Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
7.10.2012 | 15:57
Guðlaugur Þór
var góður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn. En þeir halda fjölmenna fundi a hverjum laugardagsmorgni kl 10 með kaffi og kruðeríi. Þar koma valinkunnir menn og tala um ýmisleg og auðvitað helst stjórnmálatengd málefni.
Að þessu sinni kom Guðlaugur Þór á fundinn en hann hefur verið ólatur að mæta til viðræðna við okkur Kópavogsíhaldið hvenær sem eftir því er leitað.
Sem allir vita og ekki síst kommarnir er Guðlaugur einn alstarfsamasti maðurinn á Alþingi og virðist óþreytandi að kryfja mál til mergjar og vera maður sem aldrei tekur nei fyrir svar. En sem kunnugt er þá er leyndarhyggja og baktjaldamakk aðalsmerki ríkistjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns. Liðsmenn hennar er enda mjög duglegir að ausa Guðlaug auri við öll tækifæri. Það er auðvitað að vonum því þeir óttast einbeittan málflutning Guðlaugs og dugnað þar sem af fáu er af að státa í árangri ríkisstjórnarinnar. Svo er Gulli glaðsinna og fjörugur í framgöngu sem seint verður sagt um fyrrnefnd skötuhjú.
Áróðurinn gegn Guðlaugi Þór hefur því miður náð langt inn í raðir okkar Sjálfstæðismanna sem sumir hafa lagt trúnað á rangupplýsingar og skipulagðar álygar um allskyns fjármálamisferli. En það er sannast mála fyrir þá sem nenna að kafa í málin að þar er ekkert að fela og hefur þingmaðurinn að mínu viti löngu gert grein fyrir einstökum atriðum. Einn vinur minn kom til dæmis á fundinn fullur fordóma og efasemda og hafði til þessa lítið vilja kynna sér málflutning Guðlaugs þessvegna. Hann viðurkenndi að hann hefði snúist mjög í afstöðu sinni til Guðlaugs eftir fundinn vegna þess hversu skýrt og skilmerkilega hann hefði lagt stjórnmálin fram. Auðvitað verða menn aldrei yfir gagnrýni hafnir. En mestu máli skiptir að menn séu einlægir og trúi sjálfir því sem þeir segja.
Guðlaugur er maður græjuglaður og byrjaði því á að spila myndband sem hann hefur gert um orð og efndir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Þetta myndband er aðgengilegt á heimasíðu Guðlaugs og segir það sannleikann um atvinnumálin með þeirra eigin orðum. Samtals hefur 24.000 nýjum störfum verið lofað meðan störfum hefur fækkað í raun og veru.
Guðlaugur fór vítt og breitt yfir og rifjaði upp hvernig hann hefði orðið að draga upplýsingar út töngum um hvernig álitsgjafir sérfræðinga úr Háskólanum til ríkisstjórnarmála hefðu beinlínis verið kostaðar af almannafé á bak við tjöldin. Álitsgjafar ríkisstjórnarinnar hefðu verið beinlínis verið á launum hjá ríkisstjórninni við að skrifa álitsgjafir.
Fundarmenn fóru víða í spurningum til Guðlaugs. Bankamálin komu á dagskrá og
lýsti Guðlaugur miklum áhyggjum af framtíð bankanna í höndum vogunarsjóðanna sem myndu ekki hafa miklar hugsjónir í því að reka banka fyrir Íslendinga heldur fremur vilja draga út eignir og hagnað. Hann lýsti því hvernig höftin væru að byrja að mynda fasteignabólu m.a. í samspili við Lífeyrissjóðina svo fáranlegt sem það væri við okkar aðstæður.
Hann rakti með talnadæmum hvernig verðbólgan hefði leikið skuldsett heimili og hvernig heiðarleg fyrirtæki stæðu höllum fæti í samkeppni við allskyns fyrirtæki sem hefðu verið endurreist af bönkunum með afskriftum lána.
Hér væri raunveruleg vá fyrir dyrum hjá þjóð þar sem 5 einstaklingar hefðu flutt úr landi hvern einasta starfsdag ríkisstjórnarinnar. Tap þjóðarbúsins af þessum ástæðum og vegna atvinnuleysisins næmi nær fimmtíu milljörðum á ári hverju. Við þessar aðstæður hefði ríkisstjórnin ætlað að innleiða hækkun á innistæðutryggingum úr 20.000 evrum í 100.000 evrur í gegnum Alþingi og setja þær beint á ríkið þó slík stefna sé hvergi verið uppi innan ríkja Evrópusambandsins.
Það er virkileg ástæða til að hrósa mönnum eins og Guðlaugi Þór sem leggja á sig ómælt erfiði við að fá fram réttar upplýsingar um stöðu mála hjá þjóðinni sem ekki fást með frá yfirvöldum sem virðast fremur líta á almenning sem fjandmenn sína frekar en frændur í tilgangslausum slímsetum sínum við stjórnarstólana sem allir sjá að þau valda hvergi, hvað þá tilvera þeirra sé að skila árangri til þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2012 | 12:46
Árni Páll
var ekki sannfærandi að mínu mati á Sprengisandi Bylgjunnar. Hann vildi ekki útiloka neina flokka frá samstarfi við Samfylkinguna svo lengi sem það væri á forsendum hennar. Hún yrði að koma sínum stefnumálum að til þess að hún gengi til samstarfs við aðra flokka. Þannig væri hann ekki að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er nokkuð ljóst hvað bíður þess flokks gangi hann til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna undir leiðsögn Árna Páls.
Árna Páli var tíðrætt um hagstjórnarmistök liðinna ára. Fróðlegt hefði verið af hann hefði verið beðinn um að útskýra hvað hann ætti við. Er þeirra aðeins að leita fyrir árið 2009? Voru þau gerð í einhverjum ráðherratíðum Jóhönnu Sigurðardótttur fyrir það ártal?
Í hverju felast hagstjórnarmistök Íslendinga ?
Árni Páll kennir gjaldmiðlinum krónunni um. Hún standist ekki svon lítil og ein í ólgusjóum. Hefur Árni Páll hugleitt hvað stjórnar gengi krónunnar á hverjum tíma? Hvað gerðist með krónuna eftir þjóðarsáttina? Hvað gerðist með krónuna eftir það um margra ára skeið fram að hruni? Hversu dugði krónan þá?
Hafa verkalýðsfélög hagstjórnaráhrif? Hvernig mun Árni Páll flokka þau áhrif ef einhver eru? Munu þau áhrif hverfa með upptöku evru? Hversvegna er atvinnuleysi á Spáni?
Því miður virtist Sigurjón M.Egilsson annaðhvort ekki hafa áhuga eða andlega getu til að spyrja Árna Pál grundvallarspurninga um hagstjórn þá sem hann muni innleiða sem leiðtogi Samfylkingarinnar í samstarfi við aðra flokka á sínum forsendum. Búi Árni Páll yfir einhverjum leiðtogahæfileikum á stjórnmálasviði þá eru þeir mér enn huldir eftir þáttinn.
4.10.2012 | 17:04
Hver er Sigmundur
Davíð?
Margir Sjálfstæðismenn ganga með þá grillu að þeir séu sjálfkjörnir í ríkisstjórn með Framsókn eftir kosningar. Þeir sömu hefðu gott af að fara til dæmis á www.Eyjuna.is og spila kosningaauglýsingu Framsóknar fyrir kosningarnar 2009 í boði Egils Helgasonar. Þar er boðað stjórnlagaþing og þjóðaratkvæði um niðurstöðina lýst í smáatriðum.
Kosningin 20. október er því í beinu boði Framsóknar nema auðvitað útþynnt af böslugangi Jóhönnu og Steingríms sem létu ónýta kosninguna fyrir sér af almennum aulahætti vinstri manna til allra verka. Hugmyndafræðin er Sigmundar Davíðs. Það er verið að gera vilja Framsóknar með þessari þjóðaratkvæðiskosningu fyrst og fremst. Það eru þeir Framsóknarmenn sem eru arkitektarnir að árásinni á stjórnarskrána, og þá líka þeirri botnlausu eyðslu í þetta bullustarf allt og ómarktæka skoðanakönnun landsmanna þann 20 október n.k.
Svo geta menn spilað ræðu Sigmundar á flokksþingiinu 2011. Dæmigerður Framsóknarmálflutningur um góðverk fyrir alla birtist þar í tærustu mynd. Hann er bara fúll í ræðunni yfir því að hafa verið niðurlægður með því að vera haldið utan stjórnarinnar sem hann setti á stofn á hinum dimmu dögum eftir áramótin 2009 sem enginn skyldi gleyma honum. Það er þessi fýla sem kannski verður auðveldast að spila á í stjórnarmyndunarviðræðum við hann eftir kosningar.
En þessi maður er beggja handa járn. Allt er betra en íhaldið hugmyndafræðin gengur enn ljósum logum í Framsóknarflokknum með eða án Guðmundar Steingrímssonar. Það er því enn óútséð með það hvert sá flokkur hallar sér eftir kosningar. Af reynslunni vitum við að hann fer ávallt til vinstri ef hann getur. Bræðingsstjórn Framsóknar, Samfylkingar og leifanna af VG er því meira en algerlega í spilunum eftir kosningar. Öllum þessum flokkum er mikið í mun að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn sem mest.
Slík stjórn verðu tæplega líkleg til að brjóta blað í atvinnumálum landsmanna. Hún myndi halda áfram vegferðinni í aðildarviðræðum við ESB. Einhverjar stóriðjuframkvæmdir eru þó ekki útilokaðar. Engar breytingar verða á Schengen eða innflytjendastefnunni. Heilbrigðismál og löggæsla verða áfram í niðurskurði.Hægt verður á fangelsisbyggingu á Hólmsheiði og framkvæmdum við Landspítalann. Utanríkismálin verða óbreytt og rekstur sendiráða. Landflóttinn heldur áfram og gjaldeyrishöftin verða út kjörtímabilið í það minnsta.
Sjálfstæðismenn gerðu rangt í því að vanmeta Sigmund Davíð og getu hans til illra verka fyrir flokkinn okkar.
Úlfur í sauðargæru sveitakommans. Sigmundur er ekki allur þar sem hann er séður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.10.2012 | 12:38
Leiðsögn í framtíð hafta
er það sem Árni Páll Árnason býður okkur af sinni hálfu.
"Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar.
Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið.
Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hættan af haftabúskap, einokunarveldi og einhæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlendis. ....
...Það hefur verið hlutverk Samfylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki.....
...Samfylkingin er ofin úr mörgum þráðum hefðbundinnar jafnaðarstefnu, kvenfrelsis, verkalýðshreyfingar, umhverfisverndar og athafnafrelsis. Hún er líka flokkur stjórnfestu og samtaks á forsendum almannahagsmuna. Framundan er að leysa úr læðingi og virkja til fulls þessa fjölbreyttu krafta sem búa í flokknum og þeim breiða hópi fólks sem vill styðja hann. Þeir munu nýtast til nýs átaks sem skili samfélagssýn jafnaðarmanna áfram til íslensks samfélags og nýrra kynslóða....
Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin."
Allt þetta segir Árni Páll Árnason. Hann sér Ísland í höftum til langs tíma úr því að það vill ekki fara í Evrópusambandið strax. Hann vonar að það verði fyrr en seinna samt.
Gjaldeyrishöft og athafnafrelsi ásamt fyritækjavexti erlendis er greinilega framtíðarýn Samfylkingarinnar undir forystu Árna Páls. Hann býður okkur leiðsögn sína.
Styð ég hann ekki heilshuga sem formann Samfylkingarinnar?
4.10.2012 | 08:27
Rófan sveiflar kettinum
orðið sýnist manni helst þegar maður veltir áhrifum Lífeyrissjóðanna í þjóðlífi Íslendinga.
Mér finnast þeir vera orðin svona lítil Sovétt hver fyrir sig sem stjórnað er af einhverri dularfullri Nomenklatúru sem lifir sjálfstæðri tilveru án afskipta þeirra sem teljast eigendur sjóðanna. Þetta lið heldur sig ríkmannlega og þiggur laun í samræmi við mikla ábyrgð sina sem er mikil og sést best af því að svona þúsund milljarðar af eignum hafa tapast með tilheyrandi skerðingu lífeyris hjá eigendunum án launaskerðinga hjá sjóðastjórunum. Ef menn hugleiða milljarðana sem streyma inn þá nær maður ekki upp í tölurnar og völdin sem þessu fylgja.
Varla er opnað blað þar sem framfarir í efnahagsmálum eru ekki kynntar með því að lífeyrissjóðirnir muni kaupa hitt eða þetta. Hverhlíðarvirkjun, Sleggjuna,Gagnaveituna. Framtakssjóður er kynntur sem örugg leið útúr fallíttum og græðir á endurreisn þeirra útvöldu. Menn hafa heyrt nafnið á forstjóranum en ekki meira. Ekkert heyra eigendurnir um áform sjóðsins nema hann muni væntanlega skila góðri ávöxtun. Svo er sagt að lífeyrissjóðirnir ætli ekki endilega að stjórna fyrirtækjum sem þeir eiga því þeir séu svo hlutlausir fjárfestar.
Í mínum augum eru Lífeyrissjóðirnir lítið annað en valdatæki hinna útvöldu, spíssanna í verkalýðs-og atvinnurekendasamtökum sem spila Matador hérlendis og erlendis. Eigendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir fara með peninga, hvort þeir séu að tapa eða græða. Hvort eignfærð hutabréf séu í lifandi fyrirtækjum eða gjaldþrota, hvort tap sé yfirvofandi eða orðið. Lífeyrissjóður Verkfræðinga er hugsanlega dæmi um þegar einum snillingi mistekst og aurarnir tapast. Lítið mál, lífeyrisgreiðslur bara falla niður hjá sjóðsfélögunum. Þeir borga alltaf á endanum ef 3.5 % arðsemin næst ekki.
Hugsi maður til baka þá kemur maður ekki auga á neina þá skynsemi sem fólst í kerfinu annað en hagsmuni Nomenklatúrunnar þegar til þess var stofnað. Þrátt fyrir þann hástemmda og samræmda fagurgala sem hafður var þá uppi og æ síðan til að sýna fram á hið gagnstæða. Yfirlýstur tilgangur var samkvæmd prédikuninni að halda ríkinu utan við þetta svo það stæli ekki sjóðunum. En var það reyndin og bara hreinn gróði? Er ríkið bara eign þeirra sem stjórna? Valdamanna sem ekki eru bundnir af neinu öðru en eigin dyntum? Koma ekki Steingrímur J.og Jóhanna Sigurðardóttir(til lukkum með afmælið í dag Jóhanna) í hugann þegar maður veltir fyrir sér endimörkum valdsins til fjártöku?
Líklega erum við hagsmunaaðilarnir og eigendurnir, ég tala nú ekki um kjósendur, of miklir ræflar til að gera eitthvað í að breyta þessum málum. Þeir fá ekki að kjósa enda myndu þá líklega einhverjir jónar,siggar eða ólar og þeirra líkar líklega ná þeim undir sig með skipulagningu eins og dæmin sanna.
Svo þetta verður bara svona. Meira Sovétt og þoka.
Það eru Lífeyrissjóðirnir sem ég sé í dag. Alls ekki alvondir en heldur ekki algóðir. En á rófan að sveifla kettinum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2012 | 16:40
Steinsteypt hvel
eru byggð um allan heim nema hér. Okur finnst þau ljót. Við byggjum bara kassa með þaki.
Þetta hús er í FLorida. Það hefur staðið af sér marga hurricanes og tornados sem lögðu allt umhverfið í rúst Eigandinn er hættur að fara að heiman þó að öllum sé skipað á burt þegar svona hvellir koma. Hann segir varla heyra í veðrinu fyrir utan. Frá verkfærageymslum í risahús er byggt með þessari aðferð sem slær flest annað út nema kannski mjúkhús. En þessi eru steypt.
En þetta er víst ljótt og hæfir ekki alvöru fólki.
3.10.2012 | 13:20
Gámahús
Gámahús eru vannýttir möguleikar.
Samt hafa menn gerta eitthvað þessu líkt á þessu landi en hugmyndaflugið þarf bara að fá að geysa.
Gústi frændi sendi mér slóð á gámahús þaðan sem þessi sýnishorn koma. Hann spurði hvort ekki mætti byggja fangelsi úr svona gámum?
Skrifstofubyggingin við umferðargötuna er:Lafayette Street ShippingContainer Office Building, New York
Einfalt og gott.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2012 | 12:52
Sjálfstæðisflokkurinn er að leggja fram tillögu
á Alþingi um að lækka álögur á bensíni.
Uss segir einhver, þeir svíkja allt eftir kosningar. Ekki kjósum við hann út a þetta.
Hvað myndu menn segja ef Steingrímur J. og Vinstri Grænir myndu leggja fram kosningaloforð um að lækka bensín? Myndu menn treysta því betur en þessari tillögu? Þessi flokkur og formaður sem bera norræna velferð fyrir brjósti. En leggja svo hæstu besínskatta á byggðu bóli á einstæðar mæður sem verða að keyra börnin sín í leikskóla áður en þær fara að vinna láglaunastörfin sín. Þessi flokkur ESB aðildar sem segir eitt í dag en annað á morgun.
Svona er tillagan samt hjá Sjálfstæðisflokknum:
" 140. Löggjafarþing 2011-2012.
Þskj. —mál.
Frumvarp til laga
um ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð.
Flm.: Tryggvi Þór Herbertsson, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson,
Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson,
Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson,
Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Pétur H. Blöndal,
Illugi Gunnarsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald,
með síðari breytingum.
1. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Á tímabilinu 1. apríl 2012 til 31. desember 2012 skal fjárhæði olíugjalds í 4. mgr. 1. gr. laganna nema 19,88 kr. í stað 54,88 kr.
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.
2. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Á tímabilinu 1. apríl 2012 til 31. desember 2012 skal fjárhæð vörugjalds í 14. gr. laganna nema 4 kr. í stað 24,46 kr. og í 1. mgr. 15. gr. laganna skal fjárhæð bensíngjalds af blýlausu bensíni vera 28,51kr. í stað 39,51 kr.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
G r e i n a r g e r ð .
Órói í Mið-austurlöndum og miklir kuldar í Evrópu í vetur hafa leitt til mikillar óvissu um þróun eldsneytisverðs í heiminum. Þessi óvissa kemur fram í hækkun olíuverðs á heimsmarkaði og þar með innflutningsverði hér á landi.
Hlutur eldsneytis er um 7%–8% í neyslu heimilanna. Nú er svo komið að eldsneytisverð ógnar hagvaxtarbatanum í heiminum. Ráðstöfunartekjur fólks að teknu tilliti til eldsneytisverðs skerðast og einkaneysla minnkar. Mikil verðhækkun eldsneytis skerðir því möguleikana á neyslu annarra vörutegunda. Fólk nær að bregðast að einhverju leyti við með því að draga úr eldsneytisnotkun, sérstaklega til lengri tíma litið. Umferð minnkaði þannig um 6,6% milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Til lengri tíma litið skipta heimilin yfir í sparneytnari bifreiðar og ódýrari orkugjafa, svo sem metan, rafmagn og vetni, auk þess sem almenningssamgöngur verða fýsilegri kostur.
Samkvæmt útreikningum FÍB í febrúar 2009 nam eldsneytisreikningur heimilanna vegna fjölskyldubílsins um 289 þús. kr.. Þar af voru skattar 153 þús. kr. Sambærilegir útreikningar fyrir febrúar 2012 eru 494 þús. kr. og þar af eru skattar 239 þús. kr. Ráðstöfunartekjur meðalheimilis, og þar með neysla, minnka því um 205 þús. kr. vegna hærra eldsneytisverðs. Auk þessa hækkar vöruverð vegna aukins flutningskostnaðar. Það er því brýnt að bregðast með einhverju móti við þessari þróun.
Ljóst er að ef eldsneytisverðhækkanir eru komnar til að vera er þjóðum heims vandi á höndum. Flutningsmenn eru hins vegar þeirrar skoðunar að svo sé ekki og að framvirkt verð, sérstaklega á bensíni, bendi til annars. Fyrrnefnd óvissa hefur þrýst verði upp á við tímabundið og þegar hún minnkar á ný mun verð lækka aftur. Slík sveifla getur skaðað atvinnulífið og valdið varanlegum skemmdum sem sitja eftir þegar verð lækkar á ný. Því er mikilvægt að hækkunum sé mætt tímabundið með aðgerðum af hálfu hins opinbera og til lengri tíma með því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis. Besta leiðin til þess að mæta skammtímasveiflu er að lækka skatta tímabundið og er það því lagt til hér. Lagt er til að skattalækkanir nái til tímabilsins 1. apríl 2012 til 31. desember 2012. Endurskoða þarf ákvörðunina í ljósi reynslunnar og nýrra upplýsinga um þróun eldsneytisverðs næsta haust.
Skattlagning eldsneytis.
Verð á bensíni og olíum er samsett úr eftirfarandi þáttum:
Bensínverð = innkaupsverð + flutningar, tryggingar og álagning + almennt bensíngjald + sérstakt bensíngjald + kolefnisgjald + VSK
Olíuverð = innkaupsverð + flutningar, tryggingar og álagning + olíugjald + kolefnisgjald + VSK
Bensínverð er, þegar þetta er ritað í febrúar 2012, 246,89 kr., þar af tekur ríkið til sín 48,42% í skatta. Skattarnir eru samsettir úr krónutölusköttum sem eru almennt bensíngjald (24,46 kr. á lítra), sérstakt bensíngjald (39,51 kr. á lítra) og kolefnisgjald (5 kr. á lítra) sem er nýr skattur sem lagður var á í fyrsta skipti um áramótin 2010-2011. Ofan á þessa skatta og kostnaðarverð leggst síðan virðisaukaskattur sem nemur 50,17 kr. Samtals nemur hlutur ríkisins því 119,54 kr. Á innkaupsverð dísilolíu leggst olíugjald (54,88 kr. á lítra), kolefnisgjald (5,75 kr. á lítra) og virðisaukaskattur. Í frumvarpi þessu er lagt er til að krónutöluskattar á eldsneyti verði lækkaðir tímabundið, um 31,87 kr. á lítra af bensíni og 35,06 kr. á lítra af dísilolíu.
Tekjur ríkissjóðs og verðteygni.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 var gert ráð fyrir að meðalverð á bensíni yrði 240 kr. á lítra og 244 kr. dísilolíu á árinu. Áætlað er að sala á bensíni verði um 150 milljónir lítra á tímabilinu 1. apríl til 31. desember og að sú sala skili ríkissjóði tæpum 17,3 milljörðum kr. í skatttekjum. Spár olíufélaganna gera hins vegar ráð fyrir að meðalbensínverð verði um 248 kr. á lítra 1. apríl til 31. desember sem gefur um 147 milljónir lítra heildarsölu og um 17,5 milljarða kr. heildartekjur fyrir ríkissjóð (miðað við að 48% útsöluverðs fari í skatta). Þrátt fyrir að magnið minnki þá hækka tekju ekki meira þrátt fyrir hærra verð vegna eftirspurnaráhrifa. Þegar verðið á eldsneyti hækkar minnkar fólk akstur og neyslan dregst saman. Hér er gert ráð fyrir að verðteygni eftirspurnar sé -0,64, þ.e. að 1% hækkun verðs leiði til 0,64% minnkunar magns, sem er nokkru hærri teygni en fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir, en á þeim bænum er oftast miðað við teygnistuðulinn -0,36. Ástæðan fyrir þessu er að ráðstöfunartekjur íslenskra heimila eru sem stendur í algjöru lágmarki vegna tekjulækkunar og skattahækkana og erfitt að sjá fyrir sér að þau hafi upp á mikið að hlaupa hvað varðar aukna eyðslu í eldsneytiskaup eins og samdráttur í einkaneyslu undanfarin tvö ár sýnir.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að meðalverð á dísilolíu verði um 244 kr. á lítra á árinu og að heildarsala verði um 90 milljónir lítra á tímabilinu 1. apríl til 31. desember og að sú sala skili ríkissjóði um 10,5 milljörðum kr. í skatttekjur á tímabilinu. Spár á olíumarkaði gera hins vegar ráð fyrir að verðið á dísilolíu verði um 260 kr., sem leiðir til þess miðað við teygnistuðul upp á -0,64 að salan verður um 86 milljónir lítra og heildartekjur ríkissjóðs því um 10,7 milljarðar kr.
Frumvarpið gerir ráð fyrir tímabundinni lækkun á almennu bensíngjaldi um 20,46 kr., lækkun á sérstaka bensíngjaldinu um 11 kr. og olíugjaldi um um 35 kr. á lítra sem leiðir til þess að verð á bensíni og dísilolíu lækkar í um 200 kr. vegna virðisaukaskatts og álagningar.
Áhrif af aðgerðinni.
Lækkun skatta á eldsneyti leiðir beint til hækkunar ráðstöfunartekna, einkaneyslu og hagvaxtar. Lækkun skatta á eldsneyti leiðir beint til lækkunar vísitölu neysluverðs sem aftur lækkar höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og afborganir af þeim.
Áhrif aðgerðarinnar bein og óbein væru veruleg og mundu leiða til jákvæðra áhrifa á hagvöxt. Framundan er mesti álagstími ferðaiðnaðarins og lækkun eldsneytis mundi virka eins og vítamínsprauta á greinina, hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina sem og landið allt og styrkja innviði greinarinnar. Áhrifin mundu einnig leiða til lækkunar á flutningskostnaði og t.d. leiða til lækkunar vöruverðs."
Að vísu er þetta orðið gamalt frumvarp og ferðamannatíminn liðinn. En það er enn nauðsyn á að gera eitthvað og ég vil trúa því að flokkjurinn endurvekji þetta þegar færi gefst. Eigum við ekki að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn muni standa við þetta eftir kosningar?
Hefði hann ráð á að gera það ekki? Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur færri orða en fleiri efnda. Þessvegna lagði hann fram þessa tillögu. Vinstri þursarnir gerðu auðvitað ekkert með hana. Því bíður hún betri tíma.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur þá fram nýja tillögu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2012 | 08:53
Prófessor Júlíus Sólnes
er alþjóðlega virtur vísindamáður og einn færasti sérfræðingur þjóðarinnar í hönnun mannvirkja. Hann skrifar grein sem kemur óneitanlega við kaun okkar Íslendinga með grein í Morgunblaðinu í dag. Hann ræðir byggingaráform fangelsisins á Hólmsheiði.
Ég tók sjálfur þátt í samkeppninni og að mínu viti skilaði ég auðvitað inn bestu lausninni þar sem min lausn tók ein á öllum tæknimálum fangelsisins ásamt því að geta byggt ofan á það og margfaldað fangarýmið með mun lægri tilkostnaði á fanga en samkeppning bauð uppá.En hvern varðar um það.
Samkeppnin snerist auðvitað upp í samkeppni um hefðbundna grafík og litanotkun að því að mér fannst eftirá. Ég hafði ekki hugmyndaflug til að skilja hversvegna væri miklu betra að mati dómnefndar að snúa sjónsviði fanga um 30 gráður þegar hann horfði út um gluggan sinn heldur en beint út.(Aukakostnaður áreiðanlega talsverður.) Dómnefndin þóttist ekki geta skilið teikninguna mína af því að hún væri held ég í of smáum mælikvarða. Þó var hún ekki viss nema að fangelsið fúnkéraði hugsanlega eða eitthvað í þá veru?. Ég nenni ekki að fara að rifja þetta upp.
En ég var alveg klár á því að þetta yrði dýr bygging og lúxusinn utanum hvern fanga samkvæmt prógramminu yfirþyrmandi. En þetta var allt bundið í forskrift frá Danmörku,(Sem voru búnir að hanna fangelsi sem Arkitektafélaginu íslenska líkaði ekki og þeir þvinguðu fram útboð) sem var búið að gera um velferð fanga með sérstökum kynlífsálmum auk annarrar lúxus afþreyingar sjálfsagt að norræni velferðarhugmynd Ögmundar, með innigörðum, bókasafni,verslun, líkamsrækt, skóla en ekki aðstöðu til messuhalds.
Það er því að vonum að ég las grein Júlla vinar míns með athygli.
Grípum niður í grein prófessors Sólnes:
"..Ögmundur segir að tukthúsið muni rísa og virðist mjög ánægður með nýja fangelsið á Hólmsheiði, sem á að kosta á þriðja milljarð króna, eða um 20-25 milljónir bandaríkjadala. Líklegt er að sú upphæð eigi eftir að hækka mikið, eins og venja er um opinberar framkvæmdir.
Fangelsið virðist helzt eiga að verða minnisvarði um arkitektúr hrunáranna 2007-2008, enda ekkert til sparað í undirbúningi þess, og dýrustu lausnir valdar. Þegar hefur verið bent á, að gamla fólkið, sem dvelur á hjúkrunar- og elliheimilum, myndi gjarnan vilja skipta við fangana, því að aðbúnaður þess er mun lakari.
Í fyrravetur var ég staddur í Florida og hitti þar bandarískan vin minn. Hann er gamall byggingarverktaki og þekkir byggingariðnaðinn í Bandaríkjunum út og inn. Ég sagði honum, að til stæði að byggja nýtt fangelsi fyrir um 50 fanga á Íslandi nálægt Reykjavík. Það ætti að kosta um 25 milljónir Bandaríkjadala.
Hann missti málið um stund en sagði svo: »Ég get tekið upp símann, hringt og pantað eitt stykki fangelsi fyrir 50, 100 eða 150 fanga af lager. Tilsniðið efni yrði afgreitt og sent á byggingarstað innan sex vikna frá greiðslu. Það myndi síðan taka um þrjá mánuði að reisa og ljúka byggingarframkvæmdum. Kostnaður við byggingu 50 fanga fangelsis ætti ekki að verða meiri en sem nemur tveimur milljónum bandaríkjadala« (um 250 milljónir króna).
Sem sagt, í Bandaríkjunum er kostnaður við að byggja sambærilegt tugthús um 10% af því sem nýja fangelsið mun kosta. Og nýlega hefur komið fram, að kostnaður við arkitektasamkeppni um hönnun hins nýja fangelsis er svipaður og heildarkostnaður við að byggja bandaríska fangelsið. Sem sagt, teikningarnar einar sér á Íslandi kosta meira en fangelsið í Bandaríkjunum.
Er nema von, að þessi þjóð sé á hausnum? Var ekki hægt að kaupa vinnubúðirnar á Reyðarfirði og flytja þær á Hólmsheiði?"
Nú hefur heyrst að kaupa eigi afplánun undir tvo alvöruglæpamenn okkar í útlöndum. Þetta eru harðsoðnir menn sem er varla á okkar færi að meðhöndla.
Er ekki hægt að fá samanburðartölur um það á hvaða verði við getum keypt afplánun fyrir sérvalda glæpamenn okkar, t.d. erlenda ríkisborgara sem yfirfylla fangelsins okkar.
Bjóða þetta út alþjóðlega og fá tilboð frá þessum vini Júlla í Florida. Nú og svo frá Brasílíu, Malaga, Tælandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi svo einhver lönd séu nefnd.
Hvað kostar árið þar per fanga og hvað kostar árið á Hólmsheiði?
Og ef við yfirfærum þetta svo á fyrirhugaðar óstöðvandi nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut, hvað eiga þær lausnir að kosta per fermetra? Hvað aðferðum á að beita þar? Sérsniðnum arkitektalausnum í grafík, eðilegum litum og Cinemascope eins og gæðin voru mæld með í gamla daga?
Kannski prófessor Sólnes geti hringt í vin sinn í Florida?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2012 | 21:23
Ráðherraskólinn
sem stjórnarliðið rekur fyrir opnum tjöldum er mikið sjónarspil.Það er eins og það liggi mest á því fyrir þjóðina að sem flestir þingmenn stjórnarflokkanna fái að máta sig í ráðherastól.
Er virkilega enginn þörf fyrir neinn lærdóm eða reynslu í ráðherrastörfum? Getur Steingrímur auðveldlega farið með mörg ráðuneyti samtímis þar sem áður strituðu margir menn? Menn vissu svo sem að þeir Humpfrey og Bernard væru klárir og redduðu málunum að vanda. En að þeir væru svona klárir að það mætti skipta út ráðherrum á misserisfresti án þess að nokkur yrði var við, það vissu menn kannski ekki. En kannski er bara ekki meiri vandi að vera ráðherra en að það megi læra á svona stuttum námsskeiðum og starfskynningum.
Það er aldeilis gott að Oddný telur sig vera búna að ná sér í reynslu sem muni nýtast henni til framtíðar.
En ég segi nú bara fyrir mig og mína fjölskyldu eins og Ragnar Reykás: Gud bevare os.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko