Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

Hælisleitendur og innflytjendur

eru alls ólíkir hópar þó að GF setji þetta í sama pott. Við þurfum hinsvegar sem þjóð að draga skörp skil þarna á milli.

Innflytjendur geta verið fólk sem kemur til að vinna hérlendis. Þeir geta líka verið flóttamenn sem við höfum samið um að taka við.

Hælisleitendur geta hinsvegar verið allskyns ruslaralýður sem kemur hingað í þeim tilgangi að sjúga sig á íslenskt kerfi. Kemur hingað jafnvel ljúgandi um nafn og númer, aldur og fortíð. Í flestum tilfellum fólk sem okkur er enginn akkur í að fá hingað eftir að þeim  jafnvel hefur verið neitað um viðurtöku í öðrum löndum. Núna streyma þeir til landsins svo ört að afköst okkar í hótelbyggingum halda ekki í við fjöldann sem kemur. Og allir koma þeir í land og útgjöld okkar byrja.

Hugsið ykkur að einhver framtaksamur kaupahéðinn  setti upp auglýsingu niður í Sómalíu sem segði eitthvað í þessa átt:

"Komið til Íslands og fáið að gista frítt í fínum hótelum, fáið laun á hverjum degi fyrir að  vera til. Ef þið eruð sniðug og heppin getur teygst úr dvölinni í mörg ár. Þurfið aldrei að gera handtak á meðan þið eruð þarna.Borgið mér sanngjarnt verð fyrir miða og þóknun í gott og langt orlof frá eyndinni hér ."

Ætli slík auglýsing myndi ekki trekkja?

Af hverju skyldum við ekki geta tekið á málefnum hælisleitenda öðruvísi en að hleypa þeim á beit á íslenskan almenning? Óþekktum, óskoðuðum, jafnvel eftirlýstum morðingjum og vígamönnum.  48 tíma regla Norðmanna virðist okkur óviðráðanleg.

Flóttamenn eru allt annar hópur. Sr. Gunnar Sigurgeirsson líkti þeim við Hestmannaeyingana sem flýðu upp á land þegar gosið hrakti þá að heiman. Þá voru allir boðnir og búnir að hjálpa þeim þangað til að þeir gætu snúið aftur heim. Þannig eru flóttamenn gjarnan fólk sem flýr undan styrjöldum og vá sem það ræður ekki við og við höfum undirgengist að taka við eftir alþjóðasamningum. Svo er logið að okkur í sumum tilvikum um raunverulega neyð þessa fólks en við trúum hverju sem er. En að líkja þeim saman við hælisleitendur sem hingað streyma af sjálfsdáðum er út úr kortinu.

Gerum greinarmun á því fólki sem er í raunverulegri neyð og öðrum. Hælisleitendur eru ekki innflytjendur.

 


Aðförin að stjórnarskránni

heldur áfram af hendi landsölumanna krateríisins. 

Þorvaldur Gylfason þeytir snældu sína sem málaliði 365 í hverri viku og heimtar að Alþingi taki upp hundrað síðna bull sitt frá tímum Stjórnlagaráðsins ómerka. Samkvæmt kenningu dr. Jósefs verður lygin að sannleika sé hún endurtekin nógu oft.

Össur Skarphéðinsson er enn einn agenta Brüsselvaldsins sem vill íslenskt fullveldi burt í sem flestum greinum. Hann skrifar langhund um það í Mogga í dag hvernig stjórnarskrá Íslands þvælist fyrir honum í innleiðingu guðspjallanna frá EES. Samvisku sinnar vegna hafi hann líklega reiknað það út að hann gæti setið hjá við afgreiðslu EES reglanna sem Alþingi samþykkti nýlega með 33 atkvæðum.

Hann skrifar því í gegn um táraflóðið:

"...Það undirstrikar svo á hvers konar holklaka meirihluti Alþingi stóð þegar hann samþykkti málið, að þá höfðu bæði Björg Thorarensen og Stefán Már Stefánsson, sem upphaflega bentu á tveggja-stoða lausnina, stigið fram og kveðið afdráttarlaust upp úr með að samþykkt málsins fæli í sér meira framsal á valdi til yfirþjóðlegra stofnana en áður hefur gerst. Þau töldu framsalið vera komið yfir þau mörk sem stjórnarskráin þolir. .." 

Halda menn að samviskan ein hafi verið að plaga kratasálina?

"...Norðmenn gátu innleitt sömu tilskipun án þess að lenda í samskonar glímu við sína stjórnarskrá. Þeir höfðu áður með hliðsjón af hugsanlegri inngöngu í ESB breytt stjórnarskrá sinni þannig að hún heimilar auknum meirihluta þingheims að samþykkja „meiriháttar valdaframsal.“ Skilyrðið um aukinn meirihluta felur í sér að 3/4 af 2/3 þingmanna hið minnsta gjaldi framsalinu jáyrði. Norðmenn töldu framsalið sem fylgdi samevrópska fjármálaeftirlitinu af slíkri stærðargráðu að þeir afréðu að beita hinu sérstaka framsalsákvæði í fyrsta skipti við innleiðingu málsins. Það sem norska Stórþingið taldi „meiriháttar framsal“ var hins vegar smávægilegt í augum meirihluta Alþingis."

Staðeyndin er sú að Íslendingar ættu að spyrja sig hvort EES aðildin yfirleitt er að borga sig? Er þessi beintenging inn í hið brennandi hús Evrópusambandsins það sem ÍSlendinga vantar mest?

"...Sú staða er nú komin upp. Við upphaf EES sáu menn ekki fyrir þá þróun að fjölmargar stofnanir yrðu til innan ESB, með sérstöku regluverki, sem Ísland þyrfti að innleiða. Málum sem fela í sér framsal á ríkisvalds til yfirþjóðlegrar stofnunar hefur því fjölgað á seinni árum. Sú þróun heldur áfram. Nú þegar bíða þrjú ný mál upptöku í EESsamninginn, sem öll hafa í för með sér framsal valds."

Nei, það örlar ekki að landsöluliðinu að endurskoða afstöðuna í heild. Það á að halda áfram inn í eldinn með lokuð augun. það má ekki ræða það einu sinni hvílik asnaspörk EES hefur leitt yfir okkur í kostnaði fyrir landa og lýð.

"... Ísland er komið að þeim tímamótum að áframhaldandi þátttaka í EES kallar á að stjórnarskránni verði breytt þannig að auknum meirihluta Alþingis verði heimilt að framselja vald til yfir- þjóðlegra stofnana. Slíkt ákvæði er einmitt að finna í drögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Það færi vel á því að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar yrði að ljúka því verki. Stjórnarskráin verður að uppfylla okkar þarfir – og við hennar." 

Þá hafa menn það. Þessi gamli kommakrati hefur ekkert lært og engu gleymt. Hann vill draga þjóðina með sér og Þorvaldi Gylfasyni inn í svarthol Evrópusambandsins. Hann er búinn að fá verðuga bandamenn í Benedikt flokkseiganda Viðreisnar við þá iðju.

Auðvitað væri hægt að laga núgildandi Stjórnarskrá að breyttum aðstæðum með nokkrum skynsamlegum orðum, t.d. um aukinn meirihluta og þjóðaratkvæði og þess háttar. En það er ekki á dagskrá hjá þeim kaupahéðnum sem hafa lengi fjármagnað þennan áróður gegn lýðveldinu Íslandi í gegn um handbendi sín.

Aðförin að Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands heldur því áfram á fullu afli.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband