Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Stjórnarskráratkvæðagreiðslan

sem boðuð er í október, finnst mér vera dæmigerð fyrir flumbrugang og þjösnaskap þann sem einkennir stjórnamálaferil Jóhönnu Sigurðardóttur.Henni er fyrirmunað að fá fólk til liðs við sig með góðu. Hennar er bara pískurinn og skórinn.

Þar er spurt hvort ég vilji að frumvarp stjórnlagaþings verði grunndvöllur að nýrri stjórnarskrá? Er nokkuð spurt hvað ég vilji þá annað?

Ég var að hlusta á dr.Eirík Bergmann lýsa því hverning hann samdi þetta frumvarp á sama tíma og þeir sem sömdu bandarísku stjórnarskrána. Niðurstaðan hlyti þá að vera jafn góð eða þannig skildist mér á doktornum.

Bandaríska stjórnarskráin er einar tvær blaðsíður með áorðnum breytingum. Hún hefur dugað þeim í meira en tvöhundruð ár. Frumvarp Eiríks er miklu meira að vöxtum.

Þó Eiríkur telji sig þarna fyllilega jafnoka Benjamíns Franklins, Georgs Washington svo einhverjir séu nefndir þá eru ekki allir á einu máli um það. Eftir lestur frumvarpsdoðrantsins hallast ég frekar að því að þar skorti eitthvað mikið á að hún standi jafn á jafn djúpum heimspekilegum og sögulegum rótum og sú bandaríska.Miklu frekar einskonar pólitísk bloggfærsla í 2008 stíl
án merkjanlegra menningarsögulegra tengsla.

Eiríkur og þessi 101 Reykjavík klúbbur sem þessi drög samdi er óravegu frá því að skilja það um hvað málið snýst. Grundvallarreglur siðaðs samfélags um frelsi jafnrétti og bræðralag. Þar er eytt miklu púðri í að opna glufur á landssölu, frelsisheftingu, takmarka völd forsetans sem neyðarhemils og aðra ógeðfellda hluti án þess að koma að grunnatriðinu um einn maður eitt atkvæði sem ófrávíkjanlegan grundvöll. Fingraför kratanna og Evrópusambandsáformanna sjást langar leiðir.

Stjórnarskráin okkar er það sínu leiti miklu betri eins og hún er enda samnin af vitibornu fólki og gerðarþróuð um aldir. Hún er hinsvegar misnotuð af pólitískum skálkum á Alþingi til að fótumtroða lýðréttindin um jafnan atkvæðisrétt. Væri það atriði lagað dugar hún mér alveg í því sem ég þarf til daglegs brúks þó að þeir Benjamín, Georg og félagar hafi kannski samið mér þóknanlegra plagg. Það sem almenningur þarf á að halda er frelsi jafnrétti og bræðralag. Ekki bloggfærsla stjórnlagaráðsins 101 Reykjavík.

Þessvegna á venjulegt fólk að hunsa stjórnarskrárkönnunaratkvæðagreiðsluna og láta doktor Eiríki Bergmann og hans hirðmönnum hana eftir. Við þurfum hinsvegar nýtt Alþingi sem fyrst. Vonandi sinnir það skyldum sínum gagnvart stjórnarskránni sem það eitt hefur en ekki doktor Eiríkur sem betur fer.


Allt í plati?

hjá skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi? Þar var áréttað að aðeins þeir sem væru í Sjálfstæðisflokknum og hefðu greitt þangað árgjald myndu kjósa í prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð eiga að að samþykkja með 2/3 atkvæða að bregða frá þessu í stað helmings áður.Hugsunin var skýr.

Þetta var gert ekki hvað síst til að fá fleira fólk fram til framboðs í prófkjörum. Auglýsingamennskan og áróðurinn var farinn svoleiðis útí öfgar að aðeins ríkt fólk gat tekið þátt í þessu. Hæfileikafólk sem ekki var tilbúið að veðsetja fjölskylduna lagði hreinlega ekki í þetta. Menn vonuðu sannarlega að þetta fólk myndi frekar koma fram ef markhópurinn væri minni eins og félagaskrár en ekki allur almenningur eins og verið hefur. Það þyrfti ekki að auglýsa heilsíður í blöðum til að fá annarra flokka fólk til að mæta í prófkjörin og kjósa.

Nei ekki aldeilis. Nú byrja allskyns spámenn innan flokksins að tala um það að flokkurinn sé að kaupa sér atkvæði ef hann heldur þessu fram og höfðar ekki til breiddarinnar. Allir sem kjósi í prófkjörum kjósi hugsanlega líka flokkinn í kosningum og þannig áfram gengur dælan. Unga fólkið borgi ekki félagsgjöld og heldur ekki aldraðir. Ætlum við að útiloka þetta fólk spyrja þeir? Hver talaði um það spyr ég? Auðvitað er þetta algerlega léttvægt. Það er hægt að ákveða árgjald fyrir ungt fólk 10 krónur og gamlingja líka.

Nei nei, þá stendur frambjóðandinn með posann við kjörstaðinn og borgar fyrir alla sem vilja koma og kjósa hann segja þeir á móti. Af hverju má ekki fara fram á það að flokksmaður þurfi að hafa verið flokksmaður í tiltekinn tíma fyrir kjördag og greitt þetta gjald? Auglýsing komi fram núna um það að sá flokksmaður sem vill kjósa í prófkjöri í nóvember verði að staðfesta það fyrir 1.október og borga ef hann vill kjósa. Aðrir fái bara ekki að kjósa í prófkjöri.Þannig myndu loksins innheimtast félagsgjöld sem sárlega vantar því alltof fáir borga. Þannig er það því miður.

Þannig var skipulagið hugsað til að reyna að gera prófkjörin aðgengileg venjulegu fólki. Nei þetta skal rústað af fólki sem situr í trúnaðarstöðum og gott ef ekki miðstjórn flokksins líka. Það skal þannig allt vera óbreytt, það verður að fá komma og krata til að kjósa ásamt með hinum breiða massa sem kýs flokkinn. Auglýsa fyrir milljónir og gefa ókeypis pylsur. Sá kemst áfram sem auglýsir mest. Er ekki ljóst hverjir eru kaupendur að frambjóðendum við þessi tækifæri?

Skiptir einhverju höfuð máli hverjir eru á framboðslistum? hefur það skipt sköpum? Er það ekki frekar hvernig liðsheildin starfar? Er þetta ekki samvinna frekar en eitthvað sólóspil? Stefnan liggur fyrir, hún var samþykkt á Landsfundi. Skiptir þá öllu hverjir gefa öskrið eins og Churchill orðaði það.

Af hverju skiptir persónan öllu máli spyr ég? Eru ekki kosnir listar flokka á kjördegi? Hver er ánægður með þessa lista? Strika menn ekki út hægri vinstri? Er ekki helsti gallinn sá að gáttin er of þröng til að breyta listanum með útstrikunum? Er ekki hægt að laga það?

Mér finnst það hart ef Landsfundarsamþykktir eiga bara að vera allt í plati ef það passar ekki einstökum mönnum, oft nefndir flokkseigendur.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband