Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Herra Jón Gnarr

dreymir stóra drauma um alþjóðlegt Friðarsetur í Reykjavík.

Hann skrifar í Fréttablaðið í gær eftirfarandi:

"Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í friðar- og mannréttindamálum á heimsvísu. Og án hroka, yfirlætis eða stjórnsemi. Og það mun auka enn frekar þau lífsgæði sem við búum við. Og við höfum margt að byggja á. Höfði er gott dæmi. Hann er ekki bara gamalt timburhús í Borgartúni heldur táknmynd, eins og Berlínarmúrinn, fyrir endalok einhvers heimskulegasta stríðs allra tíma; kalda stríðsins. Setjum Höfða í hásæti.

 Friðarsúlan í Viðey er annað dæmi,stórkostlegt listaverk á heimsmælikvarða. Tendrun friðarsúlunnar vekur alltaf meiri og meiri athygli og gestum fjölgar. Gerum hana að árlegum heimsviðburði. Og fyrir þá sem deila ekki húmanískum hippahugsjónum mínum vil ég benda á að það eru sóknarfæri í friði. Peningar ogtækifæri. Gerum Reykjavík að miðstöð leiðtogafunda og friðarráðstefna. Eflum skilning og meðvitund um frið og mannréttindi okkur sjálfum og öðrum til heilla.

 

Ímyndum okkur að þegar fólk framtíðarinnar heyrir John Lennon syngja Imagine þá hugsi það um frið og mannkærleika og verði ósjálfrátt hugsað til Íslands. Erum við ekki alveg að tengja?"

Hvernig rímar þetta við þá viðleitni Herra Jón Gnarrs að styðja Dag Bé í því starfi að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll? Getur ekki verið að hinir alþjóðlegu friðarpostular muni koma hingað á einkaflugvélum? Ef svo er, er þá ekki auðveldara að hafa Friðarsetrið í Keflavík? Flytja Friðarsúluna þangað? Og Höfðahúsið líka?

Herra Jón Gnarr gerði vel í að skýra mál sitt ögn betur.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband