Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Skipting banka

í fjárfestingar-og viðskiptabanka nýtur stuðnings 80 % þjóðarinnar samkvæmt könnun Capacent.

Samt er staðföst ákvörðun að hafa þetta að engu. Af því að bankastjórninar vilja það ekki. Þær vilja óbreytt ástand. Þær vilja hafa frelsið til að framleiða rafkrónur að vild og stjórna efnahagslífinu áfram án tillits til vilja kjörinna fulltrúa. Þeim til afbötunar er það að andlegt stig kjörinna fulltrúa er yfirleitt með þeim hætti að þeir hafa takmarkaðan skilning á þjóðhags-og efnahagsmálum yfirleitt. Það er mikið um að láglaunafólk fer á þing til að leita betri kjara. Ná sér í þægilega innivinnu eins og einn hreinskilinn maður í opinberri stjórnsýslu orðaði það. Að vísu hefur nú Frosti Sigurjónsson boðið sig fram í prófkjör Framsóknar og er honum og flokknum óskað velfarnaðar þó óleyst sé skákin milli Sigmundar og Höskuldar.

Bankavaldið liggur annars eins og mara yfir þjóðlífinu. Úttútið, ofvaxið, samkeppnislaust með samræmdar aðgerðir gegn heimilum landsins en að sama skapi atkvæðalítið í atvinnulífinu.Enda að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða ef ekki verra. Auglýsir mest þjónustu við þig og þína sem er þó frekar tilraun til að ginna auðtrúa fólk í þrælkun vaxtamunar tveggja stafa tölu. Hvar á sparnaður fólksins að verða til við þessar aðstæður?

Vonandi verður uppskipting banka tekin til athugunar eftir kosningar. Þangað til skeður fátt í farsanum í boði núverandi Alþingis.


Margar yfirlýsingar frekar en ræða

Gillards eða Howards , er fyrri bloggfærslan mín hér á undan samkvæmt þessu vefsetri:

http://www.snopes.com/politics/soapbox/australia.asp

Samkvæmt þessari vefsíðu virðast hafa verið teknar orðréttar yfirlýsingar ástralskra ráðamanna s.s.Costello ofl. í sambandi við hryðjuverk og þeim raðað saman og sagt að séu ræða eftir Rudd, Howard eða Gillard. Þetta er líklega samsuða úr yfirlýsingum ástralskra ráðamanna fremur en ræða einstakrar persónu.

Efnislega er þetta samt rétt eftir haft áströlskum ráðamönnum en bara fleiri en einum.

Gillard er hinsvegar glæsileg kona sem er á Twitter og Facebook og var að missa föður sinn. Það var reynt að ata hana auri vegna þess líka sem sýnir að að það er ekki síður óþverri í gangi í aströlskum stjórnmálum en hérna hinu megin. Það er allt í lagi að spila ræður hennar fyrir sig. Við fylgjumst almennt kannski of lítið með stjórnmálum í Ástralíu. Sem er skaði því við eigum stóran hóp Íslendinga þarna neðanundir sem fóru þangað í stóru kreppunni 1968 eða svo. Ég hugleiddi þá alvarlega að flytjast þangað sjálfur en brast kjark af einhverjum ástæðum.

Ég biðst afsökunar á lélegri sagnfræði minni. Í stað þess að fjarlægja færsluna og hylja þannig slóðina og skömmina læt ég hana standa sem áminningu til mín um að vanda mig betur. Maður má ekki grípa allt hrátt sem manni er sent þó frá vinum manns sé komið. Þeir sem ég treysti létu líka blekkjast.

En innihaldið stendur sem mjög samhliða mínum skoðunum og minna líka á því hvernig við verðum að vanda okkur í innflytjendamálum ef aðlögun þeirra að íslensku samfélagi á að takast.

Okkur ber skylda til að stuðla að samþættingu okkar innflytjenda til að stuðla að þeirra lífshamingju. Því ef þeir ekki finna sig hérna meðal okkar þá höfum við ekki gert þeim neinn greiða í því að taka við þeim. Og þjóðfélagið okkar má ekki við því að þeir bætist í hóp biturs fólks í vanda eða lendi utanveltu eins og margir innflytjendur í nágrannalöndunum. Nógir eru nú erfiðleikarnir hjá okkur fyrir.

Það er ekkert rúm fyrir fólk á Íslandi sme ætlar að lifa eftir öðrum lögum en íslenskum. Það getum við ekki liðið og verðum að uppræta slíkt með harðri hendi ef þörf krefur.


Innflytjendur aðlagist okkur!

segir Julia Gillard forsætisráðherra Ástralíu við Múslíma sem ætla að gera sig heimakomna og frá að stjórna gistiþjóðinni eins og þeirra er háttur. Júlía segir svo og endurtekur það sem forveri Howard hennar sagði áður:

 

"Muslims who want to live under Islamic Sharia law were told on Wednesday to get out of Australia, as the government targeted radicals in a bid to head off potential terror attacks.

Separately, Gillard angered some Australian Muslims on Wednesday by saying she supported spy agencies monitoring the nation's mosques. Quote: 'IMMIGRANTS, NOT AUSTRALIANS, MUST ADAPT... Take It Or Leave It. I am tired of this nation worrying about whether we are offending some individual or their culture. Since the terrorist attacks on Bali, we have experienced a surge in patriotism by the majority of Australians.' 'This culture has been developed over two centuries of struggles, trials and victories by millions of men and women who have sought freedom.'

 

'We speak mainly ENGLISH, not Spanish, Lebanese, Arabic, Chinese, Japanese, Russian, or any other language. Therefore, if you wish to become part of our society, learn the language!' 'Most Australians believe in God. This is not some Christian, right wing, political push, but a fact, because Christian men and women, on Christian principles, founded this nation, and this is clearly documented. It is certainly appropriate to display it on the walls of our schools.

 

If God offends you, then I suggest you consider another part of the world as your new home, because God is part of our culture.' 'We will accept your beliefs, and will not question why. All we ask is that you accept ours, and live in harmony and peaceful enjoyment with us.'

 

'This is OUR COUNTRY, OUR LAND, and OUR LIFESTYLE, and we will allow you every opportunity to enjoy all this. But once you are done complaining, whining, and griping about Our Flag, Our Pledge, Our Christian beliefs, or Our Way of Life, I highly encourage you take advantage of one other great Australian freedom, 'THE RIGHT TO LEAVE'.'

 

'If you aren't happy here then LEAVE. We didn't force you to come here. You asked to be here. So accept the country YOU accepted.'"

 

Er þetta ekki hreint út sagt það sem margir hugsa þegar þeir horfa á hvernig múslímskir innflytjendur hafa leikið versturlönd með ógn og yfirgangi. Fólk vill ekki að innflytjendur breyti þjóðarvenjum gistilandsins. Þeirra er að aðlagast, ekki þeirra sem fyrir eru.

 

(lausleg þýðing :Múslimar sem vilja lifa samkvæmt íslömskum Sharia lögum var sagt á miðvikudaginn að koma sér út út  Ástralíu, þar sem stjórnvöld reyna að aftra öfgamönnum til að bægja mögulegum hryðjuverkum frá.

Sérstaklega, reitti Gillard til reiði suma ástralska Múslíma á miðvikudag með því að segja að hún styddi það að stofnanir Ástrala hafi eftirlit með moskum þjóðarinnar.


"Innflytjendur, EKKI Ástralir, verða að aðlaga sig  ... Taktu það eða farðu

.
Ég er þreytt á að hafa áhyggjur af því hvort við erum að brjóta á einhverjum einstaklingum eða menningu þeirra. Fhryðjuverkaárásunum  á Bali,  höfum við upplifað aukningu í föðurlandsást af meirihluta Ástralíumanna. "Þessi menning okkar hefur verið þróuð á undanförnum tveimur öldum baráttu, rannsókna og sigra af milljónum manna og kvenna sem hafa leitað að frelsi." Við tölum aðallega ensku. Ekki spænsku, Lebanese, arabísku, kínversku, japönsku, rússnesku eða eitthvað annað tungumál. Ef þú vilt að verða hluti af samfélagi okkar, þá lærðu tungumálið!Flestir Ástralir trúa á Guð.
Þetta er ekki einhver kristinn hægri sinnuð pólitísk stefna . Það er staðreynd, kristnir menn og konur, á kristnum meginreglum, stofnuðu  þessa þjóð, og þetta er vel skjalfest. Það er vissulega rétt að sýna það á veggjum skóla okkar. Ef okkar Guð særir þig, þá ég legg til að þú íhugir aðra hluta heimsins sem nýtt heimili þitt, því Guð er hluti af menningu okkar.  Við munum virða skoðanir þínar, og munum ekki spyrja þig af hverju þú hafir þær. Allt sem við biðjum um er að þú virðir  okkar, og lifir í sátt og friðsæld ánægður með okkur. Þetta er þjóðin okkar, land okkar og líf okkar, og við munum gefa þér hvert tækifæri til að njóta alls þessa. En þegar þú ert búinn að kvarta, væla og lýsa óánægju með fánann okkar, loforð okkar, kristna trú okkar,eða líf okkar, þá hvet ég þig til þess að þu nýtir þér einn af kostum þjóðar okkar, ástralska frelsið, "Rétt þinn til að fara Ef þú ert ekki ánægður  hér þá leyfist þér að fara. Við þvinguðum þig ekki til  að  koma hingað. Þú baðst um að fá að vera hér.Svo taktu við því landi  þú samþykktir að flytja til. ")


111. gr.

frumvarpsins um stjórnarskrármálið er ótvíræð:

"Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Ekkert er sagt um hvenær þjóðin eigi að greiða atkvæði um fullveldissamninginn. Innan kjörtímabilsins? Innan tíu ára?

110. gr. hljóðar:

"Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til."

Engar tímasetningar, allt opið til að keyra í gegn með svo litlum meirihluta sem verkast vill. Það að leggja fjárlög fram fyrst í Brüssel og svo á Alþingi samrýmist þessari grein fyllilega. Aðrir geta farið með allt vald yfir okkar málum.

Ef þú svara fyrstu spurningunni í skoðanakönnuninni með já eða nei þá þýðir það já ef þú dirfist að svara næstu spurningum því þá ertu farinn að greiða atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs. Annað hvort verðurðu að sitja heima eða passa á þér puttana ef þú ekki segir já við fyrstu spurningunni. Annars hefurðu samþykkt tillögurnar sem grunna að nýrri stjórnarskrá.

Fyrir mína parta vildi ég helst hvergi koma nálægt þessu brölti. Margt í tillögum ráðsins eru mér ógeðfelldar eins og til dæmis að almenningur fari að smíða lagafrumvörp. Ég trúi á fulltrúalýðræði en ekki skrílræði.

Eftir lesturinn á nýja bæklingnum er ég ánægðari með núverandi stjórnarskrá sen nokkru sinni fyrr. 111. greinin er það sem máli skiptir til að koma okkur í ESB. Það vantar ekki mörg orð í núverandi stjórnarskrá til að ég yrði enn ánægðari.

Hinsvegar vantar í báðar skrárnar að mínu viti að engum Íslendingi eigi að vera heimilt að selja erlendum kóngi Grímsey eða aðra staði.

Skoðanakönnunin 20 október er svo til viðbótar rökvilla. Hún með innbyggða þversögn.

Viltu gosdrykk? Já eða nei?.

Viltu frekar pepsi en kók?
Viltu frekar malt en appelsín?
Viltu vallash eða sinalco?
Viltu pilsner eða dr.Pepper?

Ef þú segir nei við fyrstu spurningu en svarar hinum þá hefur þú valið gosdrykk og þar með sagt já þó þú hafir ætlað að segja nei því þig langi ekki í gosdrykk alveg þessa stundina.

Þetta er dæmigerð pólitísk arfleifð Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta er það sem henni finnst brýnast fyrir íslenska þjóð. Að opna leiðir til að ganga í ESB. Í þetta eru nógir peningar þó þeir séu ófáanlegir til kaupa á lækningatækjum.

Mun ég sakna hennar Jóhönnu úr íslenskri pólitík?


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband