Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Kosningar strax !

og hægt er ef þessi ríkisstjórn gefst upp. Það var vægast sagt illa tekið undir hugmyndir um það að Sjálfstæðisflokkurinn tæki sæti í ríkisstjórninni  sem nú situr á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun.

 Röksemdum sem þeim að málefnin sem biðu óleyst væru svo aðkallandi að flokkurinn væri að hugleiða að setjast í stjórnina með krötunum jafnvel þó það kostaði tilslakanir í Evrópumálunum, var vísað frá af þorra fundarmanna. Einn fundarmanna sagði að margir núverandi þingmenn yrðu að hverfa af þingi til þess að það væri starfhæft, þeir væru þvílíkt undirmálsfólk að ekki yrði búið við það á þeirra vegferð sem framundan væri. Ekki líkuðu öllum þau ummæli og varð nokkuð hark af.

Það var mikill hiti á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Fundarmenn vildu flestir alls ekki ganga til samstarfs við núverandi ríkisstjórn eða fólks úr henni. Þeir yrðu að leysa sín mál sjálfir úr því að þeir vildu ekki fara að ráðum Sjálfstæðisflokksins, hvorki fyrr né nú þegar flokkurinn kynnir tillögur undir nafninu "Gefum heimilum von".

Það var langt frá því að fundarmenn féllu aftur fyrir sig af hrifningu yfir þessu plaggi sem Jón Gunnarsson alþingismaður kynnti með vandaðri glærusýningu. En ráðgert er að flokkurinn fari i fundaherferð með kynningu á þessum tillögumi.    Hörð gagnrýni kom fram fjölmörg atriði sem þar var að finna. Spurt var hversvegna forystan þyrfti alltaf að vera með svona pukurspil að semja svona plögg án þess að leita álits hjá grasrót flokksins um það hvort sátt væru um þessi stefnumál. Voru menn hvassyrtir að vanda og töluðu tæpitungulaust. Frammíköll voru auðvitað alltof mörg og var rætt um að vanda þyrfti fundarstjórnina betur. 

Það er langt síðan að slíkur hitafundur hefur verið haldinn í Kópavogi. Venjulega lýkur þessum fundum fyrir tólf á hádegi. En þessi fundur stóð með hávaða til klukkan tvö þegar formaður sleit fundinum án þess að þeir hörðustu hefðu fengið nóg.

Andstæðingar flokksins hefðu gott af að kynnast hvílíkur kraftur er í Sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Þar er ekki liðið neitt hálfkák.

 VOGAR eru að koma með blað nú á næstu dögum til að minnast 60 ára afmælis blaðsins.

Undirritaður koma að útgáfu þessa blaðs í 17 ár.   Myndin af honum er frá í dag og heldur hann á einu fallegu tölublaði undir vængjum fálkans.ji_halldor3046197

 

Þjóðinni myndi farnast betur ef hún bæri gæfu til þess að sækja fram í atvinnumálum til þjóðlegrar og víðsýnnar umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis meða hagsmuni allra stétta fyrir augum.

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar landsölustefnu kratanna og vill að Íslendingar verði áfram sjálfstæð þjóð í eigin landi.


Eilífðarvélin

er hugtak sem margir hafa spreytt sig á. Tryggvi Herbertsson bendir á það, að ríkisstjórnin beiti þeirri aðferð til að jafna hallann á ríkissjóði að hækka skatta á opinberum starfsmönnum.

Tryggvi Þór segir að dygði þessi aðferð hefðu menn þar með fundið upp eilífðarvélina.

Þegar annar hver maður er orðinn opinber starfsmaður hjá yfirteknum fyrirtækjum og hinir atvinnulausir eða á hausnum, er þá ekki Steingrímur stórskattstjóri að að reyna að keyra ríkissjóð út úr vandanum á eilífðarvélinni?


Guy Fawkes

dagurinn er í dag 5.nóvember. Bretar halda hann hátíðlegan með því að brenna fígúrur, kallaðar "the guy" svona svipað og kötturinn í tunnunni á Akureyri, sem oft eru í líki misvinsælla stjórnmálamanna. T.d. varð Margret Thatcher þess heiðurs oft aðnjótandi. Eldar eru kveiktir eins og hér á Austurvelli og púðurkellingar og rakettur sprengdar.

En Guy Fawkes var í hópi kaþólskra samsærismanna sem ætluðu að sprengja lávarðadeild breska þingsins með James mótmælendakóngi í loft upp 1605. Þeir höfðu komið fyrir 36 tunnum af púðri fyrir í leigðum kjallara næst við þingið fyrir 28 Júlí það ár, en plágan frestaði þingsetningunni til 5. nóvember.Púðrið hafði saggast á þessum tíma svo þeir höfðu orðið að flytja ferskar birgðir inn til viðbótar. En allt komst upp og Guy Fawkes var gripinn með eldspýturnar í púðurgeymslunni nóttina fyrir. Guy var píndur til sagna en hoppaði út af aftökupoallinum og hálsbrotnaði áður en hann varð hengdur.

Orðið Guy fór að verða notað yfir skrautlega gerðar brúður á næstu öldum en á þessari öld tók Guy að tákna hvaða kall sem var.Eitt Londonar blaðið nefndi það 1905 að Guy Fawkes hefði verið eini maðurinn sem hefði komið inn á breska þingið til þessa í alveg heiðarlegum og ákveðnum tilgangi.

Allavega hafa hátíðahöldin sem James fyrirskipaði að skyldu haldin þennan dag vegna þess að hann og þingið hefði bjargast frá því að vera sprengt í loft upp snúist meira upp í það að minnast Guy Fawkes heldur en björgunar hátignanna.

Allir gæjar standa því undir nafni Guy Fawkes, hvað sem hugsunum þeirra um hátignir heimsins líður.


Sjálfstæðisflokkurinn hefur svörin

og er með skynsamlegar tillögur í því að varða okkur leið útúr dýpkandi kreppunni sem við erum stödd í. En Jóhanna boðar að við verðum þar með henni áfram út kjörtímabilið.

Ég fór að hugsa í morgun þegar forstjóri í mínum lífeyrissjóði, sem ég veit engin deili á og kaus ekki heldur, kemur fram í Fréttablaðinu með tveimur kollegum sínum til að bera af lífeyrisjóðunum sakir um að þeir hafi tekið stöðu gegn krónunni. En krónan er eina lifibrauð almennings í landinu og ætti auðvitað að varða stórmælum að bekkjast við hana.

Ég sé alveg hvernig fjármálasnillingarnir fimu og forstjórarnir sem stjórnuðu lífeyrissjóðunum hafa farið með mig og krónuna. Ég hef orðið að sætta mig við skerðingar á greiðslum frá þessum lífeyrissjóði sem þessi forstjóri minn stjórnar. Af hverju? Af því að stjórn og forstjóri töpuðu milljörðum sem ég og ríkið áttum inni í sjóðnum. Allt með röngum ákvörðunum á heimsins hálagleri, sem þeir höfðu hvorki vit né umboð til að skauta á.

Ríkið átti inni óskattlagt fé í lífeyrissjóðnum, sem það er nú fyrst að rukka inn mánaðarlega af lífeyrisgreiðslum mínum. Ríkissjóður tapar auðvitað í sama hlutfalli og ég. Þess vegna er ríkisstjórnin nú að hækka skattana, því vinstri menn kunna aldrei neitt annað. Sjálfstæðisflokkurinn lofar hinsvegar núna að draga þessar hækkanir til baka. Af hverju ætti ég ekki að fagna því?

Ég veit ekki hvað þessi forstjóri minn er að gera þarna í Baugstíðindum í félagsskap forstjórans í ríkislífeyrissjóðnum. Engu tapa opinberir starfsmenn í ríkistryggðum eftirlaunum sínum og taka ekki þátt í almennum lífskjaraskerðingum með almenningi. Fjórðungur af heildarútgjöldum fjármálaráðuneytisins fer beint í lífeyrisgreiðslur til þeirra.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið auga á þann sjálfsagða hlut, að ríkið taki strax til sín skatt af því sem greitt er til sjóðanna. Þetta er í raun sjálfsagður hlutur að minnka áhættuna af því að stjórnendur lífeyrissjóðanna tapi skattpeningunum í braski. Í rauninni ætti ríkið að taka allar ógreiddar skattgreiðslur strax af sjóðunum svo þeir hætti að spila með þær eins og þeir hafa gert.Sömuleiðis ætti að endurskoða lögbundna ávöxtunarkröfu þeirra uppá 3.5 %, sem við núverandi aðstæður vinnur gegn hagsmunum almennings.

Sjálfstæðisflokkurinn sér það, að öllu máli skiptir að hér verði til störf fyrir hverja vinnufæra hönd. Hinsvegar mætti hann hugsa það um leið fyrir hagkerfið, að hér fari ekki í gagn stjórnlaus umframeftirspurn með innflutningi vinnuafls ef til stórverkefna kemur eins og venjan hefur verið. Ríkið verður að meta vaxtakostnað á móti lengri framkvæmdatíma til að vinna gegn þensluáhrifum stórframkvæmda sem ævinlega hafa verið fylgisfiskur þeirra.

Landsmenn ættu nú að leggja niður fyrir sér á yfirvegaðan hátt, án þess að fara með venjulegar særingaþulur um Sjálfstæðisflokkinn og sögulega sekt manna úr honum, og spyrja sig að því hvort þessar tillögur séu ekki vænlegri leið út úr vandanum en þessar sífelldu "skoðanir" og "væntanlegar ráðstafanir" núverandi ríkisstjórnar.

Ganga ætti því til Alþingiskosninga sem fyrst þar sem núverandi ríkisstjórn er ekki að ná tökum á vandanum. Illa grundaðar hugmyndir um utanþingsstjórn eða einhverja óljósa þjóðstjórn eru ekki til að leysa bráðavanda.

Sjálfstæðisflokkurinn býður fram sínar lausnir undir þeim formerkjum að hann hugsi um fremur um þjóðarhag en sinn eigin þar sem hugmyndirnar eru ekki einkaréttarvarðar. Flokkurinn getur heldur ekki annað því hann var stofnaður til þess að Ísland sé sjálfstætt ríki með "þjóðlega og víðsýna umbótastefnu á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum"

Sjálfstæðisflokkurinn skuldbindur sig til að vinna að þessum hugsmyndum fái hann til þess styrk.

Sjálfstæðisflokkurinn býður fram svörin. Vill einhver hlusta?


Óstöðvandi

virðast áformin um byggingu hátæknisjúkrahússins, sem ég heyrði fyrst í ræðu hjá Davíð Oddssyni þegar hann var sjálfur búinn að gista spítala og ríkið átti símapeningana til góða. Eftir það talaði hver upp í annan um nauðsyn á hátæknispítala.

Rökin voru að  að Landspítalinn væri orðinn svo gamall að hann væri ónýtur og svo framvegis. Mótbárur um að hann væri í rauninni hátæknisjúkrahús í fullu starfi voru blásnar af. Nýji spítalinn getur ekki verið annarsstaðar því það verður að tengja gamla spítalann ónýta við þann nýja.

Nú eru símapeningarnir löngu búnir.  Nú höfum við hvorki efni á að borga læknum og hjúkrunarfólki eða hafa deildirnar opnar á gamla spítalanum.  Lokum heilu stofnunum úti á landi. Höfum ekki ráð á heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn.   Fólkið flykkist úr landi og hér stefnir allt norður og niður og fólk stendur í röðum eftir matbjörg. 100 læknar eru farnir til útlanda með menntun sína.

Einmitt þá er allt á fullu við að teikna nýja spítalann á Landspítalalóðinni  hvað sem hver segir. Staðsetningin er ekki rædd, umferðamálin ekki rædd, flugvöllurinn ekki heldur, gamli Háskólinn ekki heldur. Bara anað áfram. Er ekki mögulegt að loka læknadeildinni líka  til að eiga meira afgangs fyrir byggingu sjúkrahússins? Líka óþarfi að mennta lækna til útflutnings. 

Er þessari þjóð viðbjargandi yfirleitt? Er þetta algerlega óstöðvandi ?


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband