Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Út fyrir boxið með Blöndal

hugsaði ég þegar ég var búinn að lesa grein dr. Péturs í Morgunblaðinu í gær.

Þar segir Pétur .:

„Sumt í íslensku samfélagi virðist ekki mega hugsa um. Eitt af því er sala á Landsvirkjun. Fólk tekur andköf og umræðan fer strax út í það að nú eigi að selja fjölskyldusilfrið, slátra bestu mjólkurkúnni o.s.frv.

Hvers vegna skyldu þessi viðbrögð vera? Málið er einfalt, Landsvirkjun fer með orkuauðlind þjóðarinnar, eitthvað sem margir kalla »sameign þjóðarinnar« og jafnvel þá stærstu.

 

…Landsvirkjun selur 73% af orku sinni til álframleiðenda. Þar er áhættan margs konar. Orkuverð gæti lækkað á heimsmarkaði vegna nýrra orkulinda (gass), ný efni gætu rutt áli úr notkun og nýjar ódýrari aðferðir gætu fundist við að vinna ál, sem er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar. Þá yrðu álfyrirtæki heimsins gjaldþrota og Landsvirkjun í kjölfarið þegar 73% orkunnar væru illseljanleg.

 

Nú er ekkert sem bendir til þess að slíkt gerist en stundum gerast atburðir sem enginn býst við. Skuldir Landsvirkjunar eru um 330 milljarðar kr. sem ríkið ber ábyrgð á. Við gjaldþrot yrði skaði ríkisins eflaust miklu meiri því eignir myndu rýrna í verði.

 

Tímaskyn einstaklinga og fyrirtækja þeirra er tengt starfsævinni, ca. 40 ár. Þegar fyrirtæki eru verðmetin er til dæmis hverfandi munur á verðmæti tekjustraums í 40 ár og eilífum tekjustraumi, fullri eign. Það er nánast jafngilt fyrir fjárfesta hvort þeir leigi rekstur í 40 ár eða kaupi hann. Í sögu þjóðar eru 40 ár hins vegar stuttur tími. Örstuttur. Þetta eigum við að nota okkur og hugsa út fyrir boxið.

 

Eftirfarandi hugmynd vil ég að fólk skoði:

Stofnað verði Kárahnjúkavirkjun01 ehf. (K01). K01 fær afnot af Jöklu í 40 ár, leigir stífluna, jarðgöngin, raforkuverið og línurnar í 40 ár og lofar og tryggir að öllu sé skilað í sama horfi að þeim tíma liðnum. K01 tekur yfir samninga við álverið við Reyðarfjörð og yfirtekur skuldir vegna virkjunarinnar og greiðir ríkisábyrgðargjald. Svo verði K01 selt. Jafnvel til útlendinga (nú taka sumir lesendur aftur andköf). Eftir 40 ár verði stofnað Kárahnjúkavirkjun02 ehf. (K02), sem fær afnot af Jöklu í 40 ár, leigir stífluna o.s.frv. í 40 ár. Þá eru skuldir væntanlega engar og hugsanlega komnir nýir kaupendur. 40 árum síðar yrði stofnað Kárahnjúkavirkjun03 ehf. (K03), sem fær afnot af Jöklu í enn 40 ár. Þannig myndi þjóðin selja afnot af Jöklu aftur og aftur. Er það ekki einmitt markmiðið? Auk þess nyti þjóðin þess að lánstími skulda Landvirkjunar er miklu styttri en endingartími virkjunarinnar.

 

Á sama hátt yrði stofnað Þjórsárvirkjanir01 ehf. (Þ01). Þar yrðu allar virkjanir við Þjórsá í einu fyrirtæki, sem fengi afnot af Þjórsá í 40 ár í heimanmund sem og allar virkjanir, sölusamninga og tæki yfir skuldir. Eftir 40 ár yrði stofnað Þ02 og 40 árum síðar Þ03 o.s.frv. Þannig yrðu afnot af Þjórsá »seld« aftur og aftur. Svo mætti stofna hlutafélög um restina af Landsvirkjun R01, R02 o.s.frv. Á sama hátt mætti fara með Rarik og Orkubú Vestfjarða. Landsvirkjun héldi eftir ónýttum virkjanarétti og seldi hann seinna.

Sala á K01 gæfi ríkisjóði marga tugi milljarða í hagnað vegna þess að tekjur virkjunarinnar næstu 40 ára yrðu núvirtar. »Sala« Landsvirkjunar allrar með þessum hætti ætti að gefa ríkissjóði mörg hundruð milljarða sem hann er í brýnni þörf fyrir en eigið fé Landsvirkjunar er 210 milljarðar kr. Söluverðið gæti jafnvel verið í gjaldeyri. Það er nefnilega óhætt að »selja« til útlendinga því orkan yrði »seld« aftur og aftur. Ríkissjóður hefði fé til að lækka skuldir, vexti og skatta og koma frosnu atvinnulífi í gang en fjárfesting er í lágmarki, atvinnu skortir og fólk flytur til útlanda. Nú eru góð ráð dýr, sem sjaldan fyrr.

 

Rekstraráhætta ríkissjóðs hyrfi og flyttist yfir á eigendur hlutafélaganna, K0i, Þ0i og R0i. Nægilega hátt ríkisábyrgðargjald hvetti félögin til að afla lánsfjár annars staðar og ríkisábyrgðin hyrfi og þar með áhætta ríkissjóðs, okkar, af þessum rekstri.

 

Orka fallvatnanna héldist í eigu ríkisins og héldist sem »auðlind í eigu þjóðarinnar«. Virkjanirnar og þar með orkan yrðu seldar aftur og aftur.

Hverjir myndu kaupa? Álverin? Eða samkeppnisaðilar þeirra. Eða fjárfestar sem trúa á hreina orku. Væntanlegir kolefnisskattar og þörf Kínverja og Indverja fyrir orku eykur eftirspurn eftir slíkri 40 ára nýtingu á hreinni orku.

 

Landsbyggðarfólk athugi að K01 hefði að sjálfsögðu höfuðstöðvar á Egilsstöðum og Þ01 á Hellu/Hvolsvelli og R01 á Selfossi. Nema hvað? Samkeppni mun aukast því skipting Landsvirkjunar í 3 fyrirtæki örvar samkeppni á raforkumarkaði sem varla er til þegar eitt fyrirtæki framleiðir 73% allrar raforku í landinu.

 

Samningar ríkisins við þessi 40 ára orkufyrirtæki þurfa að vera mjög vandaðir og tryggja sérstaklega að öllu sé skilað í sama horfi. Ræða þarf tímalengdina, 40 ár, í hörgul til að hámarka arð ríkissjóðs til langs tíma. Hugsanlega mætti hafa mismunandi tímalengd. Þ01 yrði t.d. selt til 25 ára og R01 til 20 ára. Meginatriðið er að við leyfum okkur að hugsa, jafnvel út fyrir boxið.“

Svo sannarlega hugsar dr. Pétur iðullega út fyrir boxið. Þessvegna á hann svona erfitt uppdráttar meðal samþingmanna sinna. Þeir hafa átt svo erfitt að fylgja hugsunum hans eftir því hann hugsar svo gjarnan út fyrir boxið. Maður sem er stundum á undan sinni samtíð vekur öfund hinna sem eru tregari að skilja.

En ég skil þessa hugmynd Péturs og finnst hún snöggtum viskulegri en þeirra sem er til í að selja Grímsstaði, Landsvirkjun, Landsbanka eða gefa Grímsey til útlendra kónga. Við ættum að yfirfæra þessa aðferðafræði á alla jarðasölu til útlendinga. Ekki selja heldur leigja á minnst sama verði og allt söluverðið sem boðið er.  Hitt er bara sveitamennska innan í boxinu sem við erum föst í.

Pétur var líka með hugmynd um að taka staðgreiðslu strax af greiðslum inn í sériegnarlífeyrissjóði landsmanna.  Hann var ekki tilbúinn að taka málið lengra en það er að taka staðgreiðsluna af öllum iðgjöldum í sjóðina núna. Þá yrði vandi ríkissjóðs leystur á einni nóttu og skuldaniðurgreiðslur, spítalavandinn  líka. Og meira að segja yrði eftir afgangur fyrir stjórnmálamenn til að spreða í vitleysu.

Af hverju erum við að vandræðast með hundruð milljarða í lífeyrissjóðinum þegar ríkið beinlínis á stóran hluta þeirra?  Lífeyrissjóðafurstarnir eru svo að feilspekúlera með þetta fé okkar allra og tapa því í þúsundavís. Peningum ríkisins!

Minnkum vandamálið og áhættuna. Tökum skattinn strax og þá eiga menn lífeyrisgreiðslurnar óskiptar þegar þar að kemur.

Hugsum útfyrir boxið með Pétri Blöndal ! 

 

 


Gull fyrir Geysi

Strolkkr2013-09-05 13.12.00

eigum við að sækja í ferðamannaiðnaðinn. Borum í hverinn og  endurvekjum þetta mikla náttúrufyrirbrigði. Eitt lítið gat í botninn getur gert þessa þjóðargersimi aftur að því sem hún var og hefur gefið nafn sitt um víða veröld.

Sem leiðsögumaður get ég fullyrt að ekkert vekur athygli ferðamanna meira á þessu landi en Strokkur.

Hann var vakinn með borun fyrir mörgum árum.700.000 flykkjast að honum ár hvert og horfa á hann hugfangnir fyrir ekki neitt nema kaupa mat og kaffi af einkafyrirtækinu á Hótel Geysi. Þar er líf og fjör en svæðinu sjálfu er lítið og ófullnægjandi sinnt svo þjóðarskömm er að. Ferðamannaiðnaðurinn borgar ekkert til svæðisins sjálfs eða náttúru Íslands.

Sé drukkið kaff er erfitt að losna við það fyrr en í Perlunni í Reykjavík þar sem engin klósett eru við Gullfoss og ekki er stoppað fyrr en 2 tímum liðnum. Rútuklósettin eru lokuð því bílstjórarnir segja að verði séu svo niðurpínd að það borgi ekki fyrir þrif.

Af hverju ekki að búa okkur betur undir 1.500.000 ferðamanna sem á að koma og skaffa þeim eitthvað meira til að horfa á. Gera svæðið mannsæmandi með bekkjum, skógarlundum, klósettum osfrv.

Endurvekjum Geysi gamla og gerum hann að því sem honum sæmir. Stærsta goshver í heimi.  

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband