Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
6.6.2013 | 08:04
Ógleymi
okkar væri æskilegt þegar við hugleiðum þessi ummæli:
"Ég er ekki enn búinn að sannfærast um að það hafi ekki verið jafngóður kostur fyrir Ísland til lengri tíma litið að klára málið [Icesave] fljótt og vel í samningunum um vorið 2009. Við hefðum verið svona níu mánuðum fyrr á ferðinni með endurreisnina."
Það var Steingrímur J. Sigfússon sem lét sér þetta um munn fara í útvarpsviðtali nýlega.
Er til stjórnmálamaður sem hefur gefið þjóðinni eins afgerandi puttann og þessi maður? Tvær þjóðaraykvæðagreiðslur og hann veit betur?
Hvernig getur fólk kosið þennan mann til forsjár sér?
Það er ekki ógleymi heldur algleymi.
5.6.2013 | 17:50
Minnislisti
Sjálfstæðismanna vegna Borgarstjórnarkosninga á næsta ári hljómar svo:
Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir greiddu atkvæði með Aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýri. Þessi nöfn verða Sjálfstæðismenn að muna þegar kemur að prófkjöri í haust. Þetta er meðreiðarfólk vinstri meirihlutans í Reykjavík sem vill flugvöllinn burt í andstöðu við meirihluta kjósenda í Reykjavík og annarsstaðar.
Þýðingarmikið er að Vallarvinir hefji þegar baráttu gegn þessu fólki með tiltækum ráðum. Þetta fólk þarf að fá þá einkunn í prófkjörinu sem gerir það óskaðlegt í þeim áformum sínum að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll.
Markið Vallarvina hlýtur að vera að fella þetta fólk af lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og kjósa heldur enga sem eru sama sinnis í prófkjörinu. Samtök flugáhugafólks þurfa að beita samtakamættinum til að vinna gegn þessu fólki í ræðu og riti, hvar sem það kemur og hvað sem það segir og spara hvorki fé né fyrirhöfn.
Burt með þetta fólk af framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna Borgarstjórnarkosninganna 2014. Setjum það á minnislistann.
5.6.2013 | 08:40
Á hverja voru kröfurnar?
að lokum sem Landsbankinn seldi Poulson?
Eru lokagreiðendurnir ef til vill íslensk heimili?
Hvað eru menn að bagsa með þessi þrotabú gömlu bankanna og slitastjórnir með sjálftöku fjármuna við að stokka spilastokkinn? Af hverju er ekki settur einn skiptastjóri yfir búin og hann borgar út hlutfallslega í íslenskum krónum? Hætta bullinu með nýja og gamla Landsbankann og skuldabréfið?
Hvenær á að gera eitthvað svo um munar? Hætta þessu afkáraleikhúsi þar sem enginn veit hvaða kröfur er verið að víxla með?
5.6.2013 | 08:29
Hemmi Gunn
er farinn frá okkur. Það er vissulega tómlegra á eftir. Maður heyrir dillandi hláturinn fyrir sér og verið þið hress og ekkert stress.
Hemmi Gunn var einn af þeim sem öllum þótti vænt um og fannst hann vera aldavinur sinn. Sem hann eiginlega varð eftir að hafa talað við mann í nokkrar mínútur. Svo fannst mér að minnsta kosti frá fyrsta degi.Hann talaði svo blátt áfram og var svo einlægur.
Auðvitað þekktu ekki allir erfiðar stundir þessa geislandi manns sem hann átti sannarlega. Sem sýnir okkur hversu dagfarsviðmótið gagnvart náunganum skiptir miklu máli í daglegu lífi. Hermann Gunnarsson var einn þeirra manna sem menn gleyma ekki svo glatt fyrir glaðværðina sem hann geislaði út frá sér.
Sem betur fer getur tæknin leyft okkur að njóta samvista við hann á ókomnum árum með endursýningum og flutningi á sígildu efni.
Hláturinn hans Hemma Gunn er ekki hljóðnaður með okkur enn langa stund.
5.6.2013 | 08:15
Spjaldtölvur
fyrir þingmenn í stað fartölva segir Alþingi að séu líklegri til að halda athygli þingmanna við þingstörfin skilst mér af fréttum. Alþingi sé málstofa en ekki þingstofa. Hvernig verður eignarhaldi tölvanna háttað? Ganga þær straujaðar manna á milli við þingmannaskipti? Eða eru þær skattskyld hlunnindi? Hvað með hakkara á innra vefnum? Hvað með Wikileaks?
Menn geta farið með þær í ræðustól er einn kosturinn. Þá geta menn lesið það sem þeir ætla að segja. Fengið ræðuna senda frá foringjanum eða ræðuskrifara? Er ekki fljótlegra að senda póst á þingmennina svo þeir viti hvað menn vildu sagt hafa í ræðustól og spara tímann? Sjá menn Steingrím fyrir sér veifandi spjaldtölvunni?
Spurning er svo hvort menn haldi að þingmenn séu að sannfæra einhvern úr andstæðingaflokknum með því að fara mikinn í ræðustól? Eru flokkar ekki búnir að semja um málin til afgreiðslu?
Auðvitað er sjálfsagt að Alþingi tileinki sér nútíma tækni til að auka skilvirkni í störfum þingsins. Spurning er hvort þetta sé einhver bylting í þá veru? Hvort hugsanaflutningur og Miðlar væru æskilegri? Eru þjóðaratkvæðagreiðslur í beinu lýðræði það sem koma skal í gegn um posakerfið? Eru Alþingi bara gamaldags viðburðir. Hin raunverulega stjórnun fari fram annarsstaðar? Hvar er Humpfrey og hvað vil hann?
Getur ekki allt gengið miklu betur í gegnum spjaldtölvur og rafræn kerfi?
4.6.2013 | 17:45
Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá
dettur manni í hug þegar afnám verðtryggingar er svo mörgum hugleikið sem hinn stóri sannleikur. Það er eins og menn búist við allsherjar fyrirgefningu synda sinna við þá aðgerð eina og sér. En er það svo?
Vissulega hefur framkvæmd verðtryggingar verið gölluð. Það er erfitt að færa rök fyrir því að hækkun hins opnbera á áfengisgjaldi eigi að hækka öll lán í landinu. Hækkun sem kemur erlendis frá kemur fljótt inn sem verðbólga. Laun rýrna af þessum sökum en höfuðstóll lána fer upp. Það verður erfiðara að lifa. Launþegar hækka taxta sína á móti. Þeir fá fleiri krónur í bili. En útflutningsatvinnuvegirnir fá ekki hækkanir á erlendum mörkuðum. Þá kemur rullan sem við heyrðum í den: "Seðlabankinn hefur ákveðið......
Allar þjóðir búa við verðbólgu. Það eru ekki mörg cent eftir af gamla dollaranum sem gerði kleyft að byggja Empire State á 400 dögum fyrir stríð. Evran brennur hægt en örugglega og allir sem spara hana tapa því innlánsvextir eru neikvæðir.
Menn almennt gera samt greinarmun á eign og skuldum. Menn vilja yfirleitt eiga sitt sem mest í friði i fyrir öðrum. En ef þeir skulda öðrum þá finnst sumum ekki sanngjarnt að borga vexti hvað þá verðtryggða vexti eða borga yfirleitt til baka. Eðlilegt líka.
Það virðist vera að í ýmsum stærri löndum séu langtíma húsnæðislánakjör sniðin þannig að lánveitandinn fái nægilega mikið til baka til að geta haldið útlánagetu sinni. Í Bandaríkjunum sér hið opinbera fyrir lánum til íbúðakaupa með sjóðunum Freddie Mac og Fanny May. Þeir lána til langs tíma með föstum vöxtum í dollurum. Þetta gerðum við líka en það var dæmt ólöglegt og voru kölluð lán með gegnisviðmiðun. Við sauðsvartir máttu líka eiga eins mikinn gjaldeyri og við vildum. Nú er það orðið glæpur að eiga gjaldeyri.
Fyrstu árin fær lánveitandinn í Bandaríkjunum líklega það mikið upp í verðbólguna að hann getur lifað við restina. Þetta er félagsleg aðgerð sem menn eru sáttir við. En margir hérlendis rugla þessu saman og halda því fram að erlend fyrirtæki búi við miklu lægra vaxtastig en íslensk. Menn vilja ekki ræða það að vaxtastigið þar ræðst af efnahag fyrirtækis og sá fátæki fær ekki lán nema á himinháum vöxtum.
Hjá okkur með krónuna litlu ættu í raun vextir að vera mjög lágir ofan á verðtryggingu ef svipuð hugsun réði ferð í húsnæðismálum. Hér eru vextir húsnæðislána hinsvegar spenntir yfir 4 % og ofan á vægðarlausa verðtryggingu líklega vegna þess að Lífeyrisisjóðum hefur verið uppálagt að skila 3.5 % ávöxtun.
Samblöndun vaxtakjara á húsnæðismarkaði og almennum fyrirtækjamarkaði gerir það að verkum að margar skrítnar hugmyndir ríða húsum á Íslandi í sambandi við peninga, lánspeninga og vexti. Eitt það furðulegasta er að binda krónuna við annan gjaldmiðil en vera samt með krónuna. Af hverju ætti það að vera betra en að taka upp annan gjaldmiðil ? Hver vill þá krónur?
Það er tæknilega framkvæmanlegt að skipta efnahagslífi Íslendinga yfir í aðra mynt. Segju til dæmis Canadadollar sem við getum ekki prentað ef okkur er skyndilega fjár vant. Sem sagt værum við ekki herrar yfir verðbólgunni lengur og gætum þá upplifað spánskt og grískt ástand fyrirvaralítið.
En íslensk verðbólga er sem kunnugt er að ávallt pólitísk verðbólga. Við höfum marg oft samið kjarasamninga sem vitað er fra degi eitt að kalla á peningaprentun. "Stingið ykkur til sunds þó þið sjáið ekki í land" sagði einn landsfaðirinn í gamla daga í byrjun þriggja áratuga óðaverðbólgu.
Sama er með hugmyndir um fastgengisstefnu fyrir Ísland. Þjóðfélagið hefur marg sýnt það, að það hefur ekki þann aga sem til þess þarf. Þýskt þjóðfélag er allt öðruvísi og fólk kemst síður upp með svona smáhópaskærur eins og hér leyfast.
Ef þú færð lánaðan osthleif, hvort áttu að skila osthleif til baka eða bara ostsneið ? Ef þú átt osthleif, finnst þér þá í lagi að ég, sem holdgerfingur verðbólgunnar, komi og éti reglulega af honum þangað til hann er næstum búinn ? Ég held ekki. Eða er svarið þitt allt annað ef ég á ostinn og þú ert í hlutverki verðbólgunnar ? Af hverju á fjármagnseigandinn, eða sparandinn að hluta, að lána þér nokkurn skapaðan hlut ef þú vilt ekki borga til baka ?
Fæstir gera sér grein fyrir því að það eru innlendu bankarnir okkar sem eru að lána rafkrónur sem þeir búa til sjálfir og ekkert er á bak við fremur en að þeir séu að lána út sparifé fólks. Því veitist ríkisstjórnum ómögulegt að stýra efnahagslífinu eins og sannaðist best á árunum fyrir hrun. Seðlabankinn hækkaði vexti sem jók innstreymi erlendra peninga sem voru lánaðir út á lágum vöxtum þar til allt hrundi.
Nú skattleggur ríkið auk þess verðbætur af sparifé eins og þær séu fjármagnshagnaður. Af hverju á fólk að spara ef sparnaðurinn er gerður upptækur jafn harðan af ríkinu ? Við lifðum við það ástand árum saman og lifum enn svo litlar eru framfarinar.
Milljarðar af sparifé brenna upp í bönkunum daglega af lausum innistæðum sem menn geta ekki komið í skjól þar sem verðtryggð innlán eru bundin til svo langs tíma að óaðgengilegt þykir. Í hvers þágu er það eiginlega? Svarið liggur nokkuð í augum uppi þegar bankarnir virta hagnaðartölur sínar.
Hörðustu andstæðingar allrar verðtryggingar hafa hafa aldrei svarað því á hvaða vöxtum þeir vilji lána sitt eigið fé til 40 ára íbúðalána óverðtryggt? Eða sparifé sitt fé óverðtryggt til eins árs eða lengur? Hvað þá 10 ára? Það má ekki gleyma þvi að fólk er ekki lengur neytt til að taka verðtryggt lán. Viðskiptafrelsið hefur fært því aðra valkosti. En vextirnir eru svo háir að menn velja verðtrygginguna í löngum húsnæðislánum því annar er dæmið illviðráðanlegt.
Ekki er langt síðan að fólk gat tekið lán í erlendri mynt til íbúðakaupa með svona 2-4 % álagi íslenzkra banka. Svipuð kjör til skamms tíma og verðtryggð lán. En verðbólga erlendra gjaldmiðla gerði þessi lán mun hagstæðari til lengri tíma litið.
En gullöld Davíðstímans og einstaklingsfrelsisins er liðin og hér er aðallega höft, bönn, eymd og volæði og uppskipting á skorti flestra gæða. Lítil von virðist vera um bót í bráð.
Ég er búinn að lifa það lengi í þessu landi að ég sé enga sérstaka von framundan um í því að íslenskt efnahagslíf muni lifa við stöðugleika að þýskri fyrirmynd í framtíðinni. Þetta mun líklega áfram ganga í kollsteypum með lygnum á milli þó svo þyrfti ekki að vera per se.
Verðtryggging var tilraun til að staðfesta samfélagið og gefa fólki kost á að spara í stað þess að eyða strax meðan peningurinn gat keypt eitthvað, eitthvað. Þetta vilja menn ekki lengur. Nú er aðalatriðið að afnema verðtryggingu svo að skuldarar þurfi ekki að borga svona mikið til baka. Sparnaður er aflagður sem valkostur til langframa. Nú er efst á blaði að fá nógu mikil lán sem verða léttvæg síðar.
Verðtryggingin skal því afnumin sem fyrsta skref. Af ávöxtunum skulið þér þá þekkja þá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2013 | 23:04
Hverjir eru flóttamenn?
í raun og veru var inntak pistils míns frá 2007. Ekkert hefur mér miðað í skilgreiningu vandans síðan þá. Miklu fremur hefur þetta allt versnað til muna og nú virðist skilgreiningin á flóttamanni vera orðin býsna frjálsleg og ná yfir hvaða landhlaupara sem er.
Hvað eru sjálfskilgreindir flóttamenn yfirleitt að flýja? Erlent innrásarlið í landi sínu? Vopnuð átök pólitískra glæpamanna (les stjórnmálaflokka), eigin landsmanna? Arðrán, kúgun og afleidda örbirgð af hálfu þessara sömu afla? Eigið sakavottorð? Eða leita að fríum hádegisverði?
Hvort sem þau kallast Talibanar, Hamas, Skínandi Stígur, Fatah eða kommúnistaflokkur Castros, deyr saklaust fólk sem afleiðing af óvægnum hugsjónum annars fólks. Á ég að finna til einhverrar ábyrgðar gagnvart slíkum uppákomum? Ræð ég einhverju um orsök eða afleiðingar hegðunar glæpamanna um víða veröld? Á ég að taka að mér að bæta fyrir fyrir hegðun fólks sem ég skil ekki og ekki skilur mig? Ég skil ekki Sajaría-lög. Ég skil ekki Islamista. Ég vil ekki sjá þá nálægt mér. Og alls ekki hér á Íslandi.
Vissulega er ástæða til að hafa samúð með fólki sem býr við fátækt og ömurleg lífsskilyrði. En dæmið er svo stórt að engin getur náð yfir það með sinni samúð.Það eru milljónir og aftur milljónir manna á þessari jörð, sem búa við þvílíka örbirgð að íslenzkur útigangsmaður lifir í allsnægtum miðað við það.
Mikið af örbirgðinni í heiminum er beinlíns afleiðing af gjörðum glæpamannanna, sem fara með illa fengin völd í ríkjunum. Getum við Íslendingar ekki gert okkur ljóst, að við getum ekki leyst vandamál heimsins, jafnvel þó að við gefum upp allt landið okkar Ísland og allar veraldlegar eigur með?
Stjórnarherrarnir í Eþíópíu eyða til dæmis tífalt meira fé í byssur og skot til að drepa eigin þegna með heldur en að stuðla að langlífi þeirra. Vitleysingurinn Mugabe í Rhodesíu veldur þegnum sínum ólýsanlegum þjáningum með hugsjónum sínum. Berum við þá ekki siðferðilega ábyrgð á gerðum hans þar sem við fordæmdum Ian Smith á sínum tíma? Eigum við að sækja flóttamenn frá þessum löndum ? Þar er þó einhver neyð til að flýja frá.
Af hverju tekur Lichtenstein ekki á móti innflytjendum eða flóttamönnum. En selur efnafólki ríkisfang í staðinn ? Hvernig eigum við Íslendingar að leysa öll vandamál heimsins, sem margfaldast á hverjum áratug með stjórnlausri fólksfjölgun jarðarbúa?
Hversvegna viljum við endilega búa til sömu vandamál á Íslandi og Danir og Stór-Svíarnir eru búnir að gera hjá sér? Hvað þá þýzkir með Tyrkina og núna Tyrkir með Islamistana? Viljum við virkilega fá söfnuði múhameðskra Araba hér á landi, sem verða eins sjarjaþenkjandi gegn hinu nýja föðurlandi eins og arabisk-nýdanski þingframbjóðandinn í shadornum, sem vildi láta drepa danska hermenn í Írak og Afganistan? Eða þeir sem réðust á hermennina í Bretlandi og Frakklandi?
Mér finnst að Íslendingar eigi að velja þá innflytjendur vandlega , sem við kærum okkur um, Velja fremur fólk, sem líkist okkur og er líklegt til að samlagast okkur. Velja að það sé bæði menntað og heilbrigt og af menningarstigi, sem getur heldur bætt okkar eigið. Við höfum ekkert að gera við súdanska stríðsmenn eða arabiska vígamenn hingað. Slíkt fólk verður bara til vandræða. Ómenntað fólk frá örbirgðarlöndum á heldur ekkert annað erindi við okkur en að sjúga íslenskar skattkýr.
Eigum við ekki alveg nóg með okkur sjálf og margt sem er okkar samfélagi til stórrar skammar, sem ekki batnar ef við þynnum stórkostlega út mann- og þjóðarauðinn?
Berum við ekki einhverja ábyrgð gagnvart landinu okkar, menningarsögu og framtíð afkomendanna? Á ein kynslóð Íslendinga eins og er í Samfylkingunni að geta gefið landið frá mér og mínum líkum til frambúðar og skuldbindandi fyrir alla afkomendur mína? Af hverju var Vidkun Quisling skotinn?
Innflytjendur eru ekki safnorð. Sumir innflytjendur eru æskilegir en aðrir eru það alls ekki. Allir erlendir farandverkamenn eru ekki efniviður í nýja Íslendinga sem eru hvít þjóð og kristin að meirihluta.
Það eru forréttindi að vera Íslendingur og með það ríkisfang ber að fara af ítrustu sparsemi og yfirvegun. Fólk á að geta komið hingað og unnið svo lengi sem vinnu er að hafa. Svo getur fólkið bara farið heim aftur nema það vilji endilega samlagast okkur og sé reiðubúið að semja sig að okkar lögum, siðum og menningu.
Mér finnst að við Íslendingar eigum að hugsa jafn vel um auðlindina íslenzkt þjóðerni og þorskkvótann. Hinu fyrrnefnda er hægt að tapa með fíflaskap og fyrirhyggjuleysi. Hitt lagast alltaf aftur.
Látum ekki blekkjast af flóttamannatali og að allir menn séu skapaðir eins og jafnir.
2.6.2013 | 20:20
Hver borgar?
frækilega leit að frönsku konunni?
Auðvitað er það gleðiefni að bjarga mannslífi við þær furðulegu aðstæður sem þarna var um að ræða. En þetta kostar mikið fé sem er takmarkað. Ef ekki er fyllt á tanka þyrlunnar flýgur hún ekki. Hvenær er ekki til meira bensín? Og hvenær dvínar áhugi okkar sjálfboðaliða vegna skilningsleysis okkar hinna?
Er ekki kominn tími til að láta erlenda ferðamenn greiða SAR(Search and Rescue)-gjald við komuna til landsins. Allir erlendir ríkisborgarar sem koma inn í landið séu látnir greiða lítið stimpilgjald til íslenskra björgunarsveita vegna eigins öryggis. Ísland er hættulegt vegna strjálbýlis. Útlendingar munu skilja þetta og greiða.
Hér innanlands verður einhver að borga á endanum allt sem við gerum.
2.6.2013 | 19:30
Fjórar furður
eru í gangi sem skattpíndur lýðurinn lætur sig litlu skipta.
Hin fyrsta er bygging fangelsis á Hólmsheiði. Lúxushótel fremur en fangelsi og fyrir örfáa fanga. Flestum finnst gráupplagt að byggja viðbót á lóð Litla Hrauns þar sem allir innviðir eru fyrir hendi. Mér finnast léttvægar röksemdir Lögreglunnar um að henni leiðist að keyra menn í gæsluvarðhald alla leið austur. Þessi breytingarframkvæmd myndi að lágmarki spara 2 milljarða í stofnkostnaði auk ótaldra í rekstur.
Sú næsta er bygging stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Ég hef hvergi séð þau rök fyrir nauðsyn þessarar fjárfestingar núna að ekki megi bíða með hana.
Hin þriðja er sú að byggja yfir beinagrind steypireyðar. Hversvegna? Er ekki allt vitað um beinasamsetningu hvalsins? Af hverju eigum við að borga fyrir þá rilviljun að þessum hval þóknaðist að reka á okkar fjörur?
Sú fjórða er bygging Landspítala. Þar er búið að teikna spítala þar sem sjúklingar og starfsmenn hreyfast langar leiðir í láréttu plani í stað þess að nota vélarkraft til að hreyfa þá upp með miklum hraða. Allt vegna þess að flugumferð er í nágrenninu. Sem svo á að víkja hinn daginn með lokun Reykjavíkurflugvallar. Vitræn umræða er bönnuð eða þöguð í hel.
Hversvegna segir enginn neitt þegar svona furðum er dembt yfir okkur án þess að færð séu rök fyrir málinu?
2.6.2013 | 12:53
Er EES úrelt þing?
og gerir meira ógagn en gagn í þjóðlífinu sem nú er komið málum?
Erum við ennþá að fá meiri hag en óhag af þessum samningi? Er hann ekki einkum farvegur fyrir tilskipanir Evrópusambandsins sem við eru að taka upp gagnrýnislaust og eru okkur til trafala sem fullvalda þjóð? Er ekki tímabært að endurmeta stöðuna nú þegar gelt varðhundanna hljóðnar?
Er EES okkar helsta úrelta þing?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko