Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
30.9.2010 | 21:41
"Þetta eru aular.."
upp til hópa, sagði vinur minn einn sem ég heimsótti.
Við höfðum minnst á Alþingi og síðustu afrek þess í landsdómsmálinu. Ég hafði á orði að mér fyndist Alþingi hafa sett niður. "Af hverju ertu skúffaður?" sagði vinur minn, sem hefur verið þingmaður sjálfur. " Við hverju bjóstu? Ég hef kynnst þessu fólki náið. Yfirleitt eru þetta aular sem ekkert geta. Hafa farið inná þing í þeirri von að hækka um launaflokk, barnakennarar, opinberir starfsmenn og skrifstofufólk. Hvar er eitthvert fólk sem hefur einhvern tímann gert eitthvað sem máli skiptir? Mest af þessu fólki er ekki hægt að nota annarsstaðar. Þetta eru bara aular sem þú þarft ekki að sjá í neinum hillingum af því að það getur blaðrað um allt milli himins og jarðar. Yfirleitt er bara gráðugt og fégírugt fólk sem er auk þess auðvelt að flækja í allskyns spillingu." Og svo taldi hann upp á fingrum sér hvern þingmanninn af öðrum. Finnst þér þetta vera eitthvert fyrirmyndar fólk sem er ekki alveg hægt að vera án á Alþingi?"
Ég verð að viðurkenna að slíkar hugsanir hafa bærst innra með mér undanfarið þó ég hafi bægt þeim frá mér af því að lengi býr að fyrstu gerð. Hvað er í rauninni svona merkilegt við þetta fólk niðri á þingi? Af hverju eru ung fífl alltaf betri en gömul fífl? Af hverju á ég að taka ofan fyrir þessu fólki sem gamalt fífl þegar allar ellibætur eiga að skerðast en laun í stjórnsýslunni hækka stöðugt? Eru þetta ekki bara venjulegir aular sem geta ekki neitt eins og þessi vinur minn segir?
Sjáið hvernig þeir geta ekki neitt í efnahagsmálum? Hvernig þeir geta ekki neitt til að stöðva hrun hinnar ungu millistéttar landsins, sem missir hús sín á nauðungaruppboð, að sögn AGS til dýrðar. Hvernig þeir geta ekkert til að lífga efnahagslífið? Hvernig þeir þvæla um vexti og verðbætur þegar þúsundir heimila eru að missa aleiguna? Hvernig þeir stytta biðlistana með því að loka spítölunum? Horfa á lífeyrissjóðina kaupa fallítt fyrirtæki sem þeir eftirlifandi verða að kosta? Hvar eru afrekin ? Er hægt að segja að áratuga peningastefna Seðlabankans hafi gengið upp?
Þurfum við ekki að hætta þessu bulli um stýrivexti þegar enginn vill taka lán hvað þá að geyma peninga í bönkunum? Stefnum við ekki beint í fótspor japanska hagkerfisins? Erum við hugsanlega að komast á sama stig í Íslandssögunni og þegar forfeðurnir gáfust upp á að stjórna sér sjálfir og gengu konungi á hönd í lok Sturlungaaldar? Er ekki bara nýr Gamli Sáttmáli handa okkur í smíðum úti í Brüssel? Hví skyldi Skrattinn eiga bara að skeina Gissur í sögunni?
Eigum við að halda þessu striki áfram eða stokka uppá nýtt? Það er eiginlega sama hvað við tekur eftir nýjar kosningar. Eigum við ekki bara að láta fólkið ráða því hverjir taka við. Hugsanlega mun flokkaskipunin riðlast og margir núna sjálfsánægðir detta af þingi fyrir nýjum grínurum og gnörrurum. Ekkert endilega girnileg tilhugsun fyrir alla. En verður samt að ganga yfir ef við ætlum ekki bara að gefast upp fyrir vitleysunni.
Eru þetta ekki bara aular sem við verðum að losna við ?
29.9.2010 | 22:43
Kosningar strax
er orðin hávær krafa um allt þjóðfélagið.
Á Alþingi hefur Hreyfingin gengið fram fyrir skjöldu með þessa kröfu. Björn Bjarnason er sama sinnis á sinni Heimasíðu og má ætla að hann tali fyrir sálina í Sjálfstæðisflokknum sem endra nær. Innan hans eru hinsvegar þó nokkrir þingmenn sem eru hræddir um að missa embættin í nýjum uppstillingum og mega ekki til þess hugsa.
Ingibjörg Sólrún kvað uppúr með það, að andrúmsloftið á Alþingi sé nú orðið eitrað í samanburði við að vera slæmt fyrir gærdaginn. Samfylkingin er líka ekki lengur stjórntækur flokkur fyrir aðra en Vinstri Græna sem flökrar ekki við neinu sem fyrir þá er sett. 8 þingmenn Samfylkingarinnar sýndu það að þeir eru reiðubúnir að færa stjórnmálin inn í réttarsalina sem útrás fyrir pólitískar hefndaraðgerðir, sem Jóhanna formaður lýsti yfir að hefði verið að stefnt frá upphafi málsins, að friða fólkið með blóði einhvers annars en hennar eigin. Hún lyppaðist auðvitað sjálf niður á hólminum að reka rýtinginn í Ingibjörgu Sólrúnu eða Björgvin en treysti á sitt fólk til þess. Þar biluðu nokkrir á sama hátt og sviku formanninn í því að svíkja fyrrum formanninn og ráðherrann. Dýrð þessarar hálfkommafylkingar verðu öllum ljós eftir þessa atburði.
Steingrímur J. Sigfússon var átakanlega ömurlegur þegar hann lýsti sorg í sínu hjarta með það að ákæra Geir H. Haarde sem hann reyndi ákaft að mynda stjórn með í trúnaði. Þeim trúnaði hélt Geir í gegn um þykkt og þunnt hversu sem Steingrímur froðufelldi undir svívirðngalestrinum um Geir. Hver íslenskra stjórnmálamanna vill eiga náttstað undir öxi Steingríms J. Sigfússonar og meðreiðarsveina hans eftir síðustu atburði ? Sýndust engum nema mér krókódílatárin trilla niður rauðu úlfshár kommúnistans sem gægjðust upp um hálsmálið við þetta tækifæri?
Manni rann til rifja að horfa á Lilju Mósesdóttur í sjónvarpinu lýsa ofbeldi því sem formaðurinn beitir í þingflokknum. Ég gat ekki betur skilið hana en að hún væri komin á fremsta hlunn með að flýja í "athvarfið" undan ofbeldisöflunum á þessu kærleiksheimili sem Steingrímur kennir við norræna velferð. Ég vona að hún átti sig á því að hennar hugsjónir og hagfræðikunnátta myndu fá meiri framgang í Sjálfstæðisflokknum en í þessum kommúníska óskapnaði og fornaldareðlu í hagfræði, sem Vinstri hreyfingin-Grænt framboð eer sem stjórnmálaflokkur. Minnsta kosti hef ég reynt að berjast fyrir svipuðum hugmyndum innan Sjálfstæðisflokksins og Lilja hefur verið með. Ég hef ekki haft erindi sem erfiði en myndi gjarnan vilja vera þar í bardaga með svo vel þenkjandi manneskju sem Lilju.
Það þarf að fara langt aftur og víða til að finna jafningja Steingríms J. Sigfússonar að allri pólitískri gerð. Ekki er hægt að ímynda sér að nokkur flokkur annar muni vilja koma nálægt honum nema með tíu feta stöng. Svo gersamlega er þessi maður búinn að ganga fram af öllum sem með stjórnmálum fylgjast. Hver er tilbúinn að trúa því að þessi maður muni nokkurn tímann standa við pólitísk fyrirheit? Getur einhver komið með eitthvað stefnumál sem hann hefur ekki svikið fyrir eigin völd og vegtyllur? Maðurinn sem enn reynir að leggja Icesave reiðinginn á þjóðina. Kann ekkert nema hækka skatta og bjóða upp heimilin eftir forskrift AGS, sem hann dýrkar sem Guðinn sinn. Lilja vill reka AGS í burt og hætta nauðungarsölunum. Þar er ég henni að minnsta kosti sammála.
Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að andrúmsloftið á Alþingi er orðið svo eitrað, að það verður að lofta út. Hreinsa burt eins mikið af gömlu dóti og kjósendur eru frekast tilbúnir að gera. Það er rétt hjá Þór Sari og Birni Bjarnasyni að þjóðin vilji kjósa. Ekki kjósa neitt tilgangslaust stjórnlagaþing í nóvember heldur Alþingi með völd til að gera eitthvað í málefnum þessarar þjóðar. Sem er í bráðum vanda stödd.
Kosningar strax!
28.9.2010 | 11:32
Davíð og bloggið
En þeir sem gera meiri kröfur og gefa sér aðeins meiri tíma eiga bersýnilega annan kost og hann býsna áhugaverðan..."
.Það er svo sem ekki allt merkilegt sem í bloggheimum er skrifað en það er nú mest af því að Mogginn er hættur að vera svo útbreiddur að mönnum finnist nauðsynlegt að skrifa í hann og bíða vikum saman eftir birtingu eða eilíflega. Þessvegna er bloggið svona handhægt fyrir lítt gefið fólk að fá útrás. Leiðinlegt ef Davíð finnst þetta skyggja á sig.
Blöð eiga allstaðar undir högg að sækja í heiminum. Fréttablaðið er rekið á opinberri framfærslu af löngu gjaldþrota fyrirtæki. Það væri nær að láta það gera upp skuldirnar heldur að þvinga Eigurplast í þrot eins og bandíttarnir í Arajóns banka, hverjir sem þeir eru í raun og veru og enginn veit fyrir víst, gerðu. Það var þó búið að aflúsa Moggann með afskriftum þó Guð megi vita hvernig hann gengur núna.
Af hverju er ekki upplýst um hvað margir milljarðar liggja óuppgerðir að baki útgáfu Fréttablaðsins? Af hverju kemur þetta ekki almenningi við? Maður þarf ekki lengi að fletta blaðinu til þess að skilja hversvegna þessi afleggjari af Nyhedsavis Jóns Ásgeirs er látinn spíra svona á almennings kostnað. Kratafnykinn leggur þvílíkt af hverri skrifaðri síðu sem ekki er undirlögð undir auglýsingar Haga og Baugsveldisins að ekki er um að villast.Og svo fara milljarðarnir að streyma frá Evrópusambandinu til kristniboðsins á blaðsíðunum. Ekki fara þeir til Moggans eða Davíðs.
Ég vildi óska að Mogginn gæti komið út og náð til fleiri heimila en hann gerir og að menn neyddust ekki svona til að tjá sig svona mikið á blogginu. Mogginn er í raun eini vettvangurinn, fyrir utan bloggið, ásamt með sjónvarpsstöðinni INN og tímaritinu Þjóðmálum sem tekur á vandamálum Alþýðulýðveldisins Íslands, þar sem kommúnisminn er að ganga frá þjóðinni dauðri í efnahagslegum skilningi.
Í Mogga dagsins lýsir Vilhjálmur Bjarnason því til dæmis hvernig sparnaður almennings er að stórdragast saman. Bein afleiðing af síbyljunni um vandamál skuldara, sem eru auðvitað risavaxin án þess að neitt sé gert til hjálpar, án þess að gefa því gaum að til þess að skuldarar geti skuldað verður að vera til lánsfé.
Menn ættu frekar að hafa áhyggjur af þessari þróun sparnaðar í skattfrekju kommúnista í stað þess að halda úti ónýtum nýbönkum þeirra sem gera engum gagn nema borga starfsfólkinu laun. Framlegðin er nefnilega næsta lítil fyrir þjóðarbúið og fyrir atvinnulíf almennings er hún enn minni. Fjöldi bankastarfsmanna er líka pí-faldur miðað við fjölda bankastarfsmanna í Bandaríkjunum, sem hefði átt að vekja einhverja til umhugsunar en gerir það ekki meðan kommúnistískt hagkerfi ræður hér ríkjum en frjálshyggjan útlæg.
Davíð, bloggið, Þjóðmál og ÍNN eru einu öflin sem styðja þjóðina á leiðinni hennar upp úr öldudalnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2010 | 08:16
Baugspenninn
Guðmundur Andri Thorsson misbeitir skörpu stílvopni sínu í dag á síðum hins gjaldþrota fjölmiðlaveldis Bónusfjölskyldunnar. Hann minnir eiginlega allnokkuð á hundinn sem situr fyrir framan lúðurinn á myndinni af glymskratta Edisons, þegar hann hættir að skrifa vitrænt og fer að hræra steypuna fyrir boðskapinn úr lúðrinum.
Grípum niður í ritsmíð dagsins:
"....vitnis um þá mannkosti sem þrátt fyrir allt kunna að leynast með þessari þjóð.
En það er eitthvað að okkur. Djúpt og rótgróið í íslenskri menningu er eitthvað sem kom þessu samfélagi í koll - eitthvað sem lýsir sér í því að matreiðslumenn af öllu fólki skuli halda keppni í því að borða hratt og tilfinningalaust. Ástæðan er ekki sú að hér sé vont fólk upp til hópa. Þetta er ekki endilega "ógeðslegt þjóðfélag" eins og gömlu ritstjórarnir hvæsa á okkur með reglulegu millibili; við vorum ekki öll partur af gjörspilltu valdakerfi Sjálfstæðisflokksins með sínum Davíðsarmi og Björgólfsarmi, LÍÚ-armi, bændaarmi, Existaarmi, Baugsarmi og FL-armi og guðmávita hvaða öðrum örmum óteljandi, svo að á endanum var flokkurinn eins og kolkrabbi með parkinsonsveiki, stjórnlausir og samanflæktir armarnir að slettast um allt og brjóta í leiðinni og bramla allt sem brotnað gat. Við erum ekki öll glæpamenn eða hugsanlegir glæpamenn, ekki einu sinni öll "meðvirk".
Hann byrjaði að skrifa um siðleysi kappáts í hamborgurum og niðurstaðan er sú sem ég hef feitletrað hér að ofan. Kappátið er beintengt Sjálfstæðisflokknum maðksmognum af glæpamannaörmum þvers og kruss. Klykkir svo út með Faríseahugsun sinni um hversu hann þakkar Guði fyrir að vera ekki eins og þeir.
Í raun og veru er þetta niðurlag rithöfundarins svo heimskulegt, að það er varla hægt að hafa orð á þessu. Ég get reynt að virða honum það til vorkunnar ef þetta hefur komið svona orðrétt úr lúðrinum og hann sé bara að sýna húsbóndanum að hann er að vinna fyrir molunum sem hrjóta til þeirra leigupennanna á Fréttablaðinu af borðum erkifeðganna.
Það er langur vegur að mér hafi ég fundist ég vera staddur í hópi 1500 glæpamanna á landsfundum Sjálfstæðisflokksins til þessa. En Guðmundur Andri Thorsson er auðvitað skyggnri öðrum mönnum og hefur séð þetta betur en ég allt saman án þess þó að hafa nokkru sinni séð Ólaf kóng né heyrt.
Megi hin hræðilega Parkinsonsveiki sneiða hjá þessum Baugspenna alla tíð.
25.9.2010 | 17:44
Ég held ég kjósi Ólaf
Ég var að hlusta á viðtal Arnþrúðar og Péturs við dr. Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á útvarpi Sögu núna í dag.
Ólafur lýsti ferðum sínum um Asíu og því sem hann hefur verið að bauka við. Hann lýsti einnig áhyggjum sínum yfir því hversu Íslendingar sjálfir væru að tala þjóðina og landið niður. Við værum farnir að trúa því að við værum fyrirlitnir í allri veröld út af hruninu og enginn vildi tala við okkur af því að við værum svo smáir og fáir og þar frameftir götunum.
Allt þetta væri ekki rétt. Svo mikil væri ásókn erlendra þjóðhöfðingja í það að fá að koma í heimsókn til Íslands að það væri ekki nokkur leið að verða við öllum þeim beiðnum. Forsetinn lýsti blaðamannafundum sínum og mörgum viðtölum við erlendar sjónvarpsstöðvar þar sem hann kynnti málstað Íslands. Hann sagði Íslendingum allstaðar vel tekið og við nytum viðurkenningar umheimsins fyrir margt sem við hefðum áorkað, til dæmis á sviði jarðhitavirkjana. Íslendingar væru til dæmis orðnir aðalsamstarfsaðilar Kínverja um slíkar virkjanir. Hann bað okkur lengstra orða að horfa til heimsins og hætta að tala okkur niður heldur bera höfuðið hátt og nýta tækifærin sem væru allstaðar.
Ég skal viðurkenna það að ég skipti mikið um skoðun á Ólafi og hans starfsemi allri meðan á þessu viðtali stóð. Ég hugsaði hversu hætt við vorum komin þegar Steingrímur Jóhann og Jóhanna voru nærri búin að hnýta Icesave beislinu upp í þjóðina og koma henni til fyrirsjáanlegrar fátæktar þegar þjóðin skoraði á forsetann sér til bjargar og hann varð við óskinni. Þjóðin hafnaði ógæfunni sem þessi ríkisstjórnarhjú voru að leiða yfir hana sem einn maður.
Þau skötuhjúin stritast samt enn við að láta okkur borga og við látum þau enn sitja í stjórnarráðinu til áframhaldandi afglapa fyrir þjóðina. Engin líkindi virðast mér því til þess að hér breytist neitt eða kreppan lini tök sín fyrr en búið verður að kjósa upp á nýtt til Alþingis, því núverandi samsetning þess virðist vera ófær um að veita leiðsögn út úr ógöngunum. Þingið sóar afli þjóðarinnar við deilur um það hvort koma eigi hér af stað pólitískum réttarhöldum yfir oddvitum stjórnmálaflokka fyrir það sem þeir gerðu eða gerðu ekki fyrir löngu. Firringin er orðin slík að virðing Alþingis hrapar dag frá degi í hugum fólksins. Þegar svo er komið verð jafnvel ég að viðurkenna að tilvist öryggisventils eins og Forsetaembættið reyndist í Icesave málinu er eitthvað sem við getum ekki verið án.
Ólafur kom annars víða við í þessu ágæta viðtali og lýsti þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í heiminum. Það kom greinilega fram að hann sér stærri heim en Evrópubandalagið og hefur fulla trú á því að Íslendingar geti leitað fanga annarsstaðar en bara þar. Og geti samið um það sjálfir en þurfi ekki að fá sér talsmenn frá Brüssel til þess. Hann hafði yfir heilræði frá kínverskum ráðamanni, að við Íslendingar þyrftum að læra það, að Kínverjum finnast 50 ár ekki vera langur tími. Við yrðum að horfa lengra en til dagsins í dag og reyna að gera áætlanir okkar miðað við líklega þróun heimsmála og umhverfis.
Ég viðurkenni að ég hef ekki alltaf verið samstíga Ólafi og haft um hann margar meiningar. En ef ég nú ber hann saman við aðra forystumenn þjóðarinnar, þá kem ég ekki auga á annan betri talsmann fyrir þjóðina. Þarna talar framsækinn markaðsmaður sem hvetur þjóðina til dáða. Og hefur auk þess meiri yfirferð en margir halda. Himinn og haf skilur hans málflutning frá boðskap Steingríms J. Sigfússonar og kommúnista um skattahækkanir, einangrun Íslands og vesældóm ríkissjóðs , nauðsyn hafta og hávaxta fyrir hnípna þjóð í vanda.
Svei mér þá ef ég er ekki tilbúinn að endurkjósa hann Ólaf sem forseta.
24.9.2010 | 08:06
Sleggjudómur
Kristins H.í Baugstíðindum er sá að ;(leturbreytingar mínar)
"... 40% af kvótanum í aflamarkskerfinu skiptu um hendur og voru því veidd af öðrum en þeim sem fengu úthlutunina. Hlutfallið er enn hærra eða ríflega 50% í smábátakerfinu...
....Leiguliðakerfið verndar skussana og verðlaunar þá að auki. Það er grundvallaratriði í skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi að leyfunum á hverjum tíma sé úthlutað til þeirra sem veiða fiskinn. Það er mikill misbrestur á því og það kostar þjóðina tugi milljarða króna á hverju ári. ...
....Þetta mikla svigrúm til þess að veiða ekki eigin kvóta árum saman heldur framselja hann, óréttlætið sjálft , hefur leitt til þess að bókfært eigið fé sjávarútvegsins hefur þurrkast út á fáum árum. Nettóskuldirnar voru 90% af útflutningstekjum árið 1997 en voru komnar í 272% af útflutningstekjum árið 2008. Það gerðist án þess að nokkur framleiðniaukning hafi orðið í veiðunum. Framsalið sem átti að búa til stór og öflug útgerðarfyrirtæki, gerði það að nokkru leyti, en það bjó líka til veiðiheimildir sem hægt var að selja fyrir stórfé, og það bjó til eigendur sem juku skuldirnar um 400 milljarða króna á 12 árum. Þessir peningar fóru út úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Óréttlætið breytti of mörgum útgerðarmönnum í fjárplógsmenn. Hagkvæmnin sem þjóðin átti að njóta varð að persónulegri hagkvæmni í bankabókum á Tortola. Óréttlátt kerfi er og verður alltaf óhagkvæmt, það getur ekki endað öðru vísi. Fullyrðingin um hið hagkvæma kvótakerfi þrátt fyrir innbyggt óréttlæti er goðsögnin ein. Eigi kerfið að virka fyrir þjóðarhag verður að leiðrétta óréttlætið. Undan því verður ekki vikist."
Niðurstöður samningsleiðarinnar breyta hér um fáu.
En það má líka velta fyrir sér hvort ekki sé samvinna á milli Hafró og LÍÚ um að takmarka aflamarkið sem allra mest til að halda uppi verði á veiðiheimildunum. Verð á fágætri vöru hækkar en fellur í framboði. Hentar báðum vel ekki satt?
Jón "fiskur" Kristjánsson segir einfalt að losa sig við kvótakerfið. Gefa einfaldlega allar veiðar frjálsar á einni nóttu. Talmarka veiðina ef þurfa þykir á annan hátt. En allar tillögur um breytingar eru afgreiddar sem sleggjudómar af hagsmunaaðilunum sjálfum. Ekki síst í varðhundadeildinni sem er sjávarútvegsnefnd landsfunda Sjálfstæðisflokksins
23.9.2010 | 22:10
Í vetrarbyrjun
EU er búið að veita hingað 4 milljörðum til að boða okkur trúna á ágæti inngöngunnar. Við erum að horfa á fyrsta þátt í innrætingarferlinu þegar menn rakka niður krónuna og dásama evruna á öllum rásum.
Það eru orðin lág launin á Íslandi um þessar mundir. Laun geta verið lág hvort heldur er greitt í evrum eða krónum. Það er rifist um lágmarkslaun í Þýskalandi sem talað er um að geti orðið um þúsund kall. Þýskir verkalýðsforingjar segja það skandal að nefna svona lágar tölur. En það er til fólk sem er tilbúið að vinna fyrir minna en þetta, bæði þar og hér.
Á Davíðstímanum góða styrktist gengið oft dag frá degi og kaupmáttur jókst í krónum, erlend vara lækkaði.Þú gast keypt eins margar evrur og dollara og þig lysti. En en þú bara vildir það ekki af því að verðið á gjaldeyri var alltaf að lækka. Þú gast hinsvegar átt íslenskar krónur á verðtryggðri bók með raunávöxtun, nokkuð sem hvergi annarsstaðar var hægt í heiminum öllum. Hér var best að búa og íslenskir bankastrákar voru þeir klárustu í öllum heiminum. Og fengju þeir ekki áttatíu miljónir á mánuði þá myndu þeir bara fara annað og það gæti þjóðin ekki þolað. þeir eru nú víst allir atvinnulausir í dag svo eitthvað hefur eftirspurnin eftir þeim minnkað.
Nú er komið hrun og vinstristjórn og við erum flest orðin fátæk. Þeir sem geta fara úr landi, var það ekki 8000 í fyrra og yfir 7000 það sem af er þessu ári. Allavega léttir þetta á atvinnuleysistryggingasjóði. Þúsund manns bíða eftir matargjöfum á hverjum degi, að vísu eitthvað öðruvísi hugsandi útlendingar að hluta til.
Skattar hafa verið stórhækkaðir að hætti Steingríms og Indriða en ríkissjóðshallinn verður víst óbreyttur samkvæmt nýjustu tölum. Þingið rífst um hvort eigi að skamma þá sem gerðu eitthvað ekki sem þeir hefðu hugsanlega ekki gert þó viðurkennt sé að þeir hefðu ekki getað afstýrt heimskreppunni. Á meðan er kallað eftir úrræðum fyrir heimilin sem eru að fara á uppboð en því miður gefst ekki tími til að sinna þeim málum vegna landsdómsanna. Það er rætt um að eitt og annað geti hugsanlega farið á stað en það er ekki hægt að afgreiða neitt vegna anna við rifrildið um keisarans skegg. Stýrivextir hafa lækkað niður í 6.5 % sem alltaf var talað um að myndi bjarga öllu. En það virðist breyta akkúrat engu því enginn er að fara að gera neitt hér innanlands og því er engin eftirspurn eftir lánsfé. Og lágir útlánsvextir ganga endanlega frá sparnaðarvilja landsmanna.Ráðvillt þjóð sér því fáar leiðir framundan í vetrarbyrjun. Meira að segja bloggið er að dragast upp og kommatittirnir hættir að nenna að skamma mann. Svei mér þá ef ég sakna þeirra ekki.
Sömu álitsgjafarnir eru spurðir ráða á öllum fjölmiðlum og svara í sama véfréttastílnum. Þeir vita ekki neitt hvert stefnir. En heimilin vita það, að uppboðin nálgast og engin sjást úrræðin nema landflótti fyrir þá sem það geta. Pólitíkin er steingeld, enginn þorir í kosningar því sitjandi þingmenn eru svo skíthræddir um að komast ekki aftur á þing. Skugginn af Jóni Gnarr og hans nótum vex svo að dimmir í Alþingishúsinu. Ekki batnar álit fólksins á þingmönnum þó þeir ætli nú að fara að leggja nýja valdakapla fyrir sjálfa sig. Það er nefnilega ekki hægt að spila á spil sem hafa verið vitlaust gefnin.Fólkið vantar ekki fleiri tígulgosa heldur Ása og þá helst Spaðaása, sem hvergi eru þó í sjónmáli.
Skelfileg leiðindatíð virðist því vera framundan á þessu indæla hausti þó veturinn sé ekki byrjaður.
23.9.2010 | 08:18
Er Krónan kúgunartæki
eins og prófessor Þorvaldur Gylfason heldur fram í Baugstíðindum í dag?
Ég ætla ekki að fara í neina fræðideilur við evruspekinga. En ég spyr enn og aftur:
Á hvaða gengi verður skipt ? 100, 150, 250 eða 300 ? Oft felldi Jóhannes gengið ríflega til að eiga borð fyrir báru á móti "kjarasamningum".
Getur einhver svarað til um það hvort krónan sé kúgunartæki fyrr en Þorvaldur leggur þetta fram ?
22.9.2010 | 12:38
U-beygja Jóhönnu
Menn hafa velt fyrir sér U-beygju Jóhönnu þegar hún skyndilega dró til baka peðsfórnina til Atla um að láta kæra Ingibjörgu Sólrúnu með sjálfstæðisrummungunum.
Hin raunverulega ástæða er samt sögð ekki vera að gömul vinátta og kratabönd hefðu átt þarna hlut að máli. Heldur hafi Ingibjörg hreinlega sett Jóhönnu úrslitakosti að gerði hún þetta ekki þá kæmi Ingibjörg með gamla Kvennalistann og myndi rústa Samfylkingunni. Jóhanna sá sitt óvænna og þræddi Atla uppá öngulinn með köldu blóði þar sem hann engist núna þar til að Ragnheiður Elín bjargar honum með því að vísa málinu til Allsherjarnefndar.
Og víst er að Jóhanna og Samfylkingin getur alltaf treyst á einn hlut.Eðlislægan ræfildóm Vinstri Grænna sem stjórnmálaflokks, þar sem ekkert samkomulag næst um neitt nema það að vera í stjórn og vera á móti öllu sem til framfara gæti orðið.
Það er því alltaf óhætt fyrir Jóhönnu að sparka í VG og troða á þeim. Hún veit sem er að ráðherrafíkn Steingríms Jóhanns yfirskyggir allt annað hjá þessum stjórnmálaflokki, sem verður því að sætta sig við hverja niðurlægingu í þeim málum sem Samfylkingunni þóknast Þeir verða því að lifa af þeim molum sem af borði Samfylkingarinnar hrjóta eins og hverjir aðrir útigangskettir.
Það er sagt að Framsóknarþigmaður einn fór á þing Sameinuðu Þjóðanna í gamla daga. Þar sat hann með sælusvip sér til ánægju í marga daga með heyrnartólin á höfðinu. Menn tóku eftir því að hann hafði jafnan stillt á franska takkann. Aðspurður hvort hann væri góður í frönsku þá sagði hann sem var að svo væri ekki endilega. En sér fyndist hún hljóma best af því sproki sem í boði var.
Nú er Jóhanna búin að taka aðra óvænta U-beygju í tilverunni. Hún er stokkin frá málinu og farin á þing SÞ með Össur með sér og skilja þau því þingið eftir með Landsdómsmálið og Atla Gíslason.
Skyldu ekki takkarnir og tólin góðu vera á sínum stað svo henni leiðist ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 08:30
"Sá yðar sem syndlaus er..."
Á síðu sinni spyr Vilhjálmur Eyþórsson þeirrar spurningar hverjir séu sekir ef athuga skal atferli manna í stjórnmálum. Vilhjálmur skrifar eftirfarandi(Leturbreytingar eru mínar):
"Af tilefni nýustu uppátækja fólksins sem nú fer með æðstu völd í landinu finnst mér tilvalið að rifja upp nokkrar greinar úr landráðabálki almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í 86. gr. segir: Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
Í 91. gr., 3. málslið segir m.a.: Fangelsi allt að 16 árum skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Og 87. gr. :Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
Enn segir í 88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.
91. gr., 3. og 4. töluliður: Sömu refsingu [fangelsi allt að 16 árum, skv. 1. tölulið] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri. Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Og ég spyr: Hvern á að draga fyrir dómstóla?"
Sagði ekki maðurinn; "Sá yðar sem syndlaus er..."
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko