákvæmilega í kjölfar slíkrarofurskuldsetningar. Það gerðu þeir meðþví að sá fræjum hugmyndafræði sem leitá keðjuverkandi skuldsetningu sem góða

hagstjórn.

 Stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum erað koma á stöðugleika og forðast kreppumeð því að færa niður skuldir til jafnsvið lækkandi markaðsverð, en ekki síðurað ná greiðslubyrði húsnæðislána niðurá viðráðanlegt stig, þ.e. innan við 32% aftekjum heimilanna. Í öðrum löndum ereinnig verið að færa niður skuldir svo fólkog fyrirtæki geti staðið í skilum. Á Íslandier verðtryggingin hins vegar að belgja útskuldir og steypa húseigendum í neikvæðaeiginfjárstöðu. Það fyrsta sem Íslendingar verða aðgera er að átta sig á að landið hefur orðiðfyrir efnahagslegri árás útlendinga, sem

studdir voru af íslenskum bankamönnum.

 Til að hafa sigur reyndu þessir lánardrottnarað sannfæra þjóðina um aðskuldir væru framleiðsluhvetjandi og aðhagkerfið efldist, þar sem verðmæti þessykist – þ.e. eignir yxu umfram skuldir.Þannig var gert ráð fyrir að verð myndialdrei lækka og við myndum aldrei standaeftir með skuldirnar einar og neikvæðaeiginfjárstöðu. Þeir gerðu sitt besta til aðsannfæra þjóðina um að það væri slys semgerðist aðeins einu sinni á öld eða svo, enekki óhjákvæmileg afleiðing gríðarlegrarskuldsetningar með samsettum vöxtumán tekjuaukningar sem stæði undir vaxtagreiðslum. Þessari hugmyndafræði er nú fylgt eftirmeð því að telja íslenskum almenningi trúum að honum standi ekkert annað til boðaen að borga skuldirnar sem örfáir einstaklingarhafa steypt sér í, skuldir semsafna vöxtum að öðrum kosti. Þjóðin þarfeinfaldlega að gera sér grein fyrir því aðþær skuldir sem krafist er að hún greiði

eru meiri en hún getur ráðið við.

 

Hvernig eiga Íslendingar að borga?

 Íslendingar verða að gera sér grein fyrirþví fyrr en seinna að ekki er hægt aðgreiða þessar skuldir og um leið halda uppisanngjörnu samfélagi. Óhjákvæmilegt erað afskrifa skuldir á einhvern hátt. Hversumikið er ekki hægt að segja til um fyrr envitað er hver skuldar hverjum og hversumikið. En Ísland er sjálfstætt ríki og getursett hver þau efnahagslög sem því hentar,svo framarlega sem þau mismuna ekkifólki eftir þjóðerni. Alþjóðlegir lánardrottnar munu mótmælaharðlega. Markmið þeirra er aðhalda fjármálaheiminum utan alþjóðalagaog gera innheimtu skulda óháða lýðræðislegumreglum. Þannig reyna alþjóðlegarfjármálastofnanir að hindra stjórnvöld íað koma böndum á óhefta lánastarfsemi ogeignaupptöku. Málpípur fjármagnseigendasaka þannig stjórnvöld um að hefta hinnfrjálsa markað, þegar þau eru í raun einaaflið sem getur komið í veg fyrir að heiluþjóðirnar verði hnepptar í skuldafangelsi. Með því að fara fram á greiningu á þvíhver skuldar hverjum hvað getur Íslandkomið boltanum í fang lánardrottnannaog látið þeim eftir að svara því hvernig íósköpunum Íslendingar eigi að fara að þvíað borga og hverjar efnahagslegar afleiðingarþess verði. Hvernig geta Íslendingarborgað á næstu árum án þess að landsmenntapi unnvörpum eignum sínum ogfélagslega kerfið verði lagt í rúst?  Hvernig geta Íslendingar greitt skuldir sínar ánþess að keyra sig í þrot, leggja niður þjóðfélagfélagslegs jafnréttis og koma hér ásamfélagi örfárra ofurríkra lánardrottnaog svo örsnauðs almennings? Það er raunveruleghætta á að hér myndist ný stéttfjármagnseigenda sem stjórna muni landinunæstu öldina eða svo. Íslendingar hafa verið prettaðir. Eigaþeir að líta á það sem skyldu sína að greiðaþjóðum sem hafa ekki í hyggju að greiðanokkurn tíma sínar eigin skuldir? Svo lánardrottnarfái greitt þurfa þeir að sannfæraskuldunauta sína um að þeir geti íraun og veru borgað, þ.e. borgað án þessað leggja samfélagið í rúst, selja auðlindirsínar eða koma á gríðarlegri stéttaskiptingufjármagnseigenda og skuldara. Lánin eða lífið? Íslendingar verða að líta til langs tíma.Hvernig á efnahagskerfið að lifa af ogvaxa til framtíðar? Verðtryggingu lánaverður að afnema. Gjaldeyrislán verður aðfæra yfir í krónur á lágum, óverðtryggðumvöxtum eða afskrifa að hluta eða öllu leyti.Markmiðið á að vera að fella niður skuldirsem valda efnahagslegu tjóni.Leiðarljósið er heilbrigt efnahagskerfií heild sinni. Þeir sem heimta mest eruekki þeir sem skulda mest, heldur þeirsem hafa lánað mest.  Markmið þeirra er að tryggja völd sín í samfélaginu. Umframallt vilja þeir hámarka vald skuldaumfram verðmætasköpun. Þess vegnaer verðtrygging lána notuð til að tryggjaað bankarnir hagnist á hruni efnahagslífsins,en ekki almenningur, sem greiðaþarf jafnt skuldirnar sem og kostnaðinnaf hækkandi verðlagi og hruni krónunnar. Lánadrottnar um allan heim eru í óða önnað færa niður skuldir í takt við lækkandifasteignaverð. Á Íslandi hafa bankarnirhins vegar fengið að hækka skuldabyrðinaum 14% á síðasta ári, á meðan fasteignaverðhefur lækkað um 21%! Því verra semefnahagsástandið er, því sterkari eru lánveitendurnir. Þetta er ávísun á efnahagslegtsjálfsmorð þar sem dýpkandi kreppahneppir æ fleiri í skuldafangelsi.Ísland getur tekið forystu og orðið fyrirmyndannarra þjóða í efnahagslegu jafnrétti.Aldrei hefur verið betra tækifæri tilað taka afstöðu til þess um hvað standa ávörð – óyfirstíganlegar skuldir eða framtíðíslensks samfélags?  Munu stjórnvöld verja þegna sína fyrir afætum fjármálaheimsins,eða munu þau færa þeim íslenskahagkerfið á silfurfati? Það er spurningin

sem íslensk stjórnvöld verða að svara.

(Leturbreytingar eru mínar HJ) Höfundur er sérfræðingur í alþjóðafjármálum,hefur verið ráðgjafi Hvíta hússins,bandaríska innanríkisráðuneytisinsog varnarmálaráðuneytisins og vinnur aðtillögu að nýrri skattalöggjöf fyrir Bandaríkin. Þetta er fyrri greinin af tveimur eftirHudson sem birtast í Fréttablaðinu. Súseinni birtist innan fárra daga. Ég vísa til orða minna um Hjalmar Schacht “Kreppan í aðsigi “ hér á bloggsíðunni. Ég fagna því auðvitað að svo málsmetandi maður sem Michael Hudson hefur velt þessu ástandi fyrir sér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband