Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Ekkert lært

en öllu gleymt var niðurstaða mín af því að hlusta a Steingrím J. útlista stjórnarsnilld sína s.l. 4 ár. Hann hélt fram ágæti Icesave samninga sinna og fullyrti að það hefði veri betri kostur fyrir þjóðina en sú sem varð. Hann sagðist hafa skilað góðu búi og ríkissjóði nær hallalausum. Hann komst upp með þetta því spyrjandinn spurði ekki um 400 milljarðauppsafnaðan ríkissjóðshallann sem ríkisstjórnin skildi eftir sig.

Að öðru leyti fékk Steingrimur að fimbulfamba um hvernig hann af miklum hetjuskap bjargaði þjóðinni frá sjálfri sér með skattahækkunum jafnframt því að verja velferðina. Hann var ekki spurður um það framlag eldri borgara að hafa verið sviptir 13.5 milljörðum af grunnlífeyri frá júlí 2009 né heldur þakkaði hann þeim langlundina.

Steingrímur hafði áður lýst hetjuskap sínum við björgunarstörfin þar sem hópur manna hafði það hlutverk að troða í hann mat þar sem hann hafði ekki tíma til þess sjálfur. Ég hef heyrt um svona aðferðir hjá Svíum sem hafa þennan hátt við jólagæsir sínar og kalla "Proppgås".Hann taldi óráð að lækka skatta á almenningi en gat hugsanlega sætt sig við einhverja lækkun tryggingagjalds á fyrirræki. Annars var allt á uppleið sem afleiðing af hans góða búi, landflótti stöðvarður og atvinna að aukast. 

Hrollvekjan var sú að Steingrímur ætlar hvergi að láta deigan síga á Alþingi og berjast gegn ríkisstjórninni á sinn hátt. Vonandi hafa menn vit á að þegja hann sem mest því hann hefur ekkert lært og öllu gleymt. 


Hver kaus þennan leiðtoga?

til að tala kjark í þjóðina? Úr hvaða flokki kemur kemur þessi kona sem er forstjóri FME? Starfar þessi embættismaður í takt við stjórnarsáttmálann sem telur krónuna verða mynt Íslendinga um næstu framtíð? Er hún ekki tímaskekkja sem verður að víkja?

"Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að það hafi hingað til reynst þrautin þyngri að viðhalda stöðugleika í efnahagslífi okkar örþjóðar með krónuna sem sjálfstæðan gjaldmiðil. Það verði enn stærri áskorun að gera það eftir að verðtrygging verður afnumin og á meðan greiddar verða niður háar skuldir ríkissjóðs. 
Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu hennar á ársfundi FME og vísaði hún þar til stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um að íslenska krónan verði áfram gjaldmiðill okkar um ótilgreinda framtíð."

Hver kaus þennan leiðtoga til að tala kjark í þjóðina? 



Völlurinn fer ekki !

sagði ég við vin minn þegar hann gekk dapur í bragði yfir framtíð Reykjavíkurflugvallar af mínum fundi í gær. Við sem erum báðir flugdýr höfðum mæðst mikið yfir fjandskap vallaróvina allstaðar. En vinur minn var nánast sokkinn ofan í þunglyndi yfir veraldarinnar vonsku eins og hún birtist í borgaryfirvöldum í Reykjavík og var ekki í skapi til að taka við huggunarorðum frá mér. Hann sagði að heimsku þessa fólks væru engin takmörk sett né getu þess til illra verka.

Þessvegna var það mér mikil lyftistöng að lesa leiðara Morgunblaðsins og finna sannfæringarkraftinn sem þaðan streymdi. Þar segir :

 

" Í fyrradag héldu borgaryfirvöld kynningarfund vegna draga að aðalskipulagi og máttu viðstaddir sitja undir útúrsnúningi fundarboðenda, sem greinilega töldu sig hafa of slæman málstað að verja til að ræða umfjöllunarefnið málefnalega.

 

Helsta forsenda þessara draga að aðalskipulagi er að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni þó að öllum megi ljóst vera að flugvöllurinn er ekki á förum og að hann á af ýmsum ástæðum hvergi betur heima. Þegar spurt var um flugvallarmálið og furðu lýst á því að ætlunin væri að slíta tengingu landsbyggðarinnar við þungamiðju heilbrigðisþjónustu í landinu kaus Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og formaður borgarráðs, að svara út í hött. Hann sagði að ekki hefði verið talað um að slíta þessa tengingu landsbyggðarinnar og heilbrigðisþjónustunnar og að hættulegt væri að reynt væri að leiða líkur að því að lífshættulegt væri að búa á landsbyggðinni.

 

Þetta er auðvitað alveg óboðlegur útúrsnúningur. Enginn heldur því fram að lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni, en finnst borgarfulltrúanum ekki eðlilegt að allir landsmenn eigi sem besta möguleika á að nýta sér þá öflugu heilbrigðisþjónustu sem byggð hefur verið upp í Reykjavík? Er málstaður þeirra sem bitið hafa í sig þann misskilning að losna þurfi við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni svo vonlaus að snúa þurfi út úr og gera lítið úr þörf allra landsmanna á aðgangi að heilbrigðisþjónustu?

 

Sennilega er það einmitt málið. Í öllu falli má ekki útiloka að þeir sem bera fram þessi mislukkuðu drög að aðalskipulagi átti sig á að þau eru algerlega óboðleg og óverjandi og að þess vegna sé gripið til þess ráðs að snúa út úr fyrirspurnum á upplýsingafundi og reynt að gera fyrirspyrjendur hlægilega.

 

Staðreyndin er sú að þau drög sem borgaryfirvöld hafa nú lagt fram byggjast á stórri grundvallarforsendu sem gengur ekki upp og þar með falla þau um sjálf sig og geta aldrei orðið annað en markleysa. Flugvöllurinn er ekki að fara úr Vatnsmýrinni og þar með verður Vatnsmýrin ekki helsta byggingarland Reykjavíkur á næstu árum og af þeirri ástæðu er tímasóun hjá borginni að ræða frekar þessi drög.

 

Þar með er líka fjarstæðukennt að halda því fram, eins og gert var á þessum upplýsingafundi, að drögin geti orðið að aðalskipulagi í nóvember á þessu ári. Auðvitað væri hægt ef borgarfulltrúar eru alveg heillum horfnir að samþykkja þessi drög sem aðalskipulag, en hver væri tilgangurinn með því? Hvers vegna að samþykkja aðalskipulag sem ekki er hægt að vinna eftir og borgarstjórn yrði að umbylta um leið og við tæki meirihluti sem ekki væri haldinn þeirri þráhyggju að flugvöllurinn megi ekki vera í Vatnsmýrinni? Til hvers er verið að sóa tíma og fjármunum borgarbúa með þessum hætti og koma um leið í veg fyrir að gert verði skipulag sem hægt er að vinna eftir og borgarbúar geta búið við? "

Mikil lifandis sannfæringarkraftur og skynsamleg yfirvegun og rökhyggja streymir þarna fram. Þetta með lokun Reykjavíkurflugvallar er þá bara ekki að gerast.Þessi vesölu borgaryfirvöld verða hreinsuð út innan tíðar og fólk með viti kemur í þess stað í næstu kosningum. Vonandi beitir Árni Johnsen sér duglega með okkur vallarvinum í þeirri góðu baráttu.

Það er hinsvegar ástæða til að vera á verði gegn þeirri Salami-aðferð Stalíns sáluga sem þetta lið beitir gegn flugvellinum. Það er nartað hér, skemmt þar á skipulegan hátt til að rýra völlinn ár frá ári til að gera hann verri. Sífellt kemur fram fólk með gömlu vitleysunar og illan hug aftur. En það er stórhættulegt ef það kemst upp með að ráðast sífellt að vellinum í gegnum sífellt sakleysislegt nart í skipulagsmálin sem stöðugt rýra notagildi Reykjavíkurflugvallar. Það verður að veita miklu harðvítugri mótspyrnu en nú er gert.  

Salami-sóknina verður að stöðva til þess að völlurinn fari ekki neitt eins og 82 % landsmanna vill. 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420659

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband