Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
10.9.2012 | 14:22
Næsta framtíð í pólitík
er vandfyrirséð.
Ég velti fyrir mér hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn nær litlu meira fylgi nú í skoðanakönnunum en hann hafði hlutfallslega fyrir aldarfjórðungi. Eða af hverju Framsókn situr föst í sínum rauðvínsstyrkleika. Þrátt fyrir að fylgið hrynji af stjórnarflokkunum með degi hverjum og fæstir mæli stjórninni bót þá bæta þessir flokkar sig varla nokkuð.
Fyrir um tveimur áratugum var kreppa og landflótti eins og núna og sitt sýndist hverjum sem nú. Þá var hinsvegar formaður í Sjálfstæðisflokknum sem setti upp sólgleraugu og spurði hvort mönnum fyndist vera dimmt framundan? Hvar á maður að leita að bjartsýninni um þessar mundir? Er um nokkuð annað talað en böl og þraut?
Nú fer þing að koma saman með tilheyrandi skrúðgöngu Ólafs forseta með þingmannahjörðina á eftir sér úr Dómkirkjunni að Alþingishúsinu einhver 63 skref.Hinir óframfærnustu meðal þingmanna geta skotið sér á bak við Dorrit ef skríllinn ætlar að vera með uppákomu og eggjakast þó að Árna Þór ætti kannski að vera með hjálm til vonar og vara og Steingrímur að vera á strigaskóm svo hann væri fljótari að hlaupa að bakdyrunum á Alþingishúsinu.
Líklega eru þeir vandfundnir sem búast við einhverju sem máli skipti af störfum þessara þá nýblessuðu göngumanna. Þjóðin er búin að þrautreyna þetta fólk í meira en 3 ár. Allt starfið hefur meira og minna mótast af útundanhlaupum einstakra þingmanna, sem þiggja vald sitt og umboð beint frá Guði en ekki þeim flokkum sem stilltu þeim upp til kjörs. Það eru sífelld áhyggjuefni fólks í hvaða flokki Þráinn,Þór, Guðmundur, Lilja, Ásmundur og hvað þau heita öll sömul verða þegar kvöldar. Sá kaball geti þýtt líf eða dauða ríkisstjórnar hinnar norrænu velferðar sem býr við sífelldar ofsóknir og málþóf stjórnarandstö0ðunnar og getur þessvegna ekki reddað heimilinum skjaldborg eins og hún ætlaði. Vörubílstjórinn rauðskeggjaði og flugfreyjan fagurhærða komast ekki til hinna bestu verka sinna vegna þessara sífelldu truflana flokkahlaupara og sérvitringa.
Mér finnst að hér sé í rauninni mikil vá á ferðum. Það er þjóðin sem þjáist fyrir þessar rakettusýningar fólks sem notar þær til upppfyllingar verðleikanna. Hvar er afraksturinn af störfum þess? Þarf ekki Þingið að vera skipulagt og vinna í liðsheildum til þess aðná árangri? Er það ekki alveg eins og með áhöfn á frystitogara þar sem er ekkert pláss fyrir sífellt sólóspil að flokkar og flokksagi séu nauðsynlegir á þingi eigi árangur að nást? Eiga þingmenn sem eru kjörnir á þing fyrir einn flokk að geta gengið úr honum öðruvísi en hverfa af þingi og að varamaður af listanum taki sæti þeirra? Er ekki allt annað móðgun við kjósendur og ólíðandi skrípalæti? Þessvegna finnast mér tillögur stjórnlagaráðs um persónukjör alvitlausar og hljóta vonandi makleg málagjöld í skoðanakönnuninni í október.
Þegar á að velja á framboðslista flokkanna næst er nauðsynlegt að þingmenn undirriti afsagnarbréf sem formaður geymir og framvísar ef þingmaður ætlar að rjúfa liðsheildina. Jói útherji í Val getur ekki gengið yfir í lið KR í miðjum leik, það sér hver maður. Það er ekkert öðruvísi með þingmenn.
Næst framtíð er vandséð. En lengri framtíð ætti að vera betur skiljanleg ef marka má skoðanalannanir.
7.9.2012 | 08:46
Björn=Steingrímur+Jóhanna?
í launum.
Er þá ekki rétt að spyrja hvað við fáum fyrir? Á þessum tímapunkti værum við búin að borga "glæsilega" 150 milljarða í vexti af fyrsta Icesave samningi Steingríms og félaga Svavars sem var uppáskrifaður af Jóhönnu sem er þó vorkunn því hún skilur ekki tölur. Hvað höfum við fengið fyrir störf Björns?
Björn Zoega hefur unnið þreksvirki í því að halda Landspítalanum gangandi við hin erfiðustu skilyrði sem hjúin Steingrimur og Jóhanna hafa mest skapað með úrræðaleysi sínu. Ég held að þessar 200.000 viðbótarkrónur hans Björns (hinar 300 fara í skatt)séu honum ekki of góðar. En að hafa þurft að greiða fyrir störf Jóhönnu og Steingríms er ekki þess virði í mínum augum. Ég kem ekki auga á eitt einasta atriði af þeim sem hefur orðið mér til hagsbóta. Sem betur fer hef ég haldið heilsu þenna tíma Björns á spítalanum þannig að ég hef ekki aukið áhyggjur hans.
Launaalgebran gengur ekki upp hjá mér. Kaupaukinn hans Björns Zoega er smámál miðað við tjónið af þeim Steingrími og Jóhönnu.Og svo segir líka Guðbjartur að hann hafi unnið fyrir honum líka með skurðaðgerðum.Það verðu seint sagt um skötuhjúin að þau séu þjökuð af vinnuálagi.
Hugsanlega verður eitthvað sótt til þeirra fyrir Landsdómi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2012 | 08:26
Grein Skúla
Skúlasonar um hælisleitendur í Morgunblaðinu í dag er athyglisverð.
Skúli fer yfir málefni hælisleitenda og tengir saman atkvæðaleit vinstri manna og málefni þessara hópa. En venjulegu fólki í millistétt í þessu landi hefur dámað í hvaða farvegi þessi mál eru. Velt fyrir sé hver stjórni því ástandi sem ríkir í málefnum innflytjenda og hælisleitenda og hversvegna málin séu með þessum brag.
Grípum niður í grein Skúla:
" Það verður varla annað sagt en að á tímum atvinnuleysis og efnahagshruns sé ekki vænlegt að vera að taka á móti miklu af »flóttafólki« sem reikna má með að 95% tilfella sé ekki flóttafólk sem er að forðast stríðsátök og ofbeldi heldur séu hreinlega tækifærissinnar, sem eru að leita að betri kjörum.
Slíkt fólk er ekki löglegir »flóttamenn« samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum og á því að vísa sem fyrst úr landi. Það geta varla talist flóttamenn sem koma beint frá Noregi, Danmörku eða öðrum nágrannalöndum, eða ófrískar vændiskonur frá Ítalíu með börn innan líkama eða utan. Þannig mun ástandið að mestu vera um það fólk, sem bíður á Suðurnesjunum eftir úrlausn sinna mála....
.... Maður spyr sig því hvort einhverjir aðilar hafi hagsmuni af því að veita sem flestum »flóttamönnum« fyrirgreiðslu. Nú mun gjaldið sem almennir skattgreiðendur og þar með ríkið þarf að borga fyrir hvern einstakling vera nálægt 10.000,- kr. þegar gisting er talin með. Það verður langt í 300,000,- kr. á mánuði. Sagt er að sumir flóttamenn hafi leikið það að vera á ferð á milli Norðurlandanna og fá flóttamannastyrki hjá 2 til 3 löndum í einu....
Fólk almennt gæti haldið að draumar Marxista og álíka vinstrimanna hafi dáið með andláti Sovétríkjanna um 1989, en svo er ekki. Ennþá dreymir þá um byltinguna og valdatöku með ótakmörkuðu valdi til að framkvæma fantasíur Karls Marx og Engels um draumalönd jafnaðarmennskunnar.
Vandamálið er því að á Vesturlöndum hefur til skamms tíma verið haldið uppi velferð sem grundvallast á kapítalísku hagkerfi og að ánægt fólk og verkalýðsfélög gera ekki byltingu. Lausnin hefur því verið innflutningur ótakmarkaðs fjölda andlegs og veraldlegs öreigalýðs frá þriðja heiminum, sem lifa í álíka fantasíum um draumalönd þessa heims en aðallega annars heims eins og vinstrimenn. Vinstrimenn hallast þó að því að ekkert sé eftir vistina hérna megin grafar og leggja því áherslu á tilvistina í nútíðinni. Þessu fólki er nokkuð auðvelt að stýra að atkvæðakössunum...
.... En nú er það svo að »mannúðin« kemur nokkuð vel við kjörkassa vinstrimanna annars staðar á Norðurlöndum, í Bretlandi og víðar í Evrópu og hafa Verkamannaflokkar freistast til að ausa inn atkvæðaseðlum frá þriðja heiminum í stórum stíl, en slíkt skekkir auðvitað lýðræðið og hallar mjög á hægri- og miðjuflokka. Svona vélabrögð hafa verið látin óátalin eða lítið andmælt hingað til...."
Greinilegt er að Skúli hefur kynnt sér þessi mál og hefur af þeim áhyggjur. Hann dregur þá ályktun að málefni flóttamanna séu á forsjá vinstri manna sem hafi þá pólitísku stefnu að fjölga í hópi innflytjenda með framtíðarhagsmuni flokka sinn fyrir stafni. En kapítalistarnir hafi líka staðið að innflutningi ómælds vinnuafls á veltitímum sem síðan verði vandamál samfélagsins þegar verr árar.
Svo er það líka spurning hverjir hafi af því beina viðskiptahagsmuni að fjölga í þessum hópi flóttmanna með því að safna þeim óafgreiddum upp.Það er líka morgunljóst að hluti hælisleitenda hafa orðið berir að því að líta á Ísland sem áfangastað á ferð sinni vestur um haf. Þetta fólk er ekki á flótta undan einu né neinu nema sjálfu sér. Það lýgur okkur fulla og við gínum við flestum flugum.
Öllu þessu fólki er beitt á almenning með fullu ferðafrelsi frá Suðurnesjum. Þetta fólk getur því tekið upp þá iðju sem það kann best án þess að almenningur hafi hugmynd um né hafi vitneskju um hvaða sjúkdóma það getur borið með sér. Lágmarkskrafa almennings hlýtur að vera sú að þessu fólki sé haldið aðskildu í sérstökum búðum og sé ekki á almannafæri við sumpart hættulega iðju sína eins og dæmin sanna.
Grein Skúla var hreinskilin og beinskeytt. Hann viðrar þá skoðun sína sem hann er ekki einn um, að þekkt alþjóðahyggja kommúnista og vinstrimanna á Vesturlöndum geri þessa flokka meira halla en aðra undir innflytjendastefnu almennt. Sé þetta borið saman við Samfylkinguna og viðleitni hennar til að koma Íslendingum undir ESB þá sér maður fljótt að það er samhengi þarna á milli. Þeir hafa aðra sýn á framtíð Íslands en margir aðrir og eiga því létt með að ná samstöðu við hluta VG í þessum efnum.
Takk fyrir Skúli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2012 | 08:23
Brotlegir hælisleitendur
eru dæmdir í 30 daga fangelsi á okkar kostnað fyrir skjalafals þegar þeir framvísa eða ekki röngum skilríkjum eða segjast aðrir en þeir eru. Hvað kemur okkur við hvað þetta fólk gerir? Af hverju er þetta okkar vandamál en ekki landsins sem þeir komu frá? Eru þeir að gera út á okkar ræfildóm?
Er engin leið að almenningur fái upplýsingar um hvort einhverjar breytingar á ferðafrelsi þeirra hælisleitenda hafi orðið sem ítrekað hafa orðið uppvísir af brotlegri hegðun hérlendis, stroktilraunum osfrv? Gerum við eitthvað í þessu? Framfylgjum við lögum og reglu?
Ennfremur hvervegna tafarlausum endursendingum er ekki beitt eins og heimilt er að gera. Flutningsaðili sem kemur með manneskju sem segist engin skilríki hafa verður að standa ábyrgur fyrir því hvernig viðkomandi komst um borð. Hann getur ekki boðið okkar yfirvöldum uppá það að bera ekki ábyrgð. Honum ber að fjarlægja farþegann sjálfur.
Hvaða meðferð fær skilríkjalaus persóna í Bandaríkjunum sem kemur þangað með Flugleiðavél? Dvalarleyfi með ferðafrelsi? Er það útlátalaust fyrir flytjandann að koma með svona persónu ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.9.2012 | 15:37
Hverjum held ég með í Sýrlandi?
Það er spurningin.
Mér skilst á Mogga að ég hljóti að vera á móti Assad. Hann í höggi við harðsvíraða uppreisnarmenn sem ég veit ekki hvaðan koma. Sumar fréttir segja að þetta sé AlQuaida og erlend byltingraöfl, jafnvel fjármögnuð af föntunum í Saudí Arabíu ef ekki klerkunum í Íran. Hvað á ég að halda?
Í Mogga er það útskýrt fyrir mér að ég beri einhverskonar ábyrgð á ástandinu þarna. Einn Sýrlendingur hér er búinn að fá bróður sinn í heimsókn á vafasömu jafnvel útrunnu Visa.Hann ætlar að gerast hér flóttamaður eftir að hann flúði til Svíþjóðar og þeir vildu hann ekki. Þeir ætla í sameiningu að koma með allar fjölskyldur sínar hingað af því þær eigi ekki að neinu að hverfa í Sýrlandi. Bróðirinn sé svo merkilegur að Assad muni drepa hann mjög svo ef hann fær á því færi í Jórdaníu. Stakk hann ekki annars fjölskyldu sína af þar dánumaðurinn? Er fjölskyldan þessi ánægð með hann? Hann var þó ekki að stinga af frá konunni?
Eru þessir bræður á móti Assad? Löglegu stjórnvaldi í Sýrlandi? Ef þeir eru það af hverju eru þeir þá ekki í Sýrlandi að berjast með bræðrum sínum? Eru þeir of góðir til þess? Af hverju eiga þeir að vera hér með fjölskyldur sinar? Hvað eru margar fjölskyldur úr Sýrlandi eins og þessar í Jórdaníu og hafa ekki að neinu að hverfa? Hvar á þetta að enda? Af hverju er Mogginn svona áhugsamur um akkúrat þessa Kouwatli bræður?
Fyrst kemur einn. Svo kemur næsti ættmaður. Og svo öll stórfjölskyldan. Voru eki að koma óléttar nígerískar konur? Hvernig er þetta á Akranesi þangað sem ekkjurnar komu en sumir segja að hafi ekki verið neinar ekkjur?
Ég hafði fyrir mína parta mikið álit á Saddam Hússein. Hann var líka verkfræðingur eins og ég og gerði mjög margt fyrir þjóð sína þó harðhentur væri kannski stundum. Fékk verðlaun frá Sameinuðu Þjóðunum fyrir afrek sín í heilsu-og heilbrigðissviði. Lenti svo fyrst í vináttu og svo uppá kant við Busharana sem ekki margir hrósa í dag fyrir mannkosti. Galt fyrir það faðmlag með lífinu. Hvað skyldu Írakar segja annars sjálfir um stjórn Hússeins í samanburði við það sem þeir nú hafa? Líður þeim í Líbíu skár eftir að við Íslendingar tókum þátt í að myrða Gaddafí? Eru þeir sem þar nú ráða betri en hann?
Er ekki kominn tími til að staldra aðeins við? Verð ég ekki að fá að ákveða með hverjum ég held áður en ég tek að mér einhverjar valdar fjölskyldur frá Sýrlandi í gegnum Jórdaníu? Stopp á meðan við mörkum einhverja stefnu og reglur. Eða á Mogginn að ráða þessu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2012 | 14:12
Bravó fyrir BYKO
mér barst rétt í þessu skeyti frá BYKO:
Sæll Halldór,
Við þökkum fyrir ábendinguna. Við erum sífellt að bæta vöruupplýsingar í nýrri vefverslun okkar. Við höfum nú þegar bætt lýsingar á kambstálinu eins og þú getur séð í þessari slóð:
https://www.byko.is/timbursala/kambstal/kambstal/vnr/20755
Kambstál er selt í stykkjatali í 6 eða 12 metra stöngum.
Enn frekari upplýsingar um kambstál má finna hér á heimasíðu okkar:
https://www.byko.is/um_/fagupplysingar/timbursala/kambstal/
Þeir tóku myndarlega á þessu. Verðið er per stöng en ekki metra né kíló.En til þess að vita hvort þetta er með VSK eða ekki þarf líklega að hringja í músíkdeildina og bíða eftir sambandi við timbursölu. Það hefði verið þægilegra að geta séð það líka á síðunni.
En takk fyrir BYKO, ég hef alltaf verið vinur ykkar og er enn.
3.9.2012 | 14:01
Múrbúðin er í lagi
með símanúmer og allar vöruupplýsingar á netinu og verð á hverri vöru. Þangað er flott að fara og síðan þeirra er frábær.
Þeir versla hinsvegar ekki með kambstál svo málið er en óleyst hjá mér. Ég er búinn að senda Byko póst en þeir ekki svarað. Ég var einu sinni með aðgang að vöruskránni þeirra en ég er búinn að týna honum. Best að sækja um aftur til að fá upplýsingarnar.
En mér líst vel á Múrbúðina enda hef ég haft spurnir af því annarsstaðar frá að þar sé gott að versla.
3.9.2012 | 10:34
Ekki var það betra í Bauhaus
þegar ég bálvondur ætlaði að terysta á þýska nákvæmni. Ekki einu sinni símanúmer á heimsaíðunni ef mann vantar að spila músík. Ekkert leitarorð eða annað fann ég til að nota. bara loforð um þjónustu og meiri þjónustu. Ekkert sem ég var að leita að.
Af hverju er ég svona vitlaus? Ég get bara ekki fundið upplýsingar um hvað kostar 1 metri af K10? (með skatti eða án ?)
3.9.2012 | 10:20
Furðuleg þjónusta í BYKO
birtist mér þegar mig vantaði skyndilega að fá að vita verð á steypstyrktarstáli. Ég fór á vefinn og fann ú upplýsingar um járn í 6 metra lengjum og 12 metra lengjum . Ein tala við hvern vöruflokk. Ekki gefið upp hvort verðið væri per kg, 1 metra eða stöng. Ég hringdi í númerið 515 4000 spurði stál. Augnablik og svo fékk ég 10 mínútna músik. Ég hringdi aftur og sagðist ekki hafa hringt til að hlusta á tónlist. Nú augnablik, prófa annað númer í timbursölu. Aðrar 10 mínútur í tónlist. Þá gafst ég upp.
Af hverju er fólk svona vitlaust eins og ég að vita ekki hvað talan 13o7 kr þýðir þegar mig vantar verð á steypustyrktarstáli, hvað staðalheitið er, hvort það er 400 eða 500?
Ég veit þetta ekki ennþá. Veit þetta einhver?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2012 | 11:41
Stattu þig Ögmundur !
í þessu jafnréttislagafári.
Þú gerðir það sem þú taldir réttast. Nú kemur einhver nefnd úti í bæ sem sest í dómarasæti án þess að uppfylla nokkur skilyrði til þess, og úrskurðar þig hafa brotið lög.
Síðan hvenær hefur dómsvaldið verið framselt til ótínds fólks úti í bæ? Pólitískt skipaðrar nefndar? Þarf málið ekki að fara fyrir dóm áður en gjammað er svona um lögbrot og afsögn þín heimtuð?
Fyrr en Hæstiréttur hefur úrskurðað í málinu liggur þetta ekki fyrir svo ég skilji.
Stattu þig þangað til Ögmundur !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko