Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016
3.5.2016 | 11:11
So what?
Greiðslukortafyrirtækið Valitor þarf að greiða 500 milljónir króna í sekt til ríkisins, samkvæmt dómi Hæstaréttar frá því á fimmtudag. Valitor hafði kært og síðar áfrýjað úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að leggja sekt á fyrirtækið. Samkeppniseftirlitið taldi að Valitor hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn skilyrðum fyrri ákvörðunar eftirlitsins. Valitor hafi verðlagt þjónustu sína undir breytilegum kostnaði á árunum 2007 og 2008. Sektin var upphaflega hálfur milljarður en héraðsdómur Reykjavíkur lækkaði sektina í 400 milljónir. Hæstiréttur hækkaði sektina aftur í 500 milljónir á fimmtudag. Hæstiréttur taldi rétt að hækka sektina þar sem brot fyrirtækisins hafi snert allan almenning í landinu og fjárhagslegur ávinningur af starfseminni á brotatímabilinu hafi verið verulegur.
Höskuldur H. Ólafsson, sem í dag er bankastjóri Arion banka, var forstjóri Valitor á þeim tíma sem brotin voru framin. Fréttastofa óskaði í gær eftir viðtali við Höskuld en fékk þær upplýsingar frá samskiptasviði bankans að það fengist ekki. Hins vegar fékk fréttastofa eftirfarandi yfirlýsingu frá stjórn Arion banka:
Hæstiréttur hefur nú staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2013 í máli sem snýr að dótturfyrirtæki Arion banka, Valitor. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var tekin til gaumgæfilegrar skoðunar af stjórn bankans á sínum tíma. Vegna fyrirspurnar þinnar þá vísar stjórn Arion banka í yfirlýsingu Monicu Caneman, stjórnarformanns Arion banka, frá 2013 þar sem lýst var yfir fullu trausti til Höskuldar og starfa hans fyrir bankann."
Var ekki annað mál sömu aðila uppi fyrr en þetta?
Hvað varðar ykkur lúsablesana um hvað svona höfðingjar hafast að? Verið ekki að skipta ykkur af því sem ykkur kemur ekkert við frekar en ykkur kemur við hvernig valið er í stjórn Aríon banka.
So what?
2.5.2016 | 19:53
Á virkilega ?
að verðlauna kújónana sem stjórnuðu fjármálum Reykjanesbæjar með því að gefa þeim eftir skuldir?
Á ég að verðlauna bæjarstjórnina í Reykjanesbæ fyrir óábyrga hegðun í fjármálum, sem allir sáu hvert stefndi þegar þeir voru við völd? Á ég að lækka lífeyrinn minn til frambúðar vegna fíflaskapar óábyrgra pólitískra dilletanta? Af hverju á Kópavogur að stritast við að borga? Af hverju eiga Dagur Bé og EssBjörn að fá að velta sinni heimskulegu og óábyrgu óreiðu yfir á Orkuveituna og láta miklu fleiri en Reykvíkinga borga vitleysuna með sér?
Af hverju eiga heimilin að borga allt upp í topp í Íslandsbanka ef Reykjanesbær á ekki að gera það? Af hverju á að verðlauna stjórnendurna þar fyrir fíflaskap í fjármálum þegar almenningur er rukkaður um hvern eyri og kostnað til viðbótar? Af hverju á Reykjanesbær að fá afslátt hjá bönkunum en ekki almenningur?
Engan afslátt til Reykjanesbæjar. Er honum nokkur vorkunn fyrir að missa sjálfstæðið? Á hann það barasta ekki virkilega skilið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2016 | 08:49
Hvað ætla Sjálfstæðismenn?
að gera í kosningaundirbúningi?
Þingmenn flokksins eru sagðir ganga á milli manna og stinga upp á uppstillingu á framboðslistana vegna þess að tíminn til kosninga leyfi ekki venjuleg prófkjör hvað þá landsfund flokksins?
Er þetta svo? Væri tímahrak, af hverju er þá ekki byrjað? Jú, það er af því að kjördæmisráðin eru undir of sterkum áhrifum uppstillingarsinna sem styrkjast með hverjum degi aðgerðaleysis.
Ætlum við Sjálfstæðismenn að ana í kosningar með það í farteskinu að við höfum ekki nennt að taka til höndum fyrir október þegar friðþægingarkosningar við tunnutrymblana eiga að fara fram. Án þess að við flokksmenn höfum verið spurðir.Við höfum ekkert samþykkt þessa tilhögun. Hverjir eiga að ráða?
Við verðum að hysja upp um okkur Sjálfstæðismenn og láta ekki mata okkur af lítilli klíku atvinnuþingmanna. Stjórnmál snúast ekki um að skaffa þeim lifibrauð heldur hugsjónir flokksins og stefnu.
Höfum við svör í innflytjendamálum eða ætlum að láta Unni Brá og Áslaugu Örnu um þann málaflokk? Þurfum við ekki að horfa á það að þjóðin er ekki sammála núverandi gangi mála. Væri annars verið að stofna nýja stjórnmálaflokka vegna þessa málaflokks?
Þurfum við ekki að afgreiða Viðreisnarflokkinn á afgerandi hátt? Eru landsmenn sáttir við okkur í afstöðunni til ESB og hvernig við höfum haldið á þeim málum? Þurfum við ekki að finna svör sem duga?
Verðum við ekki að gera eitthvað Sjálfstæðismenn og það strax til að geta farið í kosningar eftir 200 daga?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2016 | 08:31
Útþensla Kínverja
í Suður-Kínahafi er að verða ógn þó hægt fari. Ástralir eru þeir fyrstu ásamt Fillipseyjum sem verða varir við áganginum. Bandaríkin hafa áhyggjur af þrýstingnum og Japanir eru orðnir uggandi svo mjög, að kjarnorkuvígvæðing er eim ekki eins fjarlæg og áður.
Kínverjar eru makalaus þjóð. Dugnaði hennar og nægjusemi er við brugðið. Hún fær um hina ótrúlegustu hluti í byggingum risamannvirkja. Viðskiptaviti hennar er líka við brugðið. En innviðirnir og efnahagslífið eru feysknir þar sem fjöldinn er svo gríðarlegur og kerfið viðkvæmt. Landið sjálft dugar ekki til að brauðfæða fólkið. Þeir eru upp á Bandaríkjamarkað komnir til að komast af efnahagslega. Líklega eru þeir ekki miklir stuðningsmenn Donalds Trump sem vill draga úr innflutningi á iðnaðarvöru.
Og víst er að það eru blikurá lofti í efnahag Kínverja. Þeir hafa framleitt draugabæi til að halda uppi atvinnu. Þar glitrar stál og steinsteypa engum til nota. Það er holur hljómur í hagvextinum.
Stálframleiðsla þeirra hefur ekki viðtakendur lengur. Hugsanlega eitthvað sem minnir á öxulveldin í gamla daga. Of mikið stál fer gjarnan í hergögn. Kínverjar voru að sjósetja sitt fyrsta alvöru flugmóðurskip. Þeir eru að byggja flugvelli með því að byggja utan á kóralrif. Svipað og við gætum gætum gert við Kolbeinsey í minni skala kannski. Þar sem áður voru hafdjúpin ein eru nú risaflugbrautir sem ógna Ástralíu og öllu Suður-Kínahafi. Hvað gerist ef bakslag verður í heimsviðskiptunum geta menn rétt ímyndað sér. Allur þessi mannfjöldi lýtur einræðisstjórn sem þarf engan að spyrja og engum að standa reikningsskil hugsana sinna. Hefur heimurinn ekki upplifað svipað áður?
Við Íslendingar getum aldrei botnað í kínverskum hugsunarhætti þannig að við getum spáð í hvað þeirra muni gera næst. Þeir eru þó ekki lengra frá okkur en sem nemur vegalengdinni til Grímsstaða ef þeim sýnist svo. Þeir voru að kaupa lönd á stærð við Ísland í Ameríku. Þeir eru ekki eins og við heimskingjarnir sem reikna allt í afkastavöxtum og arðsemi banka. Þeir sjá langt fram í tímann meðan við erum með nefið milli fótanna á okkur.
Það er ástæða til að fylgjast með atburðum á Kínahafi. Þeir munu koma okkur við þegar útþensla Kínverja heldur áfram.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 3420584
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko