Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
21.3.2011 | 17:42
Aumingja Steingrímur
varð mér að orði eftir að lesa þær hroðalegu lýsingar á stjórnarháttum hans í Þingflokki VG sem fram koma í yfirlýsingu brotthlaupsfólksins, Atla Gíslasonar og Lilju Mósesardóttur. Þessar lýsingar á framferði forystunnar eru slíkar, að nokkurt einsdæmi hlýtur að vera í íslenskri pólitík, þó að ýmsar sögur hafi farið af skaplyndi manna úr þeirri starfsstétt. Eftir lýsingarnar hlýtur maður að velta fyrir sér hvaða mann þessi Steingrímur hafi að geyma bak við tjöldin. Eru þessar lýsingar í takt við manninn, sem lét hendur skipta í reiðikasti á Alþingi? Er þessi maður slíkur skapmaður að hann varni samstarfsmönnum sínum og flokksmönnum máls? Ekki er slíkt beinlínis til vinsælda fallið í stjórnmálaflokki né líklegt til árangurs. En vissulega er slík hegðun stundum ágeng þróun hjá fólki sem er búið að vera lengi í forystu. Þá brestur þolinmæðina yfir þeim sem eu skilningstregir og ekki nógu hlýðnir.
Oft hefur maður samt dáðst að þeim sannfæringarkrafti sem Steingrímur sýnir í ræðustól. Og fljótandi mælskunni hvað sem innihaldinu líður og liggur oft fjarri okkur íhaldsmönnum. En hvað á fólk að halda um skapgerðina og það sem á gengur baksviðs, þegar maður bara les það sem skrifað stendur?
Því finnst mér ástæða til að vorkenna svo langreyndum flokksforingja sem Steingrímur er og fær slíkar traktéringar í lok samstarfs við það hæfileikafólk sem þarna á í hlut. Hvernig sendur á því að þetta fer svona klaufalega hjá kallinum?
Því segi ég bara: Aumingja Steingrímur. Þarfnast hann ekki bara samúðar okkar?.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
19.3.2011 | 16:38
Hvað meinar hann Þorsteinn?
með skrifum sínum í Baugstíðindi dagsins?
Hann fer mikinn yfir því atriði að fjármálaráðherran vilji standa vörð um krónuna og ekki tala hana niður. Hann segi að Krónan verði hér lengi enn án þess að spyrja Samfylkinguna álits. Hann kallar þetta hringlandahátt ríkisstjórnarinnar. Svo lýsir hann finnst mér frati á "delluyfirlýsingar Forsetans" á erlendri grund um að Íslendingar hafi bjargast á krónunni.
Hann hæðist að aumingja fjármálaráðherranum fyrir það að Landsvirkjun geri upp í dollurum. Hversvegna hann stöðvi þetta ekki sem handhafi eina hlutabréfsins?
Hvenær gátu Íslendingar tekið upp evruna að mati Þorsteins og af hverju gerðu þeir það ekki?
Hvað meinar fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins með svona skrifum?
Ekki er hann enn svo fúll yfir að hafa verið kosinn frá að hann sé búinn að gleyma hugmyndum flokksins um frelsið?
Skyldi hann vilja borga Icesave til að greiða fyrir Evrópusambandsaðildinni?
Stendur ríkisstjórnin ekki undir væntingum hans?
Hvað meinar hann Þorsteinn eiginlega ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2011 | 15:47
Europakaiserin Angela die Erste.
hefur nú boðað Grikkjum fyrirmæli sín.
Fyrir að fá að borga 3 % álag ofan á hæstu vexti hjá Reichskanzelei ESB/AGS hafa Grikkir nú fengið tilskipun um að selja 50 milljarða Evru virði af ríkiseignum sínum. Hvort sem þeir vilja eða ekki. Hverjir sem kaupendurnir eru, sérlegir vinir Grikkja Tyrkirnir, Kínverjar eða einhverjir sem eiga aura.
Ef Íslendingar myndu lenda í svipuðum vandræðum og Grikkir þegar þeir væru komnir í ríki keisarans og búnir að fá hina langþráðu evru, hvað skyldu þeir geta selt?
Landhelgina? Fiskveiðiréttinn? Orkuverin? Vegakerfið? Bankana?
Þá verða kaupendur væntanlega sérvaldir af Aríón-banka. Einhverjir sem ekki eru hræddir vð tölur og þekkja mann og annan.
Eru menn ekki almennt stoltir af því að vera Evrópusinnar í Samfylkingunni? Sannir Íslendingar sem vilja verða þjóð meðal þjóða.
Velkomnir Íslendngar í ríki Angelu I.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 15:58
Loforð og ...
hefur leiðtogi þjóðarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, ekki verið spör á um sína daga. Þegar minn tími kemur ... osfrv.
Kratar voru alltaf að reyna að auglýsa hana og gott innræti með því að uppnefna hana "heilaga Jóhönnu" En það fer nú að verða lítið eftir af geislabaugnum yfir henni. Bæði Björn Bjarnason og Halldór Blöndal, hafa lýst því hvernig hún reyndist þeim í samstarfi. Lýsingarnar voru báðar fremur af frekum stelpukrakka með draumóra um hvernig hún eigi að klæða sig samkvæmt tískunni eða hvaða popphljómsveit væri best. En minna um skólann og leiðindi ífsins.Það voru ekki hennar vandamál. Hún vildi þetta fyrir sig en svo var henni sama um allt annað. Þagði bara eins og uglan sem sat á steini.
Jóhann lifir í einhverjum sýndarveruleika eins og Barbie. Hún heldur ræður um allt og ekkert og skýrir frá alskyns Pótemkín-tjöldum sínum sem hún virðist samt trúa sjálf að séu raunveruleikinn. Hún ætlar í ESB og annað er aukaatriði.
Hvernig sér Jóhanna atvinnuástandið til dæmis?
Mars 2009: Lofaði 4.000 ársverkum, á næstu misserum.
Apríl 2009: Lofaði 6.000 störfum (þar af 2.000 í orkufrekum iðnaði).
Október 2010: Lofaði 3.000-5.000 störfum, á næsta ári.
Mars 2011: 2.300 ársverk, fljótlega.
Hún lofaði engu um það hversu margir flyttu úr landi. Þær tölur nálgast hinar lofuðu tölur hvers árs talsvert. Þúsundir hafa flutt og lækkað þar með atvinnuleysið umtalsvert. Líklega finnst henni það vera árangur líka.
Breytir einhverju hverju hún lofar næst? 10.000 störfum eða 20.000? Er ekki alveg sama hvað hún yfirleitt segir? Tekur því yfirleitt að hlusta?
Er þetta ekki allt meira af því sama: Loforð og ....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 00:14
"The american way of thinking."
Til að lífga efnahagslífið við, þá má sérhver Bandaríkjamaður draga frá skattskyldum tekjum sínum verð nýrrar einkaflugvélar framleiddrar í USA árið 2011 ef hann kaupir bara hana. þetta finnst Bandaríkjamönnum heillaráð til þess að örfa efnahaglífið og iðnað Bandaríkjanna. Fleira er nýrstárlegt í boði sem fróðlegt væri að kynna sér.
Hvernig skyldi Steingrími J. lítast á það að leyfa 100 % tekjufrádrátt ungs fólks vegna byggingar fyrstu íbúðar, þar sem við framleiðum ekki flugvélar ?
Er ekki hægt að senda valda afdalamenn í kynnisferð til USA til þess að kynna sér bandarískan raunveruleika? Eða væri það tilgangslaust?
Getur Evrópukommi eða krati nokkurntíma skilið "The american way of thinking." Hvernig framleiðslan og störfin ganga fyrir skattlagningunni í þeirri hugsun. Hvernig skattar á smíðavið framkvæmdanna eins og bensínið og rafmagnið örfa ekki efnahagslífið heldur drepa það niður. Að skattleggja virðisauka vörunnar en ekki byggingarefnið og vinnuna. Ekki að "skattleggja beri öll lífsins gæði" eins og heimspekin þeirra hljóðar.
17.3.2011 | 18:07
Hvað ætla Innflytjendur sér?
að gera hér á Íslandi ?
Ætla þeir að gerast Íslendingar og semja sig að siðum þessarar kristnu þjóðar? Eða ætla þeir að koma á fjölmenningu og gettóbyggðum eða stofna hér islamskt ríki?
Því er því algerlega fáránlegt að lesa um niðurstöður fjölmenningarþings á vegum Jóns Gnarr.
Þar segir m.a.:
"Viðurkenna þarf móðurmálskennslu sem hluta af námi barna af erlendum uppruna..., tryggja þarf betra aðgengi að upplýsingum á sem flestum tungumálum og koma þarf á fót miðstöð þar sem tekið er á móti innflytjendum. Þessar tillögur og margar fleiri má finna í niðurstöðum fjölmenningarþings sem haldið var 6. nóvember síðastliðinn á vegum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.....
Einnig kom fram að auka þyrfti meðvitund um ólíka menningarheima, t.d. þyrfti að bjóða upp á lokaða búnings- og sturtuklefa í sundlaugum borgarinnar og jafnvel bjóða upp á karla- og kvennasund sitt í hvoru lagi, þar sem fólk sé misvant því að vera klæðalítið fyrir framan hitt kynið....
Skólamál voru meðal þess sem var hvað mest rætt og kom m.a. fram að það ylli streitu hjá foreldrum að þau gætu ekki fylgst almennilega með námi barnanna. Lögð var áhersla á persónuleg samskipti og gagnkvæman skilning. "
Mér finnst að gera eigi innflytjendum til Íslands það ljóst frá uppphafi að til þess þurfi þeir að semja sig að lögum og venjum þjóðarinnar í einu og öllu. Læra málið og blandast okkur. Hér verði engin fjölmenning rekin. Hér er Ísland, hér er kennt á íslensku í skólum. Þið verðið að læra okkar mál ef þið ætlið að vera hér í landinu.
Annars getið þið bara farið. Við báðum ykkur ekki um að koma. Þið verðið að þola að við sjáum á ykkur rassinn og þið á okkur. Ekkert kjaftæði um hvernig þið gerið heima hjá ykkur.Það er þar en hér er hér. Við gerum það svona hérna.
Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja. Þetta er Ísland þar sem innflytjendur geta aðeins ætlað sér að búa sem Íslendingar.
Hér verður engin fjölmenning.Punktur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.3.2011 | 16:05
LÁN
og ekki búið að samþykkja Icesave?
"Landsvirkjun og Norræni fjárfestingarbankinn skrifuðu í gær undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 8,6 milljarða króna.
Um er að ræða fyrsta lánið, sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir íslensku fyrirtæki eftir október 2008 þegar íslenska bankakerfið hrundi."
Hvað er að ske? Hafa þessir menn ekki heyrt það að Ísland væri Kúba norðursins með Icesave niðrum sig?
LÁN bara si sona?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2011 | 19:59
Þjóðargjaldþrot
voru til umræðu í fréttaþætti í írska RTÉ, sem hægt er að nálgast á bloggi Gunnars Rögnvaldssonar. Ég hvet ykkur Evrusinna og Icesave-aðdáendur til að hlusta á þáttinn.
Írar skulda nú 103 % af sínu GDP. Þeir stefna í að skulda 125 % af þjóðarframleiðslu sinni eftir tvö ár.
Í þessum þætti ræða þeir hispurslaust um það að þeir verði gjaldþrota því þeir geti ekki borgað. Þeir eru alvarlega að undirbúa ríkisgjaldþrot sitt. Liður í því er að skilja algerlega að skuldir bankanna og ríkisins. Bankarnir hafa spilað fjárhættuspil. Ekki þjóðin. Ríkið má ekki bera ábyrgð á skuldum bankanna. Þeir minntust ekki á innistæður almennings.
Þjóðargjaldþrot er ekki endir veraldar útskýrir suðuramerískur ráðherra og sérfræðingur sem ég man ekki hvað heitir, Hann var mjög yfirvegaður og reyndur í þessum málum. Hann bendir á að mörg ríki hafa orðið gjaldþrota en náð sér fljótt þar sem skuldareigendur sjá að frekari innheimta er tilgangslaus.
Blaðamaður og bankamaður ræddu um kosti og galla þjóðargjaldþrots. Blaðamaðurinn sagði að markaðir hefðu fuglsminni, það yrði einhver hvellur fyrst en það væri bara ekki hægt að öll þessi verst settu ríki eins og Grikkland, Spán og Ísland, sem væru öll verr stödd en Írland, gætu nokkurntímann borgað. Þau færu á hausinn. Írland líka. Ekki fullveldin sjálf endilega sem myndu borga sitt vegna vega og virkjana. En bankarnir færu allir á hausinn og skuldheimtumenn mættu bara eiga þá. Það kæmi ekki fullveldunum við. Þýskaland hefði risið úr gjaldþroti 1946 með Marshallhjálpinni. Svo yrði aftur raunin núna.
Hér erum við að undirbúa alveg þveröfuga leið. Leggja skuldir óreiðumanna á fullveldið og náttúruauðlindir þjóðarinnar.Viðurkenna erlenda lögsögu yfir þessu tvennu. Ísland hefur skilið sig frá öðrum evrópuríkjum fyrir það eitt, að enginn hefur getað sagt því fyrir verkum. Við erum sjálfstæð þjóð með eigin gjaldmiðil og eigin náttúrauðæfi, sem Írar eiga engin.
Og Sjálfstæðisþingmenn ætla að samþykkja þetta. Að vísu ekki Unnur Brá, Sigurður Kári, Gulli og Birgir Ármanns líka held ég. Hinir allir með.Hvar er ég staddur?
Ég hittti hér á Flórídu mikinn kaupsýslumann í útflutningsiðnaði, sem ætlar að fara að fjárfesta mikið á Íslandi því að hann hefur auðvitað stórgrætt á hruninu. Hann vill fyrir hvern mun samþykkja Icesave. "Það er alveg ómögulegt að geta ekki farið í útlendan banka og biðja um lán án þess að það sé hlegið að manni" sagði hann. Maður skilur svona sjónarmið þegar menn tala útfrá sínum þrengstu eiginhagsmunum. En alls ekki öðruvísi. Við ákváðum að rífast ekki hérna á erlendri grund, vera bara vinir og njóta sólskinsins.
Er það verkurinn ? Að geta ekki slegið meiri lán án þess fyrst að taka á sig meiri skuldir? Fyrir þjóð sem skuldar..., já bíðið aðeins.
Dr, Michael Sommer sem stjórnaði fjármálum Írlands í 19 ár segir beint út í þessum þætti: "Það er engin leið til þes að við Írar getum borgað þetta til baka". Skuldirnar eru orðnar alltof miklar.
Eigum við einhvern sem getur sagt sannleikann við þjóðina okkar? Eigum við nokkuð nema ábyrgðarlausa kjána á kjána ofan?
Já skuldir Írlands eru of miklar. Skuldir Írlands eru núna bara 103 % af GDP. En þær stefna í 125 % eftir tvö ár! það er það sem þeir sjá koma.Ólýsanlega erfiðleika sem þessu muni fylgja í evrulandinu Írlandi.
En hér? Jú skuldir Íslands eru núna aðeins 144 % af GDP, áður en Icesave kemur til samkvæmt upplýsingum í þessum sama sjónvarpsþætti?
Og hvað gerum við þá? Bætum á okkur skuldum óreiðumanna til þess að við getum fengið meiri lán? Allt til þess að það verði ekki hlegið að okkur í útlendum bönkum?
Möguleg þjóðargjaldþrot blasa við mörgum góðum Evrópuþjóðum núna. Eftir þenna þátt efast ég um að Evrópusambandið lifi þessi ósköp af.Þó að þau séu núna nýbúin að samþykkja aukna miðstýringu í fjárlagagerð og kjaramálum, þá er ekki víst að nóg sé í þýska sparibauknum fyrir alla. Og svo las ég í Time að Bandaríkin framleiða sexsinnum meira en Kínverjar á mann og 30-45 % meira á mann heldur en þegnar Evrópusambandsins, Þjóðverjar meðtaldir.
Þá fara menn í Evrópusambandinu að velta fyrir sér þjóðargjaldþrotum fremur en nýjum lánum. Og við sækjum um inngöngu og viljum láta allt af hendi til þess að það sé ekki hlegið að okkur.
16.3.2011 | 12:25
Vantar ekki stjórnmálamenn?
sem geta talað um fyrir þjóðinni án þess að sífellt sé verið að nugga þeim sjálfum uppúr einhverjum skítamálum. Einhverja menn sem hafa reynslu án þess að vera í vandamálum upp fyrir haus, einhverja sem geta talað við hina verr settu á máli sem þeir skilja.
Mér finnst stundum að ekkert gerist í íslenskum stjórnmálum fyrr en fæðist nýr maður sem getur talað um fyrir þjóðinni eins og hann Einar Oddur gat. Rökfastur, góðviljaður og þolinmóður sem allir lærðu að treysta vegna þess að hann væri ekki flæktur í einkavandamálum sem alltaf þarf að verja áður en nokkuð annað er rætt. Þegar þeir Einar Oddur og Guðmundur Joð voru komnir saman að skynsamlegri niðurstöðu þá dirfðist enginn enginn að vera á móti og allir lögðust á árarnar með þeim.Það vissu allir að þetta voru alvörukallar með lífsreynslu sem vissu hvað þeir voru að segja. Þannig náðist þjóðarsáttin fram sem dugði í fjögur kjörtímabil hérumbil og skilað þjóðinn áfram í kaupmætti sem aldrei fyrr á Davíðstímanum.
Nú hefur heimskan aftur náð völdum og engir þungaviktarmenn eins og þessir kallar voru eru í augsýn. Nóg af allskyns mjálmurum og samráðskellingum með allskyns kenningar án þess að hafa reynslu og saltan sjó að baki.
Ég skil ekki af hverju kona eins og hún Rannveig Rist getur setið við bræðslupottana í Straumsvík lon og don án þess að vera sótt til að reyna að hjálpa okkur vesalingunum. Þar er alvörukelling sem enginn þarf að efast um að getur talað af viti og reynslu.Ég tek það fram að ég þekki hana ekki neitt, hef því miður aldrei talað við hana og veit ekkert um hana annað en það sem allir geta lesið sér til um. Vantar okkur ekki eitthvað svona fólk í þessum vandræðum öllum? Fólk af alþýðustigum, sem hefur unnið sig upp og þekkir heiminn?
Vantar okkur ekki sárlega betri stjórnmálamenn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2011 | 12:31
Skattaheimspeki og skattheimska
hefur verið rædd á milli okkar Júlíusar Björnssonar.
Það er mikill munur á skattaheimspeki frjálshyggjunnar og skatthugmyndum stjórnlyndismanna, sem fremur má nefna skattheimsku.Lafferkúrfan skýrir þá síðarnefndu best og blasir við í ríkisreikningi okkar, þar sem hærri álögur skila minni tekjum.
Skattastefna Steingríms, er að beinskattleggja öll lífsins gæði.Þeir vinstrimenn vilja skattleggja smíðaviðinn og orku smiðsins áður en hann tekur til við smíðina.Frjálshyggjumenn vilja skattleggja virðisaukann af starfsemi smiðsins.
Þarna liggur grundvallarmunur stjórnlyndis og frjálshyggjunnar. Frjálshyggjumenn vilja fremur éta uppskeruna en útsæðið, svo rifjað sé upp gömul gamansaga um ríkisaðstoð stjórnlyndra frá Austfjörðum.
Júlíus Björnsson bloggvinur minn hefur reiknað út grunn að nýju skattkerfi sem mér líst vel á.Vonandi kynna menn sér hugmyndir Júlíusar sem hann á sjálfsagt eftir að fínpússa eitthvað. En í grunninn eru þær að hætti frjálshyggjumanna og hvet ég fólk til að kynna sér þær.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1149839/
Góður grunnur er að allir greiði skatt, lágir sem háir. Hætt verði við sem flesta sértæka afslætti en skattprósentur almennt lækkaðar til muna. neikvæður tekjuskattur leysi vanda þeirra lægstlaunuðu. En það þýðir auðvitað ekki að tala um neitt sem að skynsemi lýtur meðan þetta þing situr sem við nú höfum.
Það er skattaheimspeki sem Íslendinga vantar að hrinda í framkvæmd en leggja af skattheimskuna sem leggur aðeins steina í götu fólksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2011 kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko