Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016
10.5.2016 | 14:28
Guðni vill opna á gátt
allar hurðir fyrir innflytjendur til Íslands á grundvelli kristilegs siðgæðis og við eigum að borga það sem það kostar. Þetta heyri ég á Útvarpi Sögu.
Sem sagt, svo sem þúsund Sómalir í hóp væru velkomnir hingað. Við höfum vel ráð á því. Hann sér ekkert athugavert við innflutning óskilgreinds fólks erlendis frá.
Við höfum ekkert að gera við svona mann í Forsetaembætti. Hann er vel geymdur uppi í Háskóla innan um hina sem þar eru.
Guðni vill opna allar gáttir til Íslands.
10.5.2016 | 08:33
Krateríið kveður
ef marka má orð Árna Páls. Það blasir ekkert við í Samfylkingunni annað en vonbrigði,ósamlyndi og upplausn. Enginn veit hvert á að stefna eftir að ljóst er að ESB og frekara fullveldisframsal er ekki lengur það lím sem alltaf má grípa til þegar í harðbakkann slær.
Formaðurinn er mæddur í raunum sínum við að vera foringi í heimskum her þar sem siglt er aust-vest frá rauðum Chavez-kommúnisma til hægri daðurs við eitthvað óútskýrt viðskipta-og athafnafrelsi sem megi grípa til á kosningadögum ef það NB rúmast innan nauðsynlegs regluverks og gagnsæis innanlands?
Og þurfum við að sjá eftir þessu fyrirbæri Samfylkingunni sem þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar stofnuðu til á rauðum ljósum á sínum ungu dögum? Óskapnaður ósamrýmanlegra hugmyndakerfa um fangabúðafrelsi fyrir fávísan lýðinn undir varðmennsku þeirra sjálfra sem Nomenklatúrunnar? Liggur eitthvað eftir þetta apparat sem kallast Samfylking?
Svik og heigulsháttur við erfiðleikana 2007 er flestum í fersku minni? Samfylkingin hafði aldrei verið í Hrunstjórninni með honum Geir? Þjónkun við illgirnina í kommúnistunum í VG þegar tækifæri bauðst til að reyna að klekkja á Geir H. Haarde með atbeina dómsvaldsins? Skattlagning og eyðslustefna Jóhönnustjórnarinnar?
Geir var dæmdur fyrir að upplýsa ekki stjórnina nægilega vel. Þegar staðreyndin var að einn ráðherra Samfylkingarinnar sérstaklega var svo mikill þrjótur að hann mátti ekkert heyra í trúnaði án þess að kjafta frá því umsvifalaust. Geir gat ekki rætt við ríkisstjórnina um erfið mál. Og það er mála sannast að krötum er aldrei hægt að treysta og má þá vitna til orða formanns þeirra á sinni tíð sem sagði þá vera sprengingamenn.
Mislukkuð vegferð til fullveldisafsalsins? Var ekki Samfylkingin bara kamelljón sem skipti litum til að blekkja kjósendur til stjórnlyndis til aðgreiningar frá hreinum kommúnisma Steingríms J.Sigfússonar? Saman varð kokkteillinn görótt blanda síðustu vinstristjórnar sem setti lífskjör þjóðarinnar aftur um mörg ár undir blaðrinu um að hér hefði orðið hrun sem aldrei varð neitt raunverulegt. Er nokkur eftirsjá í þessum vanskapningi sem Samfylkingin er sem stjórnmálaflokkur?
Líklega er þjóðin ekki eins vitlaus og maður heldur stundum. Það sýnir sú hægfara þróun sem menn eru að sjá í fylgi flokkanna. Hvað stjórnarflokkanna varðar þá virðist heiðarleiki og undanbragðaleysi skila þeim auknu trausti. Fólk sér að ráðherrar eru einlægir í gerðum sínum og eru ekki að reyna að þykjast neitt. Þeir segja hvað þeir ætla að gera og gera það. Reyna ekki að fela neitt.
Að sama skapi skýrist myndin af ráðleysi stjórnarandstöðunnar og fólk spyr sig að því hvort það telji að ástandið batni ef hún tæki við? Það er svo margt sem gerst hefur að svarið hjá æ fleirum er bara stórt NEI.
Krateríið má gjarnan kveðja þessa þjóð og kommúnisminn hjá VG vera virkilegi valkosturinn til vinstri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2016 | 17:01
Ólafur leysti málið
fyrir mig og skaut Freyfaxa. Nú er ég frjáls og þarf engann smalamann að drepa. Hrafnkell eða smalinn föttuðu þennan möguleika ekki sjálfir.
Búinn að skrá mig á Davíð og ætla að kjósa hann og það þýðir ekkert að hræra í mér með það.
Málið er leyst hvað mig varðar.
9.5.2016 | 08:58
Það er stand á Goddastöðum
hvað mig áhrærir að minnsta kosti.
Búinn að lýsa því yfir opinberlega að ég styðji Ólaf Ragnar svo lengi sem hann þarfnist mín, hlýtur mér að líða eins og Hrafnkatli Freysgoða núna sem neyddist til að drepa smalamanninn vegna fyrri of sverra yfirlýsinga.
Hvað á ég að gera þegar allt í einu hann Davíð kemur fram og segir skák á Ólaf? Ég hef áður sagt frá því að ég hef enn pólitíska timburmenn fyrir það að finnast það ósvífni af Davíð á þeim tíma að fara gegn sitjandi formanni á sinni tíð. Og verða að þola það allan þann tíma sem liðinn er að Davíð var og er minn maður að öllu æði og orði.
Já mín pólitíska tíð hefur ekki alltaf verið sældarvist allt frá því að kjósa séra Bjarna, og alla þá sem töpuðu í Forsetakosningum fram að Icesave. Ég átti fáein góð ár í sólinni með Gunnari Birgissyni og Sigurði Geirdal hér í Kópavogi. Það var gaman á þeim tímum þegar allt reis uppá við.
Svo krassaði þetta allt og Gunnar farinn norður að stýra Fjallamönnum og ég sit eftir hér i Kópavogi sem geðvont gamalmenni sem enginn nennir að tala við lengur um pólitík. Þó er dóttirin komin í pólitíkina með honum Ármanni og þeim gengur bara vel að mér sýnist úr fjarskanum. Ég ætti bara kannski að flytja til Timbúktú í þeirri von að einhver tali við mig þar. En líklega hef ég heldur ekki neitt að segja lengur svo mér sé bara sæmst að húka hér í minni holu áfram.
Og nú finnst mér ég auðvitað vera í vanda sem þó hugsanlega getur leysts ef Ólafur leysir mig frá Freyfaxa. Kannski get ég líka lýst því yfir að ég sé orðinn geðveikur af öllu þessu forsetarugli og ég taki mér vikulangt sumarleyfi þegar kosið verður og geti ekki kosið vegna stundarbrjálæðis. Plead temporary insanity eins og þeir gera fyrir westan. Hugsanlega stingur einhver upp á snæri en ég er ekki alveg tilbúinn í það.
En það er aldeilis stand á Goddastöðum fyrir mig í þessari kosningatíð.
7.5.2016 | 09:36
Útför Óla Steph
frænda míns var gerð í gær frá Dómkirkjunni að viðstöddum húsfylli.
Þessi athöfn var eiginlega listaverk, svo mjög náði hún persónuleika Óla, sem var eins og allir vita víðfeðmur snillingur í orði og æði. Hafi aðstandendur mína virðingu og samúð við þessi tímamót.
Faðir minn og Stephan kaupmaður í Verðanda(eins og verslunin hans var kölluð) voru vel kunnugir í gegn um hestamennskuna og ég dinglaði þar oft með. Stephan var með skemmtilegustu mönnum að hitta. Talaði um sjálfan sig, hesta sína og frændur í hástigi lýsingarorða og það glampaði svolítið í augunum hans án þess að hann brygði svip þegar hann var að segja sögurnar ótrúlegustu sem viðstaddir máttu hafa sig alla við að trúa. Það var alltaf hátíð þegar riðið var fram á Stebba Ste og bróðir hans Magnús. En Magnús kenndi okkur Óla bróður að taka í nefið löngu fyrir fermingu við MagnúsarStephensenar- steininn sem enn stendur undir Draughlíðum við Elliðaár.
Ég kynntist Ólafi Stephensen ungur að árum þó ekki væri hann mikið með föður sínum í hestunum. Ég leit upp til hans því hann spilaði á harmónikku miklu betur en ég og svo á píanóið. Hann var samt alþýðlegur við mig yngri strákinn og kom fram við mig sem jafningja. Og þannig var það alla tíð síðan er við hittumst.Hann var mjög skemmtilegur í samræðum og kom sífellt á óvart vegna margvíslerar þekkingar sem hann hafði umfram mann.
Við frændur umgengumst aldrei mikið né þétt enda starfsvettvangur nokkuð ólíkur. En það birti einhvernveginn alltaf þegar maður hitti Óla Steph. Svo maður minnist ekki á þegar maður kom þar sem hann var sestur með tríóinu sínu.
Hann var ákaflega smekkvís tónlistarmaður og hæverskur gagnvart meðleikurum sínum sem fengu að njóta sín að vild. Leikur hans var fremur einfaldur en margbrotinn en ákaflega hljómfagur, maður spurði sig ósjálfsrátt af hverju get ég ekki gert þetta svona? Maður bara gat það ekki.
Því hann var tónlistarmaður með hæfileika. Ég þakka Óla frænda fyrir samfylgdina og mun hans minnast að góðu einu.
7.5.2016 | 09:04
Afstaða Guðna til Icesave
er rifjuð upp af höfundu Reykjavíkurbréfs, hver sem það skyldi nú vera, svofellt:
"..getan og viljinn En þetta smámál skiptir að sjálfsögðu engu um það, hvort Guðni sé upplagður sem forseti Íslands eða ekki.
En það er jafnsérkennilegt að þetta smáræði í settinu sé talið réttlæta framboð til forseta. Annað segir meiri sögu, og kannski hana alla.
Stærstu atvik í sögu forsetaembættisins snúa að Icesave-samningunum. Hræðsluáróður stjórnar Jóhönnu og Steingríms við atkvæðagreiðslu þjóðarinnar var magnaður. Margir kiknuðu.
Einn af þeim var sérfræðingur RÚV um forsetaembættið. Tímaritið Grapevine segir: Im glad that Im not in the Icelandic government. I wouldnt know what to do, I wouldnt know if I should accept this agreement or not. Guðni Thorlacius Jóhannesson.
Og um fyrsta Icesave-samninginn, sem almennt er viðurkennt að hafi verið sá vitlausasti þeirra allra, segir hann:
We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get. Take it or leave it, thats the message we got. I think anyone criticizing the negotiations team for being weak are ignoring, wilfully or not, the incredibly difficult position the Icelandic authorities find themselves in.
Þarna talar maður sem hafði kokgleypt áróðurinn og skalf af hræðslu.
Dettur nokkrum manni sem þetta les í hug að Guðni hefði sem forseti staðið með þjóðinni þegar mest lá við? Nei.
Er eitthvað sem bendir til þess að hann hafi breyst? Guðni segist þakklátur fyrir að vera ekki í ríkisstjórn sem þarf að fást við þetta stórmál.
Mega ekki Íslendingar vera mun þakklátari fyrir það, að hann var ekki á Bessastöðum þá? Og í mars 2010 skrifar Guðni og nú í Fréttablaðið:
Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda.
Hæstiréttur hafnaði sjónarmiðum af þessu tagi sem fráleitum með dómi sínum um neyðarlögin."
Þarf Guðni Thorlacius ekki að sýna fram á það að hann hafi allt aðra afstöðu til Icesave núna en hann hafði þá? Og sýna fram á hversvegna honum sé núna betur treystandi og þá? Og svara beint um afstöðu sína til þjóðkirkjunnar? Og afstöðu sína til inngöngu í ESB og upptöku Evru?
Þó að Ólafur Ragnar hafi á sínum tíma haft rökþrota meiningu um eðliskost pólitísks andstæðings síns, þá kiknaði hann ekki í Icesave eins og Guðni Th.,Steingrímur Jóhann, Kúbu-Gylfi og jafnvel fleiri.
Afstaða Guðna og þeirra til Icesave er ljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2016 | 13:43
Þá skerpast línurnar
bæði í pólitíkinni og Forsetabísnessnum.
Fólk er að átta sig á því að aukinn hagvöxtur, lág verðbólga, betra gengi á norsku krónunni er að gerast núna. Það er atvinna fyrir alla sem nenna að vinna og fleiri. Og Píratar eru ekki í stjórn.
Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Þessi ríkisstjórn er ekki á leið í ESB. Þessi ríkisstjórn gengur ekki með drauma um að taka upp annan gjaldmiðil. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að ganga úr NATO.
Þessi ríkisstjórn er ekki með áform um að hækka skatta. Samt fær VG aukið fylgi. Hvernig skyldi standa á því?
Þessi ríkisstjórn vill gera eitthvað í húsnæðismálum og gerir það líklega. Þessi ríkisstjórn er búin að lækka virðisaukaskatt og létta af vörugjöldum. Það voru ekki stjórnarandstöðuflokkarnir eða Píratar sem gerðu það. Eru þeir líklegir til að bæta um betur ef þeir komast að? Er fólkið að velta því fyrir sér þegar það svarar spyrlunum? Vill það að stjórnmálamenn skattleggi og eyði eða vill það sjálft ráðstafa sínu aflafé?
Og svo á að kjósa Forseta. Við vitum hvað við höfum. Við vitum hvað Ólafur Ragnar er búinn að gera. Hvað hann hefur ekki gert vitum við líka. Hann á ríka og glæsilega konu. Hann á kjarkmikla konu sem gekk hiklaust á móti grjótkösturunum á Austurvelli og deplaði ekki auga. Meðan sumir skutust skíthræddir á bak við aðra inn um bakdyr Alþingishússins. Þó að vinstri pressan hatist við alla sem eru ríkir þá held ég að meirihluti þjóðarinnar sé ekki sama sinnis í þessu tilviki. Við erum stolt af Dorrit Forsetafrú.
Guðni sagnfræðingur er mætur maður og glæsilegur. Hann hefur ekkert gert af sér nema vera skemmtilegur og fróður. Við vitum ekkert hvað hann mun gera sem Forseti. Við vitum bara að hann er Evrópusinni og okkur er sagt að hann sé ekki kirkjurækinn. En fyrri prinsar hafa þó jafnað París til einnar messu virði.
Ég er hinsvegar skuldbundinn Ólafi þannig að þetta er ekki erfitt fyrir mig frekar en að kjósa ekki Pírata.
Svo að línurnar eru að skerpast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.5.2016 | 18:30
Fjör í Forsetaleikinn!
færist á morgun. Þá kemur Guðni undan feldinum á fundi í Salnum og tilkynnir um framboð eða ekki. Búinn að segja að enginn velti sitjandi Forseta. Spurningin er hvort að fjölmúlarnir með RÚV í broddi fylkingar séu búnir að þyrla upp svo miklu moldviðri um aflandsfélög Dorritar að Guðni stóli svo á leiðveislu rangupplýsingaveitunnar, að hann geti skákað í því skjólinu?
Guðni er ágætur að tala og búinn að kynna sér söguna og þekkir í hverju þeir hafa lent pólitískt. Hann myndi vinna gagnvart öllum öðrum frambjóðendum en Ólafi. Hann á því meiri möguleika næst því ef hann fellur núna þá væri það verra fyrir það.
En það er þetta með aflandsfélagahysteríuna og hana Dorrit. Rangupplýsingamaskínan gengur dag og nótt við að afflytja Ólaf Ragnar af því að hún Dorrit er auðug kona úr öðrum löndum. Þó hún sé gift Ólafi Ragnari, þýðir það endilega að hann hafi fengið allt að vita um bankabækur tengdapabba? Hversu margir verða slíks aðnjótandi við giftingu inn í aðra fjölskyldu?
Manneskjan Dorrit Mussajef er úr forríkri erlendri fjölskyldu. Dorrit er erfingi þessa alls. Hvar eiga peningarnir að vera í geymslum? Hérna heima hjá Steingrími J eða í vörslu RSK? Hverslags bull er ekki borið á borð fyrir fólk? Það er ekki hægt að koma á ærlegan tilgang þennan fréttaflutning.
Finnst fólki almennt ólíklegt að þau hafi gert kaupmála við giftinguna Ólafur og hún? Á hann endilega að vita allt um fjármál tengdapabba? Er gamli komminn Ólafur Ragnar orðinn erfingi að öllu góssi þeirra Mússajefa?
Þetta er orðið hrein hneisa og farsi hvernig Íslendingar haga sér í þessu áróðursstríði gegn aflandsfélögum sem reynt er að gera samstofna við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson og svo núna líka Ólaf Ragnar Grímsson til þess að geta eyðilagt sem mest. En er fólkið svo heimskt að það sjái ekki í gegn um þessa misbeitingu óvandaðra blaða-og menntunarlítilla og próflausra fréttamanna?
Samsæri alþjóðlegra pörupilta í samstarfi við RÚV allra landsmanna gagnvart grandalausum forsætisráðherra Íslands dugði til að flæma hann úr embætti undir undir olíutunnubarsmíð framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Verður það bara Gísli á Uppsölum eða hans jafningjar sem verða taldir nægilega saklausir í fjármálum samtímans til þess að uppfylla siðferðiskröfur RÚV til frambjóðenda?
Mér finnst rangt að jafnmargir úr minnihluta og meirihluta Alþingis skipi stjórnina á RÚV. Leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að apparatið fer bara eigin leiðir í öllum málum?
Sýnist einhverjum að hið hlutlausa RÚV sé að draga af sér í því að færa fjör í pólitíkina og Forsetaleikinn líka?
4.5.2016 | 09:00
Fjölmenning
verður Árna Matthíassyni að yrkisefni í Mogganum í dag. Hann skilgreinir það sem fjölmenningu að við íslendingar séum búnir að breyta mataræði okkar frá öldum áður.
Þegar ég kom fyrst til Þýskalands vorum við flestir óvanir því að borðið væri ávallt grænt með mat eða salat.Þeir sem fyrir voru sögðust hafa vanist á þetta og teldu það nauðsynlegt. Við fengum að kynnast þýskum mat og flestir voru fljótir að aðlagast kjúklingum, spaghetti,baunum og súrkái, ravioli, rússneskum eggjum, Kasseler Rippe og Bratwust.
Nú vitum við að þetta var víst fjölmenningaruppeldi eftir skilgreiningu Árna. Ég man þá tíð þegar sólarlandaferðir hófust hjá þeim Ingólfi og Guðna að félagi minn sagði að nú myndu Íslendingar almennt taka upp að éta öðruvísi og fjölbreyttara en þeir gerðu. Jafnvel kjúklinga, grænmeti og svín sem þeir gerðu yfirleitt ekki.
Í stríðinu fórum við að tyggja tyggigúmmí og reykja amerískar sígarettur frekar en breskar. Keyra ameríska bíla og flytja inn tækni og vélar. Svo kom tölvutæknin og netið frá Bandaríkjunum og við vorum árum í undan Evrópu í að nýta það. Farsímarnir urðu íslensk almenningseign líka á undan.
En er þetta fjölmenning sem er sama og það að opna landmæri og leyfa þúsundum fólks frá framandi menningarsvæðum að flytjast til Vesturlanda og samlagast ekki þeim sem fyrir eru?. Mynda Ghettó að sinni vild í borgunum eins og í Malmö og Gautaborg til dæmis? Skapa stórkostleg velferðarvandamál án þess að þeir sem fyrir eru hafi neitt um það að segja?
Þeir sem fyrir eru megi ekki velja og hafna hverja þeir vilji fá og hverja ekki? Megi ekki einu sinni ákveða fjöldann?
Ég get ekki fallist á að fólk, siðir og trúarbrögð og dauðir tæknihlutir séu flokkaðir í einn flokk. Það er reginmunur á því sem Árni Matthíasson kallar fjölmenningu og mínum skilningi þess hugtaks.
3.5.2016 | 11:29
Það er vit í Pútín
"Í Rússlandi búa Rússar.Sérhver minnihluti hvaðan sem er, vilji hann búa í Rússlandi til að vinna og borða. skal tala rússnesku og virða rússnesk lög. Ef hann vill Sharia lög þá ráðleggjum við honum að fara þangað sem það eru landslög. Rússland þarfnast ekki minnihluta, minnihlutar þarfnast Rússlands og við munum ekki veita þeim sérstök forrétindi eða breyta lögum okkar til að þóknast þeirra óskum hversu hátt sem þeir hrópa "Misréttti".
Auðvitað mun góðafólkið rífa sig og segja að þetta sé lygi og Pútín hafi aldrei sagt þetta.
Obama mun ekkert læra af þessu. En Trump mun skilja þetta.
En hvaða stjórnmálaflokkur íslenskur þorir hafa svona skoðanir? Ég myndi nefnilega alvarlega hugsa um að kjósa hann.
Mér finnst vit í Pútín á margan hátt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 3420579
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko